Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 16.01.1959, Blaðsíða 4
FÁLKINN Fáar Jconur hafa upplifað jafn mörg ævintýr og Michaela Denis. Hún hefir ferðast um flest lönd veraldar með manninum sínum, Ijósmyndaranum Armand Denis, en Afríka heillaði hana mest. Þar lék hún % kvikmyndum, dansaði særingadansa við blámennina og tamdi villidýr. HJÁ VILLIFÍLUM í AFRÍKU Á FÍLAVEIBUM. Við vorum á leið til Uganda, mað- urinn minn og ég, til að kvikmynda fíla. Báðumegin slóðans sem við ók- um var fimm metra hátt blöðkugresi. Við námum staðar og ég óð inn í grasið. — Farðu varlega. kallaði Armand, þú getur orðið undir fíl áð- ur en þú veist af. Og í sömu and- ránni kom ég auga á hópinn. Hundr- uS fíla komu brokkandi milli trjánna niður að ánni. Sumír néru sér upp að trjábolunum. Ég titraði af eftir- væntingu. Við Armand urðum bæði jafnfegin þegar við rákumst á þessi dýr í þeirra eigin heimkynnum. Nú klifruðum við upp i hátt tré og gerðum okkur þar pall uppi i krónunni. (Þ'angað flutt um við værðarvoðir, mat, flösku með sjóðheitu kaffi og ljósmyndavél. Fíl- arnir eru ekki vanir að lita upp nema þeir heyri hljóð ofan að. Þess vegna urðum við að hafa hægt um okkur, ef okkur átti að takast það sem við ætl- uðum að gera. — Já, hér sitjum við í hjarta Afriku, hvíslaði Armand, — innan um grimm- ustu villidýr heimsins, og samt eru þau öll hrædd við manninn! Manstu eftir bavíönunum? Jú, ég gat ekki gleymt þeim. Við sáum bavíanahjón einu sinni, í ásta- leik innan um nashyrningahóp. ¦— Ég man ljónin og antilópurnar líka, sagði ég. Venjuiega eru antílópur lafhrædd- a- við ljón, en samt sáum við einu sinni antilópur, sem höfðu lagst fyr ir skammt frá ljónum. Konungur dýranna lét sem hann sæi alls ekki antílópurnar, en lá rólegur og mókti. Hvers vegna? Af þvi að hann var ný- búinn aS éta sig saddan. Ljónin drepa ekki skepnur að gamni sínu, heldur til að seðja hungur. En þú munt aldrei upplifa að antilópur þori að koma nærri manneskju. Þá er minni hætta að koma nærri ljóni ! Við tókum okkur blund við og við en vorum jafnframt á verði og tókum eftir fuglagarginu, rokunum i fílun- um og öskri ljónanna, sem voru að leita sér að bráð. Næturmyrkrið hvarf smámsaman í óvirkilegum draumi og loks reis dagurinn tær og fölur og varpaði gljáa á mórauðan gorminn í Michaela Denis með afríkanskan kunningja. ánni. Og nú kom fílahópurinn aftur til þess að þvo sér í ánni. — Nú vorum við heppin, hvíslaði Armand. — Komdu með myndavélina! Mæðurnar og ungarnir slokuðu í ¦sig vatni. Ungarnir höfðu lært að fylla trjónuna með vatni og sprauta þvi yfir skrokkinn á sér. En þeim þótti meira gaman að vaða út i og velta sér í leðjunni — þangað til mæðurnar komu og ráku þá uppúr aftur. Meðan á þessu stóð skipuðu karldýrin sér í hring kringum þau, til varnar gegn væntanlegum óvinum. Við vorum svo hugfangin af þess- ari dásamlegu sýn og svo sólgin i að fá góðar myndir, að við tókum alls ekki eftir að stór fíll hafði dregið sig út úr hópnum og kom brokkandi að trénu okkar. Allt í einu fór pallurinn okkar að hristast. Ég greip í handlegginn á Armand og leit niður. Og nú sá ég að fíllinn var farinn að stanga trjá- stofninn. Hitaflaskan var að velta út af. Ég náði í hana á síðustu stundu. Mér lá við að hljóða, en hljóðið kafnaði í kokinu á mér. Það hefði getað haft hættulegar afleiðingar ef fíllinn hefði heyrt i mér. Armand héít áfram að kvikmynda. Við krepptum tærnar um greinarnar i pallinum og vonuðum það besta. En ég óttaðist það versta. Ef fill- inn fengi nasasjón af okkur eða heyrði minnsta hljóð að ofan, gat hann velt trénu um koll og troðið okkur til bana eða slegiS okkur viS með rananum. Það brakaði iskyggilega i trénu. Pallurinn hristist ægilega. Við Ann- and horfðumst í augu. Þetta gat ekki farið vel. En nú var fíllinn loksins búinn að klóra sér og labbaði á burt. Þegar hann var kominn til hópsins sins aftur hvíslaði Armand: — Leitt að enginn skyldi geta tekið mynd af okkur áðan. ÞaS hefði verið matur fyrir kvikmyndagestina! HÆTTULEG STUND. Daginn eftir fundum við okkur nýj- an felustað inni *i kjarri. Við vorum ekki vel varin þarna, en treystum á það, að filarnir sjá illa. Ég notaði gamla villimannaaðferð til að sjá hreyfinguna á loftinu: Kasti maður litlu laufblaði upp í loftið og Hættulegasta augnablikið í ljósmyndaferð Michaelu og Armands Denis. það berst i áttina til filanna, leggur lyktina af þér lika i sömu átt. En lauf- in komu til baka a móti okkur, svo aS við vorum örugg, að minnsta kosti um sinn. N'ú horfðum við á nýtt morgunbað og það var gaman að sjá hvernig ungarnir skemmtu sér og hoppuðu. Allt i einu sá ég digran gráan haus koma uppfyrir árbakkann, innan við fimmtán metra frá mér. Ég prófaði lofthreyfinguna aftur og iu'i barst laufið í áttina til filanna. Áttin hafði breytst, eins og hún gerir oft þegar hitinn er mestur. Og nú rak einn fíllinn upp ranann. Hann hafði orðið var við okkur! Nú voru góð ráð dýr. Fíllinn kom nær, nam staðar, sperrti eyrun fram. Raninn tókst á loft aftur, eins og sjónpípa á kafbáti. Svo fór hann að tvístiga — það var merki um árás. — Svona! sagði Armand, sleppti myndavélinni og hljóp. Við hlupum til hliðar, þangað sem kjarriS var enn þéttara. Og i sömu svifum kom fíllinn. Jörðin skalf undir okkur. Við gerðum okkur ekki grein fyrir hvað verða mundi. En við viss- um að óður fillinn hafði fundið lykt- ina af okkur, og nú stappaði hann i kjarrinu, þar sem við höfðum verið. Við höfðum skiliS eftir myndavélina og mataröskjurnar. Verst meS mynda- vélina. ¦ Við láum flöt i kjarrinu og biðum og hlustuðum. Eftir dálitla stund heyrðum við rymja í filnum, hann var aS kalla á félaga sina úr baðinu. Og innan skamms hélt allur hópurinn af stað, og gengu karldýrin eins og verðir í báðum fylkingarörmum. Við sáum hópinn hverfa inri á milli trjánna og gripa grasllygsur við og við. Þegar þeir voru horfnir fórum við atfur í fyrri felustaðinn. Sem betur fór var Ijósmyndavélin óskemmd, en mataröskjurnar voru eins og vega- valtari hefði fariS yfir þær. Fílar gera ekki nærri alltaf árás til að drepa. Oft láta þeir undan síga á siðustu stundu. En bæði menn og skepnur, sem að eðlisfari eru gæf og friðsamleg geta orðið gripin æði ef þau verða hrædd. Að minni hyggju er árás frá filum líkust þvi er maður

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.