Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 16.01.1959, Blaðsíða 9
FÁLKINN þú varst barn, en nú ertu orðin ung stúlka. — Æ, mamma, hann Janos tekur sér það svo nærri. Hann skilur ekki í því, sagði hún með grátstafinn i kverk unum og hálf skömmustuleg. Mamma brosti ofur rólega: — Jan- os er skynsamur piltur. Og ég get gjarnan sagt þér, að það var faðir hans, sem bað mig um að tala við iþigi Hann vill ekki láta drenginn sinn elta þig á röndum. Þetta er ágætt ¦fólk, og veit hvernig það á að haga sér. Ég gat engu svarað til þessa. f þá daga þrattaði maður yfirleitt ekki við foreldra sína. Eftir þessa stund í litlu stofunni hjá mömmu, sá hún ekki Janos nema i fjarlægð, eða þegar hann kom inn í hús til að sækja byssur pabba til hreinsunar. Einu sinni hitt- ust þau i trjágöngunum, þau námu staðar og töluðu ósköp blátt áfram saman. — Við verðum alltaf að vera vinir, Janos. Er það ekki? Hún varð að segja þetta áður en þau skildu. — Gefðu mér rósina, sem þú held- ur á i hendinni, nagisaya, sagði hann. Hún rétti honum rósina, og hann stakk henni í hnappagatið á jakka- horninu. Ekki gat neitt verið við það að athuga. Þetta var íltil, hálfút- sprungin, hvit rós, rétt svo að sá i gula duftberana. Skömmu síðar trúlofaðist hún Ferenc. Brúðkaupið var óumræðilega við- hafnarmikið, veishir og dans og hljómlist, kirkjan virtist nötra í tára- þoku ,með öllum blaktandi ljósunum. Það var ástæðulaust að gráta yfir þessu, Fercnc hafði verið góður maður. Janos hafði verið i þjóðbúningi og hþálpað til við veisluundirbúninginn. Hann beygði sig djúpt yfir hönd henn- ar þegar hún fór úr föðurgarði og sagði hátt og rólega: — Guð blessi alla þina vegi, nagsaya! Ó, hvar eruð þið núna, öll sem dönsuðuð þann fagra sumardag? Dá- in? Flutt úr landi i þrælkun? Aldrei mundi hún fá svar við þeim spurn- ingum. Þau höfðu verið tætt sitt i hverja áttina hér á jörðinni, fjölskyld- ur höfðu sundrast á dimmum flótta, eins og næturþokan yfir landamær- unum. Það voru dagar sem hún þorði ekki að hugsa til. Eins og til dæmis þegar hún var komin að niðurlotum í enda- lausri biðröðinni á nístingsköldu vetrarkvöld í London. Ógeðslegur dóni hafði nuddað sér upp að öxlinni á henni og hvíslað gegnum tann- skörðin: — Þú hefir fimmtíu pund? Ég hjálpa. Hún starði á hann án þess að skilja. Hvernig átti hún að hafa fimmtíu pund? Og þó svo hún hefði haft þau, hvað kom það manninum við? — Þú borgar mér fimmtiu pund, ég útvega þér mann. Ekta breskan mannl Það gengur i hvellinum, marg- ir, margir gera það. Þá sleppur þú við að norpa í biðröðinni. Þessi stund hafði henni fundist vera lágmarkið. Henni hafði tekist að losna við manninn, en hún fékk enn velgju þegar hún hugsaði til þessa. Mikið hafði hún verið heppin að geta komist í nokkurnveginn sjálfstæða stöðu þarna hjá Parkington! Þau hjónin vissu ekkert uni hana, annað en hún var útlagi og gat búið til góð- an mat. Þau voru notaleg við hana, þó þau litu niður á hana. — Hún er sannkallaður fjársjóður, sagði frú Parkington við kunningjana. En hún gætti sín að segja ekki of mikið við Mitsi sjálfa. Þess konar fólk getur orðið stórt upp á sig. ÞETTA sama kvöld kom frú Parking- ton niður í eldhúsið eftir miðdegis- verðinn. Það bar svo sjaldan við, að Mitsi hélt að eitthvað hefði verið að matnum, á þessum lögregluheimsókn- ardegi hennar. En — ónei, erindið var allt annað. — Ég ætla að láta þig vita um þetta núna strax, Mitsi. Við verðum að halda sérstaklega stórt samkvæmi í næsta mánuði. Eins og þú veist er hann Parkington i kynnum við ýmsa — stjórnarerindreka, kaupsýslumenn — ýniis konar frægt fólk. Hér í borg- inni verður haldið stórt mót bráðum, og við verðum að bjóða ýmsum heim, sem þangað koma. — Já, einmitt, sagði Mitsi, áhuga- söm og undirgefin eins og hún átti vanda til. — Meðal gesianna verður líka fólk frá Ungverjalandi, hélt frú Parking- ton áfram. Það er gaman fyrir þig, finnst þér það ekki? Ég ætlast auð- vitað ekki til að þú annist um und- irbúningin ein, og þess vegna hefir Parkington fengið eina bestu sam- kvæmismatarstofuna til þess að ann- ast þetta að mestu. En okkur datt í hug að það væri gaman að þú gætir búið til eitthvað gott og skemmtilegt — ungverska rétti — aukreitis. Til heiðurs landsmönnum þínum. — Það skal ég gera, sagði Mitsi. En hún fékk hjartslátt við tilhugsun- ina um að eiga að sjá landa í borð- stofunni. — Ég á vonandi ekki að ganga um beina? sagði hún. Frú Parkington setti upp þóttasvip. — Jú. vitanlega hafði ég hugsað mér það! Það var einn þátturinn i öllu saman. Við ætlum að útvega þér verulcga smellinn búning, svona eins og þeir nota í Ungver.jalandi, það væri svo skemmtilegt og lífgaði svo vel upp .. . Mitsi sagði: — Nei, frú Parkington. Allt annað vil ég gera fyrir yður, en þetta get ég ekki gert. Frú Parkington kom inn í bóka- stofuna og hlassaði sér niður í stól- inn við arininn, andspænis Parking- ton. — Það er þá eitthvað grunsamlegt við Mitsi. Ég veit að hún er fyrir- mynd í öllum sínum verkum, en það er auðséð, að einhverju verður hún að leyna. — Já, en þegar ég hugsa til mat- arins, sem hún býr til, er ég fús til að hjálpa til að breiða yfir öll henn- ar leyndarmál, sagði Parkington. STÓR, grænn vörubill með áletruðu nafninu Mac Greggor & Co. rann upp að húsinu. Þjónar hopDuðu út og báru inn gyllta stólá, borðhlera, dam- asdúka og postulin. Og loks báru þeir inn svo mikH kynstur af hlómum, að Mitsi varð frá sér numin. Hún spurði brytann: — Má ég raða þessum blómum áð- ur en þau verða sett á borðið? — Gerðu það sem þú vilt, en þú verður að bera ábyrgð á því sjálf þegar höfuðpaurinn kemur, sagði brytinn. Hann var í önnum. Svo leysti Mitsi utan af þéttum blómabögglunum. — Þau eru í kös, eins og flóttafólk, sagði hún við sjálfa sig. — Nú er best að reyna að láta þau lita út eins og þau væri komin heim. Brytinn staldraði við er hann . fór hjá, horfði á handaverk Mitsi og sagði: — Já, sjáum til. Mér finnst þetta fal- legt svona, en guð hjálpi yður ef hús- bóndanum finnst annað! UPPI i bókastofunni tilkynnti frú Parkington: — Það er best að þú vitir það — að ég hefi afráðið að fara með manninn úr ungverska sendiráð- inu niður í eldhús til Mitsi, úr þvi að hún þorir ekki að koma upp og sýna sig. Hver veit nema hann þekki hana og geti gefið okkur upplýsingar um hana. — Hvað þurfum við að vita um hana, meira en við vitum: að hún er besta eldakona i heimi! Geturðu ekki látið hana í friði? Hún hefir sjálfsagt gildar ástæður til að vil.ja ekki sýna sig. — Já, ég er viss um að hún hefir ástæður til þess, svaraði frú Parking- ton fastmælt. — Þér er best að segja eins og Kipling: Spurðu aldrei hvers vegna eplin roðni, svaraði maðurinn henn- ar. Enginn mun að visu geta eignað Kipling þessi orð, en Parkington bar virðingu fyrir þessum höfundi, og notaði hann alltaf sem samherja sinn þegar hann þurfti á spakmælum að halda. Mitsi var niðri í eldhúsi og Iiafði engan grun um ráðabruggið sem fram fór viðvíkjandi henni. Hún hlóð freistandi fjöll úr almas retes og kremes beles á kinapostulínsskálar frú Parkington. Maturinn var tilbú- inn, þjónarnir frá matstofunni slökktu í vindlingunum og fóru i kjólfrakk- ann og settu á sig alvarlegri svip. Og nú rann svartur, gljáandi bíll upp að dyrunum. Mitsi hélt að þarna væri fyrsti gesturinn að koma, en brytinn hvíslaði, að nú kæmi Mac Greggor sjálfur til að líta eftir öllu. Skömmu síðar gat hann tilkynnt Mitsi, að allt væri i lagi uppi í borð- salnum. — Og húsbóndinn spurði sér- staklega hver hefði raðað niður blóm- unura. Hann ætlar að koma niður sjálfur og þakka yður fyrir það, sagði brytinn. — Eg get ekki talað við neinn núna, það er nóg að þér skilið þakklætinu, sagði Mitsi. — Þér þekkið ekki húsbóndann, sé ég, sagði brytinn. — Nú kemur hann til að þakka yður fyrir. Mitsi hafði engan tima til að svara. Frú Gruel, konan sem kom á daginn til að þvo, var ekki komin, þó að henni hefði verið gert orð. Líklega hafði henni þóknast að misskilja orð- sendinguna og „halda að það væri á morgun". En hvernig sem það nú var — svo mikið var víst að Mitsi var ein um allt. Hún heyrði fiðlutóna niður til sin gegnum lyftuopið, um- gang. mannamál — samkvæmið var byrjað. Lyftan kom niður með tóm glös, föt og diska. Mitsi herti á belt- inu um eldhússloppinn sinn, setti hreina diska og glös í lyftuna — þetta gekk allt eins og i sögu ... Þegar brakaði í hurðinni bak við hana hélt hún að það væri brytinn, sem væri að koma, og sagði eins ró- lega og hún gat: — Ég flýti mér eins og ég get. Nú koma steikurfötin. En þegar hún leit við sá hún að þetta var ekki brytinn. Hún strauk hand- leggnum um heitt ennið og hugsaði með sér að þetta væri hinn margum- talaði húsbóndi, sem væri að heim- sækja hana. ÞETTA var hár maður og fyrirmann- legur. Hann var í vönduðum sam- kvæmisfötum og i jakkahorninu var litil hvit rós með gylltu hjarta. Ef hún hefði ekki vitað að það var ó- mögulegt, hefði hún haldið að einn , gestanna hefði villst þarna niður. — Eruð þér ein að vinna hérna, frú, sagði hann. — Hvers vegna var ég ekki látinn vita það — ég hefði getað sent einhvern til að hjálpa, þvi hér er nóg að gera fyrir tvo. — Ég hefi vanist að verða að hjálpa mér sjálf, sagði hún stutt. • Mac Greggor spurði: — Eruð þér Ungverji? — Já, ég er Ungverji. Og allt i einu datt henni í hug: Þetta hlýtur að vera ungverski gesturinn í samkvæm- inu. Þau hafa sent hann hingað til þess að skoða mig ... — Eruð þér frá Kendares? spurði gesturinn með forvitnishreim. — Já, ég er frá Kendares. Þau stóðu sitt hvoru megin við eldhúsborðið. Nú færði hann sig kringum borðið til hennar, tók um votar hendur hennar og þrýsti þeim að andlitinu á sér. — Þekkir þú mig ekki. hvíslaði hann. —Hefurðu gleymt bjarndýra- veiðunum og kofanum okkar á Eikar- ási, og rósinni sem þú gafst mér síð- ast — þú sérð að ég ber alltaf hvítu rósina þina, hún hefir hjálpað mér — þekkir þú mig virkilega ekki? Hún starði á magra andlitið og i því sá hún drenginn'frá æskuárunum, augun brostu til hennar, áköf, eins og þau höfðu gert fyrir löngu .. . ¦— Janos, sagði hún. — Ert það þú, Janos? Hvað ert þú að gera hérna? Ert þú stjórnarerindreki ... ert þú kaupsýslumaður ... hvernig stendur á því að þú þekkir herra Parkington? Hann skellihló, og nú varð hann alveg eins og drengurinn, sem hafði leikið sér við hana við hvíta húsið. — Hvorugt, sagði hann. — Ég er veislumatarstofan i eigin persónu. Ég er Mac Greggor & Co. Ég var heppinn að læra af henni Zuönnu i gamla daga. Ég fór til Englands og byrjaði við eldavélina, maður kemst vel áfram hér i landi. Nú hefi ég þessa matstofu og er í þann veginn að stækka hana, bráðurri er ég orðinn ríki maðurinn, sem ég ætlaði mér að verða, nagisaya. Stjórnarerindreki .. . svei — þessir stjórnarerindrekar eru í sífelldum kröggum. En að sjóða sig rikan ... það er eitthvað annað! En hvað gerir þú hérna — í eldhússlopp? Hún hló líka. — Ég sýð mat líka, ég er eldakona hérna á heimilinu. — Þú hættir þvi. Ni'i hefi ég gott hús handa þér, virkilegt hús. Þar skal þér vera óhætt fyrir úlfum og bjarn- dýrum, rósin mín ... ástin mín ... FRÚ Parkington hafði skýrt gestin- um frá ungverska sendiráðinu í París alla málavöxtu áður en hún fór með hann niður eldhússtigann og opnaði dyrnar. Þau heyrðu að barið var í lyftuna og kallað eftir fleiri glösum. En enginn svaraði. Á miðju eldhúsgólfinu stóð Mitsi, umvafin Mac Greggors-matstofunni. Kötturinn pirði á þau augunum úr skotinu. Þau tóku ekkert eftir að dyrnar voru opnaðar, en heyrðu Mac Greggor segja upp aftur og aftur: Dragan, dragan — og svo nagisaya. — Við komum liklega til óþæginda, sagði Ungverjinn og hörfaði út aftur og frú Parkington líka. — Þetta er það versta sem ég hefi Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.