Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 23.01.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. R U Z I C K A : Ljósmyndin Bruno Beier stóð í bréfaskiptum við stúlku. Hún hét Lísa Lövenberg. Beier liafði komist í kynni við Lísu með ekki óvenjulegu móti. Auglýsing- in stóð í dálkinum „Einkamál". Bruno Beier skrifaði bréf. Lisa Lövénberg svaraði. Bréfaskiptin veittu tveimur sálum sælu. í eitt skiptið skrifaði Lisa Löven- berg: — Sendið mér ijósmynd af yður, Bruno Beier. Bruno Beier hljóp undir eins til Hansens ljósmyndara. — Ég þarf að láta taka nokkrar myndir af mér, sagði ban'n. — Ilve margar viljið þér? — Ég hafði liugsað mér að fá tólf. — Og hvert á ég að senda mynd- irnar? — Ellefu heim til min. Þá tólftu til Lísu Lövenberg. Bruno Beier skrifaði hjá sér heim- ilisföngin. Hansen Ijósmyndari tók mynd- irnar. Bruno Beier beið eftir bréfi. Hann hugsaði sér innihaldið eitthvað á ])essa leið: „Kæri Bruno! Nú hefi ég fengið blessaða myndina af þér. Ég er for- viða, lirifin, hoppaði af kæti yfir því, að þú lítur alveg eins út og ég hafði hugsað mér í mínum leyndustu draumum. Gáfulegt ennið, hraustleg augu, brosandi munnur og granna vaxtarlagið fyllir sál mína metnaði, svo að nú á ég aðeins eina ósk: að fá að hvíla í faðmi þínum. Ég bið með sárri þjáning. Þín Lisa Löven- berg. Bruno beið eftir þessu bréfi í viku. Eftir tvær vikur fór hann til ljós- myndarans. — Hafið þér sent Lísu Lövenberg myndina af mér? — Já, hérna er póstkvittunin. — Merkilegt. Hve margar myndir gerðuð þér eiginlega? — Tólf. — Ekki nema tólf. En þér senduð mér tólf. Hvaða mynd hafið þér þá sent Lísu Lovenberg? Það kom á daginn að þarna hafði orðið örlagaríkur misgáningur. Hansen ljósmyndari hafði sent stúlkunni skakka mynd. — Þessa mynd hafið þér sent! öskraði Bruno Beier. Það er sannar- iega engin furða þó að lnin hafi ekki skrifað mér. Þessi maður er skrípi. Ég hefi ahlrei séð jafn afkáralegan mann. Þessi nautsaugu, keilukjaftur, vaxtarlagið — stuttu máli allt! Hvað skyldi hún Lísu Lövenberg hugsa? Bruno Beier hljóp við fót heim til sín. Settist og skrifað Lísu Lövenberg ]>réf og lagði réttu myndina innan í. Svarið kom undir eins daginn eftir. „Heiðraði herra Beier,“ skrifaði Lisa Lövenberg. „Ég hcfi fengið báð- ar myndirnar frá yður. Yður skjátl ast ef þér lialdið að ég hafi ekki skrifað af því að ég væri vonsvikin út af fyrri myndinni. Þvert á móti — ég var hrifin og stórglöð yfir hvernig maðurinn leit út eins og ég hafði liugsað mér hann og dreymt um hann. Gáfulegt. ennið, hraustleg augu, brosandi munnur og rennilegi vöxtur fylltu sál mína unaði. En ég skrifaði bara ekki vegna þess að ég hafði snúist á úlnliðnum og gat ekki haldið á penna. En i gær kom bréfið með réttu myndinni af yður. Ég verð að játa að ég varð steinhissa og al- veg grallaralaus. Þér eruð skrípa- mynd, herra minn! Ég liefi aldrei séð jafn afkáralegan mann. Þessi nauts- augu, keilukjaftur, vaxtarlagið — í stuttu máli allt, veldur því að við verðum að slíta bréfaskiptum okkar. Nú á ég aðeins eina ósk: að mega faðma sem fyrst manninn, sem fyrri myndin er af. Ég væri yður mjög þakklát ef þér gætuð útvegað mér nafn lians og lieimilisfang, svo að ég geti haldið bréfaskiptunum áfram. Með virðingu yðar Lísa Lövenberg." Vitið þér...? að villtar kanínur höfðu nærri eyðilagt allan jurtagróður í Ástra- líu? Ivaninur voru ekki til í Ástraliu í byrjun, en árið 1850 voru flutt þang- að þrenn bjón. Á aðeins tíu árum hafði tímgun þeirra orðið svo ör, að þær fóru að ógna landbúnaðinum. Með róttækum ráðstöfunum liefir ]>essari plágu verið bægt frá. að strúturinn er svo sterkur, að hann getur orðið manni að bana slái hann hann með fótunum. Þá er nú talið öruggt, að strúturinn er alls ekki eins heimskur og menn vilja vera láta. Þegar hann stingur hausnum í runria eða niður í sandinn gerir hann það einfaldlega til þess að likjast rúnnánum og dyljast þannig eða þá vera eins og brúskur í sand- inum. Hann álítur enganveginn að óvinurinn sjái hann ekki af þvi að hann sér ekki óvininn. GOÐ ÆSKUNNAR 1. ¥ % V •3 & % k 't J Sína sönglandi var með krampa í þindinni af eftirvæntingu þegar hún var á leiðinni i kvikmynda- húsið Hringsjá, lil að liorfa á „Sing, Boy, Sing“. Skyldi liún ekki sleppa sér? Þetta varð ánægjulegt kvöld — „draumur“, sem kallað er á nú- tíma lækjartorgsku. Tommy Sands liafði girndarrödd, sem gersigraði Sinu í fyrstu atlögu. Hann var lieillandi og leikur lians sannfærandi. Það er ekki óhugsandi að hann verði Elvis Presley yfirsterkari á grammó- fónplötunum, og á kvikmynda- tjaldinu á hann glæsilega fram- tíð fyrir höndum. Því að það er margt keimlíkt með honum og James sáluga Dean. Það er aðeins eitt ár síðan nafn Tonnny Sands fór að sjást feitletrað í skemmtilifinu vest- an hafs. Og sagan segir að það hafi verið Elvis Presley, sem kom honum á framfæri. Það hlýtur að vera skritið fyrir Elvis að hugsa lil ])ess, að hann hcfir sjálfur komið fótum undir hættulegasta keppinaut sinn. Elvis átti að leika í sjónvarps- þætti, sem hét „The Singin, Idol“, en gat ekki komist yfir það. Þá var það að ráðsmanni hans, Parker, datt Tonnny Sands í hug. Tommy hafði nefnilega komið fram í nokkrum Presley-sýning- um áður, sem forspil að aðalsýn- ingunni, til þess að „velgja áheyrendurna“- sín lieyra í útvarpi og fékk ágæta tónlistarmenntun. Þegar hann hafði lokið skólanáminu fór hann til Kaliforníu og vann fyr- ír sér þar, meðal annars í „for- leiknum“ hjá Elvis Presley. Tommy getur lika samið lög. í „Sing, Boy, Sing“ eru þrettán lög, og eitt þeirra, „Daddy Wants to Fight“ er eftir Tommy. Lagið „Sing, Boy, Sing“ samdi hann ásamt öðrum manni, John Mc- Kuen, en hin lögin eru eftir fimmtán „rock’n roll“-meistara. í London bauð Fox sextiu unglingum á sýningu, til að heyra ¥ % % % % TOMM SANDS § \ En morguninn eftir þessa sjón- varpssýningu var Tommy Sands orðinn frægur. Átta þúsund bréf konni til sjónvarpsins, út af hon- um! Sala söngvanna, sem hann hafði sungið, fór yfir lieila mill- jón, undir eins og þeir komu á markaðinn. Tonnny fékk tilboð frá tólf kvikmyndafélögum, og kaus Fox. „Sing, Boy, Sing“ er kvikmyndaútgáfu af „The Singin, Idol“, og segir frá lífi unglinga- goðanna, bak við tjöldin. Tommy hefir kinnbeinaskegg, eins og Elvis. Ilann er dökk- hærður og svo aðalaðandi þegar hann brosir, að dætur og mæð- ur jieirra gefast upp skilyrðis- lr.ust. Og röddin er afbragð. Og svo leikur hann vel líka. „Sing, Boy, Sing“, mundi þykja afbragðs kvikmynd, þótl cnginn söngur væri í henni. Tommy er fæddur i Chicago 27. ágúst 1937. Ilann hefir erft tónlistarhneigðina frá föður sín- um, sem var píanóleikari. Tommy fékk gítar í afmælisgjöf þegar hann varð átta ára. Hann lét til álit þeirra á Tommy Sands. Þeim kom öllum saman um að liann ^ væri frábær, og ýmsir líktu hon- ^ um við James Dean. Margir urðu k lirifnir af brúnu augunum i hon- 3 um og spáðu því, að Elvis Pres- % ley yrði fljótlega „bráðkvaddur í ^ skemmtanalifinu“. En aðrir héldu y því fram, að Presley væri hon- % um fremri i „rokklögunum" en ^ Tonnny hins vegar betri í öðru k, en „rokki". f Kvikmyndin sjálf er alvarleg % og trúarlegs eðlis, en mjög % dramatisk. Tonnny tekst best upp f' í alvarlegu þáttunum, þar sem f afi hans deyr. Hins vegar snýst || allt upp í gaman, ]iegar Tonnny velur sér nýjan félaga, eftir að f hann liefir misst afa sinn. ^ Söngur hans og leikur — og k það að hann er sviplíkur James f Dean hefir unnið lionum margra A aðdáendur meðal unglings- || stúlkna. Og nú er spurningin: ‘f Tekst honum að steypa Elvis f Presley af stóli? I Næst: Joanne Woodward! % Lilukalani drottning á Hawaji, tók á sinum tíma þátt í hátíðahöldunum i tilefni af ríkisstjórnarafmæli Vic- toríu drottningar. í samtali við Victoríu gömlu sagði Lilukalani henni, að hún liefði líka enskt blóð í æðum. Victoria innti liana eftir hvernig á þvi gæti staðið og þá gaf Lilukalani þá skýringu, að einn af forfeðrum hennar hefði étið land- könnuðinn Cook, eftir að liann var drepinn á Hawaji.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.