Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1959, Blaðsíða 13

Fálkinn - 27.02.1959, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 veg jafn forviða á þessu og þér eruð, en ég er viss um að við fáum einhverja orðsendingu frá honum áður en dagurinn er úti. Ég skal síma til yðar ef ég frétti eitthvað. Hún átti ekki annan kost en þakka honum fyrir og kveðja. En henni fannst líkast og hún gengi í svefni niður að bílnum aftur. Juli- an var farinn frá Bolani. Hún hafði þessi orð yfir í huganum hvað eftir annað, án þess að gera sér ljóst hvað þau þýddu. Þetta var ó- trúlegt. Bolani án Julians var eins og eyði- mörk án vinjar. Julian var Bolani. Nú kom kvíðinn sem haf ði kvalið hana alla nóttina, upp í henni aftur. Kannske hafði hann vitað að hann varð að fara út í aðrar eyjar og hafði valið þennan dag til þess, af því að hann vildi slíta vináttuböndin við stúlkuna, sem hann hélt að væri landstjóradóttirin. Þannig lá í þessu! Hann var reiður — miklu reiðari en hann hafði látið á sér sjá þegar Amy kastaði bombunni. Hann hafði séð gegnum þær og fundið ástæðuna til skolla- leiksins og líklega hrósað happi yfir að sleppa óklandraður við þetta. Ungfrú Brodie hafði rétt að mæla, eftir allt saman! Julian var samviskulaus og nógu djarfur til að klifra upp í topp hjálparlaust, en hafði ekki viljað láta tækifærið ónotað til þess að flýta fyrir frama sínum með hjóna- bandi. Kannske hafði hann kynnt sér allt innræti Elisabeth og komist að þeirri niður- stöðu að hún væri hæfilegt konuefni. Hann vissi að hann gat dregið athygli hennar að sér — hann hafði reynt það nokkrum sinn- um — með góðum árangri. Þetta var ... hryllilegt. Og enn verra af því að hún átti ekki um neitt að velja. Hann hafði viljað giftast henni — án þess að elska hana — og þar af leiddi aftur, að ef Amy og hún hefðu ekki haft nafnaskipti mundi hann hafa gifst Amy, án þess að elska hana. Þetta var svo auvirðilegt að húh gat ekki hugsað til þess. Hún var föl og skjálfandi þegar hún kom inn í stofuna heima, þar sem Amy sat og var að lesa í bók. — Hvernig gekk þetta? spurði Amy. — Var hann reiður? Elisabeth hristi höfuðið og lagði hattinn frá sér á stól. Hún barðist við að sýnast ró- leg og stillt. Hún sagði Amy fréttina, eins rólega og hún gat. — Hvað er nú þetta! Amy starði á hana eins og hún tryði henni ekki. — Þarna hef- urðu sönnunina, er það ekki? En ég vil helst ekki trúa þessu. Þrátt fyrir allt hefi ég alltaf trúað ýmsu góðu um Julian, og hvað sem hann nú er eða ekki er — ragur er hann að minnsta kosti ekki. En hann vill ógjarna verða fyrir óþægind- ^jreíumund f v '¦. ^cf. ;-C '//> f^ - ff rm>H,u Iaú. Hvar er félagi fjallgöngumannsins? um, sagði Elisabeth. — Hann er of séður og öruggur um sjálfan sig. — Og vitanlega kemst allt í uppnám þeg- ar fólk fréttir að hann er farinn á bak og burt. Gamanleikurinn okkar hverfur alveg í skugga og burtför Julians verður umræðu- efnið hjá hvíta fólkinu í Mueng. Eg hefi alltaf verið þeirrar skoðunar að Julian væri séður, og það er blátt áfram stórfenglegt hve við- bragðsfljótur hann er, sagði Amy með að- dáun. — Ég er viss um að hann hefir farið út í einhverja smáeyjuna og ætlar að veiða þar í nokkra daga. — Það mundi hann ekki gera. Hann mundi ekki vanrækja starf sitt. — Nei, það kemur heim, og þú hefir líklega rétt fyrir þér. Hann hefir farið í einhverjum erindum og þegar hann kemur aftur mun hann segja að það hafi verið áríðandi erindi og að hann hafi orðið að fara fyrirvaralaust. Enginn veit sannleikann nema þú og ég, gullið mitt. Hún hugsaði sig um. — Þú hefir þá ekki fengið tækifæri til að gera neitt fyrir Peter? — Nei, það var ekkert hægt að gera. — Jæja, en þetta hefir ekki haft neinar alvarlegar afleiðingar ennþá. Þegar hann kem- ur aftur getur hugsast að Julian hafi gleymt að Peter var á okkar bandi, eða að þá skiptir þetta engu máli lengur. Eiginlega held ég að við getum verið ánægðar með gabbið, sagði hún og augun ljómuðu. — Ég er ein- mitt þess konar manneskja að ég hefði ginnst til að giftast honum án þess að uppgötva að honum þótti ekkert vænt um mig. Þetta er bráðhættulegur maður. Elisabeth fékk næstu dagana staðfestingu á því hve hættulegur hann var. ÖMURLEGIR DAGAR. Ekkert lífsmark kom frá Julian þann dag- inn og ekki heldur næstu þrjá daga. Kven- fólkið í nýlendunni hittist í árdegistedrykkj- um eins og áður, og Elisabeth kom líka. Eftir fyrsta daginn var fjarvera Julians talin eðli- leg og óhjákvæmileg. Allir vissu að hann hafði mikið að gera og það var talið sjálf- sagt, að hann hefði farið í áríðandi erindum út í einhverja af smærri eyjunum. Að vísu var einkennilegt að hann skyldi ekki láta heyra frá sér, en sambandið við þessar eyjar var líka stopult. Ekki ástæða til að kvíða neinu. En það var allt annað en þessar áhyggjur einar sem kvöldu Elisabeth. Hún þóttist viss um að hann hefði farið vegna þess, að hann væri sárreiður henni og Amy. Hann hafði dregið sig eftir þeirri stúlkunni sem hann hélt að væri dóttir landstjórans, og nú fannst hon- um að hann hefði orðið sér til skammar. Elisabeth fann, að með þessu var öllu lokið. Julian mundi líklega koma aftur en einbeita sér svo að vinnunni að hann hef ði engan tíma til að koma í samkvæmi. Næst þegar þau hitt- ust mundi hann vera kuldalegur og brosandi, eins og hann var alltaf við hitt kvenfólkið. Henni kom varla dúr á auga í margar næt- ur. Hún sá í anda vélbátinn brotinn í spón á einhverju skerinu, sem hún hafði séð þegar hún sigldi kringum eyjuna. Hún sá Julian á sundi til að bjarga sér, og brotna við klett- ana. Hún sá hann dauðan. Svo vaknaði hún vot af svita og þrýsti höndunum að verkjandi augunum. Þetta var óþolandi. En dagarnir liðu og það var að hitna í veðri. Hinar dömurnar sárkviðu fyrir hitanum. Þurrkurinn mundi eyðileggja garðana þeirra og vinnufólkið verða svo latt þegar hitnaði. Það er ómögulegt að segja hvað knúði Elisabeth til að fara og heimsækja Celiu Cartney. Hún hafði þraukað í fimm daga án þess að taka sér nokkuð fyrir hendur og hún þráði að tala við einhverja aðra, eftir fimm daga samveru með frúnum og Amy. Elisabeth barði að dyrunum á hreysinu. Celia opnaði og bauð hana velkomna, bros andi útundir eyru. — Elisabeth! En hvað það var fallegt af yður að koma hingað. Hér veð- ur allt á súðum hjá mér, en komið þér inn samt. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og lVa—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.: Svavar Hjaltested. — Simi 12210. HERBERTSprent. ADAMSON Ileyndur hand- verksmaður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.