Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1959, Síða 11

Fálkinn - 27.02.1959, Síða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. Með Zipiidblii í œðum Gráa moldin á torginu í Vinaroz var orðinn þurr fyrir hádegi, þó að götusóparinn hefSi dælt vatni á torgiS um morguninn, eins og skylda hans iika var. Það var steikjandi sólskin og svo kom gola líka og þá kom mold- rokið. Miguel Ribera stöðvaði vagninn sinn undir trjánum i torgjaðrinum og fór inn í krána með rauða skiltinu við dyrnar: „Anis del Toro“. Þar var þægilega svalt inni. Ilann tók sér sæti við gluggann lil að geta séð út. „Buenos dias, Senor,“ sagði gest- gjafinn. „Mig langar i stórt glas af öli.“ Gestgjafinn kom með öl og pappa- spjald. Setti það á borðið og glasið ofaná og rölti inn fyrir skenkinn aftur. Ölið var gott og iskalt. Senor Ribera svolgraði ‘lielminginn úr glasinu í einum teyg. Hann kom frá Tarragona og hafði farið yfir Ebro fyrir klukku- tima. Ætlaði áfram til Valencia út af braski. Nú sal hann í Vinaroz og sval- aði þorstanum. Á eftir ölinu drakk hann tvö glös af anis del Toro. Hann þekkti ekki þann drykk, en auglýs- ingin hafði bent honum á hann. Þar var máluð falleg stúlka i hárauðum kjól. Stúlkur og anis del Toro átti einhvern veginn saman. Senorinn gaf meira að segja 5 ce- tima í þjórfé. Gestgjafinn fylgdi hon- um út fyrir dyrnar. „Svo að þér ætlið lil Valencia?" sagði hann. „Ljómandi bær. Þar er líf og fjör bæði dág og nótt!“ AugnaráS hans varð dreymandi. Svo hneigði hann sig fyrir honum eins og fyrir greifa. „Góða ferð, senor. Og gangi yður vel með kaupskapinn í Valencia!" Hann brosti tvírætt um leið og hann sagði það, og leit yfir torgið. En allt i einu brá fyrir gremju i andlitinu. Hann sneri sér að dökkklæddum ínanni, sem kom út úr næstu húsdyr- um. Senor Ribera sat i vagninum sín- iim og tók eftir að maðurinn spurði gestgjafann einhvers. „Ha?“ sagði gestgjafinn. „Þú vilt fara með senor? Ég held þú sért vit- laus. Senorinn ætlar til Valencia. En þú mátt hlaupa með vagninum, zig- aunaræfillinn.‘, Maðurinn var raunalegur. Hann lét gestgjafann ekki hindra sig en gekk að vagninum. En gestgjafinn varð fljótari til. „Þetta er Paco,“ sagði hann. „Og það er zigaunablóð í honum.“ „Hvað um það?“ sagði Ribera og le.it vingjarnlega til Pacos. ^Ög ætla að biðja yður hónar,“ sagði Paco. „Eg ætla að spyrja yður hvort þér viljið lofa mér að sitja í til Valencia. Mig langar að vitja föður míns, sem liggur fyrir dauðanum.“ „Nú lýgur hann enn, senor,“ greip gestgjafinn fram í. „Hann segist ætla lil Valencia og að faðir hans liggi fyr- ir dauðanum. Það er lygi. Svona eru allir zigaunar, þeir ljúga og svíkja hvcnær sem þeir komast höndunum undir.“ Senor Rihera skeytti þessu engu. Hann benti Paco að koma inn i vagn- inn og lét hann sitja lijá sér. „Qué barbaridad!“ sagði hann við gestgjafann. „Hvaða bull! Sigaunar eru menn eins og við, jafnvondir og jafngóðir. En það er bara farið ver með þá — það er allur munurinn.“ „Guð sé yður náðugur, senor!“ kallaði gestgjafinn á eftir honum. „En ég liefi aðvarað yður.“ Bíll signor Ribera var kominn út af torginu. Leiðin til Valencia lá með- fram lárviðargrænni Miðjarðarhafs- ströndinni. Liðaðist eins og gult band milli aldingarðanna. Fjöllin í vestri virtust á sundi í hillingum. Þau voru likust risavöxnum furðudýrum. Paco sat þegjandi við hliðina á Senornum. Hann hafði hallað sér aft- ur í sætinu og krosslagt hendurnar. Senor Ribera gaf honum vindling. Hann reykti i löngum teygum og hafði nautn af. Fegurð hafsins hafði engin álirif á hann, og þegar hann brosti var likast og hann væri að hugsa um ltyndarmál sem enginn þekkti nema hann. í CastelIon-de-la-Plana skeði ]iað óvænta. Lögreglulijónn stöðvaði híl- inn. „Ég verð að skrifa yður upp. Þér liafið ekið of hratt.“ Paco áttaði sig undir eins. Hann gekk kringum bílinn og staðnæmdist hjá þeim einkennishúna. „Qué va!“ sagði Ribera. „Það getur ekki verið hugsanlegt!“ „Þvi rniSur, senor,“ svaraSi lögregl- an og tók upp vasabókina. Paco horfði á manninn eins og í leiðslu. Lögregluþjónninn skrifaði bilnúm- erið og nafn senorsins. Svo stakk hann minnisbókinni í vasann. Og svo var haldið áfram. Þegar þeir voru komnir spölkorn framhjá Sag- unto hnippti Paco í senor Ribera. „Hérna langar mig til að komast út,“ sagði hann. Senor Ribera nam staðar. „Við er- um ekki komnir til Valencia enn]iá,“ sagði hann. „Ætluðuð þér ekki þang- að?“ Paco reyndi að setja á sig helgisvip. Það kom gljái á svörtu augun. „Nei, senor,“ sagði liann. „Ég verð að meðganga að hann faðir minn er dáinn fyrir löngu. Ég er fátækur. En þar fyrir megið þér ekki halda að ég sé vondur maður. Og ég er ekki van- þakklátur. Leyfið mér, senor, að af- henda yður þessa minnisbók sem lít- inn þakklætisvott. Hún er frá lög- reglustjóranum, sem við hittum áðan.“ ÚR ANNÁLUM. Framh. af bls. 7 Sá var annar viðstaddr við þenna atburð, er svá var óskyggn, at hann sá trautt fingra skil ok var hann ekki verkfærr, en nálega félauss. Honum fékk mikils, er hann heyrði jarteinir ins sæla Þorláks byskups, ok gekk inn i kirkjuna ok lagðist á knébeð ok bað inn sæla Þorlák byskup með tárum, at hann skyldi 'honum nekkverja líkn vcita. En er liann reis upp af bæninni, þá var hann heill, ok var þessi jarttein lýst, ok lofuðu menn guð ok inn sæla Þorlák byskup. „NAUTILUS“ Framh. af-bls. G um horð í „Nautilus“ úr öðru skipi, sagði: — Nú skil ég livers vegna þeir sögðu við mig: „Farðu — þú ert ó- giftur!“ Þetta var allt sagt í gamni. Enginn um borð sýndi nokkurn hræðslu eða kviða vott. En kannske hefðum við ekki verið svona hjartsýnir ef okkur hefði grunað að fáum dögum siðar komst „Nautilus" í krappasta leikinn, sem liann hafði háð um ævina. Framhald í næsta blaði. ALVEG NÝ TÍSKA. — Það er mikil vinna sem lögð er í þessa blússu, en hún er líka falleg. Ermarnar eru poka ermar. Líning í hálsin. Pilsið helst úr svörtu flaueli en beltið rautt.. — Svo er skemmtileg jerseyblússa með rúllukraga sem framlengist í langa enda sem hnýttir eru lauslega að framan. SKJÓLGÓÐUR FRAKKI. — Efnið er langhært mohair sem bæði er hlýtt og sterkt, létt og fallegt. Hettan er föst með speldi og má hneppa henni hálft eða alveg upp. (Frakkinn er ítalskur, frá Carosa). Vitið þér...? að verið er að gera stærstu uppi- stöðu veraldar um þessar mund- ir? Um 500 km. fyrir sunnan Victoriu- fossa í Zambesi er verið að lilaða stíflu í fljótið, hærri en skýjakljúf UNO i New York. Myndast þá stöðu- vatn i Zambesi, sem verður til vatns- miðlunar l'yrir raforkustöð, sem á að skila 4 milljard kilóvatt-timum á ári. hvers vegna dúkarnir á ballskák- arborðum eru hafðir grænir? í upphafi var ballskák eða billiard útileikur á borð við cricket og leikið á grasi. Er talið víst að græni litur- inn stafi af því, að menn hafi viljað cftirlíkja sem mest grængresið, er þeir fóru að leika ballskák á borðuni. að menn venjast furðu fljótt að lifa í mikilli hæð? Indíánarnir í Perú, sem lifa liátt uppi í Andesfjöllum geta unnið strit- vinnu án þess að finna til mæði. Til- raunir hafa sýnt að láglendisbúar venjast fljótt að dvelja í 4—5 kiló- metra liæð, og geta hlaupið um og borið þungar byrðar, þótt nýgræðing- ar mundu kveljast af súrefnisleysi.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.