Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 16.01.1959, Blaðsíða 12
12 FALKINN &^*^*£íl£*^* FRAMHALDSSAGA *^*^l4*^C*^ Á$T1R í feluleik 8. ^C*^*^C*^C* FRAMHALDSSAGA *^*^*^*^ | Elisabeth starði út á sjóinn. Hún var kvið- in og óróleg. Hún haf ði búist við að sir Henry kæmi heim í vikulokin, og þessi f restun leiddi af sér nýjan vanda. Amy mundi óefað krefjast þess að þær héldu leiknum áfram, en Elisa- beth vildi helst hætta honum sem allra fyrst. Hann lagði lófann í hönd hennar í gras- inu. — Þér megið ekki vera kvíðin, sagði hann.'— Þessir eyjaskeggjar draga alltaf allt á langinn með alls konar seremoníum, og sir Henry gat ekki afþakkað boðið um að vera viðstaddur krýningu nýja rajans . .. Krýningin stendur eiginlega tíu daga og lík- lega hundleiðist honum biðin, en hann verð- ur að þrauka — og þess vegna verðið þið að þrauka líka þangað til hann kemur. Það er leitt, en það er enginn voði. Hún dró höndina að sér og sagði þyrkings- lega. — Það var hugulsemi af yður að koma hingað til að segja mér þetta, hr. Stanville. — Finnst yður ekki kominn tími til að kalla mig Julian? spurði hann með ertandi hreim í röddinni. — Vinstúlka yðar gerir það — og faðir yðar líka. Hún brosti dauflega til hans. — Ef ég gerði það þá munduð þér kalla mig Amy, og það mundi ég ekki kunna við. — Er það ekki dálítið skrítið — af ungri nútimastúlku? spurði hann hvasst. — Nei, ég meinti það ekki þannig. Hún tók málhvíld og spurði svo: — Finnst yður nafnið „Amy" hæfa mér vel? — Nei, sagði hann varfærinn. — En ef það er nógu gott handa honum föður yðar, ætti það að vera nógu gott handa mér. Naf nið skiptir svo litlu máli. Önei, ekki er það nú alltaf, hugsaði hún með sér í beiskju. Svo spurði hún glaðlega: — Amy Penlan — hvers konar manneskja hélduð þér eiginlega að hún væri? / Hann hló stutt. — Ég hafði dálitla vísbend- ingu um það fyrirfram. En ég fullvissa yður um, að ég varð ekki f yrir neinum vonbrigðum. Hún hætti sér enn lengra með varkárni: — Setjum svo að ég hefði verið eins og ... eins og til dæmis Elisabeth? Hann brosti eins og áður. — Mér fellur ágætlega við hana, sagði hann. — Við pip- arsveinarnir erum að sljóvgast hérna í út- legðinni en hún gerir sitt til að vekja okkur af dvala. Það er kostur við hana að hún er svo gerólík kvenfólkinu, sem við höfum mest af að segja hérna. Það var auðfundið að hann vildi ekki gera neinn samanburð á þeim. Og nú fór hana aftur að gruna að hann hafði séð gegnum svikin og mundi afhjúpa þær þá og þegar. Samt þóttist hún viss um að hann mundi minnast krókalaust á þetta, ef hann hefði nokkurn grun. Og hann mundi alls ekki reyna að leyna fyrirlitningu sinni á henni. Hann spurði allt í einu: — Hittuð þér Gil- mering í morgun? — Já, svaraði hún. —Við heilsuðumst. — Þér minntust ekki einu orði á að þér þekktuð hann frá fyrri tíð þegar við vorum að tala um hann hérna á dögunum. — Ég ... hafði gleymt því. — Jæja. Röddin var storkandi. — Að því er mér skildist á samtalinu sem ég átti við hann í morgun, voruð þið góðir kunningjar fyrir einu ári — talsvert góðir kunningjar. Það er helst að sjá að ég hafi gert mér hærri hugmyndir um hann en hann átti skilið. Eftir- sókn hans í þessa stöðu, sem aðjútant sir Henrys á rót sína að rekja til tilfinninga hans í yðar garð, en stafar alls ekki af longun til að fá æðri stöðu. Elisabeth vissi fátt um Peter Gilmering, en hún þóttist hafa orðið þess áskynja um morguninn að hann væri gáfaður og vinnu- samur. — Það er ekkert út á Peter að setja, sagði hún stutt. — Hann mun standa vel í stöðu sinni. — Já, honum er það líka hollast, sagði Julian. — Við höfum ekkert við silakeppi að gera í stjórn Tuncaeyjanna. Hann stóð upp, fór í jakkann og rétti henni höndina. — Ég verð að fara. Eg á von á skilaboðum á skrifstofuna. HEIMBOÐ. Þau voru komin inn í garðinn og gengu stíg milli skuggsælla trjáa er hann spurði: — Viljið þér koma með mér í siglingu kring- um eyjuna á vélbát á föstudaginn kemur? Ég er vanur að fara í svona_ferð einu sinni i mánuði til að líta eftir i þorpunum, sem standa við sjóinn. Það tekur ofurlítið lengri tíma að fara sjóleiðis, en ég er viss um að þér hafið gaman af ferðinni. Það glaðnaði allt í einu yfir henni og hún spurði um hæl: — Ég ein? Ekki Elisabeth? — Elisabeth mundi verða þreytt undir eins og við hefðum heimsótt fyrsta þorpið. Ætlið þér að koma? — Já, það vil ég. Mig hefir alltaf langað til að sjá kóralrifin síðan þér sögðuð mér frá þeim. 1 dag er miðvikudagur. Sé ég yður fyrr en á föstudag? — Það er hugsanlegt. Við eigum að hafa réttarhald fyrri hlutann á morgun og fund í nefndinni síðdegis. Ef ég get ekki iitið inn annað kvöld, geri ég yður orð. Við leggjum klukkan átta af stað á föstudagsmorguninn — eigið þér hægt með það? Ef Elisabeth hefði þorað að vera fyllilega hreinskilin þá hef ði hún sagt að hún hlakkaði til. En hún sagði i staðinn: — Eruð þér viss um að ég verði yður ekki til trafala? Að ég trufli yður ekki við það sem þér þurfið að gera? — Eg læt aldrei nokkurn mann trufla mig við störf mín, sagði hann íbygginn. Þau voru komin upp að stéttinni fyrir neð- an húsið og Julian heilsaði gestum Amy laus- lega — sumir þeirra voru undirmenn hans, þar á meðal Peter. — Má ég bjóða yður bolla af tei? spurði Elisabeth. — Það getur orðið tilbúið eftir augnablik. — Nei, þökk fyrir. Ég verð að fara. Hann settist inn í lága gráa bílinn og ók af stað. Elisabeth gekk upp þrepin og til ungu mannanna kringum Amy. Amy var eldrjóð í framan og gljái í aug- unum. — Halló, gullið mitt, sagði hún. — Hvernig líst þér á þetta umhverfi? Elisabeth heilsaði „umhverfinu" brosandi og Peter tók undir handlegginn á henni og sagði: — Þér hljótið að vera þreytt eftir göng- una, Amy. Komið þér inn í stofu, ég skal hringja á te handa yður. Elisabeth hefði helst kosið að drekka teið ein, á svölunum fyrir utan herbergisglugg- ann sinn. Hún sá að hópurinn var að fara og Amy ók á burt með Cranwood kapteini og hinum, en Peter hélt í aðra átt niður stíg- inn. Klukkan var aðeins kortér fyrir hálf- fimm. Samfundir Amy og Peters höfðu lík- lega verið stuttir og hvassir. Fimmtudagurinn var rólegur dagur. Amy lá í rúminu langt fram á dag og þegar hún loksins kom niður settist hún með bók úti á stétt. Hún hélt áfram að lesa eftir hádegis- verðinn. Elisabeth sá hana út um gluggann, sitjandi álúta yfir bókinni. Það var mál til komið að Amy tæki sér hvíld. Það var óráð í þessu loftslagi að lifa eins geyst og hún hafði gert hingað til. Elisabeth var að skrifa Elsu frænku og reyndi að segja henni frá lofslaginu og nátt- úrunni á Bolani. En það var vandgert að finna orð, sem gátu lýst stemningunni hér eystra. Einfaldast var að segja það stutt og blátt áfram: Sólarupprásin er töfrandi — hádegið kcefandi heitt og kvöldin svöl og þægileg. En þegar hún hafði skrifað setninguna varð hún að halla sér aftur í stólnum og horfa yfir þetta hitabeltisland. Það lá við að hún vorkenndi fólki, sem aldrei hafði séð kókos- pálma bera við heiðbláan himin, og glitrandi haf sem teygðist út í ómælis fjarska. Hún minntist þeirra innfæddu, sem höfðu komið upp að landstjórahúsinu tii að dansa fyrir nokkrum kvöldum. Það hafði verið einkenni- legt að sjá þeldökku piltana og stúlkurnar í litríkum klæðum, og hlusta á hina einkenni- legu tóna úr flautunum, trumbunum og strengjahljóðfærunum. Elisabeth þóttist ekki viss um að frænka hennar mundi geta áttað sig á þessu, þótt hún reyndi að lýsa því. Og svo kaus hún að tala sem einfaldast. Bolani er sambland gamállar austurlanda- menningar og vestrænnar siömenningar, skrifaði hún. Þegar hún hafði innsiglað bréfið og afhent þjóninum það fór hún út á stéttina til að tala við Amy. Amy lokaði bókinni og leit upp og beið átekta. — Heyrðu, sagði hún glettnislega. — Þú ert viðfelldin og góð og heilbrigð i anda. Það var Peter sem sagði það :.. / — Hann er vilhallur að því er mig snertir, því að þú varst slæm við hann. Elisabeth kveikti i vindlingi og settist. — Eg vona að þú hafir ekki verið mjög vond við hann í dag. — Ég kom að minnsta kosti mínu máli

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.