Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 20.03.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. KllittSPId Faðir og sonur leiddust inn í bæ- inn. „Hvað eigum við að kaupa fyrst?“ spurði drengurinn. „Yið kaupum allt í sömu búðinni,“ sagði faðirinn. Jens-Petter átti að vera hjá pabba sínum i vinnustofunni í sex daga. Mamma kæmi ekki heim fyrr en eftir sex daga. í dag átti pabbi frí. „í dag förum við á knattspyrnu- mót,“ sagði litli Jens-Petter, „þú hef- ir lofað mér því. í dag er miðviku- dagur og í dag er knattspyrna." „Jens-Petter,“ sagði pabbi, „á sunnudaginn þegar ég lofaði þér að fara á knattspyrnuleik, vissi ég ekki að mamam þyrfti að fara i sjúkra- húsið í dag. Þú veist að þegar mamma er á sjúkrahúsinu hefir pabbi þinn svo mörgu að sinna. Mamma hefir skrifað upp allt sem ég á að kaupa — Þú veist að okkur vantar nærri því allt í rúmið handa barninu, kodda og sæng og koddaver og sængurver og lök. Þegar við höfum keypt allt sem við þurfum, verðum við að fara heim og fá okkur svolítið að borða, og svo verður pabbi að taka til i húsinu. Við verðum að sjá knatt- spyrnuna einhvern tíma seinna.“ „Já, en hún mamma hefir ekki eignast barnið ennþá," sagði dreng- urinn. -— „ITvers vegna þurfum við að kaupa þetta allt í dag — getur ])að ekki biðið þangað til á morgun, svo að við getum séð knattspyrnuna?“ Skilurðu ekki, Jens-Petter, að ég fékk frí af verkstæðinu í dag af því að mamma þin varð að fara í fæð- ingarstofuna. Á morgun verð ég að vinna, svo að þá get ég ekki farið í búðirnar og keypt handa litla barn- inu.“ ,.En getum við ekki biðið með að borða þangað til eftir knattspyrnuna, — ég er ekki vitund svangur." Það glaðnaði yfir pabba, er hann gat sagt: — „Hérna er búðin, sem við getum keypt allt í.“ Jens-Petter fékk að velja það sem honum teist best á. Hann valdi sæng- urver með myndum af mörgum fíl- um og krókódílum. Pabbi fékk stóran böggul. „Þá er ])etta búið,“ sagði hann þeg ar þeir komu út á götuna. „Já,“ sagði Jens-Pétter. „Hvað er klukkan núna, pabbi?“ „Klukkan er 15.“ „Knattspyrnan byrjar ekki fyrr en klukkan 17,“ sagði Jens-Petter. „Við 'getum horft á knattspyrnu einlivern annan dag. Þarna er sima- klefi — ég ætla að hringja til fæðing- arstofunnar, — kannske ég frétli að þú hafir eignast bróður eða systur." „Ég vil eignast bróður, sem ég get sparkað með.“ Þeir fóru yfir götuna. Jens-Petter fór með pabba inn í símaklefann. Hann hélt á stóra bögglinum meðan pabbi var að síma. Pabbi sagði til nafns sins, og spurði hvort nokkuð væri að frétta af konunni sinni. Svo varð hann liljóð- ur og fölur og stamaði: ÓVENJU FALLEGUR PELS. (Frá Fashion Laqne). — Það er ekki öll- um fært að kaupa þennan dýra pels. Hann er úr dýrustu skinnum, með sobelkraga. En hann má einnig sauma úr ódýrari skinnum og getur hann þó orðið góð og falleg ftík. T Lskumyndir „Einmitt —■ já, einmitt — en kon- unni minni líður vel? Það var gott. Ég vona að það gangi betur í annað skipti. Get ég fengið að koma til kon- unnar minnar í dag? Ekki það — á morgun þá? Já, viljið þér segja henni að ég komi á morgun, og heilsið þér henni frá Jens-Petter og mér.“ Pabbi hengdi heyrnartækið á krókinn. Pabbi tók við bögglinum af Jens- Petter og þeir fóru út úr klefanum. „Heyrðu, Jens-Petter,“ sagði pabbi og saup hveljur, „nú skulum við gera nokkuð sniðugt. Ég ætla að fara inn í búðina sem ég fór í áðan og skilja böggulinn þar eftir, svo að ég þurfi ekki að burðast með hann. Bíddu liérna á meðan. Svo skulum við koma i kökubúð og sjá knattspyrnu á eftir.“ „Pabbi!“ hrópaði Jens-Petter, — „pabbi!“ En pabbi var kominn út á götuna og lét sem hann heyrði ekki til hans. BLÁIR SOKKAR OG RAUÐIR SKÓR. Nú er þetta nýjasta tíska, bláir ullar- sokkar og rauðir flauelskór fóðraðir með hvítu, og með riffluðum gúmmí- sólum. Vitið þér...? að margar milljónir vetrarbrauta hafa sést í himingeimnum? Maður getur gert sér nokkra hug- mynd um viðfemi himingeimsins af því, að liingað til hafa stjörnufræð- ingarnir fundið þar um 100 milljón vetrarbrautir eða „gataxa“. Og í hverri vetrarbraut eru meira en mill- jard stjörnur. að niðursoðinn matur getur geymst í 50 ár? Þetta hefir sannast er opnaðar voru dósir með niðursoðnum mat, sem Ernest Shackleton liafði með sér i suðurleiðangur sinn 1908—09 og skildi eftir i isauðninni. Maturinn í dósun- um reyndist algjörlega óskemmdur og bragðgóður. að sem farþegi í geimfari fær maðurinn meira af kosmiskum geislum í sig á 2 mínútum, en annars á viku? Mælitækin í ameriska .Explorer 1V‘ sem sendur var á loft 20. júlí s.l. sum- ar, hafa gefið þessar upplýsingar, sem bera með sér, að gera verður sér- stakar ráðstafanir til að verjast þess- um geislum, ef maður, er fer upp i há- loftin á að halda lífi. Jolin D. Rockefeller liinn fjórði pantaði sér rciðhjól frá Englandi fyr- ir 21 árs afmælið sitt, því að hann gat hvergj í Bandaríkjunum fengið reiðlijól sem honum liæfði. Sonar- sonarsonur hins fræga auðkýfings er nefnilega 202 cm. hár.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.