Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 27.02.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN það skrokkinn með birkihrisi og fékk ískalt bað aS lokum. Baðstofurnar voru sameiginlcgar fyrir konur og karla, og oft var þar glatt á hjalla, enda bjórveitingar í almenningsbað- stofunum. Þær voru jafnframt „lækn- ingastofur", þv'i að þar var „bart- skeri" eða rakari, sem tók fólki blóð og sogaði úr þvi „slæma vessa". Við siðaskiptin var þessum stofnunum lokað á Norðurlöndum, því að þýsku siðaskiptafrömuðunum blöskraði gjá- lifið þar. Það er vafalaust að fólk smitaðist oft í þessum baðstofum, svo að þær voru dreifistöðvar farsóttanna sem gengu. En samt var það afturför að stofurnar skyldu hverfa. Um líkt leyti fór fólk að nota nærföt, þó ekki nema bol fyrst i stað. Og svo þvoði fólk þessa boli við og við, og taldi það koma að sömu notum og að baða sig. FJÖLSKYLDA SVAF í SAMA RÚMI. Heilsufarið í bæjunum var bræði- legt. Venjulega kom „pestin" á haust- in; var hún talin Guðs ráðstöfun og refsing fyrir drýgðar syndir. Það var eðlilegt þótt pestin kæmi að haust- inu, því að eftir sumarhitana var ó- þverrinn utan húss og innan orðinn gagnsýrður af sóttkveikjum. En menn vissu ekkert um tilveru þeirra i þá daga. Það jók einnig smitunarhættuna að öll f.jölskyldan svaf í einu gríðarstóru rúmi. AHir lágu allsberir, og lök þckktust ekki nema á ríkismanna- heimilum. Fólk lá á heyi og hálmi og hafði skinnfeld eða grófgerðar á- breiður ofan á sér. Ef einhver í rúm- inu veiktist smituðust allir hinir. Brauð var aðeins bakað nokkrum sinnum á ári, enda varð það oft svo hart, að nota varð öxi til að mylja það. Skepnum var aðeins slátrað einu sinni á ári, i nóvember, svo að fólk lifði nær allan ársins hring á salt- kjöti. Grænmetisát þekktist varla og mjólkurneysla litil. Kýrnar voru smá- ar og mjólkuðu illa, og mest af mjólk- inni notað til að vinna úr henni smjör og ost. Vatnið i brunnunum var oft- ast óheilnæmt, þvi að sorinn úr götu- sorpinu safnaðist fyrir i vatnsbólun- um. Þegar vatnið var soðið mátti nota það í mat, og ef nóg krydd var notað fannst óbragðið að votninu siður. Kaffi og te þekktist ekki og þvi síður gos- og ávaxtadrykkir. Allir drukku öl, nema þeir ríku, sem drukku vín. Og vegna saltkjötsátsins var mikið drukkið. Börnin voru látin drekka öl lika. BÖÐULLINN ÁTTI ANNRÍKT. Óleyfilegt var að vera úti á nótt- inni. Ef borgari hittist úti á nætur- þeli var hann settur i ráðstofuna til morguns. Það voru einkum menn, sem komu fullir af kránni, sem urðu fyrir þessu, og lentu þeir þá oft i áflogum og urðu stundum mönnum aS bana. En það þótti varla refsivert þótt öl- óður maSur dræpi hann. Hins vegar var tekið hart á þvi að menn væri drepnir til að ræna þá. Almennings- álitið taldi þjófa sekari en morðingja. Þjófarnir voru hengdir en aðrir óbóta- menn hálshöggnir með sverði eða öxi og brotið í þeim hvert bein og haus- inn settur á stjaka. HýSingar voru og mikiS notaSar. Konur voru sjaldan hengdar en hins vegar grafnar lifandi eSa þeim var drekkt í poka. Hjátrúin var gífurleg. Djöfullinn var á hverju leiti og sumt fólk þóttist standa í sambandi við hann og kunna galdur. Einkum var það kvenfólk. Á TVIFARINN Einkennilegí fyrirbsri í Chicage 1. jan. 1954 varð umferðaslys á horninu á Milwaukee- og Kim- ball Avenue í Chicago. Maður varð undir bíl og beið bana. En eigi að síður var hann bráðlif- andi um kvöldið! MADUB er nefndur Claremont Glynn, hann var múrari, en rétt fyrir jólin 1953 gerðist hann veitingaþjónn í gildaskálanum „Time Club" á Armi- tage Ave i Chicago. Hann átti heima hjá dóttur sinni og tengdasyni á Armitage Ave nr. 1015. Á nýársmorgun kom hann í margar krár og fékk sér í staupinu. Hann var annars reglumaður, en brá af venju á nýársdag. Hann þekkti þjón- ana á þessum stöðum, sem hann kom i. Nú var klukkan orðin 11 og hann átti að fara aS vinna. Hann flýtti sér til „Time Club", en er hann var að ganga yfir götuna kom bill á fleygi- fcrð fyrir hornið og Glynn varð und- ir. Tvo lögregluþjóna, Frankowski og Fitzgerald bar að, og var þá hópur kringum slasaða manninn. Frank- owski spurði hvort nokkur þekkti þann slasaða. Gamall maSur gaf sig fram og sagSi: „Þetta er Claremont Glynn. Ég þekki Harold bróður hans. Þessi maður á heima hjá tengdasyni sinum, sem heitir Augustine og býr hérna skammt frá." Sjúkrabíllinn kom, en maðurinn var dáinn eftir hálftíma án þess aS fá meSvitund. LíkiS var sent á rann- sóknardeildina. Maðurinn var kringum 55 ára, 5 fet og 7 þumlungar, með jarpt hár og blá augu, og vóg kringum 80 kiló. Hann var i gráum fötum, 'hvítri skyrtu og meS blágrátt hálsbindi og svarta skó. Fitzgerald tilkynnti Harold Glynn bróSurlátiS, og baS hann um að koma með sér á rannsóknardeildina. Har- miðöldum var algengt að ungar stúlk ur væru dæmdar fyrir galdra en eink- um voru það hinir eldri. Sumsstaðar stofnaði fólk félög til djöfladýrkunar og aShafSist alls konar ósvinnu. Galdranornirnar voru píndar til sagna og látnar segja til um aðra sam- seka, og báru þá oft galdrakærur á saklaust fólk, sem þeim var illa við. Ein aðferðin til þess að sanna sekt galdranorna var sú, aS binda hendur þeirra á bak aftur og kasta þeim i vatn. Ef þær flutu þótti sannaS aS djöfullinn héldi þeim á floti og vorn þær þá brenndar lifandi. En sykkju þær var sakleysi þeirra sannaS! En þá drukknuðu þær, svo aS í báSum til- fellum var dauSinn vís. En sá var munurinn aS sú sem flaut og var brennd fór til Vítis, en sú sem sökk dó sem píslarvottur og fór til Himna- ríkis! Fékk hún leg i vígSri mold og enginn blettur féll á fjölskyldu henn- ar. Hvergi voru galdraofsóknirnar meiri en í Þýskalandi. Þar kom fyrir að hver einasti kvenmaður í sumum þorpum týndi lífi eftir galdramála- rannsókn. old fór, hann þekkti likiS og nú setti að honum grát. Lögreglumaðurinn fól lionum að tilkynna dótturinni og tengdasyninum látið. „Ég skal gera það," sagSi Harold Glynn. „ViS verðum að sjá um útför- ina i sameiningu." En Harold var ekki ljúft að takast þetta á hendur. Á leiðinni til bróð- urdóttur sinnar var hann að velta fyr- ir sér hvernig hann ætti að koma orSum aS þessu. En þaS mundi vekja si;mu sorg, hvernig sem hann orSaði það, og þegar hann kom til frænku sinnar sagði hann henni, umbúSa- laust, að faðir hennar væri dáinn. En i stað þess að fara aS gráta góndi hún á hann, og bað hann um að koma inn. „Hvernig atvikaSist þetta?" spurSi hún. „Hann varS undir bíl, kringum klukkan 11 í dag," svaraSi Harold. „Það er ekki satt," sagði hún ró- lega. „Klukkan er 4 núna, og hann pabbi fór héðan fyrir rúmum klukku- tíma." Glynn rak upp stór augu. „Hvar er hann þá núna?" stamaði hann. „Hann er að vinna í „Time Club"," svaraði Shirley Augustine. Hún ætlaði að segja eitthvaS meira, en Harold varð svo hissa aS hann tók til fótanna. Hann flýtti sér i „Time Club" og þar var bróSir hans í fullu f.jöri. En hann var plástraður á höfð- inu. „Hvað hefir komið fyrir?' spurði Harold. „Eg varS fyrir bil. ÞaS var slæmt, en ég slapp skaplega." „Ég hélt aS þú hefðir verið drep- inn," sagði Harold. „Ég var áðan í lögregluspítalanum til aS skoða líkiS þitt." „Nei, það er ekki mitt lik. Svo illt var það ekki." „Því fer nú betur," sagSi Harold. „En viltu koma meS mér og skoSa likið?" Bróðirinn var til í þaS, og bað um frí. Og svo fóru þeir. Þegar varðmaðurinn sá Claremont Glynn koma náfölnaði hann. Hann rcyndi að segja eitthvaS, en kom ekki upp nokkru orSi. „Verið þér rólegur," sagði Clare- mont. „Þetta 'er misskilningur. „Okkur langar til að sjá líkið," sagði Harold. Skömmu síðar stóð Claremont og starði á líkið. ÞaS var eins og aS horfa á sina eigin afturgöngu. Allt var eins — meira aS segja fötin. „Hver getur þetta verið," muldraði Clare- mont. En þvi hefir enginn getað svarað enn. Dáni maðurinn hefir legið fjögur ár í gröfinni, en Claremont Glynn klípur stundum i handlegginn á 'sér til að vera viss um aS hann sé lifandi. En þegar hann hugs.ar um þaS i næSi, aS hann stóS upp eftir að bíllinn hafði tekiS yfir hann, og komst af eigin ramleik til læknisins, kemst hann aS þeirri niSurstöSu, að hann hafi alls ekki dáiS. St>Y — Jú, ég vissi það alltaf — það er vindur. sor — En hvað það var gaman, frú Han- sen. Maðurinn minn fékk líka átta ára fangelsi. — Við sjáumst aftur á fimmtudaginn kemur! Aátf — Nei, þökk_fyrir, ég þarf ekkert herðatré. — Afsakið þið — var það meiningin að barnið ætti að fá hreint loft? — Jæja, hvað hefir þú haft fyrir stafni í dag, Morri minn?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.