Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 13.02.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. Ófyrirleitinn nágranni Fellsdal var laglegur lítill maður. Hann var eitthvað á einliverri skrif- stofu. Hann fór á fætur klukkan 5 minútur yfir hálfátta á hverjum morgni, þvoði sér og rakaði sig, drakk kaffi og át þrjár sneiðar af brauði, stakk nestispakkanum í töskuna sína og kyssti konuna sína og fór. Svo fór liann með strætisvagninum niður i bæ og vann i skrisftofunni til klukk- an 5 minútur yfir fjögur. Svo fór liann heim aftur með strætisvagnin- um, kyssti konuna sína, lagði frá sér töskuna, fór í morgunskóna, át sæt- súpu og kjötsnúða, þurrkaði sér um munninn og kyssti konuna til að þakka henni fyrir matinn. Svo settist hann í hægindastólinn, leit í Vísirinn, opnaði útvarpið, stóð upp aftur, rétti úr sér, geispaði og fór svo að hátta. Hann bauð konunni góða nótt með kossi, sneri sér á liina liliðina og hraut til klukkan 5 mínútur yfir bálf- átta næsta morgun. Laglegur lítill maður í lnið og hár. Hann var öðru visi bann Brandur, sem bjó i hinum endanum á húsinu. Sá var nú ekki við eina fjölina felldur. — Nú hefir Brandur verið á þvi! sagði Fellsdal brosandi út undir eyru og sagði Lilly frá, mcðan hann tók af sér skóhlífarnar. — Við urðum sam- ferða heim, og hann sagði mér að hann liefði farið á fyllirí með kunn- ingjum sínum á sunnudaginn. Og svo liefðu þeir ient úti á flugvelli og brugðið sér til Kaupmannahafnar og iialdið áfram á næturkjöllurum alla nóttina, þangað til þeir fengu ferð heim um morguninn eftir. Stundum kom hann heim aftur ör- stuttu eftir að hann var kominn út úr dyrunum, og togaði Lilly með sér út fyrir dyr. — Þarna sérðu — livað heldurðu að Brandur liafi nú gert? Þarna stendur liestur bundinn við fiaggstöngina! Hvar heldurðu að liann hafi náð í hann? Það er mciri hrappurinn, þessi Brandur! Eða Fellsdal vaknaði um miðja nótt við að húsið nötraði. Þá var það Brandur, sem hafði hóað saman vin- um sínum í miðnæturveislu. — Vaknaðu, Lilly! Heyrirðu ekki? Nú liefir Brandur vafalaust boðið öllu skrifstofuliðinu lieim. Og konan hans er norður i Skagafirði! Já, hann er ófyririeitinn, þessi Brandur! Og stundum sat Fellsdal liægur og rólegur við útvarpið sitt síðdegis á laugardegi og hlustaði á trúboðsfyrir- lestur frá aðventistum, og lirökk þá alit í einu upp við óp og vein innan frá Brandi. .— Lilly, nú eru þau að rífast •— nú er Brandur að berja konuna sina! ]>etta er meiri skepnan. Og eftir klukkutima pantar hann mat utan úr bæ og kemúr tiingað til að fá eitthvað lánað í staupinu þvi að hann ætlar sér að halda sáttafund, en á ekki icka á flösku. Eða Fellsdal var úti i garði og Brandur kom brunandi heim í leigu- bíi, rak indíánagaul og liringsneri konunni sinni i dyrunum, af því að hann liafði unnið 2000 krónur á veð- reiðum inn við ár. NOTUM LITI Á VETURNA. — Aidrei er eins mikil þörf á fögrum skær- um litum og á veturna, þegar allt er grátt og litlaust. Þessi hattur er rauður frá Albony og er í laginu eins og tröllaukið eyrnaskjól. Hann mun vekja athygli á götunni. Vitið þór...? að áin Níl er 5920 km. að lengd og að hún flytur árlega 100 mill- jónir Iesta af leðju annað hvort út í Miðjarðarhaf eða skilur hana eftir á víð og dreif um dalinn? Allt frá dögum Menesar konungs, sem var uppi 3200 árum fyrir Krists burð hafa Egyptar reynt að hafa áhrif á vatnsrennsli árinnar með skurðum, görðum og vatnsþróm. Nú liafa Egyptar ráðgert að gera feiknamikla stíflu við Aswan. Hún á að vera 5 km löng og allt upp i 100 m. há. Við það myndi myndast stöðuvatn með um 165 milljörðum rúmm. af vatni. Með því móti er hægt að auka rækt- anlegt land í Egyptalandi um 40 prósent. eGrt er ráð fyrir að hægt sé að ljúka stíflunni á níu árum, en pen- ingana til þess vantar. Alltaf gerðist eitthvað þar sem Brandur var. Meiri karlinn! Einn daginn þegar Fellsdal kom heim úr skrifstofunni, Iiafði hann stórfréttir um Brand. Hann brann í skinninu eftir að segja Lilly frá þessu. Og meðan hann var að laka af sér skóhlífarnar frannni í gangi, hróp- aði hann inn í eldhúsið: — Veistu hvað mér var sagt á leið- inni heim, Lilly? Að hann Brandur sé strokinn til Kanada með einhverja stelpu héðan úr götunni! Já, þetta er ófyrirleitinn Jjorpari! Fellsdal fór inn í eldhúsið. Það var tómt. En pappírsblað hafði verið reist upp við rjómakönnuna á borð- inu. Þar stóð: „Vertu sæll! Þakka þér fyrir allt gott! Lilly.“ ALVEG IIISSA. Marisa Allasio kvikmyndadísin, sem lék í myndinni „Nakin, eins og Guð skapaði hana“ hefir haft það upp úr krafsinu, að hún er nú harðgift greif- anum Pierfrancesco, sem er barna- barn Victors Emanuels, hins siðasta ítalakonungs. Konungsfjölskyldan gerði sitt itrasta lil að afstýra hjóna- bandinu, en ekkert dugði. Victor Mature leikarinn, sem geng- ur undir nafninu „klæðaskápur Holly- woodbæjar" hefir fengið heitustu ósk sina uppfyllta, sem sé að verða tekinn í hinn fræga snobbaklúbb „Los Angeles County Club“. Leikarar og kvikmyndafólk fær að jafnaði ekki ingöngu í þennan félágsskap, en Mature báuðst lil að sýna klúbb- stjórninni tuttugu kvikmyndir, sem sýndu og sönnuðu að hann væri alls enginn leikari. Og þá lét klúbbstjórn- in undan. FlíA MAGGY ROUFF. — Þessi kjóll sýnir allt sem tískuhúsin framleiða: fallegt efni, hnéstutt pils, hátt mitti, ermar um olnboga og rúllukraga sem fellur fallega um hálsinn. Brúnt rú- skinnsbelti sem blússan fellur yfir. —O— að í Bandaríkjunum er nú gert stórt átak til þess að auka og bæta trjárækt landsins? I norð-vestur héruðum landsins við Kyrrahafsströndina hefir verið komið á fót stórum gróðurstöðvum þar sem tré ná fljótum þroska við bestu skil- yrði hvað snertir loftslag og áburð. Siðan er fræum þaðan dreift út um landið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.