Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 27.02.1959, Blaðsíða 4
FALKINN Þegar leið fram á miðaldir og borg- irnar tóku að vaxa var flest með öðr- úm svip en nú í daglegu lífi. Mann- kynssagan geymir frásagnir af glæsi- leik konungshirðanna og örbirgð al- mennings. En hún segir líka frá hin- nm ótrúlegasta 'sóðaskap, bæði hjá a>ðri og lægri. Konungarnir voru lús- ugir og flóabitnir, ekki síður en kot- bændurnir. Riddaraöldin var liðin og riddara- borgirnar rammgerðu voru komnar í eyði, en í stað riddaranna var komin aðalsmannastétt, sem byggði sér hall- ir úti á landsbyggðinni og lifði í vel- lystingum á svitadropum ánauðugra bænda. En með auknum samgöngum jukust vöruskiptin og bæir og borgir fóru að risa og stækka á krossgötum aðalleiðanna, ekki sist við skipgengar ár, þvi að enn voru fljótin besta sam- gönguleið allra þungavöruflutninga. ,L*su.H Ríka fólkið lifði í skrautlegum höllum en fátæklingarnir í dimmum og lekum kumböldum. En á báðum stöð- unum var nóg af fló og lús. QtolAi'cwoimv hööím' og borgarlíf Bæirnir fengu réttindabréf frá kon- ungi og ýins hlunnindi, svo að mörg- um þótti hagður að þvi að flytja þang- að, einkum handverksmönnum og kaupmönnum. Varð þetta til þess að ýmsir bæir xirðu svo fjölmennir í lok miðalda, að íbúatala þeirra stóð i stað þangað til hin nýja iðnaðaröld, sem hófst með gufuvélinni hófst i byrjun 19. aldar. TORGVERSLUNIN. Torgið var miðbik bæjarins og þar fór verslun aðallega fram, sumstaðar daglega en annarsstaðar á hinum svo- nefndu torgdögum. Þangað komu ' bændur með afurðir sínar. En þeir sem lengst bjuggu frá bænum gátu ekki verslað á torginu nema sjaldan og fyrir þá var haldinn torgmarkað ur einu sinni eða tvisvar á ári. — Við borgarhliðið urðu bændur að borga toll af því, sem þeir höfðu meðferðis. Ekki máttu kaupmenn gera verslun við þá fyrr en þeir voru komn- ir á torgið. En margir þeirra biðu bændanna við borgarhliðið og tryggðu sér forréttindi að því, sem bóndinn hafði að selja. Þegar á torgið kom varð að hlýta ýmsum regl- um. Húsmæður og húsbændur máttu t. d. gera verslun sina fyrst, áður en milliliðunum var hleypt að. En þegar þvi lauk rifust kaupmennirnir um þá vöru sem eftir var. Þegar kaupskapn- um lauk fóru hændurnir heim til sín, en á torginu var umhorfs eins og i svínastíu. Þar var ekki aðeins selt grænmeti, ávextir, ostur og smjör heldur einnig kjöt, lifandi lömb og kálfar, gæsir, hænsni 'og endur. S'tóru markaðsdagarnir voru hátíðisdagar og þangað komu aðvífandi leiktrúðar og „listamenn" og skemmtu fólkinu. PLÖTUSMIÐIR, SMALAR EN ENGIR SÓPARAR. Handverskmenn liöfðu með sér öfl- ugan félagsskap, hver í sínu „laug" eða félagi, með jafn einskorðuðu skipulagi og i stéttarsamböndum nú- tímans. — En þó voru þessi ,laug" með öðru sniði. í hverri iðngrein, svo sem hjá slátrurum, söðlasmiðum eða „plattenslagurum" (þeir smíðuðu brynjur) voru meistarar, sem skipuðu stjórn félagsins. Þeir ákváðu hve margir meistarar mættu vera i hverri grein, og enginn aðkomandi meistari mátti setjast að í bænum. Sveinarnir voru til húsa hjá meisturunum, borð- uðu hjá honum og voru eins og limir í fjölskyldunni. Félögin eða „laugin" höfðu með sér sambönd, sem kölluð voru „gildi" eða bræðrafélög, og héldu þau samkomur og veislur i gildaskál- unum, en a gildum þessum hvíldu skyldur, svo sem að hefna lagsbróður, ef hann vardrepinn. í miðaldakaupstaðnum voru strang- ar reglur um daglega hegðun manna. Sumstaðar var múr hlaðinn kringum kaupstaðinn, en annars staðar var látið duga að setja stauragirðingu kringum bæinn, svokallaða „palisade" eða „bólverk" úr staurum. Bæjarhlið- in voru venjulega fjögur, sitt i hverri áttinni, og var þeim læst þegar dimma tók, svo að enginn gat komist inn í bæinn eða út fyrr en um sólarupprás. Oft var síki grafið utanvert við múr- inn eða stauragirðinguna, en þau gengu víða úr sér. Almenningur bar nefnilega allt sorp og rusl frá heimil- inu út í sikin, svo að þau fylltust af alls konar óþverra, og lagði megna fýlu úr þeim þegar hlýtt var í veðri. Það þekktist ekki i þá daga að fólk hefði öskutunnu við húsin sín, til að safna rusli í, og því síður að bær- inn hefði hreinsunarmenn til að aka því burt. Ýmsir bæjarbúar höfðu líka búskap — kýr, svín og hesta, og sumir jafnvel sauðfé. Á hverjum morgni kom bæjarsmalinn og rak skepnurnar á beit i „almenningnum" fyrir utan borgina og skilaði þeim aftur á kvöld- in. Húsdýraáburðinn mátti fólk nota í garða sina og á töðuvöllinn fyrir utan bæinn, en ösku og rusl mátti ekki hreyfa. Þeir sem það gerðu voru taldir „óheiðarlegir" og voru reknir úr fé- lagi sínu og bannfærðir. BÖÐULL OG FLÆKINGSHUNDAR. Aðeins einn maður hafði leyfi til að hreinsa til á götunum, það var böð- ullinn, og sveinn hans mátti hjálpa honum. Böðullinn bjó fyrir utan bæ- inn; hann mátti ekki eiga heima i bænum, þvi að hann var „óheiðarleg- ur" og enginn vildi eiga samneyti við hann. Á torginu mátti hann ekki snerta við vörunum. Hann benti á það, sem hann vildi kaupa, og svo var þvi fíeygt til hans. 1 drykkjukránni hafði hann sína eigin krús, þvi enginn vildi eiga á hættu að drekka úr „óheiðar- legri krús". En þegar böðullinn hætti sér út á götuna til að hreinsa burt óþverra mátti hann eiga á hættu að bæði götustrákar og fullorðnir köst- uðu grjóti á hann, svo nærri má geta að hann hefir orðið að hafa fljóta- skrift á verkinu, enda var jafnan svað á götunum. Holræsi voru engin, svo að allt frá eldhúsunum og öll úrkoma rann eftir götunum og út í bæjarsik- ið. í stórrigningum komst allt á flot og í sumarhitum var stækjan óþolandi og flugnager mikið, hvergi var friður fyrir rottu og mús og i öllum bæjum voru flækingshundarnir fleiri en íbú- arnir. Voru þeir versta plága. Þeir voru hálfvilltir, grimmir og síhungr- aðir. Það kom fyrir a'ð þeir bitu börn til bana, og einu sinni kom það fyrir að Friðrik II. Danakonungur varð að forða sér upp á skúrþak, þvi að grimmir hundar réðust á hestinn hans. Sorpið var aldrei fjarlægt og þess vegna hækkaði gatan. Við sum hús varð að gera þrep niður að dyrunum þvi að sorpdyngjan hækkaði svo mik- ið kringum húsið. í sumum gömlum borgum hefir fundist tréflór í götun- um mörgum metrum undir núverandi götu. BAÐSTOFURNAR HURFU. Þrátt fyrir sóðaskapinn hafði fólk rænu á að Iauga sig. í flestum bæjum voru almenningsbaðstofur, en sumir liöfðu bað heima hjá sér. Þessi böð voru svipuð finnsku böðunum; fólk skvetti vatni á glóandi heita steina, svo að klefinn fylltist af gufu. Og meðfram veggjunum voru pallar handa fólkinu til að liggja á. Svo néri T. v.: Miðaldabæir voru oft undir yfirstjórn aðalsins, biskups eða konungs. Hér sést borgararáðið vera að bera upp erindi við óðalsherrann. — T. h.: Blöð voru ekki gefin út, en sá sem hafði fréttir að færa sagði þær fyr- ir kirkjudyrum eða á torginu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.