Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 27.02.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN ^*^*^*?ti<$ FRAMHALDSSAGA *^*^*^*^ ÁJ5T1R í feluleík 14. ^É^^áBS^jL .FRA~H.ALDssAG A. ^i^^á^SS^MSfe!. sagt Peter það, og ég vildi ekki að hann vissi um það. — Hann átti rétt á að fá að vita það, sagði Elisabeth. Amy lét fallast niður í stól. — Þetta var allt andstyggilegt, en þú ert voríandi ekki reið mér samt? — Vertu ekki að þessari vitleysu. Ég var að segja þér að ég væri glöð yfir því. — Já, ég veit það, en þú ert svo annarleg. Tekur þig sárt að Peter f ái kannske óþægindi út af þessu? — Já, mér þykir það leitt. Hann á enga áminningu skilið. Það var rangt af þér að hefna þín með þessu móti. Amy leit upp. —Ertu ástfangin af Peter? — Nei, fjarri fer því. — Honum líst vel á þig. — Nei, ekki er það. Hann kom til Bolani vegna þess að hann langaði til að vinna hjá föður þínum og líka í von um að ná sambandi við þig aftur. Hafi ég verið mikið með honum þá stafar það eingöngu af því að þú vildir ekki sjá hann. Peter er tilfinningamaður — hvort sem þú vilt trúa því eða ekki. — Tilfinningamaður, endurtók Amy fyrir- litlega. — Hann er jafn tilfinninganæmur og stóllinn þarna. Tilfinningamaður mundi aldrei hafa talað við mig eins og hann gerði. — Þú skilur hann ekki, sagði Elisabeth. — Þú reynir ekki einu sinni að skilja hann, þó að hann sé mjög auðskilinn. Hann vill ekki stjana við þig eins og Cranwood og þeir allir hinir gera, því að hann er ekki þannig gerður. Hann hefir gaman af starfi sínu og þegar hann var í fríi í Englandi og kynntist þér, fór honum að þykja vænt um þig ... ekki á sama hátt og allir hinir láta, heldur í fullri alvöru. Sé þér ekkert hlýtt til hans þá er ekkert við því að segja, en þú gætir að minnsta kosti látið ógert að vera slæm við hann. Það er það minnsta sem stúlka getur gert fyrir mann, sem líst vel á hana. Amy andvarpaði. — Ég held mér verði aldrei mögulegt að sýná Peter velvild. Ég er ekki nógu göfug til þess. Eg get ekki gleymt því að hann sagði að ég væri síngjörn og hörð. — Sagði Peter það? — Já, og miklu meira. Heyrðu — þetta verður erfitt ár. Ef Pétur flytur sig hingað í húsið fer ég heim til Englands aftur. Ég þoli alls ekki að vera undir sama þaki og hann. — Heyrðu, ertu nú ekki að fara í öfgar? spurði Elisabeth hægt. — Hann fær sín eig- in herbergi hérna og þú þarft ekki einu sinni að sjá hann. En eftir þetta atvik með okkur tvær getur það komið til mála að Julian ráðleggi föður þínum að taka annan mann. — Það er í rauninni rangt að hann skuli verða að líða fyrir að hann þagði yfir leynd- armálinu okkar. Ég skal tala við hann pabba. Það er kannske best að tala við Julian líka. Elisabeth færði til smyrslakrukkurnar á snyrtiborðinu. — Ég lofaði Peter því að ég skyldi tala við Julian í dag, sagði hún. — Ég held að hann hafi meiri beyg af honum en föður þínum. — Viltu gera það? sagði Amy þakklát. — Mér finnst, skilurðu, að Julian muni hafa á til- finningunni hver átæðan muni hafa verið til þessarar tiltektar okkar að hann fyrirlíti okk- ur þess vegna. Hins vegar getur hugsast að við höfum giskað rétt á — hann var farinn að hugsa alvarlega um þig, og það getur vel verið að þetta hafi komið yfir hann eins og reiðarslag. En mig langar ekki til að tala við hann í dag. Ég hefi fengið nóg í bráðina. Amy var í rauninni mædd. Ef til vill hefir það lagst í hana að Elisabeth tæki sér þetta nær en hún þóttist. Amy iðraðist að minnsta kosti eftir að hún hefði verið hugsunarlaus. Hún stóð upp og sagði: — Ég hefi einsett mér að vera góð stúlka í dag. Ég á að borða há- degisverð hjá frú Kelvey. Eg ætla að aka henni í hjólastólnum og spila á spil við hana. Elisabeth lyfti augnabrúnunum. — Aftur í dag? — Hún er svo viðfelldin, sagði Amy. — Og hún er svoddan hetja að mér finnst alveg of- aukið í veröldinni. Eg held áð ég hafi gott af að finna til þess við og við. Elisabeth borðaði morgunverðinn úti á stéttinni. Hún borðaði ekki nema lítið. Til- hugsunin um samtalið við Julian kvaldi hana, en um leið þráði hún þó að tala við hann og heyra hvort allt væri eins og áður milli þeirra. Klukkan var ekki orðin níu. Vinnutíminn á skrifstofunni hófst klukkan hálfníu og Elisa- beth hugsaði sér að það væri hæfilegt að heimsækja Julian hálftíu. Hún fór út að ganga í hressandi morgunloft- inu. Sólin hækkaði á lofti og hún heyrði verkamennina syngja við vinnuna við sítrónu- trén. Citrónu- og appelsínuuppskeran var ekki á neinum ákveðnum tíma árs þarna. Trén blómguðust og báru ávöxt allan ársins hring. Hún leit aftur á klukkuna. Tíu mínútur yfir níu. Hún varð að láta bílinn vera til taks. En nú mundi hún allt í einu, að hún hafði engan rétt til að heimta bíl þegar henni þóknaðist. Hún varð að stilla kröfum sínum í hóf frá deginum i dag. REIÐARSLAGS-FRÉTT. Tíu mínútum síðar var landstjórabíllinn á leið til Mueng. Þegar hann var að nema stað- ar við stjórnarráðshúsið fann Elisabeth að hún var rök af svita. Hún hafði aldrei komið inn í þetta hús og hún var ekki að koma í op- inbera heimsókn. Julian gat neitað að taka á móti henni, en ekki bjóst hún samt við að hann mundi gera það. Hann hafði sagt við hana að hún mætti koma og tala við sig hvar sem hann væri viðstaddur. En veik rödd hvíslaði að henni: En það var meðan hann hélt að þú værir Amy. Hún gekk upp þrepin og inn í svala forstofuna en ungur Malayi í einkennisbúningi opnaði lyftu- dyrnar fyrir henni. — Skrifstofu umboðsmannsins, þökk fyrir, sagði hún og barðist við að vera róleg með- an lyftan leið upp á aðra hæð. Henni var vísað inn í biðstofu, með stólum, klæddum grænu skinni á gólfábreiðunni. Vindutjöldin voru dregin niður til hálfs, þó að sólin mundi ekki skína á þessa glugga hússins fyr en eftir langan tíma. Stórir ösku- bakkar stóðu á ílöngu mahogníborði og á veggnum hékk stór mynd af Henry. Dyr opnuðust og Elisabeth rétti úr sér í stólnum. En þetta var bara aðstoðarmaðurinn. Hann kom inn og lokaði á eftir sér. — Góðan daginn ungfrú ... ungfrú Mayne. Hann brosti. — Þér ætluðuð að tala við herra Stanville? — Já, þökk fyrir, ef hann á ekki annríkt. — Er það persónulegt erindi? Eða get ég hjálpað yður? ,— Það ... það er ekki persónulegt. En það er ekki heldur opinbert erindi. Ég veit að það er ekki samkvæmt reglunum að koma hingað á skrifstofurnar, en ... — Nei .svaraði hann. — Umboðsmaður- inn mundi vafalaust taka á móti yður undir eins, en ... Hann brosti vandræðalega. — Hann er því miður ekki viðstaddur. — Hahn er 'ekki kominn ennþá, eigið þér við? — Nei, það er ekki þannig. Herra Stanville er farinn frá Bolani, og enginn veit hvers vegna. Elisabeth var sem þrumu lostin. Julian far- inn. Hann hafði horfið frá starfi sínu án þess að gefa nokkra skýringu. Þetta var ótrúlget! — Hvenær fór hann? spurði hún. — I dögun, held ég. Þjónarnir segja að hann hafi gengið frá töskunum sínum og sagt að hafa vélbátinn tilbúinn, og ritari hans veit ekkert. Herra Stanville hlýtur að hafa komið á skrifstofuna áður en hann fór, því að ég fann bréf frá honum — það lá ofan á kassa með bréfum, sem ég er vanur að athuga á hverjum morgni. — Hvað stóð í þessu bréfi? — Hann skrifar að hann verði að vera f jar- verandi um tíma og gaf okkur fyrirmæli um hvað gera skyldi, ef eitthvað kæmi fyrir næstu viku eða tíu daga. Eg verð að aflýsa fundi þangað til sir Henry kemur aftur. Meira get ég ekki sagt yður. — Hafið þér enga hugmynd um hvert hann ætlaði sér? spurði hún vílandi. — Minntist hann ekkert á það í gær þegar þið töluðuð saman? Hann yppti öxlum. — Ekki einu orði. Mér fannst hann dálítið þóttalegur þegar hann bauð góða nótt, en það var orðið framorðið og hann hafði haft mikið að gera alian dag- inn. Sannast að segja var ég að hugsa um að hringja til yðar áðan, því að þið ... hafið verið góðir kunningjar, og mér datt í hug að þér vissuð eitthvað um þetta, sem við vit- um ekki. — Nei, svaraði hún um hæl. — Ég á bágt með að trúa, að hann skyldi fara svona ... Hefir hann nokkurn tíma gert það áður? Maðurinn hristi höfuðið. — Nei, ég er al-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.