Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 16.01.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. RUZICKA : Aukaverðlaunin Lilly hafSi sent hann Tobba sinn á hundasýninguna. Lilly er gullfal- leg stúlka með stór, blá augu og gló- bjart hár. Tobbi er mjög myndarlegur spaniel-rakki meS stór, brún augu og iangt, jarpt hár. Flokksheiti á* Lilly: Falleg stúlka, átján ára. Flokksheiti á Tobba: Cocker spaniel, tveggja vetra. Þegar Lilly gekk á götunni með Tobba bar það oft við að einhver nam staðar og sagði: „Mikið ljómandi eigið þér fallegan hund! Hvað heitir Iiann?" Oftast nær voru þetta ungir menn, því að æskunni er svo gjarnt að hrífast. En móðir Lilly var eins og Lilly sjálf, með bjargfasta sann- færingu um að Tobbi væri ekki að- eins allra hunda vitrastur og djarf- astur, heldur lika fallegasti hundur- inn i bænum. Og til þess að fá þetta staðfest svart á hvitu var Tobbi baðaður og kemd- ur, fékk nýtt hálsband og lakkrautt tjóðurband og að auki fyrirheit um stórt bjúga: Og svo fór hann á sýn- inguna með drottningu sinni. Litlir spanielar, stórir spanielar, jsrþir, svartir, snöggir og loðnir, stutthærðir og langhærðir .. . allt sem spanielar nefnast, sátu í búrum og kössnm kringum Tobba. Númer 3,33 — falleg lala sem hlaut að vera gæfuboði: það er að segja góð vorð- laun — og þar er að segja: fallega silkislaufu. Gamalreynd nábýliskona útlistaði fyrir Lilly reglur og venjur á hunda- sýningum. Það var vandlátur dómari sem dæmdi um hundana. — Og hann er afar strangur þessi, sem dæmir um spanielana —¦ afar vandfýsinn. ¦— Yerðlaunin ýmislega litar slaufur. Blátt þýðir ágætiseinkunn, rautt dá- vel, gult vel, grænt þolanlega, hvítt laklega .. . og ef hundurinn fær ekki laklega þá fær hann enga slaufu! Tobbi virtist ekki hafa gert sér ljóst hve þetta var þýðingarmikið augnablik. Hann stóð hjá Lilly á grænni flötinni og A'ar að gjamma framan í fox terrier-ungfrú eina. En þá varð allt i einu að slíta samtalinu, þvi að dómarinn heimtaði aS fá að sjá nr. 333. Og nú var nr. 333 mældur þvers og langs, skoðaður framan frá og á hlið, og allt sem máli skipti var skráð í bók. Og svo átti Tobbi að ganga fetiS og síðan að brokka en þá tók hann aS ókyrrast. ÞaS er hlægilegt! Hvaða hundur með snefil af virðingu fyrir sjálfum sér lœtur sér detta í hug að brokka þegar hann er í bandi? — Nú Mjóp hann á stól og velti honum; og dóm- arinn sagði mjög hæversklega: Þökk fyrir ¦— næsta hund! Og ætlaSi aS bægja Tobba frá. En honum hafði lást að taka móð- urmetnað Lilly með í reikninginn. — „Jæja, hvers konar slaufu fær hann?" spurði hún i hinni barnslegu ein- feldni kvenna, sem alltaf fcr í taug- arnar á sérfræðingunum. Dómarinn hnyklaði brúnir. „Alls enga! Eyrun eru of stutt, lappirnar ekki nógu langar, hryggurinn i keng og göngulagið ekki nógu reglulegt. Hann er vixlaður." Lilly varð orðfall um hrið. Svo tók 4(ftS„ AHERSLA LÖGÐ Á MJAÐIRNAR OG MITTIÐ. — í þessu tilfelli er ætl- ast til að vöxturinn sé grannur og fallegur því fellingarnar njóta sín þá best. Herrann á myndinni vill eflaust líta nánar á þennan hvíta flannels- kjól og spyrja stúlkuna hvar hún hafi keypt hann. Því getum við svarað. Hann er frá Madeleine de Ranch í París. Og herranum er betra að hafa nóga peninga með sér ætli hann að kaupa svona kjól. hún Tobba undir handlegginn og gekk hnarreist og upplitsdjörf að búri Tobba. Umheimurinn hafði ekki sýnt honum þann sóma sem hann átti heimtingu á.' Hún ein kunni að meta hann til fulls. Um kvöldiS kringum klukkan ellefu kom Lilly heim. Hún var i besta skapi. „Skelfing hefir þetta tekið langan tíma," sagði móSir hennar. ,.0-nei," sagði Lilly brosandi. „Ég fór á dans á eftir." „Og hvaða verðlaun fékk Tobbi?" hélt gamla konan áfram. Lilly bandaði frá sér með hendínni. „Engin. AIls. engin. En það kom ljómandi fallegur ungur maður til mín, og sagði að ég væri fallegasta stúlkan á sýningunni." Móðir hennar hristi höfuðið. „Hvers konar maður var það eigin- lega?" „Hann er engill. Hundurinn hans fékk heldur ekki verðlaun. Og svo slóum viS okkur saman." Vitið þér...? Drekkia^ COLA Spur) DXy/CAT | að nú er farið að framleiða teygjupappír? ÞaS er pappirsgerð i New York, sem býr til þennan pappír, sem hefir þann mikla kost aS liann tognar i stað þess að rifna, og þykir þess vegna einkar hentugur fyrir alls konar matvörur. I fyrsta skipti i heila öld voru nokkrir Amerikumenn teknir af sjó- ræningjum úti í rúmsjó út af Panama- ströndum nýlega. Það voru fimm menn og ein kona, og upplifðu þau i þrjá daga versta timann, sem þau höfðu lifað. Þau voru i skemmtisigl- TREYJAN ER HNEPPT AÐ AFTAN. Efnið er blátt og gult nylon. Þessi beini, þröngi kjóll myndar éfallega baklínu, hann er hnepptur að aftan og er hálsdúkurinn hnýttur í slaufu. Mjög fallegt, eins og vænta má frá Símonetta í Róm. ^— að í öllum löndum vex íbúafjöld- inn hraðar en tannlæknafjöld- inn? Viða er reynt að ráSa bót á þessu með því að hálfmennta fólk, svo að það geti unnið einföld tannlæknaverk. En taniilæknafjöldi landanna er mjög mismunandi.-í Indónesiu er t. d. einn tannlæknir á hverja 270.000 ibúa, en i Svíþjóð einn á hverja 1550. ingu á amerískri snekkju og lentu i höndum 21 vopnaðra bófa, sem höfðu strokið frá Galapagoseyjum. Bófarnir réSust upp í skipið og tóku stjórnina. Var árangurslaust fyrir fólkið að sýna mótþróa, og skipstjórinn var neyddur lil að stýra skipinu til Ecuador. En þegar nálgaðist land yfirgáfu bófarn- ir skipið aftur. —O—

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.