Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 13.02.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN TS^SSSSSÍSSSÍ^Rámhaldssaga *^*^*^*^ ÁJSTIR í fclulcik 12. FRAMHALDSSAGA *^^*^^*^C*^ c-—~~~—---— —•— ———•—•—~— —1 — Klukkan er ekki nema níu. Eg gekk um í kvikmyndahúsinu, en þegar ég sá yður ekki fór ég hingað. Röddin var köld og óvingjarn- leg. — Þurftuð þér að tala við mig um eitt- hvað? spurði hún. — Hafið þér kansnke ein- hverjar fréttir af sir Henry? — Nei, þetta er ekki föður yðar viðkom- andi. Ég ætla að hafa samkvæmi á miðviku- daginn og mig langaði að þér kæmuð. — Þakka yður fyrir. Þetta var alls ekki er- indi, sem þurfti að tala um undir fjögur augu. Elisabeth vissi að honum var eitthvað meira niðri fyrir. Hún spurði seinlega: — Er tilefnið eitthvað sérstaklegt? Hann hristi höfuðið. — Sir Henry er vanur að halda stórt samkvæmi einu sinni í mán- uði. Hann telur — og ég er honum sammála um það — að allir embættismennirnir eigi að hittast við og við, því að ananrs sé hætta á að þeir myndi klíkur. Hann hefir verið fjar- verandi lengi, og það er liðinn meira en mán- uður síðan svona samkvæmi var seinast. Þér hafið verið hérna í fimm vikur. — Mér finnst ég hafa verið miklu lengur. — Þá hefir yður kannske leiðst. Höfðuð þér gaman af pólóleiknum í dag? — Já, hann var spennandi. Voruð þér þar? — Nei, en fulltrúinn minn sá yður. Þér megið ekki halda að ég láti skyggja yður, sagði hann rólega. — En ég ber ábyrgðina á yður þangað til sir Henry kemur aftur. Að- stoðarmaður minn nefndi þetta af því að hann sá yður með Tim Cartney í skálanum. Tim er ekki í neinu áliti hjá karlmönnunum hérna — hann hefir stofnað talsverðar spilaskuldir, sem hann verður aldrei maður til að borga. Og þess konar menn eru ekki vel séðir hjá piltunum okkar, og þeim mundi ekki líka ef þér gerðuð honum hátt undir höfði. — Ég skil, svaraði hún létt. — Celia er réttu megin — Tim öfugu megin. — Þér þurfið ekki að segja það þannig, sagði hann byrstur. — Ég skal verða manna síðastur til að traðka menn í svaðið, en Tim hefir sjálfsagt gert það sem hann gat til að spilla fyrir sér. — Það þarf víst ekki mikið til að falla í ónáð. Fyrsta kvöldið sem ég var hérna létuð þér flytja mann úr landi vegna þess að hann var — samkvæmt yðar umsögn — úrkynj- aður. Hann var sendur úr öskunni í eldinn, héðan í beina tortímingu. — Við reyndum eins og við gátum að hjálpa honum. Við erum hér til þess að hlúa að hag Malayanna, ekki til að halda hlífiskildi yfir úrhraki hvítra manna. Við þolum ekki okk- ar eigin ættstofni slæma framkomu. — En haldið þér ekki að það sé yðar fram- kvæmd á réttlætinu, sem gerir ungu menn ina að ræflum? Þeir komast út á hálan ís og hinar ómannúðlegu aðferðir yðar þjappa þeim ofan í dýkið. Þeir fá ekki tækifæri til að taka sig á. Þér hugsið of mikið um um- boðsmannsstöðu yðar, Julian. Það hefir gert yður harðan og ómannúðlegan. — Haldið þér áfram, sagði hann stutt. — Það var ekki meira. Hafi ég móðgað yður þá bið ég afsökunar, en ég get ekki sætt mig við að liggjandi maður sé barinn. Andardráttur hans var hraður. — Þér vit- ið ekki hvað þér eruð að tala um. Tim Cartney er ræfill, sem á ekki skilið að eiga vini, og allra síst aðra eins og systur og Celia er. — Vilduð þér að ég hefði afþakkað að sitja hjá honum í skálanum og eiga á hættu að særa Celiu? — Hún mundi hafa skilið það, svaraði hann stutt. — Og ef Gilmering hefði haft tíma til að vera með starfsbræðrum sínum í stað þess að vera á sífelldu hangsi kringum landstjóra- húsið, mundi hann hafa skilið, að landstjóra- dótturinni hæfir ekki að sýna sig á almanna- færi með delum á borð við Tim Cartney. — Jæja, Peter er líka á svarta listanum hjá yður? Ég hefði átt að hafa vit á að geta mér þess til, sagði hún og stóð upp. — Þér hafið notað hvert tækifæri til að níða hann niður, er það ekki rétt? Þér hafið sjálfsagt gleymt að þér báðuð mig um að hjálpa hon- um til að koma sér fyrir hérna? Julian steig nokkur skref aftur á bak og hallaði sér upp að stoð. Andlit hans var í skugga en hún gat þó séð hvernig munnurinn skældist og spottandi bros kom á varirnar er hann sagði: — Mér var ekki ljóst þá að hann hafð þegar — í huganum — komið sér svo vel fyrir, að hann hugsaði sér sir Henry sem tilvonandi tengdaföður sinn. Ég leysi yður frá þessari stundu frá öllum skyldum snert- andi Gilmering — ef þér óskið þess. Hún yppti öxlum. — Valdið er yður fyrir öllu, er það ekki? Yður er unun að því að láta fólk lúta vilja yðar. Yður er sjálfsagt mikil fullnæging að því að vita að Peter kemur á skrifstofuna á iiverjum morgni, þótt hann hafi ekkert að gera þar, og yður hlýtur að hafa verið nautn að neita honum um leyfi til að skoða perluveiðarnar. Þér eruð . . . and- styggilegur. Nú varð stutt þögn. Svo kom, skerandi eins og hnifur: — Ég gerði nákvæmlega það sama sem faðir yðar hefði gert undir líkum kring- umstæðum. — Ég trúi yður ekki. Allir hinir hafa fengið leyfi til að skoða perluveiðarnai’, og það var engin ástæða til að ... — Ég neita að rökræða þetta við yður, tók hann fram í. — Yður kemur ekkert við hvað við gerum á skrifstofunni, og ef yður gremst að Peter fær ekki óskir sínar uppfylltar, þá er ekkert við því að gera. Þegar á allt er litið, bætti hann við með kaldhæðni, — er nóg til, sem þér getið gefið honum í sárabætur fyrir það sem hann missir af, úr því að þér hafið svona mikla samúð með honum. Hún sá glampa í augunum á honum í myrkrinu og þóttist viss um að honum væri nautn að því að reita hana til reiði. Hún rétti úr sér. — Ég held að við höfum ekki meira að tala um. — Þvert á móti, sagði hann alvarlegur. — Við höfum ýmislegt fleira að tala um, jafnvel þó að þetta sé kannske ekki rétti tíminn til þess. Má ég bjóða yður vindling? — Nei, þökk fyrir. Ég ætla að fara að hátta. — Viljið þér hlusta á mig án þess að reið- ast, ef ég segi yður dálítið? — Ekki ef þér talið við mig í þessum tón. Hann hló stutt. — Þér voruð að segja að ég væri andstyggilegur, og þá getið þér varla vænst þess að ég tali fallega við yður. Elisabeth kreppti hendurnar í kjólvösunum. Aldrei hafi hún verið svona bág og örvæntandi. Julian stóð svo nærri henni að hún gat snert hann. Hún gat gripið í hendurnar á honum og hjúfrað sig upp að öxlinni á honum. Það var hræðilegt að hata hann svona mikið og þrá um leið að finna arma hans faðma sig. Þögnin varð löng og hjarta hennar barðist svo fast að hún þóttist viss um að hann heyrði það. Hann var staðráðinn í að bíða þangað til hún segði eitthvað. Hún sneri sér snöggt við og gekk inn í borðstofuna, og hann á eftir — svo nærri að hann steig í dragsíðan kjól- faldinn hennar. Hún stansaði snöggt er hún heyrði eitthvað rifna. Hann beygði sig og tók upp kjólfaldinn. — Þetta hefir því miður rifnað. Ég bið yður að afsaka þetta, en ég sá ekki í hverju þér voruð. Hann tók hendinni undir olnboga hennar og horfði á hana eins og iðrandi syndari. En í bjarmanum frá mjúku lampaljósinu sá hún ekki fyrirgefningarbónina í augum hans held- ur aðeins að augun voru full af ... við- kvæmni. Hún dró andann djúpt og sagði hikandi. — Hann er of síður. Ég get klippt neðan af honum og gert nýjan fald á hann. Hann horfði rannsakandi augum á hana. Hún reyndi að taka ekki eftir því og láta ekki augnablikstilfinninguna fá yfirhöndina. Hann sleppti handlegg hennar og sagði létt: — Það getur ekki verið hræðilegt þó að rifa komi á pils. En þér lítið út eins og þér hefðuð upplifað jarðskjálfta. Ekki eitt orð um hvernig hann leit út sjálf- ur. Hún sagði, og röddin hvarflaði milli hlát- urs og gráts: — Ég hafði gleymt pilsinu. Þarna úti hélt ég að þér væruð fokvondur, en hérna í birtunni .. . Hún þagði og hélt svo áfram í vingjarnlegri tón: — Mér þykir leitt að ég var svona ósvífin við yður áðan. Þér eigið sjálfsagt annríkt núna, með yðar eigin störf og landstjórans. — Störfunum anna ég einhvern veginn, svaraði hann þurriega. — En mér fellur ekki að dóttir landstjórans segi mér fyrir um hvernig ég eigi að vinna þau. — Viljið þér fyrirgefa mér? — Með einu skilyrði. Látið mig vita hvern- ig á að vinna verkin, þangað til hann faðir yðar kemur heim. Hún stóð þarna fyrir framan hann, róleg, föl og ósnortin. Hún strauk hárið frá enninu og höndin skalf iítið eitt. — Já, ég skal hlýða. Stutta sekúndu sýndist hann ætla að beygja sig og kyssa hana á ennið. En hann stóð og horfði á hana með óræðum augum. M

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.