Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1959, Blaðsíða 13

Fálkinn - 23.01.1959, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 EKKI NÆÐI TIL ÁSTA. Iiásetarnir voru tveir innfæddir strákar í stroknum hvítum búningum og gljáandi der á húfunum. Þeir heilsuðu báðir og stóðu með höndina upp að húfunni þangað til Julian gaf þeim merki um að létta. Þetta var rennilegur bátur og stór klefi fram á. Eftir klukkutíma voru þau komin út í rúmsjó og stefndu á fyrsta þorpið. Bolani var dásamlega fagur staður frá sjón- um séð. Fjöllin í baksýn námu við heiðan himinn eins og kögur og fossarnir glitruðu eins og silfurbönd í grænu gróðurskrúðinu. Elisabeth sat í legustól á þilfarinu en Julian var inni í klefanum að taka til skjölin, sem hann þurfti að hafa með sér í land. Þegar hann var tilbúinn kom hann út og settist hjá henni. — Er allt í lagi? spurði hann. — Þetta er dásamlegt, sagði hún í þakkar- róm. — Mér hefir ekki liðið svona vel síðan ég kom til Bolani. Ég skil ekki hvers vegna fólkið hérna býr ekki í húsbátum. — Það mundi varla vera ráðlegt að flytja Kalaba Hill út á höfn, sagði hann. — Að minnsta kosti mundi þá öll byggðin hverfa í fyrsta fellibylnum sem kæmi. — Þessir fellibyljir — eru þeir hættulegir? Ekki alltaf. Venjulega koma tveir á hverju ári, en flestir af þeim fara framhjá okkur. Hættan er mest við ströndina og það er bann- að að byggja nær en tvo kílómetra frá fjöru- borði þar sem hættan er mest. Alltaf reyna einhverjir angurgapar að komast sem fyrst niður í fjöruna þegar veðrunum slotar. Það skolar mörgu skrítnu í land í veðrunum hérna. — Hvenær ársins er mest hætta á þessum fellibyljum? — Það fer að verða nokkuð heitt í veðrinu eftir svo sem mánuð. Og næstu fjóra mánuði fáum við aðvaranir með jöfnu millibili frá veðurstöðinni á Manai. Þér þurfið engu að kvíða. Þér eruð alveg örugg í landstjóra- bústaðnum. — Hvers vegna ætti ég að vera hræddari en aðrir? sagði hún. Hann leit glettnislega til hennar. — Allt sem manni er nýtt getur verið ægilegt ekki síður en nýstárlegt, sagði hann. — Munið þér til dæmis fyrsta kossinn yðar? Hún hló. — Hverju á ég að svara því? „Herra minn — ég er ókysst ennþá?“ Munduð þér fást til að trúa því? — Þegar maður lítur á að þér hafið verið mikið á ferðalögum í Evrópu, verð ég að svara neitandi. — Þér lítið líklega á þetta frá karlmanna sjónarmiði, sagði hún hálf ergileg. — Karl- maður mundi telja að Parísarferð væri hrein og bein sneypuför, ef hann upplifði ekki eitt eða tvö ævintýri. Hvar er félagi hans? — Persónuleg skoðun mín er sú, að þess konar skammtanir séu ekki annað en tíma- þjófur, sagði hann letilega. — Mér er alltaf fyrir mestu að koma því í framkvæmd sem ég hefi fyrir stafni. — Já, ég veit það, sagði hún. — Ég hefi unnið kappsamlega fyrir þjóð mína, sagði hann þurrlega. — Ég hefi engan tíma haft til að sinna ástamálum. Getið þér fundið nokkuð að því? — Nei, en ég efast bara um að nokkur ást- artilfinning sé yfirleitt til í yður. Hreimurinn í rödd hennar var harðari: — Ég efast ekki um að þér munuð giftast, en þegar þér gerið það, verður það ekki vegna þess að þér getið ekki lifað án konunnar, sem þér hafið kosið yður. — Haldið þér það? spurði hann ögrandi. — Kannske kýs ég helst að losna við þær kvalir, sem eru samfara ástríðum. Hann fleygði vindlingsstúfnum og laut fram með olnbogana á hnjánum. — Það er eitthvað við hafið, sem veldur því að mönnum finnst þeir nákomnari hver öðrum. Finnst yður það ekki líka? — Jú, að vissu leyti. Af hverju skyldi það geta stafað? Hann yppti öxlum. — Ef til vill stafar það af því að maður finnur til einangrunar. Eða kannske af því að maður hefir gott af því öðru hverju. Hann fór að segja henni nöfnin á stöðun- um sem þau fóru framhjá, og þegar fyrsta þorpið kom í augsýn bað hann hana að muna nafnið á höfðingjanum þar, því hann mundi gangast upp við það. Hún leit til hans og spurði kvíðin: — Þér ætlið vonandi ekki að kynna mig sem dóttur landstjórans? — Því ekki það? Höfðingjanum mundi finnast mikill heiður að því. Hún varð niðurlút. — Nei, ég vil það helst ekki. Segið bara að ég sé venjulegur gestur. — Eruð þér hrædd? Hvaða vitleysa er þetta! Faðir yðar er mjög vinsæll meðal þessa fólks. Það sendir honum gjafir og heldur upp á afmælið hans með trumbuslætti. Allir vita að þér eruð komin til Bolani, og fólkinu þykir heiður að því að þér heimsækið það svona fljótt. — Ef þér gerið ekki eins og ég segi, þá fer ég alls ekki í land, sagði hún þver. Hún gat ekki skýrt fyrir honum hve fráleitt henni fannst að gabba innfædda fólkið. Það var nógu bölvað að gabba hvíta fólkið í ný- lendunni, þó að hinu væri sleppt. Innfædda fólkið skildi ekki þess konar spaug. — Jæja, þá eruð þér aðeins gestur, en mér finnst þetta fremur heimskulegt. Hann horfði fast á hana. — Þér eruð föl. Þér eruð þó vonandi ekki sjóveik. — Nei-nei. — Eruð þér viss um það? Þér getið snúið við á bátnum ef þér viljið og þá held ég áfram ferðinni í bíl aðstoðarmannsins. — Nei, hugsið þér ekki um það, Julian, sagði hún. — Ég er stálhraust. Eg þarf ekki að vera veik þó að ég vilji ekki sætta mig við allt sem yður dettur í hug. Hann leit til hennar með köldu brosi, en augun sögðu ekkert. Hún mundi aldrei fá að vita hvað hann hugsaði eða hvernig til- finningum hans væri háttað, hugsaði hún angurvær með sér. Og bráðum mundi sá tími koma, að hann hugsaði yfirleitt ekkert um hana. MEÐ INNFÆDDA FÓLKINU. Vélbáturinn nálgaðist höfnina og hún sá að embættissvipur var kominn á Julian. Hún þóttist vita að hann væri að rifja upp fyrir sér í huganum erindin sem hann þyrfti að reka í þorpinu, og að hann vissi hvernig hann ætti að taka á málunum. Þorpið var byggt á stólpum, ekki nema fá- ein hús úr bambus og laufi, sem stóðu í pálma- lundi skammt fyrir ofan fjöruna. Fólkið hafði skipað sér í raðir meðfram veginum frá bryggjunni upp að stóru húsi, sem Elisabeth taldi víst að væri þinghús staðarins. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1!4—ö. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.: Svavar Hjaltested. — Simi 12210. IIERBERTSprent. ADAMSON í húsnæðisteysinu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.