Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1959, Qupperneq 5

Fálkinn - 16.01.1959, Qupperneq 5
FÁLKINN 5 býst til varnar með kreppta tinefana. ViS Armand liöfum oft lagt okkur í lifshættu vegna þessarar skoðunar minnar. Við höfum aldrei vopn með okkur. Við látum skeika á sköpuðu i staðinn fyrir að drepa. ÓVÆNTIR SAMFUNDIR. Eftir þetta ævintýri fórum við í nýjan leiðangur til að taka myndir af vísundum og fílum. Nú höfðu tveir ungir menn slegist i hópinn, Brian Dowling og Godfrey Hopkins. Allt varð varhugaverðara þegar hópurinn var orðinn svona stór. Þess vegna fengum við tvo kunningja okkar — Bill Pridham og Temple-Perkins — með okkur, sem vopnaða varðmenn, en skipuðum þeim að skjóta ekki fyrr en í siðustu lög. Við rákumst bráðlega á fíla aftur og nú voru teknar myndir af Armand og mér með fíla á bak við, aðeins 8—10 metra frá. Stórt karldýr fann lyktina af okkur og sneri sér að oklc- ur, svo að við fengum nærmynd af risanum í allri sinni dýrð. Þarna stóð hann um stund með sperrt eyrun og Iiorfði á okkur og vaggaði sér til og frá. Svo tók hann undir sig stökk, og lijartað hoppaði í mér. En áður en hann kom alveg að okkur hljóp hann útundan sér. Myndin sem við tókum þá sýndi að ég liafði haft rétta slcoðun fílunum, að minnsta kosti í það skiptið. Á eftir fórum við með bát nokkra kílómetra uppeftir ánni. Síðan ætl- uðum við að elta fílana gangandi. Það reyndist erfiðara en við höfðum haldið, því að fílarnir eru skref- drjúgir. Níu fílar voru í þessum hóp, sem við voruin að elta, og mikill hiti var þennan dag. Armand átti erfiðast þvi að hann varð að bera þunga kvik- myndavélina og þrifótinn undan henni. Mér líður i rauninni ágætlega í hitunum i Afriku og finnst þægilegt að láta sólina baka mig. Við gengum langar leiðir gegnum fílagvas, kjarr og runna. Hættulegast er að ganga í háa grasinu. Filarnir eru lagnir á að íela sig og hreyfa sig alveg hljóðlaust. Þegar fuglarnir sungu og önnur dýr lélu til sin heyra, var mjög erfitt að heyra til fílanna. — Nú erum við iíklega farin að villast, sagði ég allt i einu. — Það held ég varla, sagði Armand. — Við rekumst vonandi á hina niðri við ána eftir dálitla stund. Ég stalck upp á að ég færi að leita að samferðamönnunum en að liann hugsaði um myndavélina á meðan. — Þá það, sagði liann, —- en farðu nú gætilega. Ég liélt af stað, liljóp við fót upp með ánni og var í essinu mínu. Þetta var sú Afrika sem mér þótti vænt um — þessi ósnortna jörð með ó- snortnum gróðri — heimkynni villi- dýranna, sem mér þótti svo vænt um. Ég þrammaði áfram og var ósegjan- lega ánægð. Lifsnærandi hitinn streymdi frá bláum liimni. Allt í einu sá ég eitthvað digurt og grátt fyrir framan mig, sem lok- aði veginum. Ég var rétt að segja að rekast á það þegar ég sá að það var rassinn á stórum ííl. Ég snarstansaði og starði eins og ég væri fjötruð. Nei, það var ekki um að villast. Þarna, ekki meira en metra frá mér gnæfði fillinn við loft. Þótt skrítið væri varð ég ekki vitund hrædd. Það eina sem ég tók eftir voru djúpu fellingarnar i húðinni á fílnum, það liékk í pokunum niður lappirnar á skepnunni eins og illa pressaðar brækur á karlmanni. Ósjálfrátt lagðist ég á hnén og skreið sem fljótast inn í sefgresið. Þegar ég hélt að leiðin væri orðin op- in aftur rétti ég úr mér og hljóp sem fljótast á burt. Skömmu siðar frétti ég að innfædd kona hefði verið drepin undir mjög likum kringumstæðum. Hún kom gangandi með þunga byrði á bakinu og var á leið lieim í þorpið sitt. Hún gekk álút og án þess að vita af þvi lenti hún undir rananum á fíl. Fíllinn vafði rananum um hálsinn á henni og kyrkti hana. Hann hefir orðið hrædd- ur. Niðurlag í næsta blaði. BLÓÐSUGUR. Bóndi einn á Lúneborgarheiði kom inn i lyfjabúð og ætlaði að kaupa sér nokkrar blóðsugur, en þær voru í gamla daga notaðar sem húsráð gegn of háum blóðþrýstingi. Lyfsalinn liristi höfuðið. Því miður voru engar blóðsugur til, en liann ætlaði að skrifa lieimilisfang handa bóndanum, jiar sem hann gæti vafalaust fengið nóg af blóðsugum. Og svo fékk hann bóndanum pappírsblað og lét bónd- an fara með það. En bóndinn leitaði uppi heimilisfangið, og reyndist það vera næsta skattstofa. Skattsijórinn varð svo reiður að hann stefndi lyf- salanum og var liann dæmdur í 20 marka sekt. — En lyfsalinn seldi blaði söguna fyrir 30 mörk og borgaði 20 af upphæðinni i sektina. Nú hefir hann skrifað skattstofunni og spurt hve mikinn skatt hann eigi að borga af þeim 10 mörkum, sem afgangs urðu, — en ekki fengið svar. —O— 1AÐURIM, SEM samdi „Stars ond Stripes iorever" 36. 1). — Hvers vegna viltu endilega verða bakari, strákur? spurði Antonio Sousa John Philip son sinn, — þú, sem hefir svo góða tónlistargáfu! Og stráksi lét undan. Hann fór úr bakaríinu og innritaðist i tónlistarskólann i Washington D. C. Þar tók hann skjótum framförum og gat bráðlega leikið á alls konar hljóðfæri. Von bráðar fékk hann starf í leikhús-hljómsveit. Og siðar fór hann i ei)ja hljómsveit ameríska flotans. 2—3). í apríl 1880 efndi blaðið „Wasliington Post“ til sam- keppni um mars, sem leikinn skyldi á hátið skólabarna á Smith- field Field. Þar fékk Sousa tækifærið. Hann samdi marsinn handa „Washington Post“ á einum degi, og 15. júni stjórnaði liann lag- inu í viðurvist 30 þúsund áheyrenda. Hundruð skólastráka höfðu klifrað upp i trén i kring og þegar lagið hafði verið leikið ætlaði lófaklappið aldrei að enda. Sousa var orðinn frægur á svipstundu. 4—5). Árið 1893 stjórnaði Sousa mörg þúsund manna hljóm- sveit á heimssýningunni i Chicago. Og siðan fór hann i hljóm- leikaferð viða um heim með hina frægu hljómsveit sína „Sousa Band“. Hann samdi hvern marsinn öðrum betri, en hámarkinu náði hann með „Stars and Stripes Forever". Þetta lag samdi hann um borð i skipinu „Teutonic“ á leiðinni frá Napoli til New York. Það var öldufallið kringum skipið, sém gaf honum innblásturinn að ýmsum köflum þessa lags. Árið 1898 lenti Banda- ríkjunum í stríði við Spánverja á Cuba, og sumir sagnfræðingar halda þvi fram að það hafi verið hin fjörgandi hergönguljóð Sousa, sem gáfu Bandaríkjunum sigurinn. 0). Þegar Sousa dó árið 1932 hafði hann haft 300.000 dollara tekjur af „Stars and Stripes“. Ilann var grafinn i þingliúsgraf- reitnum i Washington D. C. Við gröf hans talaði flotamálaráð- herrann, sem sagði meðal annars: — John Philip Sousa var ekki aðeins marsa-kóngur veraldarinnar, en líka frægastur samtíðar- manna sinna i tónlist. Um allan heim heyrast lög hans leikin og öll veröldin kannast við nafn lians.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.