Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 20.03.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Viðgerð fer fram í flugskýli F. I. á Reykjavíkurflugvelli. Allsherjarskoðun á Aiiconnt-vélnnnm fer fram hér Allt frá því að Flugfélag íslands lióf hér innanlands flug á öndverðu ári 1938, hafa íslenskir flugvirkjar ann- ast meginhluta skoðana, viðhalds og viðgerða flugvélanna sem annast liafa þann þátt flugsins. Sömuleiðis hafa þeir annast flestar sköðanir á Sky- masterflugvélum félagsins, nema svo- kallaðar „8000 klst. skoðanir", sem framkvæmdar hafa verið erlendis. Er Flugfélag íslands festi kaup á millilandaflugvélum sínum af Visc óunt-gerð fyrir tæpum tveim árum síðan, var af félagsins hálfu ákveðið að leggja í framtíðinni fullt kapp á að allt víðhald þessara flugvéla yrði framkvæmt hér á landi og á þann hátt sparaður mikill erlendur gjaldeyrir. Hér var um mikið átak að ræða, þvi að með tilkomu Viscount-flugvélanna tóku íslendingar þrýstiloftsknúnar flugvélar í þjónustu sína. Strax vorið 1957 var liafisl handa um sérþjálfun flugvirkja jafnhliða j)ví er flugmenn félagsins nutu þjálfunar crlendis í sínum hluta starfsins. Nú er svo komið að 17 af flugvirkjum fé- lagsins liafa lokið prófum hjá Vickers og Rolls Royce verksmiðjum, þ. e. a. s. framleiðendum Viscount-flugvél- anna og hreyfla þeirra. í fyrstu voru allar skoðanir Vis- count-flugvélanna framkvæmdar í Bretlandi og kom þar tvennt til. í fyrsta lagi voru varalilutabirgðir hér- lendis af skornum skammti og þjálf- un flugvirkja ekki lokið. Fljótlega var þó byrjað að framkvæma minniháttar skoðanir á Viscount-flugvélunum hér heima, þ. e. a. s. svokallaða „skoðun 1“, sem gerð er eftir hverjar 135 flug stundir. Haustið 1957 voru svo gerðar hérlendis svokallaðar „skoðanir II“, cn þær fara fram eftir hverjar 400 klst. Þá gerðu flugvirkjar Flugfélags íslands fyrstu „skoðun 111“ í nóvem- her s.l., en slíkar skoðanir fara fram eftir 800 klst. flug. og nú i mars-mán- uði eru þeir að framkvæma i fyrsta sinn svokalalða „skoðun IV“ á „GULLFAXA“ en þessi tegund skoð- unar er sú stærsta sem gerð er á Viscount-flugvélum og er framkvæmd á 2400 flugtíma fresti. Sams konar skoðun verður gerð á „HRÍMFAXA" í verkstæðum F. í. i næsta mánuði. Segja má, að i þessum stærstu skoð- unum á Viscount-flugvélunum sé hver hlutur flugvélarinnar nákvæmlega rannsakaður eða um hann skipt, skv. fvrirmælum framleiðanda og loft- ferðaeftirlitins breska. í slíkum skoðunum eru einnig fram- kvæmdar breytingar og endurbætur á flugvélunum í samræmi við fyrir- mæli framleiðenda. Starfandi flugvirkjar hjá Flugfélagi Islands eru nú 45, þar af hafa, sem fyrr segir 17 lokið prófum í hinum ýmsu greinum varðandi Viscount- flugvélarnar. Allir hafa þessir menn hlotið háar einkunnir og þá hæstu, sem jafnframt er ein hæsta einkunn sem tekin hefir verið lijá Vickers- verksmiðjunum hlaut Gunnar Val- geirsson, flugvirki, 97,5%. Yfirmaður allra flugvirkjanna, Brandur Tómasson, sem nú hefir starfað í rúmlega tuttugu ár hjá Flug- félagi Islands, hefir yfirumsjón allra skoðana og viðgerða sem fram- kvæmdar eru á verkstæði F. í. Ásgeir Samúelsson er verkstjóri í flugskýli en Jón N. Pálsson er yfirmaður skoð- unardeildar. Skoðunardeild hefir á hendi allar spjaldskrár varðandi hina ýmsu flugvélahluta, sem skipt er um eftir ákveðinn þjónustutíma. í skoð- unardeild, sem ber ábyrgð gagnvart Loftferðaeftirliti rikisins, vinna auk Jóns tveir sérmenntaðir flugvirkjar og tveir skrifstofumenn. Tveir flugvirkjar félagsins starfa er- lcndis, í London og Kaupmannahöfn. Þá eru fjórir flugvirkjanna starfandi vélamenn á flugvélunum (Skymastcr og Katalínu) og þrír deildarstjórar. í mælitækjadeild er yfirmaður Svein- hjörn Þórhallsson. Mælitækjadeild sér um viðhald og endurnýjanir á tækjum svo sem hæðarmælum, áttavitum, hraðamælum, stig og fallmælum o. fl. Framhald á hls. 14. Sýning: í li§tamanna§kálanum Hed ltoeiog: VOH veitnr 11111 haf Nýlega flugu fyrstu íslendingarnir nteð Boeing 707 þrýstiloftsflugvél frá íslandi til Bandaríkjanna. Voru það hjónin frú Helga Sigurðardóttir og Egill Vilhjálmsson, stórkaupmaður. Mynd þessi var tekin áður en þau stigu upp i ílugvélina, en hjá þeim stendur Stefán Guðjolinsen, starfs- maður Pan American á Keflavíkur- flugvelli. — Ferðin tók 5% klukku- stund til New York, en ekki var hægt að lenda þar og því flogið til Balti- more. Heim kom Egill með flugvél af gerðinni DC-7 og tók sú ferð 10 klst. Að undanförnu hefir ungur list- málari, Kári Eiriksson, haklið mál- verkasýningu í Listamannaskálanum. Sýnir hann þar 90 málverk pg teikn- ingar. Aðsókn hefir verið góð að sýn- ingunni og allmargar myndir selst. Kári Eiríksson er ungur að árum, fæddur á Þingeyri 1935, sonur Eiriks Þorsteinssonar, alþm. Hann hefir stundað nám bæði við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn og listáháskólann á Florens á Ítalíu. Hefir hann fengið ýmis konar viður- kenningu fyrir verk sín þar sem hann hefir bæði haldið sjálfstæða sýningu og tekið þátt í samsýningum. — Er þetta fyrsta sýning Kára hér heima. Myndin, sem hér fylgir er af emu verka hans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.