Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1959, Page 13

Fálkinn - 09.01.1959, Page 13
FÁLKINN 13 saman, en við verðum að láta hann skilja hve áríðandi það er að hann komi ekki upp um okkur. Það er ekkert við hann að athuga, en dálítið of alvarlegur er hann fyrir minn smekk, bætti hún við. — Mér fannst hann ekkert alvarlegur. — Nei, ekki þér — þú ert alveg eins. Við verðum að biðja hann um að skáganga þetta hús þangað til pabbi kemur heim. — Það verður þú að gera, sagði Elisabeth. — Hann kemur í te síðdegis, og þá ætla ég ekki að vera viðstödd. Amy leit á hana með skelfingu. — Ætl- arðu kannske að svíkja mig núna? — Ég svík þig ekki. Ég hefi sagt það við Gilmering sem ég þarf að segja, og nú kem- ur til þinna kasta að reyna að sannfæra hann. En annars finnst mér sjálfri að best sé að hætta þessum skrípaleik. Ég skal segja Julian alla söguna, ef þú vilt. Hún fékk hjart- slátt við þá tilhugsun. — Nú ertu komin í varnarstöðu, heillin mín. Það er alls ekki kominn tími til að segja Julian neitt ennþá. Hann er svo til ný- byrjaður að sýna dóttur sir Henrys áhuga — og hann er alltaf svo Ijúfur við mig, að það væri vandalaust að beina áhuganum í þá áttina. — Væri það nokkuð afleitt? sagði Elisa- beth ólundarlega. — Já, að vissu leyti. Hann fer svo sniðug- lega að kvenfólki að það stenst hann ekki. Þessir hinir eru svo auðskildir og gagnsæir, en Julian ristir dýpra og er miklu hættu- legri. Þú hlýtur að játa að það væri hræðilegt ef ég ginntist manni, sem ég hvorki gæti ráð- ið við né skilið. En mér líst skrambi vel á hann. — Gerir þér það? Elisabeth ýtti diskinum frá sér og rétti út höndina eftir kaffikönn- unni. — Þér líst á hann þrátt fyrir þetta, sem ungfrú Brodie sagði um hann? Mér sýnist að hún hafi vitað um hvað hún var að tala. — Já, hann er kannske fantur, sagði Amy. — En þú hlýtur að viðurkenna að hann er laglegur. Og spennandi. Hefurðu séð hann á hestbaki? Elisabeth hristi höfuðið. — Þú ættir að sjá hann á hestbaki, sagði Amy. — Það er stórfenglegt. Hann reið eins og gikkur á pólóæfingunni í morgun. Ég var svo hrifin að ég gapti. — Jæja, þú varst hrifin. Ætli þú farir ekki að verða ástfangin hvað líður, sagði Elisabeth hægt. — Ekki held ég það, en hann verkar svona á mig. Mér finnst á mér, að ef hann einbeitti sér að því að ná i mig, mundi honum takast það. Og líklega mundum við verða í sjö- unda himni svo sem vikutíma — klóra aug- un hvort úr öðru næstu vikuna — og skilja svo og sjást aldrei aftur. Elisabeth gat ekki stillt sig um að hlæja að þessari lýsingu sem sýndi ljóst að Amy skildi ekki Julian. Elisabeth var sannfærð um að Julian mundi taka hjónabandið sömu föstu tökunum og allt annað. — En svo að maður víki aftur að Peter, sagði hún. — Hann er kominn hingað til að gegna stöðu, og ég vona að þú verðir þægi- leg við hann i dag. Auk þess verður þú að biðja hann um að gera þér greiða. — Geturðu ekki drukkið te með okkur, sagði Amy biðjandi. — Nei. Þetta er þinn gestur, og auk þess held ég að ég mundi draga taum hans. — Þá er réttast að ég kljáist við hann ein — en ekki of lengi. Hann er alltaf stundvís, og kemur líklega á mínútunni klukkan fjög- ur. Þá býð ég einhverjum í viðbót kortér yfir fjögur. Er það ekki sniðugt ráð? ELISABETH ÓRÓLEG. Elisabeth hvíldi sig klukkutíma eftir há- degisverðinn. Á eftir gekk hún niður í garð- inn, í áttina til sjávar. Hún hafði rekist á stíg, sem lá niður á flatir, er náðu alla leið niður að sjó, þar sem kórallarifin voru í fjöruborðinu en enginn sandur. Þarna var eng- in baðfjara, stormar og brim hafði skolað sandinum á burt og öldurnar gjálpuðu við grjótið. Elisabeth klöngraðist upp á kórallarifið og settist og starði hugfangin á poll, þar sem fiskar voru á sundi innanum blómstrandi anemónur. Hún tók ekki eftir að Julian hafði komið á eftir henni en allt í einu heyrði hún rödd hans fyrir aftan sig. — Er það hérna sem þér felið yður. Farið þér oft hingað? Hún heilsaði honum með hæverskubrosi. Þetta er i annað skiptið, svaraði hún. — Það er svo yndislegt og friðsælt hérna. Komið þér stundum hingað lika? — Nei, þeir segja að hægt sé að veiða fisk hérna við klettana, en ég gef mér ekki tíma til að sinna þessháttar. Hann benti upp á grasflötina. — Við skulum ganga þangað og finna okkur stað sem gott er að setjast á. Ég þarf að tala við yður. Hann hjálpaði henni ofan af klettinum og gekk á undan henni upp á flötina og að gömlu tré með stórum greinum, sem skyggði fyrir sólina. Hún settist í grasið og hann settist við hliðina á henni. Hann var í hvíta ein- kennisbúningnum, sem hann var vanur að nota í skrifstofunni, en nú fór hann úr jakk- anum, reis upp á annan olnbogann og horfði á hana. — Hvernig vissuð þér að ég var hérna? spurði hún fljótmælt. — Einn varðmaðurinn sagði mér að þér hefðuð farið þessa leið. Ein óþægindin sem fylgja því að vera landstjóradóttir er að allt- af eru hafðar gætur á manni. — Hvers vegna eru hafðar gætur. Er nokkur hætta á ferðum? — Nei, kemur ekki til mála. En þessir varðmenn hlýða fyrirskipununum. — Fyrirskipunum yðar? Hann kinkaði kolli. — Sir Henry fól mér umsjónina með yður, og þess vegna er eðli- legt að maður gæti allrar varúðar. — En það gildir aðeins þangað til hann kemur heim aftur? Hann sleit upp nokkur grasstrá og tvinnaði þau milli fingranna. — Ég hætti snemma í skrifstofunni í dag til þess að segja yður frétt- ir, sem yður falla líklega ekki vel. Ég er hræddur um að faðir yðar komi ekki aftur fyrr en eftir eina eða tvær vikur. — Ó! Hún horfði skelfd á hann. — Er hann — er eitthvað að? — Nei, ekkert að óttast, sagði hann ró- lega. — Ég hefi áður skýrt fyrir yður hvers vegna hann varð að fara í þessa ferð. Faðir yðar vill helst reka erindin upp á sinn eiginn máta, og þessi deila verður tímafrekari en hann hafði gert ráð fyrir. Hann sendi boðin um þetta í gær, en ég fékk þau ekki fyrr en i dag.____________________ FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1 Vj—G. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.: Svavar Hjaltested. — Sími 12210. HERBERTSprent. ADAMSON Adamson málar grindverkið sitt.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.