Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1959, Síða 11

Fálkinn - 09.01.1959, Síða 11
/ FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. RUZICKA: Bónorðsför Konan mín kom alveg óvænl inn til min. Ai' gömlum vana greip ég undir eins veskið mitt, en hún liristi höfuðið, og sagði að einhver Arnesen vildi tala við mig. — Einhver Arnesen? sagði ég hægt. Ég man ekki til að ég hafi nokkurn tínia ... en láttu ha»n koma inn. Herra Arnesen kom inn. Ungur, vinalegur maður með gleraugu en á- kaflega órólegur í hreyfingum. — Ég lieiti Arnesen og ég er kom- inn . . . hm . . . hm . . . — Ég sé það, ungi maður .... ég sé það. Fáið þér yður sæti. Herra Arnesen settist. Það er að segja liann lilammaði sér á stól og ýtti honum fram og til baka og stakk fingrunum niður með flibbanum, sem sýnilega var of þröngur, tók upp stór- an vasaklút og þurrkaði framan ú r j sér svitann. J Ég beið. Hann beið. Eg ræskti mig. Hann svitnaði. Loks tók liann rögg’ á sig. — Ég er kominn út af lienni Lisu dóttur yðar ... — Út af henni Lisu dóttur rp.inni? Ég hnyklaði brúnirnar. — Herra Arnesen, hún Lísa er eiginlega barn ennþá ... tæplega 17 ára . . . Arnesen tók öndina á lofti, eins og fiskur á þurru iandi. .— Ég veit það — ég veit það. Þess vegna kem ég til yðar .... Ég kem í göfugum tilgangi ... ég kem til að þjóna háleitrí hugsjón ... sagði hann með miklum erfiðismunum. Og það var líka með erfiðismunum, að ég gat leynt þvi hvc hissa ég var. — Og ... og Lísa veit ... að þér fóruð til mín? Arnesen kinkaði kolli. — Auðvitað veit lnin ]jað. Það var hún sem bað mig um að fara til yðar. — Hm. Ég fór að rjála við gier- augun mín. Þetta bar svo bráðan að — kom svo óvænt ... ég hafði ekk- ert vitað, mig hafði ekkert grunað ... Ég tók til máls aftur: — Hve lengi hafið þér þekkt dóttur mína, herra Arnesen? — í liálfan mánuð. — Hálfan mánuð! Er það allt og sumt? Ég vil vera manna síðastur til að gerast Þrándur i Götu ... en hald- ið þér sjálfur, ungi maður, að það sé nægur kynningártími ... Hm. hvað hafið þér eiginlega fyrir stafni, herra Arnesen. — Tenniskennari? Nú átti ég bágt með að ieyna vonbrigðunum. Ég hafði ailtaf óskað að eignast eitthvað ann- að fyrir tengdason. Ég ræskti mig og tók orðið aftur: — Og live miklar tekjur hafið þér sem tenniskennari? — Fimm hundruð krónur á mán- uði . . . stundum sex . .. — Það er nú ekki mikið. Og fjöl- skylda yðar, hérra Arnesen. Eigið þér foreldra. Hvað gerir faðir yðar? — I-Iann er timburkaupmaður ... — Hm. Þetta fannst mér strax betra. En samt. Ég ræskti mig, þandi út bringuna og sagði með föðurlegum virðuleik: — Herra Arnesen, svona alvarlcgt skref verður maður að þaul- Iiugsa. Þér verðið að gefa mér um- hugsunartíma ... og hugsa sjálfur líka. Þið eruð bæði kornung, og hafið ekki þekkst nema hálfan mánuð. Kom- ið þér aftur eftir hálft ár, þá skulum við tala betur saman. Herra Arnesen spratt upp. vonsvik- inn: — Hálft ár ... það er alltof seint, sagði hann. — Hvers vegna er það of seint? spurði ég og varð hræddur og grun- aði það versta. — Hvers vegna er það of seint? — Vegna þess að þá verður fyrir löngu hætt að sýna þessa kvikmynd. Ég ætlaði að bjóða henni Lísu að sjá með mér myndina „Tvö hjörtu í báli“ en Lísa sagði: — Fyrst verðið þér að tala við hann pabba ...“ Vitið þór...? að rafmagn er notað til að drepa flugur? í amerísku fjósunum eru þeir farn- ir að setja upp leiðslur undir loftun- um, með veikum straum en hárri spennu. Flugurnar drepast á svip- stundu ef þær snerta leiðslurnar. að ekki þarf mold til að rækta grænmeti? í stað þess að láta jurtirnar fá nær- ingu úr moldinni hefir þeim í til- raunaskyni verið plantað í ófrjóa smámöl. Þrívegs á dag eru þær svo mataðar, með því að hella yfir þær vökva, sem inniheldur næringarefni þau, sem þær þurfa með. — Með þessu móti hefir t. d. tekist að gera upp- skeru tómata tvöfallt meiri, en með gamla laginu. —O— Franskir verkamenn og starfsfólk verða að vinna frá fjórar til tíu mín- útur á dag til þess að borga útgjöld Frakka af hinum illa þokkaða hern- aði þeirra í Alzír. Ritari franska landsstjórans Robert Lacoste í Alzir, Plerre Chausaddes, hefir upplýst að liernaður Frakka i Alzír kosti kring um 17 milljón krónur á ári. Þetta er aðeins beini kostnaðurinn, en svo bætist við tapið af því, að hafa fjölda fólks undir vopnum, sem annars gætu stundað heiðarlega vinnir. Sementsverhsmiðja dsfíctr íawxL SArc<ywrc\juxrc ccrs ocj. jxLclctr og. fcccc(í(iccr oicisfcLfttL rc cc í\h \xcc ctríi tu- Gleðilegs nýárs óskum við öllum okkar viðskiptavinum SUTURFÍIAC SUDURLAHDS

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.