Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1959, Blaðsíða 7

Fálkinn - 16.01.1959, Blaðsíða 7
FÁLKINN — En mig Inngar ekkert til aS tala við íiana. Því ætti ég að tala viS hana. Ég hefi ekkert nafn hérna á listan- um í dag. — En, herra Lyon, hún er svo geðsleg! — GeSsIegar stúlkur verSa líka aS sækja um viStal. — En hún er nú hérna sjálf. Má ég ekki hleypa henni inn? Big Ben var í vanda. Ef þaS fréttist aS hann tæki á móti fólki sem kæmi óboSiS, mundi hann aldrei fá aS vera í friSi. En ef hann léti hins vegar reka hana út, var hugsanlegt, að þessi stúlka, sem var svona „geðsleg" mundi lenda hjá öSru kvikmyndafé- lagi. Sem hæfileikasnuSrari gat hann ekki átt þaS á hættu. Og svo lét hann óboSna gestinn fá aS koma inn. — Ég heiti Norma Jean Dougherty, er 22 ára og á heima i Studioklúbbn- um. Big Ben starSi hugfanginn á gullna háriS og ferskjukinnarnar og töfrandi vöxtinn. Hann þakkaði forlögunum, að hann skyldi ekki hafa látiS reka hana út. — Mig langar til að fá að filma til reynslu fyrir yður, herra Lyon. Og nú sagSi Big Ben það, sem hann hafði aldrei sagt áður, eftir jafn stutt kynni: — BlessaS barniS mitt, ég vil gjarnan gera sjö ára samning viS yð- ur strax. Ef reynslufilman verSur jafn góS og ég held, skulum viS kosta upp á aS kenna ySur. Fyrstu 24 vik- urnar borgum viS ySur 75 dollara, næstu 24 vikur 100 dollara ... ja, og svo smáhækkar þaS upp í þúsund. Normu Jean fannst hún sjá eld- glæringar. Hún hafSi gert sér miklar vonir, en þetta fór langt fram úr því, sem hún hafSi þoraS aS vona. En hvaS gekk að Big Ben? Það var líkast og hann væri í djúpum hugleiðingum. Og það var hann líka. Hann vildi ekki taka neina reynslumynd með svörtu og hvítu. Fallegu litirnir á stúlkunni.urðu aS koma fram á mynd- inni. En um slíkar reynslumyndir var ströng regla: Aldrei liti! Það var of dýrt, og ef það var eitthvert hnoss, sem kvikmyndað var, komu kostirnir alveg eins vel fram á svart-hvítri mynd..En Big Ben hafði tekið það i sig, að þessa liti vildi hann ljósmynda. Ókunna stúlkan hafSi haft sv'o djúp áhrif á hann, aS hann vildi leggja stöSu sína í veS fyrir þessu. Hann hringdi til vinar síns, leikstjórans Fritz Lang. Lang var aS taka litmynd, og Big Ben spurSi hvort hann þyrSi að reynslukvikmynda óþekkta en unga og efnilega undurfagra stúlku í tutt- ugu minútur. Jú, Lang lofaði honum að liann skyldi gera það. Framhald í næsta blaði. Duglega elddkonan w lífshœttuleg Mary Mellon var írsk að uppruna og afbragðs myndarleg i eldhúsinu. Hún var þó aldrei lengi á sama stað, cn ekki var það af þvi aS húsbænd- unum líkaði ekki vel við hana. Allir gáfu henni bestn vottorð að skilnaSi. En hún kom oft á vinnumiSlunarstofu frú Stricers í New York til aS spyrja eftir lausri eldakonustöSu. Hún kom þar fyrst áriS 1900. Með- mæli hennar voru alltaf svo góS að henni gekk greitt að fá stöSu. En sá var gallinn á, aS dauSinn virtist jafnan fylgja henni, hvar sem hún fór. Fyrst var hún á sveitabýli. ÞaS var afar heitt þetta sumar. Ungur sonur, sem var í herþjónustu kom heim í sumarleyfinu. Hann var sérlega mat- lystugur og líkaSi vel maturinn hjá Mary. En hálfum mánuSi eftir aS hann kom veiktist hann af taugaveiki. Mary sagðist ekki vilja vera á heim- ili, þar sem jafn næmur sjúkdómur gengi; hún sagði upp vistinni og fékk nýtt pláss inni í borginni. Um jólin fékk önnur stúlka á því heimili tauga- veiki og var send á spitala. — Sum- ariS 1902 fékk hún nýtt pláss, hjá fjölskyldu, sem var að flytja í sveit. Coleman Drayton hét maSurinn; hann hafði leigt gott sumarhús i Dark Harbor i Maine. Frú Drayton var ánægð með Mary. Þegar hún hafði jafn duglega slúlku í eldhúsinu gat hún verið þess meira úti. En gleðin var skammvinn. Hálfum mánuði eftir að Mary kom, leiS yfir aðra stúlku í eldhúsinu, og fáum dögum siðar var allt heimilis- fólkið orðið veikt, nema Mary og Drayton. Það var taugaveiki. Drayton bað Mary að verða áfram og hjálpa sér að hjúkra sjúklingunum. Þegar allir voru komnir á fætur fékk hún 50 dollara aukaþóknun. Næst fékk hún vist í ríkmannlegu húsi á Long Island. Hjónin voru fjar- verandi þegar hún kom, og þar voru þau heppin. Því aS allt vinnufólkiS fékk taugaveiki. Það var ekki fyrr en 1906 sem farið var að taka eftir því að Mary væri grunsamleg. Þann 13. ágúst fékk hún vist hjá kaupsýslumanni i N'ew York, sem hét William Warren. Frú Warren var afar vandfýsin og fannst Mary ekki nógu hreinleg — en áður en hún hafði orð á því fékk hún ann- að að hugsa um: sex úr fjölskyldunni fengu taugaveiki. Sjúkdómurinn brciddist út frá þessu heimili, og þelta ár fengu 3.500 manns í New York taugaveikina. Af þeim dóu 639. Læknarnir stóðu uppi ráðalausir og gátu ekki fundið upp- tök veikinnar. Enginn af Warrensfólkinu dó. En Warren uppástóð að eitthvað væri að vatninu og skolprásinni í húsinu og smitunin stafaSi frá því og kærSi húseigandann. Nú var þetta rannsak- aS. VatniS reyndist ómengað og allt var í lagi. Þá loksins fór læknana að gruna að Mary væri smitberi og var nú gerð leit að henni. Hún fannst í einkabústað i Park Avenue. Húsráð- andinn bað lögreglumanninn sem kom, að hafa hægt. „Dóttir mín ligg- ur fyrir dauðanum i taugaveiki." Þegar Mary var spurS hvort hún vildi koma til læknisrannsóknar varS hún æf, greip búrhnífinn og otaði að lögreglumanninum. Hún lagði á flótta en loks var hún tekin meS valdi og sett i sérklefa í sjúkrahúsi. Við rann- sóknina kom fram, aS hún hafSi taugaveikibakteríur í görnunum og hafSi veriS smitberi í mörg ár. Lækn- arnir sögSu að hægt væri að eyða smituninni meS því aS taka úr henni gallblöSruna, en hún neitaSi aS láta gera þaS. Var henni haklið einangr- aðri í tvö ár, en af því að heimild brast til þessa í lögum var henni sleppt aftur. Og nú fór hún aS starfa Úr anifftlum 84. Dauði Jóns í Keldunesi (Grímstaðaannáll, árið 1700). „... deyði Jón Árnason i Keldunesi fyrir norðan og það með undarlegum hætti. Hann reið i Fnjóskadal að fá mann til að curera son sinn Gunnar. Biðu upp á Beykjaheiði um haustið, litlu fyrir skipssiglingu á Húsavik; riðu svo þrír saman: Jón, Indriði Péturs- son, hver son hans skyldi lækna, og piltur einn með þeim .Fengu svo á heiðinni snjó mikinn og mesta óveð- ur, með hræSilegu norSvestan veSri, sem ekki hefir i manna minnum ann- aS þvilikt skeS. En sem þeir komu vestur á heiSina, þar sem heita Höf- uSreiSar, villtust þeir af veginum suS- austur i hrauniS. Þá var hriSin svo sterk aS þeir réðu sér ekki; lagðist þá pilturinn fyrir og gróf IndriSi hann i fönn. UrSu þeir aS láta þar fyrirberast, því snjórinn var svo mik- ill, aS hestarnir komust ekki áfram. Uppgafst þá Jón, sem þó var mann- burðamaSur mikill og lagðist fyrir, en þegar hann vildi á fætur aptur, gat hann ei upp staSiS, en maSurinn gat ekki rétt hann viS. Þvi bragSaSi hann þaS, að hann leiddi hest Jóns þangað, svo Jón náði báðum höndum í ilveg istaðsins, og meinti svo að reisa sig við, því ókaldir voru fætur hans, en IndriSi hélt hinsvegar í, svo ekki snaraðist af. Ei að heldur gat Jón uppstaSiS, en af ofboði og orku kippti hann ilvegnum úr ístaðinu. Sá Jón að þetta átti að gilda hans líf. Lagð- ist hann þá fyrir loksins undir brekk- unni og befalaði sig guSi, og baS manninn aS gefa ekki sitt líf viS, heldur komast til byggSa; kaus sér legstaS í Húsavík hjá sínum forfeSr- um, en yrSi það ekki, þá að Múla. Bað svo að heilsa bróður sinum Berg- þóri, en afréði manninum norður af að riSa, hvaS var ómögulegt, heldur snúa aptur vestur af heiSinni, því það væri skemmra. Setti Indriði svo upp til leiSarvisis hans arngeir þar við einn háan hraunklett. Skildi þá viS Jón, og tók meS sér piltinn úr fönn- á ný og smitaði fjölda fólks. Undir- eins og einhver veiktist hvarf hún. Eftir átta ár var hún gerS ósaknæm, ekki þó meS uppskurSi, því aS hún neitaði að ganga undir hann. Var byggð fyrir hana einbýlisstofa á Riverside Hospital og hún fékk vinnu á rannsóknastofunni þar. Hún kom sér vel og var þarna til dauðadags, 1932. ÞaS var talið að hún hefði valdið taugaveiki á 53 stöðum og að alls hefði yfir 5000 manns veikst af hennar völdum. Hún hafði aldrei fengið taugaveiki sjálf og yfirleitt aldrci orS- iS misdægurt. inni, reiS svo i hríðinni og núði svo seli frá Klömbru í Hvömmum og skreið þar inn um stund, þar til dag- aði. Birti þá hríðin, og komst svo til byggða með piltinn, illa fær. Safnaði þá Bergþór mönnum, og riðu þeir austur á heiðina eftir tilvisun Indriða, og fundu fyrst arngeirinn. Var þá snjórinn nær tvær mannhæðir undir brekkunni ofan að Jóni; var hann þá látinn, síðar fluttur að Múlakirkju og þar jarðaður. í þeim sama byl brotnuðu nær 90 sjóskip í Þingeyjarsýslu. Þá brast og lifkaðall hinna Dönsku i Húsavik, en skipið skaðaði ekki, því strax þar eptir féll bylurinn. DRAUGAGANGUR Á DVERGASTEINI. Grímsstaðaannáll segir þessa kynja- sögu úr Álptafirði vestra, áriS 1709: ÁSnr en bólan fór úr landinu lagS- ist maður nokkur, Jón Tómasson, veikur í bólunni, búandi á Dverga- steini í Álptafirði vestur. Sagði konu sinni áður en hann dó, hvernig sinn líkama skyldi til moldar búa; hann vildi, að hann alklæddur væri öllum sinum hátíðaklæSum og skó á fótum meS ofanbrotna hettu, og snúa þvi aptur, sem fram á hettunni ætti að vera, meS svartskeptan hnif i hægri hendi og hvíta vettlinga á höndum, án allrar likkistu. Þetta, sem hann fyrirsagSi var ekki allt gert. Þar ept- ir, strax sem Jón dó, veiktist kona hans, og héldu margir hann mundi aptur gengiS hafa og sótt aS henni. Fór hún svo til sinnar sveitar og var ætíS aSgætt, en strax sem hún kom á bæ þann í sinni sveit, hvert hann hafði bannað henni aS koma, þá hengdi hún sig sjálf i fjárhúsinu. En til Dvergasteins þorSi enginn maSur aS koma næsta ár, en byggSist þó aptur. Þar eptir vciktist bróSir þess- ara konu mcS sama móti sem hún. — Bíðið þér augnablik, ég á efíir að roða á mér neðri vörina. —O—

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.