Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1959, Blaðsíða 13

Fálkinn - 16.01.1959, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 fram. Hann lofaði að þegja fyrst um sinn. En ég vil helst ekki þurfa að tala meira við hann undir fjögur augu. Ég verð svo reið. — Hvers vegna þarft þú að reiðast hon- um? spurði Elisabeth hugsandi. — Þú hefir aldrei reiðst nokkrum karlmanni fyrr. Hvers vegna þarftu að byrja á Peter? — Hann er heimskur, sagði Amy. — Það er aðeins tvennt í hausnum á honum. Annað er viðkomandi starfinu hans og hitt .. . Hún þagði og setti upp gremjusvip. — Hitt er viðkomandi þér, hélt Elisabeth áfram. — Ég geri ráð fyrir að hann langi til að giftast þér. Amy kastaði höfði svo að dökka hárið dansaoi. — Hann minntist ekkert á það, svo að ég fékk átyllu til að segja honum að ég mundi aldrei giftast öðrum eins bolabít og honum, jafnvel þótt hann væri milljónamær- ingur. Og ég vil ekki hafa hann rápandi hér út og inn um húsið þangað til pabbi kemur. Það sagði ég honum. — Hvernig tók hann því? — Með ekta karlmannahégómaskap. Ég hefði getað tekið fyrir kverkar honum! Hann var meira að segja svo ósvífinn að segja, að það værir þú, sem ættir að ráða því — en ekki ég. — Það var ef til vill alveg rétt athugað. — Ég vona að þú ætlir ekki að taka svari þessa peyja, sagði Amy reið. — Þetta er tuddi, sem aðeins hugsar um að olnboga sig áfram, og hann hefir logið sig inn í þessa aðjútants- stöðu hjá föður mínum. — Nú ertu ranglát, sagði Elisabeth rólega. — Þú veist alveg eins vel og ég, að menn verða að fullnægja ákveðnum skilyrðum til að komast í svona stöðu. Enginn fær hana fyrirhafnarlaust. Hún hélt áfram til að reyna að sansa Amy: — Þú mátt að minnsta kosti ekki rífast við hann. Ef þér fellur ekki við hann skaltu bara láta eins og þú vitir ekki af honum. Mundu að hann veit um leyndar- málið þitt. Amy tók langan teyg úr vindlingnum og leit forvitniaugum á vinstúlku sína. — Þú ert ekki eins áfram um að hætta leiknum okkar núna og þú varst. —¦ Er hlut- verkið farið að verða skemmtilegt? — Já, hver veit, sagði Elisabeth íbyggin. — En ég er tilbúin að skipta um hlutverk undir eins og þú segir til. — Við látum þetta danka dálitla stund enn, svaraði Amy. — Hefurðu kannske hugsað þér að hirta Peter líka? Amy svaraði ekki. Hún fleygði frá sér vindlingsstúfnum og geispaði. Það var mál til komið að ganga niður í baðf jöruna. Hún stóð *j/elitmvm,d f ¦¦*<&¦ v. &fRÚ$$m Hvar er þriðji farþeginn? upp og fór inn. Elisabeth sat eftir og reykti út vindlinginn. Hún heyrði hófaskelli neðan af veginum. Gekk stéttina á enda og kom auga á unga stúlku, sem kom ríðandi upp að húsinu. Það var Celia. Hún stöðvaði hestinn fyrir neðan húsið renndi sér af baki og kom hlaupandi upp á stéttina. CELIA ER HREINSKILIN. — Celia, hrópaði Elisabeth er hún sá fölt og örvæntingarfullt andlitið á henni. — Hvað hefir komið fyrir? Er eitthvað að? — Þér haldið kannske að ég sé brjáluð, en ég gat ekki flúið á náðir neinna annarra. Hún strauk ennið. — Þér sögðuð að ég mætti treysta yður. — Já, auðvitað. Komið þér inn. En Celia hristi höfuðið. — Nei, ég má ekki standa við. Þetta er út af honum bróður mínum. Hann var ríðandi úti á ekrunum og hesturinn setti hann af sér. Ég held að hann hafi ekki meiðst alvarlega, en hann er alveg ósjálfbjarga. Eg hugsa að hann hafi verið drukkinn. Þjónarnir báru hann inn í húsið og ég kom til að spyrja hvort þér munduð geta náð í Mclver lækni fyrir mig. — Þér hafið riðið framhjá stofunni hans á leiðinni hingað. — Já, ég veit það. En hann er á fundi. Þeir eiga að ræða um heilbrigðismál í nefndinni í dag, og hann varð að mæta þar. Það var auðséð að Celia fylgdist með því, sem gerðist í umdæminu. — Er enginn annar læknir hérna? spurði Elisabeth. — Ekki nema trúboðsstöðin langt uppi í sveit. Ég vil ógjarna sækja malayiskan lækni. Þeir koma aldrei til hvítra manna. Og Tim mundi verða reiður. Fundurinn getur staðið lengi og ég þori ekki að láta Tim liggja svona án þess að fá læknishjálp. — Ég held að það sé best að tala við frú Mclver fyrst. Það er hugsanlegt að lækn- irinn sé ekki á þessum fundi. — Jú. hann er þar. Ég fór fyrst á skrif- stofu til Julians og skrifarinn hans sagði mér frá þessum nefndarfundi. — Já, ég skil. Elisabeth gramdist við sjálfa sig fyrir tortryggnina. Celia var í vandræð- um og þurfti á hjálp að halda. Það var ekki rétt að láta persónulegar tilfinningar sínar í garð stúlkunnar ráða. — Við verðum þá að gera lækninum orð. — Viljið þér gera það fyrir mig? Celia horf ði þakkaraugum á hana. — Ritari Julians var fremur þurr á manninn. Honum er illa við Tim og hefir sennilega sárnað að hann skyldi ekki drepast. Röddin skalf. — öllum finnst að ég eigi að fara frá Tim — að ég sé flón að fórna mér fyrir annan eins bróður. En ég get ekki brugðist honum þegar hann þarf mest á mér að halda. Julian er sá eini sem skilur mig — og þér. — Setjist þér og hvílið yður nokkrar mín- útur, sagði Elisabeth. — Við skulum skreppa í bílnum. Hún fór upp, skrifaði skilaboðin til læknis- ins og fékk Celiu þau. Þjónarnir ætluðu að sjá um hestinn á meðan, sagði hún. Þær gátu ekið af stað strax. Celia sagði fátt á leiðinni inn í bæinn. Elisabeth var sárgröm sjálfri sér fyrir að geta ekki stillt sig um að ergja sig út af henni. Celia hagaði sér eins og átján ára stelpu- gæskni — það var hennar herbragð og það gat borið árangur meðan hún var jafn ung- leg og einstæðingsleg útlits og hún var. En hún var innilega hrygg yfir óhappi bróður síns, og það var rangt af Elisabeth að láta sér gremjast við hana. Það þurfti ekki að liggja neitt undir því að hún hafði farið til Julians fyrst. Celia var svo opinská í öllu sínu dagfari, að henni datt sjáJfsagt ekki í hug að reyna að villa nokkrum manni sýn. Bíllinn sveigði inn í Hafnarstræti og nam staðar fyrir utan mikið stórhýsi, Stjórnar- ráðshúsið. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Beykjavik. Opin kl. 10—12 og IV-!—C. — Bitstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.: Svavar Hjaltested. — Sími 12210. HEBBEBTSprent. ADAMSON Vantar yður eld i vindilinn?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.