Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 20.03.1959, Blaðsíða 8
FÁLKINN / Fyrsta skiptið? Það eru yfir 30 ár siðan, en ég man það eins og það liefði skeð í gær. Ég gekk niður Södra Vegen í Gautaborg. Ljómandi mynd- arleg stúlka gekk framlijá mér. Allt í einu missti hún vasaklútinn sinn. Ég tók hann upp og sagði: — Fyrirgefið þér — þér misstuð þetta ... — Þakka yður kærlega fyrir, svar- aði hún. — Það var fallega gert af yður að taka 'hann upp. Hún var sem sagt skrambi lagleg og ég fór að tala utan að því að við hefðum stefnumót. Jú, hún tók þvi ekki fjarri. Hún sagðist vera talsvert einmana, einmitt núna. Húsbændur hennar höfðu farið í ferðalag, hún var heimasæta hjá aðalsfóiki, sagði hún. Við bundum fastmælum að hittast dag- inn eftir. Svo hittumst við á Köngstorginu og ég bauð henni i veitingastað. Ég borgaði reikninginn. Það var vitan- lega sjálfsagt. Þá. En ég þottist vita að hún ynni fyrir góðu kaupi. Afréð að fara mjög varlega. Ég lét liða heila viku þangað til ég hringdi til hennar næst. Maður má aldrei láta finna, að maður sé áfjáður ... t Þegar við hittumst reyndi ég að Hvað kemur til þess, að stúlkur sem hafa sparað og lifað gæti- lega alla sína ævi, verða allt í einu fúsar til að fórna aleigu sinni þegar þær kynnast manni, sem sýnir þeim alúð og nær- gætni? Þó að þær hafi komist að raun um, að þessi maður er svikahrappur bregða þær ekki trúnaði við hann en halda áfram að gefa honum peninga, þangað til ekkert er eftir. — Hér fer á eftir sagan af sænskum svika- hrappi, sem lifði á því að trúlof- ast stúlkum til að hafa af þeim fé. En svona sögur gerast í öllum löndum. fangelsið. Og hún sagðist hafa fyrir- gefið mér. Undarlegt er það með kvenfólkið! Ég hafði nú kostað hana yfir fjögur þúsund krónur. Og það voru miklir peningar á árunum eftir 1920 ... Sá sem segir frá þessu er einn bíræfnasti svikahrappur Norðurlanda í þessari grein. — Raskenstam mun liafa verið sá slyngasti, en ég er á- reiðanlega númer tvö, segir hann drýgindalegur og hugsar til allra feitu fyrirsagnanna. Það er ekki vert að segja hvað hann heitir, enda er það þýðingarlaust, því að hann er alltaf að breyta um nafn. Nú lifir hann í kyrrlæti sem smáborgari, með fimmtu konunni sinni og hefir verið giftur henni í tiu ár. Enginn skyldi HANN TÆLDI - 0G SVEIK vera sem alvarlegastur á svipinn. Hún tók undir eins eftir þvi. — Þú ert ekki eins og þú átt að þér í dag, sagði hún. — Nei, en þú getur ekki bætt úr því, sagði ég og andvarpaði. — Hvað er að? spurði hún kvíð- andi. — Ég á vixil í bankanum, sem fell- ur i dag. Ilann er yfir þúsund krón- ur. Svo andvarpaði ég aftur ... — Taktu það ekki nærri þér, svar- aði hún undir eins. — Komdu með mér i bankann, við skulum ganga frá þessu undir eins. Þetta gekk eins og í sögu. Við fór- um í bankann og liún tók út þúsund lcrónur og fékk mér. Reyndar voru það rúmlega þúsund krónur, svo að uppliæðin sýndist sennilegri. Svo afsakaði ég mig og sagðist bund- inn það sem eftir væri dagsins. Viku siðar hringdi ég aftur og þegar frá leið urðum við mestu mátar. Loks var farið að tala um trúlofun, og liún vildi fara með mig heim og sýna hús- bændunum mig. Foreldrar hennar ráku bú úti i skerjagarðinum og einn sunnudag i besta veðri fórum við þangað í bíl. Við borðuðum dýrindis miðdegisverð og ræður voru haldnar og mikið skálað. Og mér var boðið að vera um nóttina. Þegar ég kom niður i morgunverð- inn var húsbóndinn svo fokreiður að ég liélt að hann ætlaði að fljúga á mig. Einhver hafði símað tit hans og sagt lionum liver ég væri. Ég hafði verið giftur tvívegis áður, og var alls engin fyrirmynd. Nú komst allt i uppnám, og ég sá þann kost vænstan að reyna að forða mér undir eins og hægt var. En nú kom það á daginn, að stúlkan þver- neitaði að trúa þessu, sem sagt hafði verið um mig i símanum. Hún hélt trútt við mig eftir sem áður og við héldúm áfram að hittast. Og einn góðan veðurdag afréð ég að táta skríða til skarar. Ég tatdi lienni trú um, að ég hefði fengið íbúð í Málmey, sem ég þyrfti að kaupa húsgögn í. Ég fékk nokkur ])úsund krónur tijá henni og svo fór ég. Hún fylgdi mér á járnbrautarstöðina og gaf mér nesti, sem hún hafði smurt sjálf. Við kvMdumst með mikilli blíðu í I. farrý.nis klefanum mínum. Ferðin varð bráðskemmtileg. Þegar lestin rann út af stöðinni hafði ég þegar gleymt stúlkunni. Ég liafði peningana og var staðráðinn í að skemmta mér eins vel og ég gæti. Ég bauð foreldrum mínum i ágætau miðdegisverð á veitingastað. Og við ökum í bíl fram og aftur. Móðir mín þreyttist ekki á að tala um hve græna grein ég væri kominn á. Ilún tiefði bara átt að vita ... Peningana þraut og loksins kom sprengingin. „Unnustan mín“ kærði mig fyrir lögreglunni og ég var hand- tekinn i gistihúsherberginu mínu klukkan tvö um nótt. Dómurinn sem ég fékk var 6 mánaða og 15 daga fang- elsi. — Hvernig fór svo með stúlkuna? Hún var á hressingarhæli um tíma, en hún skrifaði mér falleg bréf í ÞEGAR STULKA ER ASTFANGIN TRUIR HUN OLLU lialda að þessi sexlugi maður með þunga hausinn og fallega yfirskeggið sé — eða réttara sagt liafi verið — falskur og meinhættulegur hjartaþjóf- ur. Maður skyldi helst halda að þetta væri virðulegur stórkaupmaður, er maður sér hann vera að rýna i blaða- úrklippurnar — sem tiann geymir að jafnaði vandlega niðri í skrifborðs- skúffunni sinni. En konan hans veit um öll glæfrabrögð hans. Þau tilheyra fortíðinni — hann hefir ekki gert neitt illt af sér í tíu ár og er nú orð- inn allra ráðsettasti maður. Margt hefir liann upplifað. Ævi- saga hans mundi verða hnossgæti fyrir þá, sem hafa gaman af að lesa um auðtrúa stútkur, fláráða karlmenn og Mammon. Hann hefir sem sagt verið giftur fimm sinnum. Einu sinni var hann giftur konu sem átti gisti- hús á Skáni og 100.000 krónur. Hann kynntist henni út af auglýs- ingu í blaði. Þau fóru brúðkaupsferð til Þýskaland og lifðu í dýrðlegum fagnaði, þangað tit það komst upp liver hann var. — Hún var öfgageðja. Vildi alltaf vera að kaupa gjafir handa mér. Einu sinni keypti hún tólf dýrar skyrtur, sem hún sá í búðarglugga. En daginn eftir lenti okkur saman i rifrildi. Og þá tók hún skærin, og klippti pjötlu úr hverri einustu slcyrtu. Annað skipti tók tiún skærin og klippti sundur spáný föt. Og hún liafði yndi af að draga út skrifborðsskúffurnar og fleygja þeim út um gluggann. Hann hefir kveikt vonarneist í mögum kvennahjörtum síðan daginn forðum í Gautaborg, þegar liann tók upp vasaklútinn. — Ég hefi verið mesti fantur um dagana, segir hann drýgindalega og strýkur yfirskeggið. — En auðfenginn eyrir er fljótur að fara ... Mesta fjáraflabragðið — og það sið- asta — gerði hann í Stokkhólmi fyrir fimmtán árum. Hann segir sjálfur frá því á þessa leið:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.