Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1959, Page 12

Fálkinn - 09.01.1959, Page 12
12 FÁLKINN ! FRAMHA, LDSSAGA ÁgTlR í feluleik 7. FRAMHALDSSAGA --~---------------—-----------J Nóg var að hugsa á hverjum einasta degi. Miðdegisverður hjá Mclvers — skemmtiferð í tunglsljósi — heimsókn á trúboðsstöðina hinu megin á eyjunni — og síðdegis einn dag- inn fór Elisabeth að heimsækja frú Kelvey, þá sem átti hvolpinn sem hún hafði séð á flugstöðinni. Amy kaus heldur að flatmaga sig í bað- fjörunni allan daginn enda varð hún gulljörp um allan skrokkinn. Hún þoldi sólina betur en Elisabeth og var í essinu sínu í fjörunni og sjónum. Elisabeth synti stundum í lóninu, en hún þoldi ekki að liggja í brennheitum hvítum sandinum og bulla við skrifstofumenn- ina, sem áttu frí fyrripart dagsins. Hún kaus fremur að aka til Kalaba Hill og bað bílstjórann um að nema staðar á til- teknum stað, þar sem útsýnið var best yfir sjóinn. Það var falleg sjón að sjá alla fiski- •bátana sigla beitivind sitt á hvað, og marg- lit seglin með sjóinn í baksýn. Einn morguninn horfði hún á þetta útsýni lengur en hún var vön, því að í dag hafði stórt skip lagst á höfnina. Hún var enn að hugsa um þetta stóra fallega skip er hún gekk inn í landstjórahúsið og fleygði frá sér baðfatatöskunni á stól. En þegar hún ætlaði að stiganum varð hún hrædd. Gegnum stofu- dyrnar sá hún greinilega mann, sem hún hafði aldrei séð fyrr. Fyrst datt henni í hug að flýja upp stig- ann og læsa sig inni í herberginu sínu. En í því leit hann við og horfði fram í ársalinn. Hún sá breiðleitt unglegt andlit með loðnar augnabrúnir og þétt, ljóst hár. Maðurinn var ekki sérlega hár, en þreklega vaxinn, og beinamikil hakan bar vott um sterkan vilja og atorku. — Eruð þér að bíða eftir einhverjum? spurði hún hikandi. — Góðan daginn, sagði hann hæversklega. — Þér munuð vera ungfrú Mayne. Ég heiti Peter Gilmering. Ég er að bíða eftir Amy. — Þér ... þér þekkið Amy? spurði hún vesældarlega. — Já, við hittumst í London fyrir einu ári. Hún mun ekki hafa minnst á mig við yður .. . Röddin drukknaði í ferlegum hávaða er bíll stansaði fyrir utan og Amy kom æðandi ipn með fjóra menn í kjölfarinu — alla í skræpóttum strandfötum. Amy var sjálf eins og annarlegt blóm, með sólbrúna hörund- ið og kúlíahatt yfir dansandi hrokknum lokkunum. Hún hikaði aðeins sekúndu. Svo sneri hún sér að Elisabeth og sagði fljótmælt: — Góða, ég vissi ekki að þú hafðir gesti. Afsakið þið að við komum askvaðandi inn, en við ætluð- um bara að ná í sítrónusafa og sólgleraugun mín, sem ég gleymdi í morgun. Við skulum ekki trufla ykkur, Amy. Elisabeth dirfðist ekki að líta á Peter Gil- mering. Það var rétt svo að hún gat stunið upp þessum orðum til að kynna þau: — Peter Gilmering . .. ungfrú Elisabeth Mayne. Og ungu mennirnir sögðu allir til nafns sins. — Þið getið farið inn í litlu stofuna og náð ykkur i glös og safa og vatn, sagði Amy og benti gestunum áfram inn í stofuna. Þegar þau voru orðin ein fór hún og tók undir handlegginn á Elisabeth. Svo fór hún til Peter Gilmering, sem var orðinn kafrjóður. — Jæja, svo að þér eruð Peter Gilmering, sagði hún hugsandi. — Amy hefir víst ein- hvern tíma sagt mér af yður. Þér eruð maður- inn úr nýlendunum, sem kallaði hana einu sinni „óþægt stelpugæskni“ ... og sitthvað fleira. Húri brosti smeðjulega. — Þér verðið að koma og drekka te hjá okkur, herra Gil- mering, svo að við getum talað saman í næði, öll þrjú. Svo hvarf hún út úr herberginu og skildi Elisabeth eina eftir hjá manninum, sem Julian hafði vonað að fengi hlýlegar viðtökur. — Viljið þér koma inn í borðstofuna? sagði hún og reyndi að brosa. — Ég má kannske bjóða yður bolla af kaffi? TALAÐ VIÐ PETER. Elisabeth lét Kosi bera fram kaffi í borð- stofunni og Peter saup vænan sopa úr bollan- um áður en hann sagði: — Jæja, það eruð þér, sem eruð Amy. Það er að sjá að ég hafi haft allt aðra stúlku í huga. Hafið þér nokkuð á móti því að gefa mér skýringu á þessu? — Það er ofur einfalt mál, svaraði Elisa- beth. — Þetta er aðeins grín. Það var eng- inn sem þekkti okkur þegar við komum hing- að, og við ... við ... Hann var fljótur að skilja og áttaði sig fljótt á hvað á spýtunni hékk. Elisabeth fannst hann átta sig of vel á því. — Amy hefir átt hugmyndina að þessu, sagði hann rólega. — Enginn hefði getað lát- ið sér detta það í hug nema hún. Mér dettur ekki í hug að Julian Stanville hafi nokkur áform um að giftast dóttur landstjórans. Ég þekki hann ekki — sá hann í fyrsta skipti í skrifstofunni í dag þegar ég kom af skips- fjöl — en hann er talinn vera allra besti maður. I-Iann mundi aldrei láta sér detta þetta í hug. — Hann er metnaðargjarn. — Það erum við öll. — Ekki á sama hátt og hann er. Hann er samviskulaus og ráðríkur, og í einkalífinu er hann sami harðjaxlinn. Hann er heillandi, en maður finnur greinilega að hann hugsar allt- af um eigin hag. Slíkir menn hafa alltaf fram- tíð sína í huga, ef þeir afráða á annað borð að giftast. — Ef til vill, en hann gæti farið öðruvísi að. Þér hefðuð ekki átt að láta ginna yður út í þetta. Nú heyrðu þau hlátrasköll utan af svölunum og svo var bílhurð skellt. Hann stundi. — Hefir hún fjóra karlmenn á hæl- unum að staðaldri? — Oft fleiri en fjóra, en henni stendur al- veg á sama um þá alla. Hún þóttist vita að Peter þætti gott að heyra það. — Amy er væn og geðsleg stúlka — hún mundi aldrei vilja gera neinum mein. Hún brosti og hélt áfram: — Er það satt að þér hafið einhvern tima kallað hana „óþægt stelpugæskni“? — Já, ég gerði það. En ég skrifaði henni á eftir og bað hana fyrirgefningar. Hún svar- aði ekki bréfinu, þó að ég grátbændi hana um að skrifa mér. Ég var sendur til Singapore og fyrir tveimur vikum frétti ég að aðjútant sir Henrys væri orðinn veikur og hefði verið sendur heim. Ég gerði mitt ítrasta til að fá þetta starf af því að ég hafði ofurlitla von um að mér mundi takast að fá landsjtórann til að bjóða dóttur sinni hingað. Þér getið hugsað yður hvernig mér varð innanbrjósts er ég kom hingað og frétti að hún væri komin! Elisabeth vorkenndi þessum geðþekka lát- lausa manni. Hann var kominn hingað til að taka við nýrri, ábyrgðarmikilli stöðu, í þeirri von að hann mundi vinna hylli sir Henrys og njóta hennar. Peter var tvímælalaust ást- fanginn af Amy, en það var auðséð að hún taldi hann vera hreinustu plágu, sem hún yrði að losna við undir eins og tækifæri gæf- ist. Það var líkt henni að láta sér finnast sjálfsagt að hann mundi þegja yfir belli- brögðum þeirra stallsystranna þangað til hún fengi tækifæri til að tala við hann. — Þá er þetta allt miklu betra en þér hélduð að það mundi verða, sagði hún var- færnislega. — Amy er komin og þér vitið hver hún er — þótt engir aðrir viti það — og þá ætti yður ekki að vera erfiður leikurinn. Þér komið og talið við Amy í dag, eins og hún stakk uppá — er það ekki? — Jú, það skuluð þér reiða yður á, og má ég segja yður nokkuð, bætti hann við, alvarlegur. — Mér finnst þér vera mesta gæða stúlka. Yður hlýtur að þykja mjög vænt um Amy, úr því að þér létuð hana fleka yður út í þetta. — Já, mér þykir vænt um hana — en þetta er ekki eins hræðilega alvarlegt og þér hald- ið. Sannleikurinn kemur í Ijós í vikulokin. — Þetta gæti orðið alvarlegt mál, sagði hann. — Þér hljótið að skilja — bæði þér og Amy — að það getur verið hættulegt að hafa svona brögð í frammi þegar maður eins og Julian Stanville á í hlut. Hugsum okkur að þér verðið ástfangin af honum — og hugs- ið yður hvernig komið er fyrir yður þegar hann uppgötvar að þér eruð ekki Amy! — Það kemur aldrei fyrir, svaraði hún brosandi. — Má ég bjóða yður aftur í boll- ann? — Nei, þökk fyrir. Og nú er ekki vert að ég standi lengur við. Gæti ég fengið léðan bíl til að aka mér heim til Coombs? Ég ætla að búa þar þangað til sir Henry kemur heim. Elisabeth tók ekkert þagnarloforð af hon- um áður en hann fór. Hún þóttist viss um að hann mundi ekki segja eða gera neitt, sem gæti orðið Amy að meini. — Þú skalt ekki hafa áhyggjur af Peter yfir hádegisverðinum. — Hann heldur sér

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.