Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1959, Síða 15

Fálkinn - 27.02.1959, Síða 15
FÁLKINN 15 ORDSENÞING frd Rnfmipeftirliti ríkisins. Nokkur brögð hafa verið að því undanfarið, að rafmagnsljóskúlur „sprengi“ vartappa, um leið og þær bila. Einnig eru þess nokkur dæmi í seinni tíð, að raf- magnsljóskúlur bili þannig, að glerkúlan springi og glerbrotin þeytist í allar áttir Þótt rafmagnsljóskúlur séu ekki enn sem komið er viðurkenningarskyldar, sem kallað er, þ. e. að inn- flytjanda sé skylt að senda raffangaprófun rafmagns- eftirlitsins sýnishorn til prófunar og úrskurðar um það, hvort leyfilegt sé að selja þær og nota, þá eru umræddir gallar, sem sannanlega hafa kom- ið í ljós, svo alvarlegir, einkum hinn síðarnefndi, að rafmagnseftirlitið telur ekki rétt að láta þetta af- skiptalaust. Reynt verður að safna upplýsingum um hve mikil brögð kunni að vera að umræddum göllum. Rafmagnseftirlitið vill því hérmeð mælast til þess, að allir þeir, sem vottar hafa verið að slíkum bil- unum, sem hér um ræðir, tilkynni það rafmagns eftirliti ríkisins eða hlutaðeigandi rafveitu, annað hvort bréflega eða í síma. Varúðarreglur: Þegar rafmagnsljóskúla (pera) er skrúfuð í lampa- höldu, skal ávallt gætt, að straumurinn að lampan- um sé rofinn og ekki kveikt á honum (með rofa eða tengilkvísl) fyrr en Ijóskúlan hefir verið skrúf- uð í hann. Annars getur verið hætta á að verið sé of nálægt ljóskúlunni, þegar rafstraumi er hleypt á hana, ef hún skyldi springa, eða blossi myndast í henni. Einnig er það góð regla og raunar sjálfsögð, að snúa andlitinu frá, eða halda hönd fyrir augu, þeg- ar vartappi er skrúfaður í, því að við óhagstæð skil- yrði (skammhlaup) getur myndast mjög skær blossi í vartappanum um leið og hann nemur við botn í varhúsinu, þegar hann er skrúfaður í. Rafmagnseftirlit ríkisins. NORMA DAN, 33 ára frú í Sydney, Ástralíu, liefir fengið skilnað vegna þess að maður- inn hennar, sem er kolbrjálaður af afbrýði, hafði ekki aðeins stráð kláða- dufti í nærfötin liennar heldur lika borið sýrur í kjólana hennar, svo að þeir duttu í flygsum utan af henni þegar hún fór að klóra sér. <o> Gúndi litli var syngjandi úti á götu, og gömul kona mætir honum og spyr hvers vegna hann sé svona glaður. Hann svarar að það sé vegna þess að liann sé að eignast bróður. Gamla konan spurði hvernig hann vissi að það væri bróðir, sem hann mundi eignast, og þá svarar Gúndi: „Hún mamma hefir tvisvar legið veik og þá eignaðist ég systur i bæði skiptin. En nú liggur liann pabbi veikur!“ <o> Síðasta nýtt frá New York eru glæpasögur, sérstaklega gerðar til þess að lesa meðan maður liggur i baði. Þær eru prentaðar á pappír, sem ekki drekkur í sig vatn, og er svo léttur að hann flýtur í vatninu. <o> HUSMÆÐUR: Besta og ódýrasta húshjálpin er tvímælalaust að losna við þvottadaginn. Mesta erfiðið á heimilunum er á þvottadaginn. Við leysum vandann, allir dagar eru þvottadagar hjá okkur. §l>líkj aþvottnr, 30 slj’klci af sléttu taui Jivegin og frágengin (rulluð) fyrir kr. 85,50 -f- söluskattur. 2,85 livert stykki ef þau eru fleiri. — f stykkjaþvott getið þér sent allt tau sem liægt er að rulla og sjóða, t. d. sængurver, lök, koddaver, handklæði, diska- þurrkur, dúka, bómullarnærfatnað o. fl. o. fl. Blantþvottur, er ódýrasta þjónústan sem þvottahús veita, og i blautþvott er liægt að senda allt tau nema utan- yfirfatnað og ullarfatnað. Blautþvotturinn er þveginn og þurrkaður. Verðið er kr. 6,00 -j- sölu- skattur hvert kílógramm. Frágfangjsþvottnr, 1 frágangsþvott er liægt að senda allt tau sem á annað borð er hægt að þvo. — Verðið er sam- kvæmt verðskrá þvottahúsanna. Skyrtur, eru venjulega afgreiddar samdægurs. liiiiiuíatnadnr. Sérstök áhersla er lögð á fljóta afgreiðslu á livers konar vinnufatnaði. Kcmisk fatahrcinsnn »Sf pressnn Við höfum l'ullkomna efnalaug og hreinsum og pressum livers konar fatnað. Við sækjum heim og sendum um allan bæ, einnig í Kópavog og Hafnarfjörð. Reynið viðskiptin. Látið okkur þvo. BORCARÞYOTTAHUSID H.(. Borgartúni 3. Símar 1-72-60 — 1-72-61 — 1-83-50.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.