Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1959, Síða 7

Fálkinn - 09.01.1959, Síða 7
FÁLKINN 7 Alarilyn sem freistandi engill í myndinni, sem olli því að Joe Dimaggio sinnaðist við hana. ar Marilyn fæddist, aS hún fékk taugaáfall og var flutt í aðra deild. — Síðan var hún sett á geðveikra- hæli. Sagt er að lnin og maSur liennar liafi veriS send þangað samtimis, og að bróðir hennar hafi framið sjálfs- morð, en enginn veit hvaðan sú saga er komin. Þegar Marilyn var tólf daga gömul töldu yfirvöldin að vonlaust mundi vera um að móður hennar mundi batna. Dæmdist barnið þvi vera foreldralaust og sveitin látin annast um það. Fyrst var hún sett niður hjá fá- tækri en heiðarlegri og guðhræddri fjölskyldu, sem fékk 32 dollara á mánuði í meðlag með henni. En Norma Jean var ekki nema 4 ára, þegar hún skildi að þessi hjón voru ekki réttir foreldrar hennar. Þögula konan með ískyggilega útlitið, sem hún liafði heimsótt einu sinni, var rétta móðirin hennar. Sagt var að fósturforeldrarnir hefðu ekki verið góð við barnið, og hefir Marilyn staðfest það, Hún þorði varja að tala orð, og alls ekki að gráta. Hún varð að biðjast fyrir að staðaldri, þvo gólf og þvott. Daginn sem hún varð 5 ára fékk hún engar gjafir, en varð að sverja að hún skyldi aldrei reykja, drekka eða dansa. En að dansa var það, sem harta iangaði mest lil í veröldinn. Annars segir sagan að Marilyn iiafi dansað samt — úti í garðinum, bak við öskutunnuna. Þar lék hún sér lika að brúðúm — sem hún átti cngar. Hún notaði tómar flöskur í staðinn, þær stóru voru strákar, þær litlu telp- ur. Þarna úti í garðinum lifði liún í sínum eigin heimi, og þar þorði hún að tala — við sjálfa sig eSa við hundana og kettina, sem koniu og voru að ieita sér að æti. Eftir nokkur ár eignaðist Norma Jean nýja foreldra. Þau voru sirkus- fólk og kenndu henni að kasta hnifum og dansa á linu. Þegar hún færðist undan ])ví kaffærðu þau hana í polli. Um þær mundir fór hún líka að ganga i skólann, en strax fyrsta daginn kom- ust hin börnin að þvi að hún var for- eldralaus og sneyddu hjá henni. í fríminútunum stóðu þau og bcntu á hana, og þegar þau fóru heyrði hún litla telpu segja við móður sína: — Þessi þarna á cngan pabba og mömrnu. Jean vesalingnum fannst hún vera eins og útlagi þarna. Þrátt fyrir 32 dollara meðlagið fannst sirkushjúunum brátt, að þessi heimska og þráláta stelpa væri óhaf- andi. Þau afsögðu hana, og nú komst hún til nýrrar fjölskyldu. Það eina sem var nietið, var að meðlagið var horgað skilvíslega, telpuna var ekkert hirt um. Nú leið enn stund og aftur fór Jean til nýrra og nýrra — til þeirra sjöttu ... til þeirra elleftu. Og alltaf sama sagan. Hún svaf i lélegustu skonsunni og át leifarnar eftir hina, og allt var þetta fátækt fólk, svo maturinn var ekki á marga fiska. Og einn daginn kom maður og fór með Jean með sér. Hann fór með hana í stórt, skugga- legt hús, ekki langt frá Columbia Film, þar setn móðir liennar iiafði unnið einu sinni. Hún las letrið yfir dyrunum: „BARNAHEIMILI". Grát- andi fieygði hún sér niður og neitaði að fara lengra. Hún hafði ekkert þarna inn að gera. Á barnaheimilinu var tilveran jafn ömurleg og áður. Hún var látin þvo hundrað diska á dag, og oft bolla og borðhnífa í ofanálag. Fyrir þetta fékk hún eitt cent á mánuði. Sagan segir Úr nnnálum Vpphai jarðamatsins og manntals 1703 (Eyrarannáll 1702): Skömmu fyrir þess árs alþing norðanlands í Hofsós i Skagafjarðarsýslu kom út með kaup- manni þar kongl. Majestetes Arckiv- sekretarius og prófessor eðla Árni Magnússon, sendur af kongl. Majest. Friderik 4. til að vera lians Majestets commissarius, ásamt vicelögmannin- um herra Páli Jónssyni (þessi Árni var íslenskur maður). Hann reið að norðan með herra biskupi Mag. Birni Þorleifssyni upp á alþing og birti i lögréltu kongl. Majestets bréf upp á þeirra commissarii embætti, og þar eptir meðal annara útréttinga eftir þeirra instruxum beföluðu öllum jarðeigendum á íslandi, andlegum og veraldlegum, sérhverjum allt sitt jarðagóss riktuglega upp að skrifa með sérhverrar jarðar landskyldar- hæð og kúgildafjölda, og i hverju sér- livað gyldist, og þessa registrun skyldi sérhver sínum sýslumanni afhenda, og sýslumennirnir þeim á næstkom- andi alþingi Anno 1703, svo commiss- arii kynnu eina riktuga jarðabók yfir allt landið gera. Svo og skyldu jarð- anna eignarmenn riktugar copíur allra sinna eignaskjala og kaupbréfa, sem þeir fyrir sérhverri jörð hefðu, svo vel bændastaða kirkjueignarjörð- um sem öðrum til sinna sýslumanna afhenda og þeir commissariis á al- þingi. að fyrir þessa peninga bafi hún keypt sér „slaufu í hárið“. „ÞEIM LÍKAR VIÐ MIG, ANE!“ Þegar hún var orðin ellefu ára kom Ane frænka til sögunnar. Ane var gömul vinkona móður hennar, frá því að þær höfðu unnið saman i Columbia Film. Og nú tók frú Ane Lower að sér meðráð þessarar veslings dóttur hinnar gömlu stallsystur sinnar. Hún hafði ekki úr miklu að spila, cn átti það sem mikilsverðara var — ástríki og skilning. Hún fékk léð pianó og annaðist um að Jean fengi að læra að spila og dansa. Og hún amaðist ekki við að telpan ferigi að lilæja og skemmta sér. Norma Jean var í sjö- unda himni. Þarna hjá Ane frænku dafnaði hún svo vel að ekki var hægt að þekkja hana fyrir sömu manneskju. Þegar hún varð tólf ára leit hún út eins og hún væri sautján. Að vísu var hún skelfing mjó, og götustrákarnir hróp- uðu á eftir henni: — Norma stöng- ull — Norma stöngull! En þeir meintu ekkert illt með þessu. Og í fyrsta skipti á ævinni fann Jean, að tekið var eftir henni. Það þótti henni svo gaman að hún liljóp heim og hrópaði Framhald á bls. 14. Af Alþingi reisti Árni comm- issarius á Suðurnes til Bessastaða kongserindi að útrétta, þaðan og heim í Skálholt, svo ])aðan og í Borgar- fjarðarsýálu og vicelögmaður með honum, þaðan og fyrir Jökul og um Stapasýslu, síðan um Dalasýslu, og hélt að sögn, samfundi í flestum stöð- um þar um reisti. Sátu þeir siðan í 5 vikur við tjald i Hvammi i Hvamms- sveit hjá prófastinum séra Magnúsi Magnússyni, bróður Árna, um hvern tíma þessir kongsins commissarii skrifuðu sín bréf, sem með kaup- mönnum fram í Kaupenhafn komast áttu, og frá Hvarnmi sendu þeir mann með þau, sem skyldi nótt og dag í norðankaupstaði ríða, en kaupför i flestum kaupstöðum voru afsigld, ut- an í Vopnafirði, Iivert þessi maður með bréfin reið og afhenti þau kaup- manni þar Hans Ólafssyni; hvert svar upp á þessi bréf kemur gefur tiðin síðar að vita. Frá Hvammi reistu þessir commiss- arii til í Staðarsveit, og þar skrifuðu nokkrar skikkanir til allra sýslu- manna liér vestra, þá fyrstu, að sér- hver sýslumaður í sinni sýslu skyldi taka bg uppskrifa eitt almennilegt fólksregistur, hvað margur maður á sérliverjum bæ væri, karlar, konur og börn og hvað gamall sérhver væri. í annan máta, livað margir sveitar- ómagar í hverri sveit væri og þar for- sorgast ættu. í þriðja máta livað marg- ir utansveitarbetlarar í hvcrri sveit væri eða umhleypingar laugardaginn fyrir páska, hverja hreppstjórar sér- hvers hrepps þá uppskrifa skyldti og sínum sýslumanni uppskrifað afhenda. I 4. máta skyldu hreppstjórar í sér- hverjum hrepp uppskrifa allan fríðan pening, hesta, kapla, kýr, kvigur, geldneyti, kálfa, geldsauði, ær og lömb ní í næstkomandi fardögum Anno 1703, er sérhver búandi maður og húsmæður ættu og á sérhverju byggðu bóli væri, og hverjum sér- hvað af þvi tilheyrði, eður á fóður sett höfðu . .. Þessi kongl. Majest. commissarius Árni Magnússon með sína 3 sveina: Árna Hannesson, sem lians skrifari, 1 danskan og annan islenskan, sat um veturinn fyrir og eptir jól í Skálholti á kost biskups Mag. Jóns Þorkelsson- ar, hvaðan meinast, eptir sögn, hann með vicelögmanninum Páli á næst- komandi vori 1703 eptir krossmessu um Vestfjörðu reisa vilji, því hans kostur: 1 tunna brauðs, % fat ljóss, messuvínskvartil, brennivínskvartil og tóbak, sem kaupmaður Niels Buck eftir lians umbeiðni í sumar þar eptirskildi. — Vicelögmaður Páll sat heima á sínu heimili Viðidalstungu þennan vetur.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.