Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 16.01.1959, Blaðsíða 8
FÁLKINN Mitsi hafði fengið glaðlyndið að náðargjöf, og hafði tamið sér að taka því sem að höndum bar. Samt tók hún sér nærri að verða að fara þessar fyrirskipuðu ferðir á lögreglustöðina. Og þó var öðru nær en að þeir væru með ónot við hana þar á stöðinni. Þvert á móti — þeir voru svo ein- staklega alúðlegir. Hún hafði gert þessar heimsóknir þangað í mörg ár, syo að eiginlega var hún orðin hús- vinur. Digri varðstjórinn með rost- ungsskeggið varð allur eitt bros þegar hann sá hana, og alltaf sagði hann það sama: — Nei, þér eruð þá komin aftur, list yður svo vel á okkur hérna? Þá fáið þér yður tebolla með okkur! Hún skildi að hann sagði þetta til að gera henni heimsóknina léttbærari. Og svo brosti hún, drakk teið með blekbragðinu, og nagaði kexið, sem var hart eins og bein. Og svo var vikið að erindinu — sömu spurning- arnar, sömu svörin. Það var eins og þau klóruðu í allt, sem hún vildi reyna að gleyma og breiða yfir. — Og þér eruð þá ekkja? — Já, ég er ekkja. — Og þér eigið barn? — Já, ég á barn, en ég veit ekki hvar það er. Eg hefi ekki séð telpuna mína í mörg ár. Þegar erfiðleikarnir uxu sendum við hana burt með ömmu sinni. Nei, ég veit ekki hvort hún er lifandi. — Hafið þér atvinnuleyfi? — Já, ég hefi atvinnuleyfi. — Jæja, viljið þér þá gera svo vel að skrifa nafnið yðar — hérna? lliíu var nngversk fléttakona. Ogr hann . . . ? Gömul saga — Aðeins formsatriði, sagði rost- ungsskeggurinn nærri því angurblíð- ur í máli. Hún fann að hann vor- kenndi henni, og að hann vildi láta hana sjá það. En henni var bara eng- in huggun að því. Henni leið illa er hún kom út á götuna. En hún reyndi að minna sig á, að nú væri þetta afstaðið í þetta sinn, og nú gæti hún farið heim stytstu leið gegnum skemmtigarðinn. Henni þótti alltaf svo þægilegt að komast af malbikinu og undan húsveggjunum og fá að stíga á grænt gras. Þarna var alltaf fjóldi barna á flötunum, og hún hafði gaman af að horfa á þau. Þessi börn voru rjóð og kringluleit og i góð- um fötum, börn sem ekkert amaði að bg sem léku sér að uppdregnum bil- ¦ítwy.,^m i «,| '^»,^yj^)(,ui/n um <*st um og bátum og létu þá aka og sigla. Stundum reyndi hún að ímynda sér að hún væri heima í Ungverjalandi, að litla hnubbaralega stelpan þarna með liðuðu lokkana og sólbrenndu kálfana væri Miklot. En svo mundi hún, að þó að Miklot væri á lifi, mundi hún ekki hlaupa um með lið- aða lokka og sólbrennda kálfa núna. Hún mundi vera orðin ung stúlka, nærri seytján ára! Hún gæti gengið framhjá mér á götunni án þess að ég þekkti hana — æ nei, þess konar hugrenningar varð hún að bæla niður. — Ég hefi svo margt að þakka, sagði Mitsi upphátt við sjálfa sig. Þetta var orðið hreystiorð hennar, þegar. þunglyndisköstin ásóttu hana. Þegar veturinn er sem leiðinlegastur stinga snæklukkurnar kollinum upp úr snjónum. Hún var heppin, saman- borið við ýmsa landa sína. Hún hafði atvinnuleyfi, hún var matreiðslukona í húsi Parkingtons í London. Þar hafði hún vistlega stofu út af fyrir sig, og daglega hjálp við hreingern- ingarnar. Mitsi hafði yndi af að búa til góðan mat, það var síður en svo að þetta væri nokkur lærdómur. Hún var í essinu sinu við matseldina. Stór köttur, sem hafði sinar eigin inn og útgöngudyr neðst á eldhúshurðinni og lifði sínu eigin dularfulla einka- lífi, pírði á hana viðurkenningaraug- nm úr skotinu við eldavélina og var henni til samlætis að staðaldri. Það var meiri heppnin að hún skyldi hafa lært að elda mat. Það gerði henni greiðara að fá atvinnu- leyfi hér í Englandi, þar sem fólk flest ýmist kann ekki að sjóða mat eða nennir því ekki. Garðurinn var kominn i haustbún- inginn, grasið sölnað og laufið gult. Kringum stóra hvíta húsið með turn- iiuim, heima í Ungvcrjalandi, sem hún hafði átt heima í, varð laufið alltaf purpurarautt áður en lauk. Og nú verður það rauðara en nokkurn tíma áður, í endurminningunni. Enska haustið var ömurlegt. Mitsi óð gegn- um hrúgur af föllnu laufi, í gömlu mógulu dragtinni af frú Parkington — vindurinn liafði feykt laufinu í hrúgur, og að vorinu mundi því verða brennt. Hún staðnæmdist úm stund við kringlóttu tjörnina", þar sem börnin voru að sigla bátunum sínum milli lctilegra anda. Ýmsir litu um öxl og horfðu á þessa einkennilegu háu, grönnu konu, sem bar sig svo fyrír- mannlega. í fléttuhringnum um höf- uðið voru gárar af silfruðu hári, sem hafði gránað fyrir tímann, andlitið var kannske ekki fallegt lengur, en augun voru hrífandi blá og skær, und- ir dimmum brúnum. Börnin litu upp þegar hún kom, og lítill framfærinn kubbur, þriggja til fjögurra ára, sagði upp úr þurru: — Ég skal lána þér bátinn minn, ef þú vilt ... Þau létu bátinn sigla einn hring, i sameiningu, en svo varð hún að fara. Hún þrýsti drengnum snöggt að sér og hvíslaði þakkarorði. Börnin í Englandi voru svo opinská og hisp- urslaus, þau höfðu ekki lært að vera hrædd og tortryggin ennþá, guði sé lof. En nú var kveikt á ljósunum milli nakinna trjákrónanna, hún varð að flýta sér heim til matseldarinnar og kattarins. HÚN horfði að vanda á myndirnar yfir rúminu sínu meðan hún var að fara i eldhúskjólinn. Þarna var stóra hvíta húsið, með útbrotum og bröttu þaki, það skar úr við dökku lauf- krónurnar í garðinum. Þarna stóð maðurinn hennar með byssu við öxl og fótinn á birninum, sem hann hafði lagt að velli. Ferenc hafði verið mont- inn, en hún hafði grátið þegar hún sá aumingja fallna bjarndýrið. Við hliðina á veiðimyndinni hékk stóra myrídin af öllu heimafólkinu á óðal- inu, þáð hafði verið tekið í síðustu jólaveislunni, og það var likast og iðið frá dansinum og ómurinn frá hljómsveitinni legði af myndinni enn- þá. Var það mögulegt að þau skyldu geta skemmt sér og hlegið, án þess að hafa hugboð um hvað i vændum var? Hún starði á hvert andlitið fyrir sig. Þarna var Zuzanna, ó, þakka þér, góða Zuzanna, fyrir að þú kenndir mér að búa til mat og baka. Það er þér að þakka að ég get unnið fyrir mér i framandi landi. Þarna eru Boza og Maria, fagrar eins og blóni í þjóð- búningunum sínum. Og þarna eru Pista og Janos. Janos ... Mitsi hallaði sér fram til þess að .sjá augnaráðið hans betur. Og nú horfði hann í augu hennar og andlitið var svo ærlegt og opinskátt. Hún- brosti aiigurblitt, hann hafði verið sá, sem hún varð fyrst ástfang- in af, ó, hve óendanlega langt var siðan — hún var tiu eða tólf ára þá. Hann var sonur skógarvarðarins. Þau höfðu átt marga skenuntilega stund saman! Þau höfðu látist vera á úlfa- veiðum úti á heiðum, þau höfðu leik- ið bjarnabana og læðst um skógana með trébyssur í handarkrikanum. Hann liafði byggt kofa handa henni uppi á Eikariisi, virkilegan kofa, sem þau gátu borðað nestið sitt í undir þaki. Hann var svo laghentur og fram- takssamur og datt svo margt gott i hug. Einu sinni sátu þau saman á trjárót i skógarjaðrinum og horfðu niður yfir akrana, á milli trjánna. Þá sagði Janos: — Ég ætla ekki að verða hérna alla mína ævi, nagisaya — hann notaði alltaf þetta gamla, hátíð- lega ávarp. — Ég ætla út í heiminn að græða peninga, kynstur af pening um. Ég ætla að verða skelfing, skelfing ríkur einhvern tíma. Barnaleiknum lauk daginn sem mamma kallaði á hana inn i litlu stofuna. — Þú mátt ekki ærslast úti með honum Janos lengur, sagði mamma. — Þú gast gert það meðan

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.