Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 13.02.1959, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN HVER ER HUN , . . . , * THarilyn THonroe? FLÓTTINN. Marilyn lokaði liúsinu í Palm Drive. Hún vildi aldrei sjá ])að framar. End- urminningarnar flæmdu liana frá Hollywood. Kvikmyndamennirnir lögðu að henni. Hún liafði samnings- bundnar skyldur. En Marilyn skeytti því engu og fór tii New York. Hún leigði sér ])riggja herbergja ibúð á 27. hæð á Waldorf Astoria. Svo lagð- ist hún allt í einu á spítala og fékk iiinn fræga lækni dr. Leon Krohn til að athuga sig. Vitanlega varð þetta til þess, að fólk fullyrti að hún væri ófrísk. En þetta var borið til baka. Marilyn fluttist von bráðar aftur i Waldorf Astoria. Ilún talaði ekki við nokkurn mann, rak blaðamennina út og endurtók í sífellu: — Ég verð að vera i ró. Eg verð að ganga úr skugga um hvað ég eiginlega vil, hver ég er, og hvers vegna ég gct ekki orðið að- njótandi lifsgæfunnar. Og svo var liún látin í friði. Nágrannarnir þarna á efri byggðunum voru meðal annars MacArthur hershöfðingi og Herbert Hoover. Hvorugur þeirra eru skraf- skjóðiur og þeir vissu ekki heldur liver þessi ljóshærða kona var. Zanuck sat i Hollywood, fokvond- ur. Hvað átti þetta háttalag að þýða — manneskjan var samningsbundin. — Ef það er hærra kaup, sem þér er- uð að hugsa um, þá gerið svo vel og láta mig víta þaðl Marilyn simaði til baka: Hver er að tala um peninga? Bull! Ég vil fá betri handrit og betri leikstjóra. Eg er engin sýnistúlka lengur og heldur engin sprengja. Ég ætla mér að verða góð og alvarleg leikkona. Zanuck sendi lienni handrit að kvikmyndinni: „Hvernig maður verð- ur mikið, mikið elskaður". Marilyn endursendi það. Hún vildi gjarnan vera elskuð, en á annan Iiátt. Zanuck hækkaði kaupið hennar enn einu sinni. En nú fór liann að beita harðari brögðum. Hann fann nýja „sex-bombu“, ljóshærðu dansmærina Sherry North. Hún hafði vakið mikla athygli í „Tvær stelpur á galeiðunni". En Marilyn kippti sér ekkert upp við þetta. Hún styrkti sig á fjörefnapill- um og taugaskömmtum. Og þarna i New York fann hún það, sem hún hafði lengi þráð. Það var félag alvar- legra leikara, sem skeyttu hvorki um frægð né auð, en fórnuðu sér alveg fyrir listina. Úr þessum félagsskap er fólk, sem frægt hefir orðið, svo sem Julian Harris, Marlon Brando og James Dean. Lífið og sálin í þessum félagsskap var Lee Strasberg. Hann stjórnaði námsskeiðum, ásamt Paulu konu sinni. Óviðkomandi var neitað um aðgang að þessum æfingum, hversu rikir og mikilsmetnir sem þeir voru. Marilyn hafði heyrt talað um Stras- herghjónin meðan hún var i Holly- wood og hinn merkilega félagsskap þeirra. Hana langaði lil að komast í þann hóp. Hún vonaði að þar gæti hún orðið góða og alvarlega leikkon- an, sem hana hafði dreymt um síðan í æsku. Lee og Paula Starsberg gerðu eng- ar undanþágur frá binum ströngu inntökuskilyrðum, þegar Marilyn gaf sig fram sem nemandi hjá þeim. Hún var ekki tekin fyrr en hún liafði geng- ið undir ýmis konar próf frammi fyr- ir vandlátum dómurum. Hún hrósaði happi að sér skyhli ekki hafa verið neitað að óreyndu. Og nú varð liún að byrja frá grunni. En bún taldi ekk- ert of erfitt eða auðmýkjandi fyrir sig ,ef það gæti þokað henni nær markinu. Marilyn fór huldu höfði í heimsborginni. Hún hjólaði á hverjum morgni í skólann i peysu og pilsi, og gekk að náminu með mikilli kost- gæfni, eins og unglingur. Þarna var einn maður, sem alltaf var að örfa hana þegar hún var að æfa. Rúmlega fertugur leikritahöfund- ur, sem hafði fengið Pullitzer verð- launin, Arthur Miller. Eitt leikritið hans, „Sölumaður deyr“, hafði verið leikið um allan heim. Hann fylgdist með námi Marilyn og dáðist að henni. Þau urðu hrátt bestu vinir og hað var farið að hafa orð á að þau mundu giftast. En skáldið hafði verið í ham- ingjusömu hjónabandi í 16 ár, og Marilyn var hrædd við nýtt hneyksl- ismál. Og Miller þverneitaði og sagði að þetta væri uppspuni — sér hefði aldrei dottið í hug að giftast þessari vinkonu sinni úr leikskólanum. Það var ekki fyrr en lionum skaut upp í Reno til að fá skilnað við konuna sína að allir sáu hvað verða vildi: Marilyn og Miller bafði komið saman um að giftast. Þetta var þá ástæðan til þess að hún átti svona annrikt og var alltaf síljúgandi um framtíðar- áform sin! Jafnvel slyngustu blaða- menn gátu ekki grynnt í þessu, hún hafði leikið á þá. Hollywood móðgaðist. Fólk gat ekki skilið hvernig svona hálaunuð og vin- sæl kvikmyndadís braut allar brýr að baki sér, til að byrja á alveg nýjan leik. Og s:trax fór fólkið að brióta heilann um hver nmndi verða arftaki hcnnar. Þær sem líktust henni mest voru ungar og lítt reyndar -— Joan Oollins og Jayne Mansfietd. En þrátt fyrir miklar auglýsingar náðu þær ekki sams konar vinsældum og Marilyn iMonroe hafði notið. MII.TON GERIR UPPREISN. Einn morguninn kom 34 ára ljós- mvndari. ðlillon Greene í heimsókn til Marilyn. Hún hafði alltaf verið mevr gagnvart ljósmyndurum, og Milton var snillingur i sinni grein. H'lr|n la«ði liósmyndabókina sína fyr- ir framan hana til að sýna henni, að hann væri maðurinn, sem gæti lát- ið draum hennar rætast, drauminn um að verða góð og alvarleg leikkona. 0-< Inks sa«ði ljósmvndarinn setning- unn. sem Marilyn þótti alltaf svo gott að hevra: — Ungfrú Monroe, í minum r i«um cruð þér góð og mikil leik- k'ina. Og Milton lét ekki þar við sitja. — TJm'frú Monroe, sagði hann, — ég ski' ofnr vel að þér séuð kappsöm við némið h?á Strasberg. En ég skil hins vegar ekki. að þér skulið láta maura- púkana i Hollywood græða milljónir á leikgáfu yðar ,og látið þá fara með yður eins og „modell" í þokkabót. Það var þessi pilsagustmynd á göt- unni í New York, sem vakti afbrýðina í Joe DiMaggio og olli því að hann hætti að tala við Marilyn. — Iívað ráðleggið þér mér að gera, berra Greene? — Stofnið yðar eigið kvikmynda- félag, ungfrú Monroe. Búið til myrnlir yðar sjálf og græðið á því það sem þér eruð verð sem leikkona en látið ekki kvikmyndafélögin Itirða ágóðann. Það styrkir listræna aðstöðu yðar og þér fáið vægari skatta. — Og hvernig stofnar maður kvik- myndafélag, herra Greene? — Ég skal hjálpa yður til þess, ung- frú Monroe. Þannig varð kvikmyndafélagið Marilyn Monroe li.f. til, með Marilýn sem forstjóra, og fyrrverandi Ijós- myndara, Milton Greene, sem varafor- stjóra. Milton varaforstjóri samdi við Fox Film, og Zanuck forðufelldi af vonsku. En hann sá fljótt að Ijóshærða barnið hafði betri tonip á hendinni. Nú var Iiún orðin forstjóri og gat farið að kenpa við hann. Hann !ét að óskum Marilyn og þau kysstust sátta- kossi. Milton Greene reyndist ekki aðeins snillingur sem ljósmyndari, en liann var lika snillingur í samningum. Hann kom öllu fram, sem forstjórann lians hafði dreymt um. Zanuck gerði sjö ára samning, og á þessu timabili átti Marilyn að fullgera aðeins fjórar kvikmyndir. Fyrir hverja mynd átti liún að fá 200.000 dollara laun og að auki háan hundraðshluta af leigu- tekjunum. Undanfarið höfðu allar Joshua Logan er sá leikstjóri, sem Marilyn hefir komið best saman við um ævina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.