Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 27.02.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN 42 menn láta lífið í sjóslysum ísís:*:?;* Togarinn Júlí frá Hafnarfirði. Þau hörmulegu tíðindi hafa gerst að tvö íslensk skip hafa farist í þess- um mánuði með allri áhöfn, alls 42 niönnum. Botnvörpungurinn Júli frá Hafnar- firði hvarf á Nýfundnalandsmiðum sunnudaginn 8. febrúar og hefir ekk- ert til bans spurst síðan eða úr honum fundist þrátt fyrir víðtœka leit úr lofti og á sjó. Ofsavcður brast skyndi- lega á á miðum togaranna þar vestur frá og gífurleg ísing hlóðst á skipin þannig að eitt stag hálfur þumlungur að gildleika gat orðið eins og tunnu- botn. Fleiri íslenskir togarar komust þarná í bráða hættu, eins og til dæm- is Þorkell Mání, sem varð að sleppa báðum björgunarbátunum og logsjóða davíðarnar af vegna ísingar sem á þær hlóðst. — Með júlí f órust 30 vask- ir sjómenn. Tólf heimilisfeður voru i þeim hópi, sem láta eftir sig konur og börn, alls 39 innan 15 ára aldurs. Tíu dögum síðar barst svo önnur harmafregn. VitaskipiS HermóSur fórst fyrir Reykjanesi á siglingu frá Vestmannaeyjum til Reykjavikur einnig meS allri á'höfn, tólf' mönnum. Fimm þeirra láta eftir sig konur og alls 17 börn innan fermingaraldurs. Það er sár harmur kveðinn að því fólki, sem hér á eftir að sjá kærum ástvinum, svo þungur að seint mun aftur birta, en sársaukinn nær einnig til þjóðarinnar allrar. Hún hefir orðið aS færa þungbærar fórnir á altari /Egis. ViS þcssu er þó aSeins eitt svar. ViS getum strengt þess heit að lina ckki á baráltunni fyrir scm fullkomn- ustum fiskiskipum, fyrir sem mcstu öryggi á sjónum, hvar scm leið is- lenskra s.iómanna liggur. ÞjóSin get- ur samcinast um þaS að gcra allt, scm í ma'nnlegu valdi stendur til þess pð létta barm bpirra, scm nú ciga um sárt aS binda. Hún gctur einnig veitt þeini bjálp, sem nú standa uppi ein- mana og harmþrungnir. Sjómennirnir 42 eru horfnir en minning þeirra lifir. Þeir, sem fórust með togaranum Júli: Þórður Pétursson, skipst.jóri. Grænu- hlíð 8, Reykjávik, 42 ára. Hann lætur eftir sig 3 börn: 14 ára, 11 og G ára. Faðir hans er á lífi. Hafliði Stefánsson, 1. stýrimaður, Köldukinn G, Hafnarfirði, 31 árs. Kvæntur með 2 börn, 5 ára og 3ja ára. Móðir- á lífi. Þorvaldur Benediktsson, 2. stýri- maður, Brekkugötu 14, Hafnarfirði, 24 ára, ókvæntur. Hann var sonur Bene- dikts Ögmundssonar skipstjóra á tog- aranum Júní frá Hafnarfirði. Stefán Hólm Jónsson, 1. vélstjóri, EskihliS C, Reykjavik, 48 ára. Lætur hann eftir sig konu og 5 börn, tvö innan fermingaraldurs. Guðlaugur Karlsson, 2. vélstjóri, Garðavegi 10, Hafnarfirði, 20 ára. Hann var fyrirvinna móður sinnar. Runólfur Viðar Ingólfsson, 3. vél- stjóri. Langholtsvegi 137, Reykjavík, 23 ára. Hann var ókvæntur en móðir hans býr á Akranesi. Hörður Kristinsson, loftskeytamað- ur, Langeyrarvegi 9, Hafnarfirði, 29 ára. Kvæntur og lætur eftir sig þrjú börn ung. Andrés Hallgrímsson, bátsmaður, Mávahlið 27, Reykjavík, 35 ára, ó- kvæntur, en fyrirvinna móður sinnar. Kristján Ólafsson, 1. matsveinn, Efstasundi 85, Reykjavík, 24 ára. Kvæntur og lætur eftir sig þrjú börn, 4 ára, 1% árs og 6 mánaða. Átti for- eldra á lífi. Viðar Axelsson, 2. matsveinn, NjarS- argötu 29, Reykjavík, 23 ára. Kvæntur og átti 1 barn 3 ára. Átti foreldra á lifi. Svanur Pálmar Þorvarðsson, kynd- ari, LaugarnesbúSum 31, Reykjavík, 19 ára. Ókvæntur. Hann var fyrir- vinna móSur sinnar. r~ ----- - -............. Skúli Bene- diktsson, kynd- HBi nri, Ránargotu G, líeyk.iavík, 24 L ára. Kvæntur I* og lætur cflir sig 6 ung börn, hið clsta 5 ára. Átti fösturfor- cldra á lifi. Ragnar Guð- jón Karlsson, netam., HöfSa- borg 21, 39 ára. Kvæntur pg lætur eftir sig þrjú börn, 13, 11 og 7 ára. Átti fósturmóSur á lífi. Olafur Olafs- son, netamað- ur, Nýlendug. 7, Rv. Ókvænt- ur. Sigmundur Finnsson, neta- maður, Tripóli- búðum 25, Rvk, 25 ára. Ókv., en lætur eftir sig tvö börn. Magnús Guð- mundsson, há- seti, Tripólí- búðum 25, Rvk, 44 ára. Kvænt- ur. Hann var stjúpfaðir Sig- mundar o'g læt- ur eftir sig 4 stjúpbörn, upp- komin. MóSir hans er á SugandafirSi. Benedikt Sveinsson, netamaSur, Njálsgötu 77, Rvík, 27 ára. Ókvæntur. Bjó meS móSur sinni. Jóhann Sigurðsson, netamaður, Laugavegi 53B, Rvík, 44 ára. Kvæntur og lætur eftir sig fjögur börn, 15, 14, 11 og 4ra ára. Ólafur Snorrason, háseti, Njálsgötu 87, Rvk, 34 ára. Fósturforeldra átti hann á Patreksfirði og móður á lifi. Björn Heiðar Þorsteinsson, háseti, Ránárgötu 24, Akureyri, 31 árs. Ó- kvæntur og bjó hjá foreldrum sínum á Akureyri. Jón Geirsson, háseti, Borgarnesi, 21 árs. Ókvæntur, í foreldrahúsum. Magnús Gíslason, háseti, Lækjar- kinn 2, Hafnarfirði, 31 árs. Ókvænt- ur og eru foreldrar hans í Elliheim- ilinu Grund bér i Reykjavík. Magnús Sveinsson, háseti, Rauðar- árstig 40, Rvík, 21 árs. í heimili fóst- urmóSur sinnar. Jón Haraldsson, háseti, Hliðarvegi 11, Kópavogi, 16 ára. Hann var einka- barn foreldra sinna. ÞorkelL Árnason, háseti, Sörlaskjóli 20, Rvik, 38 ára. Lætur hann eftir sig unnustu og ungt barn. Foreldrar cru norður á Þórshöfn. Guðmundur Elíasson,* háseti, Vita- teig 5, Akranesi, 30 ára. Kvæntur og átti fjögur börn á aldrinum 10, 7, 5 og 2ja ára. Foreldrar hans búa á Akra- nesi. Benedikt Þorbjörnsson, háseti, Loka- stig 28, Rvik, 27 ára. Ókvæntur. Faðir á lifi. Aðalsteinn Júlíusson, háscti, Hítar- ncsi, Hnappadalssýslu, þar scm faðir hans nú býr. Hann var 27 ára og ó- kvæntur. Björgvin Jóhannsson. háseli, (stud. med,), Höfðaborg 12, Rvík, 29 ára og lætur eftir sig tvö rujög ung börn. Móðir á lífi. Sigurður Guðnason, liáseti, Kirkju- braut 28, Akranesi, 44 ára. Kvæntur en barnlaus. Foreldrar hans búa á Suðureyri. -O- Þeir, sem fórust með Hermóði: Ólafur G. Jóhannesson, skipstjóri, Skaftahlíð 10, Rvík, 41 árs. Hann var kvæntur og auk konu lætur hann eftir sig sjö börn á aldrinum 10, 8, 7, 5, 4 og t'vö tveggja ára. Sveinbjörn Finnsson, 1. stýrimaSur, ÚtgerSi viS BreiSholtsveg, Rvik, 24 ára. Hann lætur eftir sig konu og eitt barn árs gamalt. Foreldrar hans búa vcstur í GrundarfirSi. Eyjólfur Hafstein, 2. stýrimaSur, Bústaðavegi 65, 47 ára. Hann lætur eftir sig konu og 4 börn, 12, 9, 7 ára og 8 mánaða. Móðir hans öldruð, er á lífi. Guðjón Sigurjónsson, 1. vélstjóri, Kópavogsbraut 43, Kópavogi, 40 ára. Kvæntur og auk konu lætur hann eft- ir sig 5 börn á aldrinum 5—14 ára. Guðjón Sigurðsson, 2. vélstjóri, Freyjugötu 24, 65 ára. Lætur eftir sig konu og uppkomin börn. Birgir Gunnarsson, matsveinn, Nökkvavogi 31, 20 ára. Ókvæntur. Var i foreldrahúsum. Magnús Ragnar Pétursson, háseti, Hávallagötu 13, 46 ára. Ókvæntur. Jónbjorn Sigurðsson, háseti, Gnoða- vogi 32, 19 ára. Var hjá foreldrum sínum og er elstur 10 systkina. Kristján Friðbjörnsson, háseti, 27 ára, til heimilis austur á Vopnafirði. Ókvæntur. Davíð Sigurðsson, báseti, Samlúni 32, 23 ára. Elstur 5 systkina. Einar Björnsson, aðstoðarmaSur, frá Vopnafirði, 30 ára. Ókvæntur. Helgi Vattnes Kristjánsson, aðstoð- armaður í vél. Þingliólsbraut 23, Kópavogi, 16 ára. Var hann á heimili foreldra sinna. Vitaskipið Hermóður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.