Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 09.01.1959, Blaðsíða 9
FÁLKINN fór í bólið og lét sem hún sofnaði þegar í stað. MARK fór snemma morguninn eftir. Hann átti að verða fjóra daga í burtu. Anna var ein heima með sófanum, og henni fannst hann vaxa sér yfir höfuð. Hún starði á hann, kreppti hnefana og tautaði: ,,Þú eyðileggur heim- ilið okkar, en það er best að þú fáir að gera eins og þér sýnist. En hjónabandið okkar skaltu ekki eyðileggja. Það skaltu vita!" Og svo sparkaði hún í einn höfrung- inn. En ekki kom svo mikið sem rispa í tréð. Hins vegar verkjaði hana i stórutána. Fuglarnir flögr- uðu eins og áður og englarnir velt- ust um í hlátri. Það er ekki auðvelt að segja um hvenær Anna tók ákvörðun- ina. Ef til vill var það þegar hún sá skrýmslið hreyfast. Hún gekk hugsandi gegnum dagstofuna. Þá opnaði einn höfrungurinn kjaft- inn og glefsaði til hennar. Henni lá við að hljóða en stillti sig og starði á dýrið. En nú hreyfðist það ekki meir. Hún fór fram í ruslakompuna og fann það sem hún var að leita að. Gamall bæklingur, „Gerið heimilið vistlegt!" Burt með flau- el og gamalt rusl, stóð í kverinu. Þar var mikið af myndum og alls konar ráðleggingum um hvernig ætti að fara með gömul húsgögn, ef maður hefði löngun í sér að mála og nota sandpappír. Það lækkaði á henni risið eftir því sem hún las meir og skoðaði myndirnar betur. Ekkert af hús- gögnunum, sem voru afmynduð þarna, var til líka eins ljótt og sófinn hennar Carolinu frænku. Kannske var ekki hægt að gera tieitt við hann? Kannske var það eina — hún leit á öxina á kompu- þilinu. Svo tók hún stóra máln- ingardollu og nokkra pensla úr skápnum. Hún var þrjá daga að mála svartan viðinn. Og nú gat hún byrjað með skærin og söðlasmiðs- nálina. Þegar hún hafði lokið verkinu var hún stolt og auðmjúk í senn. Það var himinblár dúkur, al- stráður rósum, sem hún hafði fóðrað sófann með. Það var eins og sófinn hnipraði sig saman og yrði helmingi minni en áður eftir að tréverkið var orðið mjallhvítt og dúkurinn himinblár. En nú var þetta orðinn sófi sem átti heima í stofunni og gerði hana fallegri og bjartari. Hún lá á fjórum fótum og var að tína saman pjötlurnar af gólf- inu þegar hún heyrði í bíl Marks fyrir utan. Hún flýtti sér út. Á miðri flötinni lenti hún beint í fangið á honum. Hann hvíslaði í eyra hennar: ,.Þetta gekk allt vel, Anna. Nú skulum við aldrei ríf- ast framar, felst þú ekki á það? Það skiptir engu máli hvers virði sófi Carolínu frænku er mér. Við losum okkur við hann. Hann Tumi frændi getur fengið hann. Hann hefir gaman af gömlum gripum og þykir jafn vænt um sófann og mér. Ég skal gera Caroline f rænku grein fyrir þessu á viðeigandi hátt." Svo gengu þau upp að húsinu og hann studdi handleggnum á herðarnar á henni: „Heldurðu að það verði ekki best?" „Já, en . . . Mark . . ." Nei, hún kom sér ekki að því að segja það. Svo komu þau inn í stofuna. Dauðaþögn. Mark opnaði munn- inn, en ekki kom nokkurt hljóð yfir varir hans. „Er hann ekki fallegur?" spurði Anna lágt. Mark starði á gripinn. „Þú hef- ir eyðilagt hann. Gereyðilagt hann," sagði hann loksins. „Alla leið sunnan fyrir Eldland, alla leið frá Evrópu ... og svo ..." Hann þagði um stund, en svo hélt hann áfram: „Nú get ég ekki sent honum Tuma hann. Hann mundi drepa mig. Og það sama mundi hver annar í f jölskyldunni gera. Þetta er hræðilegt!" Anna varð niðurlút. „Mark," hvíslaði hún. „Ég vildi ekki missa hann fyrir nokkurn mun. Þetta er sami sófinn, en nú er hann í samræmi við stofuna." „Þetta er alveg það sama og að mála skegg á Monu Lisu," sagði hann stuttur í spuna. 1 sömu svifum var dyrabjöll- unni hringt. Mark fór til dyra og þegar hann kom inn aftur hélt hann á símskeyti i hendinni. Hann var öskugrár í framan og höndin skalf. „Það er frá Carolinu frænku. Hún kemur hingað á morgun. Ö!" stundi hann. Nú varð Anna verulega hrædd. Mark mundi kannske skilja þetta tiltæki hennar. En ekki var hægt að búast við þvi af Carolinu frænku. Mark var svo óðamála að hann rak í vörðurnar: „Ég verð að reyna að ná í Tremaine lista- verkafræðing, hver veit nema hann geti lagað þetta ... ég ætla að hringja strax ..." Hann var kominn að símanum. „Tremaine .. . nei, á morgun er það of seint. . . er þá ekki hægt að fá einhvern annan? Jæja, en þá verðið þér að koma snemma." Hann sleit sambandinu. „Hann getur ekki komið fyrr en á morgun, en þá fær Caroline frænka þó að sjá, að við höfum allan vilja á að bæta úr þessu." ANNA og Mark stóðu þögul og óróleg fyrir utan húsið daginn eftir, til að taka á móti Carolinu frænku. Hún var ekki stór og dig- ur eins og Anna hafði ímyndað sér. Þvert á móti — lítil og grönn, en þráðbein í bakið. Hatturinn og fötin voru samkvæmt tískunni fyrir aldamótin, fannst önnu. Þessi gamla kona var táknmynd gamla tímans. „Velkomin í fjölskylduna, væna mín!" sagði Carolina og kyssti Önnu laust á kinnina. „Carolina frænka . . ." stamaði Mark. „Áður en við förum inn ætla ég að segja þér, að gjöfin þín er komin til skila ... en það hefir komið dálítið fyrir, sem . . . sem ... já, það kemur maður í dag og kippir þessu í lag." Hann opnaði stofudyrnar. „Við höfum breytt honum, eins og þú sérð!" Anna f ór allt í einu að vorkenna Mark. Hún skildi hve mikla sál- arraun það hafði kostað hann að segja við í staðinn fyrir hún! „Þetta er ekki alveg rétt," sagði hún. „Hann Mark á enga sök á þessu. Það er ég ein, sem á sökina." Löng stund leið án þess að gamla konan segði orð. Hún stóð í dyrunum og starði á handaverk Önnu, eins og hún gæti ekki haft augun af þeim. Loks sagði hún lágt: „Ó, bara að ég hefði þor- að ..." „Hvað þá?" spurði Mark. Það kom dreymandi blær á bláu, daufu augun í Carolinu frænku: „Ég hefi verið undir sama þaki og þessi gripur þarna í þrjátíu ár," sagði hún. ,,Á hverj- um einasta degi starði ég á hann, og á hverjum einasta degi óskaði ég að ég gæti gert eitthvað við hann. En ég þorði það ekki .. ." „Carolina frænka!" hrópaði Mark. „Já, ég veit það, Mark. Þetta er góð handavinna, en ... hm .. . falleg er hún að minnsta kosti ekki. Ég hálf skammaðist mín fyrir að gefa þér sófann. En ég hefi átt hann í þrjátíu ár!" „Já, og hann forfaðir okkar sigldi með hann fyrir Eldland á freigátu. Þeir buðu honum mörg hundruð krónur í hann." „Jú, alveg rétt, drengur minn. Það veit ég líka," sagði gamla konan blítt. „Það var mesta flónska að hann skyldi ekki selja hann. Það hefir mér alltaf fund- ist." Það var líkast og Mark hefði orðið fyrir eldingu. Carolina frænka sneri sér að önnu: „En þú þorðir, væna mín. Og nú er sófinn orðinn fallegur — ljóm- andi fallegur." Hún leit hlýlega til önnu. Hvorug þeirra leit á Mark. Þegar hann kom inn aft- ur úr gestaherberginu eftir dá- Stjörnulestur eftir Jón Árnason, prentara. Vetrarsólhvörf 1958. Alþjóðayfirlit. Jarðarmerkin og föstu merkin í meiri yfirgnæfandi hlutaáhrifum. Hyggindi og festa ætti því að sér- kenna áhrifin í rekstri heimsmál-. anna. Tölur dagsins eru: 2 + 2 + 1 + 2 + 5 + 8 = 20 = 2. Þetta eru frekar veikar tölur. Þó er 8.-talan frekar sterk. Taf- ir áberandi í rekstri heimsmálanna og árangur hæpinn. Fjárhagsvonin hæpin mjög. Þó gætir nokkurra hygg- inda, ef nokkuð er. Jarðskjálfta mætti' búast við 15. gráðu austurlengdar, um miðja ítaliu, Sikiley eða á þeirri lengdarlínu, einnig eldgos. — Mars, sem ræður Englandi, er mjög veikur í afstöðum og þær yfir höfuð slæmar. Mun draga úr áhrifum Englendinga hér og yfir höfuð, einnig á almenn- um vettvangi. — Búast má við jarð- skjálfta í Norðurálfu vestanverðri. Lundúnir. — Sól i 12. húsi. — Af- staðan er frekar veik og afstöðurnar siæmar. Stjórnin á í örðugleikum vegna gagnrýni á rekstri sjúkrahúsa, vinnuhæla og fangelsa. — Venus í 1. húsi. Fjárhagsmálin frekar i upp- gangi og líklegt að gjaldeyrisforðinn haldi áfram áð vaxa. — Mars og Tungl i 4. húsi. Aðstaða bænda örð- ug og andstaða stjórnarinnar fær byr í seglin. Plútó í 8. húsi. Örðugleikar gætu komið i ljós i sambandi við dauðsfall eða vegna leyndarráðsins. — Júpiter í 10. húsi. Hefir allar af- stöður slæmar. Stjórnin á i ýmsum örðugleikum, fjármála-, siglinga og viðskipta og deilum við embættis- menn o. fl. Merkúr í 11. húsi. Um- ræður miklar i þinginu. Berlín. — Sól og Venus í 12. húsi. Sjúkrahús, vinnuhæli, betrunarhús og fióttamannabúðir undir almennri at- hygli og örðugleikar miklir í sam'- bandi við rekstur þcssara stofnana. — Mars og Tungl i 3. húsi. Bæði í slæmum afstöðum. Umferðaörðug- leikar miklir, hindranir og tafir á flutninguni, útgáfu ibóka og blaða, póstgöngum, sima og útvarps. — Úr- an i 7. húsi. Utanríkismálin undir slæmum áhrifum og sum viðfangsefn- in örðug viðureignar og vandséð hvernig úr rætist. — Neptún í 9. húsi. Búast mætti við óróa á verslunarflot- anum, jafnvel verkföllum. — Júpiter í 10. húsi. Stjórnin á í örðugleikum vegna aukinna launaviðbóta opin- berra starfsmanna. ¦— Satúrn i 11. húsi. Tafir og örðugleikar i þinginu og framgangur þingmála undir þving- unum. Moskva. — Sól og Venus í 11. húsi. Stjórnin og æðsta ráðið undir tvi- Framhald á bls. 14. v. l.itla stund, horfðu þær enn hvor á aðra. Þegar þau sátu úti í garðinum seinni hluta dagsins var hringt. Mark fór upp að dyrunum og var burtu góða stund. Þegar hann kom aftur sagði hann, eins og ekkert væri um að vera: „Þetta var hann Tremaine listgripakaup- maður. Hann vildi fyrir hvern mun kaupa sófann, en ég sagði honum að hann væri ekki falur."

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.