Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 13.02.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Einar Árnason, kapteinn Kristín Jónasdóttir, flugþerna GÓÐ LANDKYNNING. Það er vitað mál að auglýsinga- starfsemi Loftleiða í Bandarikjunum er hin mesta landkynning. Það er i rauninni stórfurðulegt, live margir kannast við Icelandic Airlines“. Og samkeppni ]>essa iitla félags við „ris- ana“ hefir vakið athygli allra, sem með málum þessum fylgjast. Meðal annars var skrifað um það í liið út- breidda tímarit Time. Loftleiðir hafa náð góðri fótfestu vestra, svo góðri að árangurinn verð- ur að teljast undraverður. Félagið á nú tvær Skymastervélar, DC-4 og ieigir tvær aðrar. En með aukinni starfsemi er ])að félaginu ekki nóg, og hafa stjórnendur þess þegar á- kveðið ný vélakaup. Ekki mun cnn íullráðið livaða vélar það verða, en kunnugir telja að Douglas-vélar verði nú einnig fyrir valinu, DC-0. Loftleiðir hafa nú skrifstofur á fimm stöðum í Evrópu utan íslands, i Hamborg þar sem vinna 11 manns, Kaupmannahöfn 7, Lundúnum 7, Glasgow 3 og Luxemborg 2. í Noregi annast Braathens SIIAVE alla fyrir- greiðslu fyrir félagið og Blidberg- Metcalfe A/B í Sviþjóð. Sigurður Magnússon, blaðafulltrúi Loftleiða, var fararstjóri íslensku blaðamannanna i Bandaríkjaförinni, Elísabet Eyjólfsdóttir, flugþerna Þórarinssonar, ritstjóra, en siðan bauð Thor Thors, sendiherra, formað ur íslensku sendinefndarinnar, til há- degisverðar. Fulltrúarnir áttu mjög annrikt um þetta leyti þvi umræður stóðu þá yfir um fiskveiðilögsöguna. Notuðu fulltrúarnir hvert tækifæri, sem gafst, til þess að kynna málstað íslands og vinna aðra til fylgis við hann. Mæddi þar að sjálfsögðu mest á Thor Thors, en hinir lágu þar heldur ekki á liði sínu. Erfitt er að segja um hvað mesta athygli vakti í hringferð um liorg- ina, hvort það hefir verið för upp i Empire State, liæstu byggingu heims, þar sem horft var ofan á þök annarra skýjakljúfa, eða lieimsókn í China Town, þar sem komið var inn í kín verska borg, þar sem annarlegt mál var talað og ibúarnir, með sinn gula hörundslit og skásettu augu, sömdu sig algjörlega að siðum langfeðranna austur í Asiu. GENGIÐ UM IIVÍTA HÚSIÐ. Það er ekki liægt að segja annað en dagurinn sem dvalið var í Washing- ton, væri notaður vel. Fyrst um morg- uninn var farið í heimsókn í Hvíta húsið, hústað Bandaríkjaforseta og gengið þar um viðhafnarsali og skrif- stofur. Fylgdarmaður var H. Gruent- her, bróðir Gruenthers hershöfðingja, herráðsforingja Bandaríkjanna. Hvíta húsið er ekki gömul bygging miðað við fornar hallir margra Evrópulanda, en bað á samt sína merku sögu og Bandaríkjamenn leggja sjálfir mikla áherslu á liinar sögulegar minjar sem við það eru bundnar. Það er þvi bæði fróðlegt og skemmtilegt að heim- sækja þennan stað, sem mikinn Ijóma leggur af, ekki aðeins í vitund Banda- ríkjamanna heldur einnig fjölmargra annarra, sem unna frelsi og lýðræði. i ; -| GÓÐ SAMVINNA VIÐ BLÖÐIN. Þá var upplýsingadeild utanríkis- ráðuneytisins heimsótt. Það vakti at- hygli islensku blaðamannanna hve mikla áherslu stjórnarvöldin leggja á góða samvinnu við blöðin. Má í því sambandi minna á að bæði forsetinn og utanríkisráðherrann halda reglu- lega hlaðamannafundi, þar sem hægt er að leggja fyrir þá hvaða spurningu sem er. Það stendur sjaldnast á svari, enda hafa fjölmargir menn unnið að þvi að undirhúa þá fundi, þannig að ekki kemur oft fyrir að spurningar komi ráðamönnunum að óvörum. Þá hafa hlöðin og aðgang að vissum á- byrgum mönnum sem gefa upplýsing- ar á hvaða tíma sólarhrings sem er. Meðal annars, sem skoðað var í Washington var Lincoln minnismerk- ið, hæstiréttur Bandaríkjanna, bóka- safn þingsins og Capitol, þinglnisið sjálft. Þar liittum við meðal annars að máli Monroney öldungardeildar- þingmann frá Oklahoma, og McWort- her, aðstoðarmann Nixons varafor- seta. Allir þeir Bandaríkjamenn, sem við áttum skipti við, voru framúrskarandi alúðlegir og hjálpsamir, framkoman öll frjálsmannleg, óþvinguð og al- gjörlega laus við hroka. Það er sann- arlega ánægjulegt að sækja þá heim. Það voru ef til vill dálítið þreyttir, cn ánægðir menn, sem stigu út úr „Sögu“ á Reykjavikurflugvelli í grárri morgunskimunni dag einn seinast i nóvember. En þó fyrst og fremst þakklátir. Þakklátir Loftleið- um fyrir ógleymanlega för, og þá kannski frekar fyrir það stórvirki, sem félagið hefir unnið vestan hafs. Sér- hver íslcndingur hlýtur að fagna þvi. Fyrir utan Capitol. það er að segja nema í sluttri heim- sókn til Washington, sem var farin í hoði þarlendra stjórnarvalda. Far- arstjórn í þeirri ferð var i höndum Peters .1. Hellers, blaðafulltrúa við ameríska sendiráðið í Reykjavik. í NEW YORK. Ekki verður hér reynt að segja frá eða lýsa hinni miklu heimsborg, New York, sem líkist kannské meira al- þjóðlegri miðstöð en baiidarískri borg. íbúar hennar eru af fleiri þjóðum og kynþáttum en nokkurrar annarrar horgar á jarðríki. Það er því ekki illa til fundið að þar skuli Sameinuðu þjóðirnar hala aðal bækistöðvar sín- ar. New York er eins lconar „höfuð- borg heimsins", eins og einn i hópi hlaðamannanna komst að orði. Aðal- stöðvar Saineinuðu þjóðanna voru að sjálfsögðu eitt hið merkasta, sem blaðamöniiunum var sýnt í New York. Fóru þeir um þær í fylgd tveggja Frá skrifstofu fulltrúa íslands hjá S. Þ., Péturs Loftleiða í Thorsteinsson, sendiherra og Þórarins Idlewild.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.