Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 23.01.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Undireins og við vorum byrjuð að kvikmynda þessa sjaldgæfu sýn urð- um viS að færa bílinn frá. ÞaS var nóg til aS fæla nashyrningana. Þeir hættu að bíta, sperrtu eyrun og litu skelkuð kringum sig og færðu sig í áttina til okkar. Armand sem stóð með augað við leitaropið, benti mér: — Segðu til ef þeir koma of nærri, livíslaði hann. Allt i einu fundu þau lyktina af okkur og hófu árás, öll þrjú. Óður nashyrningur er eitt hættulegasta dýr, sem hægt er að hugsa sér. Og þarna komu þrjú í hóp, eins og brynj- uð fylking! Ég hljóðaði. ViS æddum að trénu og hypjuSum okkur upp í greinarnar. ÞaS er ótrúlegt live fljótt það gengtir, þegar svo stendur á. Nashyrningarnir æddu framhjá — og snarstönsuðu svo. Undir eins og þeir ntissa lyktina af bráðinni eru þeir eins og löntb. Þeir röltu áfram og hringsóluðu svo til og frá. — Þetta verður falleg mynd, sagði Armand hrifinn. Við höfunt fengið skrámur og skein- ur á handleggi og fætur, en það hirt- um við ekkert um. Armand hoppaði niSur og náði í myndavélina. Ég tólc eftir að brækurnar ltans höfðu rifnað á rassinum. — Myndavélin er óskentmd! kall- aði hann. Svo kölluðum við í Tont: — Gastu tekið myndir af jtessu? spurði Armand lafmóður. Tom starði mæðulegur á okkur: — Filman min endaði einmitt þegar ])ið voruð að klifra upp i tréð, sagði hann. ENDIR. SKRÍTLUR. Olsen hefir fengið slaema tannpinu og stynur og hljóðar i rúminu. Konan lians getur ekki sofið fyrir hönum og er önug. — Nú verður þú að hætta þessu væii ,ég get ekki sofið. — Ég ekki heldur. — Nei, það er annað mál. Þú liefir að minnsta kosti tannpínu. Kona sat i járnbrautarklefa með hund í fanginu. MaSur kom inn, sett- ist og kveikti sér í pípu. — Þetta er ekki reykingaklefi, sagði konan. — Og ekki hundahús heldur, sagði ntaðurinn. Iíonan varð reið, þreif pípuna úr munninum á manninum og þeytti henni út um gluggann. Og maðurinn varð reiður, og þreif hundinn og fleygði honum sömu leiðina. Á næstu stöð kom hundurinn labb- andi nteð pípuna i kjaftinum. Frúin: — Aumingja maöurinn! Hérna eru tíu krónur. Hvernig hafið þér getað sokkið svona djúpt? — Ég hefi alveg santa gallann og þér, frú. Eg fer of ógætilega með pen- inga. — Er nokkuð gagn i þessu svefn- meðali? — Já, það er svo óbrigðult, að þér verðið að kaupa yður vekjaraklukku um leið. Frú Hansen: — Hvernig dettur þér í hug að koma svona seint heim af skrifstofunni. Það er óafsakanlegt. Hansen: — Fyrirgefðu mér, elsku Matthildur. Ég svaf yfir mig. MAÐURIM, SEM nri mesti duglýsingashrumari í heimi. 3¥. 1) Phineas Barnum var lil þess af guði gerður að skemmta samtíðarmönnum sínum. Hann fæddist í Connecticut 5. júlí 1810, og undir eins í barnaskólanum reyndist liann ótrúlega liugkvæm- ur í þá átt að gera eitthvað öðruni til gamans. Áður en hann varð tvítugur liafði hann valið sér kjörorðið: „Heldur skal ég láta kaila mig skrutnara en að ekki verði talað unt mig.“ Hann sagði sjálfur söguna af írska hafnsögumanninunt, sem hann taldi bestu söguna, sem hann ltefði heyrt á ævinni. Hún var svona: Hafnsögumaðurinn stóð á stjórnpallinum hjá skipstjóranúm, sem var eitthvað ókyrr er hann sagði: „Kunnið þér nú starf yðar til fullnustu, Pat?“ — „Ætli ekki það,“ kvað hafnsögumaðurinn. „Ég þekki hvert einasta sker hér um slóðir.“ í sömti svifttm tók skip- ið niðri, og hafnsögumaðurinn brýndi röddina: „Var ég ekki að segja yður þetta! Þarna er eitt af þeim.“ 3) Árið 1842 réð Barnum til sín dverginn Ch. Stratton, sent hann endurskirSi „Tunta þumal hershöfðingja“. Enginn af starfs- mönnunt Barnutns hafði eins mikið aðdráttarafl og Tumi Þumall. En það afrek Barnums sem lcngst lifir er þó, að honum tókst að ráða hina goðumborntt sænsku söngkonu Jenny Lind í hljóm- leikaför lil Vesturheims. Þau græddu bæði tvö fé og frama á þeirri för. í þriðja lagi má nefna, að hann keypti Jumbo, rnjög vinsælan fíl úr dýragarðinum í London, fyrir of fjár, og fór með hann i sýningarferð. Nú stendur .Tunibo úttroðinn og steindauður á safni i New York. Hann fórst í járnbrautarslysi árð 1882. 4) Safn Barnums sjálfs, „American Mttseum" brann fimm sinn- uni, en Itann endurbyggði það jafnharðan og varð ríkari með hverjum brua. Barnum var ntjög trúhneigður maSur og gerði þurf- andi ótrúlega mikið gott. Eitt sinn tét hann þrjá best tömdu 2) Eftir að ltafa reynt sitt af hverjtt sér til lifsuppeldis lenti Barnum á réttri hillit: ltann gerðist leiktrúður á markaðsmótum. Hann sýndi liest „í tveimur reyfum“, hafmeyju, stoppaðan ltval og því urn tíkt. Árið 1841 stofnaði hann svonefnt „American Museum“ og uppfrá því var hann orðinn rótgróinn i meðvitund allra Bandaríkjamanna. Þegar gestir stóðu svo lengi við, að aðrir nýir komust ekki að, tók hann þetta til bragðs: Hann limdi stóra auglýsingu yfir dyrnar og setti á hana orðin og ör, sem benti: „Tltis Way to tlie Exgress!“ Flest fólk vissi ekki, að „Exgress" þýðir santa sem „exit“ eða útgöngudyr. Það flýtti sér þangað sent örin benti, í þeirri von að fá að sjá eittlivað nýtt furðudýr, sem liéti „Exgress“. En undireins og dyrnar höfðu opnast fyrir þvi lokuðust þær aftUr sjálfkrafa, og aumingja fólkið stóð — úti á götunni. fílana sína konta fram á sýningu. Aðeins eitt barn var áhorfandi á þeirri sýningu: það var veikt en langaði til að sjá fíla, og þá stóð ekki á Barnum, að ltafa aukasýningu. -— Eftir að hafa ferðast um öll heimsins lönd tiætti hann störfum og settist að í höll, sem hann átti i Brisgeport í Connecticut. Tók þá við sýningum hans fjölleikafyrirlækið Barnum & Bailey, sent Jóhannes Jósefsson núverandi gistiliússtjóri ferðaðist með við mikinn orðstir, er hann sýndi „sjálfsvörn“ sína, er einkum byggðist á ýmsum bestu brögð- ttm íslenskrar glimu. — Barnum lét eftir sig bók, sem hét: „Hvern- ig á að græða peninga?“ Frekar lélega og krakkalega bók, en ltún seldist vel, því að Barnum ltafði skrifað hana. — Ævisögu sina skrifaði ltann einnig áður en hann tokaði augunum i siðasta sinn, 7. apríl 1881. ‘ ■ ' 7 \‘m

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.