Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 13.02.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Aflmikil heitavatnshola ÍKWfc. Erlendur Björnsson bæjarfógeti og meðdómarar hans, Sveinlaugur Helga- son (t. v.) og Friðbjörn Hólm (t. h.). Ljósmynd: Guðm. Gíslason. eins innan 12 mílna landhelgislínunn- ar heldur einnig innan 4 milna lín- unnar frá 1952, sem Bretar hafa til þessa virt. Eins og alltaf, ])egar íslenskt varð- skip hefir stöðvað togara, ieitaði tog- araskipstjórinn aðstoðar breskra her- skipa og tundurspillarnir HMS Agin- court og HMS Barruna komu fljótlega á vettvang. Viðurkcnndu þeir staðar- ákvarðanir Þórs-nianna og lofnðu að leita fyrirmæla til breska flotamála- ráðuneytisins uni livað gera skyldi. Svarið lá þó ekki á lausu hjá þeim visu í London og kom aldrei, en eftir fimm sóiarhringa hið fékk skipstjór- inn á Valafelli skeyti frá útgerðinni þess efnis að togarinn skyldi sigla til íslenskrar liafnar. Vakti það að vonum mikla athygli þar sem þetta var fyrsti breski tog- stjóri liafði aðeins verið með skipið i þessari einn ferð og ekki gerst brot- legur við íslensk landhelgislög fyrr, Síðastliðinn föstudagsmorgun varð mikið vatns- og gufu-gos úr borholu á mótum Laugarnesvegar og Hátúns, en þar hefir verið borið eftir vatni með stóra bornum, sem Reylcjavikur- bær og ríkið keyptu saman. Er hér um að ræða aflmestu holuna, sem bor- uð hefir verið liér í bænum til þessa. Ef vatnsmagnið rcynist eins mikið og áætlað er, ætti með því að vera hægt að hita upp 4000 íbúa svæði, og myndi sparast við það 4—5 þús. lestir af oliu árlega. Gcfur þessi góði árangur von um að hægt verði að l'á heitt vatn í bæj- arlandinu til þess að liita verulegan hluta bæjarhvcrfanna, sem cru fyrir utan Reykjaveitusvæðið. Holan er 740 metra djúp, eð:i sú dýpsta, sem boruð hefir verið í bæjarlandinu. Áætlar Gunnar Böðvarsson, forstöðumaður Jarðborana ríkisins, að hitinn á botni iiolunnar sé um 130 stig og vatns- magnið meira en 20 sckúndutitrar. Við boranirnar i Ilveragerði s. 1. haust Framhald á bls. 14. Á myndinni sést hvernig gufuna leggur frá holunni. Ljósmynd: Þjóðviljinn. Breskur lunflhelgislirjótur tekinn Roland Pretious skipstjori. — Ljosm.: Timinn. Sá sögulegi atburður gerðist úti fyrir Austfjörðum fyrst í þessum mán- uði að breskur Jandhelgisbrjótur var tekinn þar að veiðum. Bresku herskip- in hér við land liafa hindrað töku allra iandhelgisbrjóta innan hinnar nýju 12 milna landhelgi. Að þessu sinni var breski togarinn Valafell frá Grimsby staðinn að veiðum ekki að- araskipstjórinn, sem mætti fyrir ís- lenskum rétti fyrir landhelgisbrot síðan landhelgin var færð út í 12 sjó- mílur. Ekki dró það úr spennunni að Valafell hafði verið staðið tíu sinnum að veiðum innan þeirrar linu frá 1. september. Það reyndist þó svo þegar komið var með skipið inn til Seyðis- fjarðar að Roland Pretious (32) skip- Itonald Pretious skipstjóri. — Ljósm.: Tíminn. en samkvæmt þeim er aðeins hægt að höfða mál gegn skipstjóranum en ekki útgerðarfélaginu. Pretious skipstjóri var veikur mað- ur, þegar hann kom til Seyðisfjarðar. Hafði hann ekkert getað sofið siðustu fimm sólarhringana, hafði fengið taugaáfall og þjáðist af bólgum í maga. Honum var þegar boðin sjúkra- húsvist, en neitaði í fyrstu þótt hann yrði siðar að þiggja liað boð. Pretious er fyrsti Bretinn, sem lagður er inn i sjúkrahúsið á Seyðisfirði eftir að landlielgisstríðið hófst, og er það cinkennileg tilivljun því að hann var sá siðasti, sem fór þaðan fyrir 1. sept., en þá var hann með magasár. Skipstjórinn á Valafelli var dæmd- ur í 74 ]>ús. króna sekt og afli og veiðarfæri gert upptækt, en afli skips- ins var mjög lítill. Erlendur Björns- son, bæjarfógeti á Seyðisfirði kvað upp dóminn, en með réttarhöldunum fylgdist bæði fulltrúi frá dómsmála- ráðuneytinu, Valdimar Stefánsson, sakadómari, og breska sendiráðinu, Brian Holt, svo og Geir Zoega, um- boðsmaður breskra togaraeigenda á íslandi, en verjandi skipstjórans var Gisli G. ísleifsson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.