Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 16.01.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN Kristar (Baldvin Halldórsson), Arnold (Valur Gíslason) og Brita (Herdís Þorvaldsdóttir). „DÖMARINN" EFTIR VILHELM MOBERG Fyrsta nýja viðfangsefni Þjóðleik- hússins á þessu ári er „Dómarinn", sjónleikur eftir sænska skáldið Vil- helm Moberg. Þetta er ádeiluleikrit þar sem lýst er baráttu einstaklings- ins við steinrunnið og miskunnarlaust embættismannavald. Höfundurinn mun við samningu leikritsins hafa haft í huga tvö dómsmál í Svíþjóð, sem vöktu feiknaathygli þar í landi. Einstaklingurinn er að þessu sinni ungt skáld, Kristar að nafni, sem hef- ir dvalið erlendis nokkur ár, en falið á meðan Cunning dómara umsjá eigna sinna. Þegar Kristar svo kemur heim með unnustu sinni, Britu, kemst hann að því, að hann stendur uppi nær eignalaus. Fjárhaldsmaðurinn, sjálf- ur dómarinn, hafði hreinlega rænt hann. . Þegar ungi maðurinn hyggst leita réttar sins vísar hver frá sér þar sem málið verði ekki flokkað undir em- bættissvið viðkomandi persónu. Hon- um er ennfremur bent á að hyggileg- ast sé fyrir hann að minnast ekki á þetta mál við nokkurn mann þar sem hann beri fram ákæru á hendur h'att- settum embættismanni. Honum gæti orðið hált á þvi svelli. Unga skáldið er þó ekki á því að gefast upp og hyggst fá málið í hendur lögfræðingi. Allir neita þeir þó að taka það að sér, þegar þeir vita hver hinn ákærði er, nema einn, Arnold, sem þegar er á svörtum lista hjá embættismanna- valdinu og hefir ekki úr háum söðli að falla. Eins og allt er i pottinn búið verð- ur málið þó ekki sótt fyrir dómstól- unum, en hreyfingu er komið á það með greinum í „Þjóðdóminum", eina blaðinu, sem þorir að gagnrýna em- bættismannasléttina. Loks er svo komið að yfirvöldin verða að láta málið til sín taka, það er að hvítþvo afbrotamanninn. Leikhúsgestum skal látið eftir að kyimast af eigin raun aðferðinni, sem við það er notuð. Baldvin Halldórsson leikur Kristar, viðkvæmt skáld, sem er enginn mað- ur til þess að bjóða ofureflinu byrg- inn. Hann er að vísu vigreifur í fyrstu og ákveðinn í að berjast fyrir rétti sinum, en er of veikur til þess að standast þær raunir, sem hann verður að þola. Lýsir Baidvin vel þessum nnga, ógæfusama manni. Herdís Þorvaldsdóttir leikur Britu, unnustu Kristars, sem berst við hlið hans eins og hetja, cn fær ekki um- flúið hin grimmustu öiiög. Róar réttarfulltrúi og fröken Bern- hard, ritari hans eru hinir ákjósan- legustu fulltrúar embættismannastétt- ;irinnar. Haraldur Björnsson og Guð- björg Þorbjarnardóttir lýsa þeim á mjög skemmtilegan hátt og á gerfið sinn þátt í því. Það má kannske segja að hið skoplega i fari þeirra dragi um of úr áhrifum þeirrar kerfisbundnu misbeilingar á valdi, sem á sér stað í .skrifstofu réttarfulltrúans þar sem flest mál daga uppi „án aðgerða". Valur Gíslason fer prýðilega með Framhald á bls. 14. 'Ucrranótl Jtlennlaskólans: ÞRETTÁNDAKVÖLD arsson og Vilborg Sveinbjarnardóttir ágætum tökum á hlutverkum sínum. Efni leikritsins verður ekki rakið hér, en það er fjörlegt og skemmtilegt, þrungið nöpru háði og leiftrandi fyndni svo sem gerist í leikritum Shakesrjeares. Auk þeirra, sem áður hafa verið nefndir, fara þessir með helstu hlut- verkin: Edda Öskarsdóttir, Þorleifur Hauksson, Ólafur Mixa, Guðmundur Ágústsson, Sigurður Helgason, Jakob Möller og Sigurveig Sveinsdóttir. Kristar og Brita. Nemendur Menntaskólans í Reykja- vik frumsýndu gamanleikinn Þrett- ándakvöld eftir William Shakespeare á Þrettándanum, og var lciksýning- unni ágætlega tckið. Leikstjóri er Benedikt Árnason. Leikrit þetta hefir tvivegis áður verið sýnt liér á vegum Leikfélags Reykjavíkur. Þýðinguna hefir Helgi Hálfdánarson gert. Leiksýningin í heild var mjög góð og nemendum Menntaskólans og leik- stjóranum til sóma. Meðferð nokkurra hhitverka vakti sérstaka athygli, eink- um leikur Þorsteins Gunnarssonar, sem fer með eitt af stærri hlutverk- unum. Einnig náðu þau Ómar Ragn-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.