Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 27.03.1959, Blaðsíða 4
4 FALKINN LINCOLN samtíðar sinnar, nútíðarinnar og framtíðarinnar Eftir CARL SANDBURG. í tilefni 150 ára afmælis Abrahams Lincolns (1809—1865) flutti Carl Sand- burjr erindi það, sem fer hér á eftir, í Washington. Hinn aldni rithöfundur er í fremstu röð andans manna, bæði sem ljóðskáld og ævisagnaritari. Fyrsta ljóðabók hans, „Chicago Poems“, kom út 1915. En mesta rit hans er hin fræga 6 binda ævisaga Lincolns. Sandburg hlaut Pullitzerverðlaunin fyrir sagnfræði árið 1940 og fyrir ljóðagerð árið 1951, þau eru mesta bókmennta- sæmd, sem hægt er að sýna í U.S.A. Hver er í stuttu niáli kjarninn og uppistaðan i því, sem hægt er að læra af lífi Abrahams Lincolns og per- sónuleika? Hvað myndi Lincoln gera nú — ef hann væri á lífi? Mynd sú af Lincoln, sem mótast hefir í huga okkar, sýnir mann, sem aldrei gerði neitt rangt né tók nokkurn tima á- kvörðun, hafði alltaf rétt fyrir sér og hugur hans, lijarta og samviska voru flekklaus. Þannig hugsaði ég niér Lincoln, þegar ég var drengur. Ég sá hann fyrir mér, þar sem hann sat við skrifborðið og tók á móti skriflegum eða munnlegum tilmælum, og liann samþykkti þau eða liann vís- aði þeim á bug, og það var sama hvort heldur hann gerði, hann hafði alltaf rétt fyrir sér, aldrei rangt. Síðar komst ég að raun um, hve langt var frá því, að þessi bernsku- hugmynd mín væri rétt. Mér varð Ijóst, að það voru alls konar málefni og spurningar, sem hvorki Lincoln né nokkur annar maður, sem kom eittlivað við sögti þeirra tíma, gat svarað afdráttarlaust og mælt ákveð- ið nteð eða móti þessari eða annarri lausn eða framkvæmd mála. Hann varð þekktur fyrir skyndilegar, ó- væntar ákvarðanir og framkvæmdir — og viða fékk hann orð fyrir að vera óákveðinn, hikandi og það sem kallað var „tvístígandi“ og niikið var notað gegn honum. Og þegar hann var umvafinn hálfrökkri stefnuleysis og aðgerðarleysis, kölluðu samtíðar- menn hans það „stjórnmálahyggindi“. Áhrifamiklir menn í Washington, New York og Boston og öðrum stærri borgum landsins litu yfirleitt svo á snemma árs 1864, að stjórnmálaferill Lincolns væri á enda, hann væri bú- inn að vera og ætti ekki aftur- kvæmt. Lincoln var ekki rétti maðurinn í augum margra valdamanna í Was- hington, jafnvel í flokki Lincolns sjálfs. Eiiginn einasti ])ingmaður öldungadeildar Bandaríkjaþings mælti nteð honum til forsetakjörs i annað sinn. Það voru margir ágætismenn í öld- ungadeildinni þá eins og gengur. En þingmennirnir voru yfirleitt sam- mála Wasliingtonfréttaritara blaðsins „Detroit Free Press“, er hann sagði: „Það er ekki vitað um neinn öld- ungadeildarþingmann, sem æskir þess, að Lincoín verði aftur í kjöri við forsetakosningar." Öldungardeild- arþingmaðurinn Lyman Trumbull frá Ulinois, sem var einkar glöggur að finna hvert stefndi í stjórnmálaheim- iiium, skrifaði vini sínum m. a. eftir- farandi í febrúar 1864: „Það virðist vera mjög almennt álit manna, að Lincoln verði endurkjörinn, en ég hefi komist að raun um, að það álit er mestmegnis á yfirborðinu. Þú yrð- ir ekki lítið hissa, ef þú vissir, hve fáir áhrifamenn, sem við höfum rek- ist á hér og tekið tali, mæla með end- urkjöri Lincolns, þegar til kastanna kemur. Þeir vantreysta honum og óttast, að hann sé of óákveðinn og aíkastalitill. Þú skalt ekki láta það koma þér á óvart, þótt svo fari, áður en frambjóðandi flokksins verð- ur vaiinn, að meirihlutinn snúist á sveif með einhverjum öðrunt, sent tal- inn er hafa meiri atorku til að bera.“ Þetta var mildur dóniur óvenju heiðarlegs stjórnmálamanns frá heimafylki Lincolns. En ]iað vortt hvorki mildir né heiðarlegir dómar, sent aðrir öldungardeildárþingmenn úr flokki Lincolns sjálfs birtu um hann bæði í ræðu og riti. Þannig var þá málum háttað í öldungadeildinni. En hvað um fulltrúadeildina? Þar er aðeins kunnugt um, að einn þingmað- ur hafi lýst sig fylgjandi endurkjöri Lincolns. Þó átti Lincoln leynileg ítök meðal stjórnmálamanna og almennings úti um land. Það var fyrir stuðning þessa fólks, að hann var kjörinn forsetaefni fiokksins, enda þótt líkurnar til þess að hægt væri að binda endi á stríðið sumarið 1864 væru svo litlar, að raddir vortt uppi um það í Bandalags- flokknum að velja annan frambjóð- anda i stað Lincolns. Sjálfur skrifaði Lincoln í vasabók sina i ágúst, að útlit væri fyrir, að kosningarnar í nóvember næstkomandi væru tapað- ar. En Lincoin sigraði í kosningunum. Nú mætti spyrja: „Til hvers er verið að rifja upp óskemmtilega at- burði eins og þessa?“ Svarið gæti verið: Það er ekki liægt að minnast hinna erfiðu og skuggalegu daga í for- setatíð Lincolns og láta sem ekkert sé. Þetta var éndalaust stríð og strit, eilífar kvalir og angist. í kjölfar yfir- lýsingarinnar um afnáni þrælalialds- ins seint í september 1862 fylgdi mik- ill úlfaþytur og ofstopi, og Lincoln skrifaði jafnharðan niður ltjá sér hug- leiðingar sínar út af þessum atburð- um. Sömu hugleiðingar eiga kannske við nú, þegar við spyrjum, oft reynd- ar hugsunarlaust og í kæruleysi: „Hvað myndi Lincoln gera nú — ef hann væri á lífi?“ Það sem Lincoln skrifaði í þessu tilefni skildi liann eftir á skrifborði sinu, og ætlaðist ekki til að það væri gefið út. Einka- ritari hans, John Hay, tók þetta sam- an og gaf það út kringum 30 árum síðar: „Vilji guðs ræður. í miklum deilum halda báðir aðilar því fram, að þeir komi fram i samræmi við vilja guðs. Annar aðilinn hlýtur að hafa rangt fyrir sér, og það getur verið að báðir hafi það. Guð getur ekki í senn verið með og móti því sama. í þeirri borg arastyrjöld. sem nú stendur yfir, er vel hugsanlegt, að fyrirætlun hvorugs aðilans sé í samræmi við fyrirætlun guðs; en þó er mannleg viðleitni, einmitt í þeirri mynd, sem hún birtist, það verkfæri, sem hún kýs lielst til þess að framkvæma fyrirætlanir síii- ar. Það liggur við, að ég geti sagt, að þetta sé sennilega satt; að guð vilji þessa deilu og vilji, að henni ljúki ekki strax. Með liinu liljóða valdi sínu einu saman yfir huga deilu- aðilanna hefði hann annað livort get að bjargað eða fargað fylkjabanda- laginu án þess að til átaka kæmi með- al mannanna. Þó fór það svo, að bar- áttan braust út. Og þegar hún var hafin, gat liann hvaða dag sent var veitt öðrum aðilanum lokasigur. En þó heldur baráttan áfram.“ Var hann valdafýkinn maður, sem var að verða einræðissinni vorið 1861, þegar liann tók sér einræðis- vald? Hann hóf styrjöld án þess að leita álits þingsins, lýsti yfir hafn- banni, kallaði á aðstoð hersveita til þess að bæla niður uppreisn, tók út milljónir dollara úr fjárhirslum án formlegrar heimildar þingsins. Og 4. júlí, mörgum mánuðum seinna, valdi hann til þess að kalla þingið saman til að staðfesta þessar einræðislegu aðgerðir sinar. Þegar því var harðlega mótmælt, að hann liefði vald til þess að gera þetta, spurði hann, hvort liann yrði að halda fast við stjórnarskrána, þeg- ar hann væri að reyna að bjarga stjórninni, því að stjórnarskráin væri ekki annað en skráð verkfæri hennar. Þetta vortt róstusamir dagar og við einkaritara sinn, John Hay, sagði hann einn daginn: „Mín stefna er að hafa enga stefnu". Þessi sama skoðun kom fram i bréfi, sem hann skrifaði til vinar síns í Kentucky, og birt var í apríl 1864. Sunpr urðu furðii lostiVir, er þeir lásu þá játningu, sem þar kom fram: „Ég held því ekki fram að hafa stjórn- að atburðunum, heldur viðurkenni ég hreinlega, að atburðurnir hafa stjórn- að mér.“ Hvað er að heyra — enga stefnu? Já, það er einmitt þetta, sem hann var að segja. Hann hafði enga ákveðna meginstefnu aðra en að bjarga fylkjabandalaginu og draga úr útbreiðslu þrælahaldsins. Flokkur hans var meira að segja margklofinn í þrælamálinu. Hægri sinnar skiptust í þá, sem fylgdu Lincoln að málum og vildu, að stjórn- in keypti þrælana og gæfi þeim frelsi, og þá, sem trúðii ekki, að þetta myndi takast. Róttækir skiptust í þá, sem vildu afnema þrælahaldið, jafnskjótt og stríðið braust út, meðal þeirra var Harriet Beecher Stowe, höfundur sögunnar um „Hreysi Tuma frænda“. Það vortt hópar manna, sem alltaf þurfti að taka tillit til í sambandi við stjórnmálahefð, embætti og sérrétt- indi, og þetta fólk ælaði af göflunum að ganga, ef það fékk ekki það sem það vildi. Þar voru klíkur og einstakl- ingar, sem vildu fá sérsamninga, nið- urgreiðslur, sérstök hlunnindi. Sumir vildu græna bankaseðla, aðrir „bein-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.