Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1959, Blaðsíða 14

Fálkinn - 09.01.1959, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN ío / á 3 U s 1 c 7 8 1 m I II i% /3 ¦ l/f \JS /í ; n i$ 11 2« 31 XX z* is mic Í7 *í %1 M3o "3/ r^ 1 & m ¦ 3l y* ] mx *1 3* 31 ¦ hi « ii mvts- kí hl myt* 5% *f &> ¦ 5> ió €h py « Si 51 MCe w' l?a ÍÍ ih tf íí Lárétt skýring: 1. styrkur, 5. skessa, 10. gljúfrin, 11. hundur, 13. fangamark, 14. gler, 16. þras, 17. samhljóðar, 19. skelfing, 21. vatnagróður, 22. sigð, 23. búpen- ings, 26. skýli, 27. hróp, 28. vöndl- arnir, 30. samtenging, 31. gróðurlönd, 32. fátæk, 33. fangamark, 34. upphafs- stafir, 36. ávíta, 38. hjarir, 41. gára, 43. meiSast, 45. lítilræði, 47. þó, 48. á litinn, 49. erta, 50. samliggjandi, 53. egg. 54. tónn, 55. neitun, 57. hjal, 60. samhljóBar, 61. kvenheiti, 63. laun- ung, 65. aðalsmaður, 66. vondra. Lóðrétt skýring: 1. tónn, 2. dýr (þ.f.), 3. karlmanns- nafn, 4. greinir, 6. fiskur, 7. ólga, 8. atviksorð, 9. samhljóðar, 10. hljóð- færi, 12. illgirni, 13. alda, 15. meiðir, 16. ákafa, 18. votlendi, 20. verkfæra, 21. atvikast, 23. unglingur, 24. fanga- mark, 25. reiðast, 28. fuglshljóð. 29. tæpt, 35. mál, 36. ávirðing, 37. angr- aði, 38. iðjulaus, 39. guðir, 40. smávik, 42. svíkja, 44. upphafsst., 46. æði, 51. gróðurland, 52. biblíunafn, 55. sam- lenging, 56. kimi, 58. forskeyti, 59. leiði, 62. fangamark, 64. átt. „NAUTILUS" Framh. af bls. 5. Þriggja metra sjór yfir og þriggja metra undir kafbátnum. Nú voru góð ráð dýr. — Við vissum ekki hvað tæki við ef við reyndum að snúa við, segir Anderson. — Og við vissum ekki hvort við gætum snúið við. En mæli- tækin sýndu, að við mundum geta það, og þeim urðum við að treysta. En við urðum að fara afar hægt. Og fyrir muni ekki -„trufla" ísinn, svo að hann færi ekki að síga. Lalor bjóst við að ísinn mundi síga þá.og þegar og beigla kafbátinn sam- an, en Anderson tók 90 gráða beygju á sfýrið. Skrúfurnar snerust svo hægt, að skipið mjakaðist aðeins. NiTufgaði éítthvaS í hliðinni á skip- inu og piltarnir stóðu á öndinni af eftirvæntingu. — Sumir svitnuðu, sagði Lalor. Og ég hugsa að ég hafi verið einn af þeim. Yfir okkur var ísinn — enginn vissi lrve þykkur hann var. Og við höfðiim ekki nemá 6 métra svigrúm. Við vorum klukkutíma að snúa okkur. Enginn sagði orð — ekkert heytSist nema andardráttur piltanna. Hver einasti af þessum 116 bjóst viS öllu illu. Þessi klukkutími ætlaði aldrei að liSa, en loks hafði „Nautilus" veniS snúið vjð; og Anderson gaf skiþuh iim líæga ferð áfram. — ViS góndum á áhaldatöfluna og skipið 'seiglaðist áfram. Við urðum að sigla þrjá kílómetra áður en viðlit var- að' hækka skipið, vegna íssins. Svo hækkaði ég það um 30 metra og nú vár ekki nema 4—5 metra þykkur- is yfir okkur. Við vorum komnir burt frá djúpjakanum, og úr hættu. Ég heyrði hvernig öllum létti, og fyrst nú tók ég eftir að svitinn bogaði af mér! „Nautilus" hélt til Pearl Harbor og á heimleiðinni var Anderson að reyna að reikna hve þykkur jakinn mikli hefði verið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið kring- um 24 metra þykkur. Þannig fór fyrsta tilraunin, pg má segja að hurð hafi skollið nærri hæl- um, að isinn kremdi kafbátinn og dræpi alla skipshöfnina. En enginn lét þetta aftra sér frá að gera nýju tllraunina. Var haldið af stað aftur 23. júlí.og í þeirri ferð hafði Ander- son engin óþægindi af þykkum isi á grunnum sjó. Ferðin gekk hindrunar- laust. STJORNULESTUR. Frh. af bls. 9. sýnum áhrifum. Tafir á framkvæmd- um áætiana og barátta veruleg á bak við tjöldin. Fjárhagsörðugleikar koma til greina. — Tungl og Mars í 2. húsi. Rekstur banka og peningaverslun undir athugaverðum aðstæðum og að- staða almennings mun versna að mun. Tjran í 6. húsi. -Veikindafaraldur mun áberandi, einkum í hernum og urgur meðal hermanna. Hjartabilanir og lafnvel dauðsföll áberandi. — Plútó í 7. húsi. Örðugleikar í utanríkismál- um og misgerðir koma í ljós. — Júpíter og Neptún i 8. húsi. Dauðs- föll meðal lærðra mahna og embætt- ismanna áberandi. Tokyó. — Sól, Merkúr, Venus og Satúrn í 6. húsi. Veikindi munu gera vart við sig og væri vissara að forðast kælingu. Kvefsótt og inflúensufarald- ur á ferðinni. — Úran i 2. húsi. Pen- ingámálin og bankastarfsemin und- ir slæmum áhrifum. Kjarakröfur bankastarfsmanna og verkfall gæti komið í ljós. — Neptún og Júpiter i 5. húsi. Leikhús og leikarar undir slæmum áhrifum og saknæmir verkn- aðir koma í ljós. — Tungl og Mars i 11. húsi. Örðugleikar í þinginu og eldur gæti komið upp i opinberri byggingu. Washington. — Sól, Merkúr, Venus og Satúrn í 2. húsi. Umræður miklar um fjármálin og fjárhagsastandið mun undir áberandi gagnrýni og íhaldið mun hafa sig mjög í frammi í þeim málum. — Júpíter i 1. húsi. A^staða almennings frekar góð. — Ttmgl og Mars i 7. húsi. Utanríkis- málin undir athugaverðum áhrifum og mun íhaldsemin koma þar mjög til greina og hafa mikil áhrif. —¦ Úr- an i 9. húsi. Uppreist gæti brotist út i sambandi við utanríkisverslun og flutninga og sprenging gæti átt sér stað í flutningaskipi. — Plútó i 10. húsi. Saknæmur verknaður gæti kom- ið upp i sambandi við opinberan rekstur og vakið mikla athygli. f SLAND. 1. hús. — Sól, Merkúr og Satúrn í húsi þessu. — Náms- og lærdómsiðk- anir • áberandi meðal almennings og heilsufar athugavert vegna kælinga og kvefsóttir og inflúensa áberandi. 2. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — Fjárhagsmálin áberandi, stöðnun og tafir i bankamálum og viðskiptum. 3. hús. — Júpiter ræður húsi þessu. Örðugleikar og tafir á flutningaleið- um, bókaútgáju, pósti og síma og blöðum og fréttaflutningi og útvarpi. Auknar kaupkröfur koma i ljós. 4. hús. — Mars ræður húsi þessu. — Urgur og styrkjakrófur meðal bænda og útgerðarmanna og sjómanna háværar og stjórnin og hinir póli- tísku ráðendur eru í vandræðum og verða fyrir aðköstum og eiga úr vöndu að ráða. Hætt við fylgishruni. 5. hús. — Mars ræður húsi þessu, ásamt Tungli. Yfir höfuð eru afstöð- urnar slæmar. Urgur meðal leikara og hæpian fjárhagslegur árangur. 6. hús. — Venus ræður húsi þessu. — Nokkuð gæti borið á veikindum, ep þó ættu þau að batna fljótt vegna góðra aðstæðna. 7. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Áframhald að glimu Breta og ís- lendinga um fiskveiðilandhelgina, en afstaða Merkúrs bendir ótvírætt á meiri hyggindi og fræðilega afstöðu íslendinga í málinu. 8. hús. — Úran og Plútó í húsi þessu. — Ekki er líklegt að þjóðin eignist fé, gripi eða arf undir þessum áhrif- um. 9. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Utanlandssiglingar og verslun ættu að vera undir sæmilegum áhrifum og ætti að gefa nokkurn hagnað. 10. hús. — Venus ræður húsi þessu. — Hugsast gæti að stjórnarkreppan leystist með þingstjórn og friður kæmist á i landinu i bili. Komist hún á laggir er líklegt að hún nái fylgi. 11. hús. — Júpiter í húsi þessu. ¦— Störf þingsins munu ganga tregt, þvi Júpíter hefir allar afstöður slæmar. 12. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. — Vinnuhæli, sjúkrahús, betrunarhús og góðgerðarstofnanir undir hæpnum áhrifum og lítiila lagfæringa von sem stendur. Skráð 19. des. 1958. MARILYN MONROE. Frh. af bls. 7. glöð: — Þeim líkar við mig, Ane frænka! Norma Jean fór að farða sig i laumi. Hún fékk svarta peysu léða hjá vin- stúlku sinni, og svo tritlaði hún um göturnar í Los Angeles og naut þess þegar einhver leit ástaraugum til hennar eða blístraði um leið og hann gekk hjá. En nú gat Ane ekki haft hana lengur og Jean lenti á nýjum stað. Þar var gott og viðfelldið fólk, og fóstra hennar, frú Grace Goddard, reyndi að laga svolítið á henni vaxt- arlagið. Það varð ekki ráðin bót á þvi að handleggirnir voru mjóir eins og njólar, en iappirnar var hægt að fela með því að láta Jean ganga í siðari kjól. Svo að fráteknum frekn- unum og hengilmænuvaxtarlaginu, var útlitið alls ekki sem verst. Norma Jean var ekki orðin sextán ára þegar fóstra hennar tók hana af- síðis og sagði við hana: — Ég held að það sé réttast að þú giftist, væna mín. — Eg — sem ekki einu sinni er orð- in sextán ára? — Jæja, þá verð ég að senda þig á barnaheimilið aftur. Við ætlum að flytjast til Virginia og getum ekki haft þig með okkur. — Hverjum á ég að giftast? — Þekkir þú engan ,sem þú gætir hugsað þér að giftast? — Nei, hver ætti það svo sem að vera? — Hann Jim, til dæmis. — Já, Jim er að minnsta kosti allt- af alúðlegur og kurteis við mig. Jim Dougherty var sonur irsku hjónanna, sem bjuggu skammt frá. Hann var 21. árs með fallegt yfirskegg blá augu og jarpt hár, og hafði dágóða atvinnu sem flugvélavirki. Fóstra Normu fór til Doughertys og iét eftir sig skilaboð til unga mannsins: Bjóddu henni Normu út með þér að dansa! f augum Mornu Jean var þessi 21 árs gamli piltur fullorðinn maður, og hún gat ekki skilið, að hann kærði sig nokkuð um stelpugæskni eins og hana. En Jim var fús til að verða við áskoruninni og næsta laugardagskvöld bauð hann umkomulausu nágranna- stúlkunni. með sér á skrall, Og þar sátu þessi ungu hjú, þegjandi og vand- ræðaleg. Hvað átti hún að segja við hann? -Og hvað átti iiann að gera við hana? Loks dönsuðu þau saman, hann kyssti hana, hún skrikti og spurði hvenær brúðkaupið ætti að verða. Þá varð hann að gjalti og loks stamaði hann: — Eins fljótt og hægt er! Fleira höfðu þau ekki um það að segja, og fleira var heldur ekki sagt. Goddard- og Doughertyhjónin höfðu fyrir löngu ráðstafað öllu. Þann 1. júní varð Norma 16 ára, og þann 19. var trúlofunin opinberuð. Allt i einu kom fóstrunni snjallræSi i hug. Hún safnaSi öllum „mæSrum" Normu og bauS -þeim í brúðkaupið. Hinir gest- irnir botnuðu ekki í neinu, þegar all- ar þessar kerlingar voru að spyrja: „Er hún dóttir mín ekki töfrandi? Allar mæðurnar brostu ibyggilega og fögnuðu þvi að svóna vel skyldi hafa farið fyrir vandræðabarninu, sem þær sveltu forðum. Framhaíd í næsta blaði. Drekkið^ COLA Spur) ÐWfCK

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.