Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 27.03.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Carl Sandburg hinn frægi ævisagna riiari Lincolns flytur ræðu þá sem Iiér birtist, í þingi Bandaríkjanna. liarða peninga“. Tolla-, banka- og járnbrautarhringar báru aldrei við að líta á annað en eigin hagsmuni. Gegnum þetta hafrót andstæðra skoðana varð Lincoln að sigla. Dag- lega var gengið hart að honum, og hann varð að taka ákvörðun. Og var nú um það að ræða í þessum tilfellum að velja milli þess, sem var rétt og þess, sem var rangt? Það er ósenni- legt. Dag eftir dag og klukkustund eftir klukkustund varð liann að velja milli þess, sem var að nokkru leyti rétt og að nokkru leyti rangt. Iðulega þegar hann var að taka ákvörðun, viðurkenndi liann, að hún væri sum- part röng, en han'n gæti ekki betur gert. Og hann hafði skýringu á þessu: Hann var vanur að benda á ])að, sen'i hann myndi vilja gera og væri full- komlega rétt og sýna siðan fram á, livernig það, sem væri fullkomlega rétt, væri óframkvæmanlegt — og myndi meira að segja að lokum hafa verri afleiðingar heldur en önnur úr- lausn, sem hann nefndi „hyggilega“. Varðveisla fylkjabandalagsins var eina stórmálið, þar sem hann taldi málstað sinn algjörlega réttan, og auk þess hagkvæm og hyggileg. En hvað var ])að, sem liann gerði í hinu stórmálinu, þrælahaldinu, sem var „hyggilegt" fremur en rétt? Lítið á yfirlýsingu hans um afnám þræla- haldsins. Þar segir berum orðum, að hann birti hana af „hernaðarlegri nauðsyn". Það sem hann á við er, að norðurherirnir myndu sigra fyrr, cf þrælunum væri gefið frelsi. Auð- vitað áleit hann, að rangt væri að halda þræla, eins og hann sagði síð- ar. Hann vildi frelsa svarta menn, sem gengu kaupum og sölum eins og bú- peningur og voru verðlagðir eins og nautgripir og kvikfé. En honum fannst hann ekki geta sagt það í yfirlýsing- unni um afnám þrælahaldsins. Þar sagði hann, að lausn þeirra úr ánauð væri „réttlætisráðstöfun, sein stjórn- arskráin heimilaði af hernaðarnauð- syn“. Merkti þetta, að hann frelsaði alla l)ræla í öllum þeim fylkjum, þar sem þrælahald tíðkaðist? Nei. Hin svo- nefndu landamærafylki voru ekki tal- in með í yfirlýsingunni. Var lýst yfir frelsi þrælanna i þrælahaldsfylkjun- um Missouri, Kentucky, Delaware og Maryland? Nei. Þessi fylki höfðu ekki sogt sig úr bandalaginu, þar var ekki „uppreisnarástand", eins og hann komst að orði. Og lýsti liann því yfir, að allir ])rælar í uppreisnarfylkjun- um yrðu að eilifu frjálsir menn? N'ei, undantekningar voru gerðar í 13 um- dæmum, i Louisianafylki, sem liann tilgreindi, þar með talin borgin New Orleans. Þar voru ])rælarnir ekki látnir lausir, Sama var að segja um sjö héruð og tvær borgir í Virginiu- fylki, að meðtöldum 48 landbúnaðar- héruðum í Vestur-Virginíu; þar var þrælunum ekki gefið l'relsi. Þeir voru: undantekning. Það voru auðvitað nægar ástæður og rök, sem okkur nægja nú i dag, fyrir því, að hann valdi hina hyggi- legu eða hagkvæmu leið fremur en hina réttu. Ef Lincoln væri nú á lifi of valdamaður, er ekki að efa, að hann myndi oft fremur velja hag- kvæmari leiðina en þá réttu. Ella myndi hann verða troðinn undir og hverfa burt af stjórnmálasviðinu, en þau urðu ekki örlög hans meðan hann var á lífi. Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár hömuðust tvö þekkt- ustu og viðlesnustu blöð landsins við að ögra Lincoln, ráðast á hann og gera lítið úr verkum hans og úrræða leysi. Þetta voru dagblöðin „The New York Herald“, ihaldsblað, andstætt afnámi þrælahaíds, og „The New York Tribune“, róttækt og gegn þrælahaldi. Það var segin saga, að The Herald ásakaði Lincoln oftast nær um að ganga of langt, en The Tribune fann honum aftur á móti það til foráttu, að hann færi ekki nógu langt. Það skeði einnig daglega, að Lin- cóln varð fyrir barðinu á frjálsum og óháðum blöðum, sem hötuðu liann og starfsaðferðir hans; þau rægðu hann óspart, sögðu um hann hneyksl- is- og kjaftasögur, fóru með lygar um hann og dylgjur og báru á liann á- vítur og níð. Þau helltu sér yfir hann. Hann tók þvi með hógværð og laut höfði. Stundum brosti hann góðlát- lega og hló, þegar lygarnar voru svo auðsæjar, að þær fengu ekki staðist. En hann tók það sárt, þegar hann vissi, að það myndi skaða málstað hans og ungu mannanna, sem svarað höfðu herútkalli hans. Þannig leið honum, þegar hann sagði i ræðu i Fíladefiu við opnun heilbrigðissýn- ingar í apríl 1864: „Það er erfitt að segja nokkuð skynsamlegt nú á dög- um“. Svo mikið af því, sem hann sagði, hafði verið rangfært og merk- ingu orða hans breytt. Ótal margir einstaklingar og opinber málgögn notuðu orðið „fáviti“ til þess að lýsa stjórnarstörfum hans. Oft var vitnað i þessi orð Lincolns: „Verð ég að skjóta ungan og einfald- an hermann, sem gerist liðhlaupi, þegar ég má ekki snerta hár á höfði slungins undirróðursmanns, sem fær hann til að flýja?“ Þetta er ægileg spurning. Hún svarar sér sjálf. Þetta var spurningin, sem var í huga margra þeirra, sem tóku þátt í múgæsingum og unnu skemmdir á eða brenndu prentsmiðjur blaða og vikurita og hlutu enga refsingu af liálfu fylkis- eða sambandsstjórnarinnar. John M. Palmer heitir stjórnmála- maður og hugrakkur og reyndur her- maður frá Illinois, sem hafði fylgst með Lincoln árum saman. Hann lét einhverju sinni það álit í ljós, að persóna Lincolns og innræti lians sem stjórnmálamanns komi ljóst fram í þessum undarlegu og stuttu orða- skiptum, er hér segir frá: Palmer kom eitt sinn að Lincoln, þar sem verið var að raka hann á heimili hans, og Lincoln kallar til hans: „Komið þér innfyrir, Palmer, komið þér innfyrir. Þér eruð heima- maður. Ég get rakað mig fyrir fram- an yður. Ég gæti ekki gert það fyrir framan aðra, og þó verð ég stundum að gera það.“ Þeir spjölluðu saman um stund um stjórnmál, og þar kom að Palnier gerðist einarðari í tali og hinn kumpánlegasti við forsetann: „Herra Lincoln, ef einhver hefði sagt mér að á mikilli örlagastundu eins og þessari leitaði fólkið til ómerkilegs smábæjar og veldi sér óþekktan lög- fræðing fyrir forseta, hefði ég ekki t''úað því.“ Lincoln ókyrrðist nokkuð i sætinu, en illt var að greina svip hans, þar eð andlitið var þakið sápu- löðri og um hálsinn hafði hann hand- klæði. Palmer hélt fyrst i stað, að forsetinn væri reiður. En þá vék Lincoln rakaranum skyndilega til hliðar, hallaði sér áfram i stólnum, lagði höndina á hné Palmers og sagði: „Því hefði ég heldur ekki trúað. En þetta var sú stund, þegar stefnufastur maður hefði orðið landinu örlagarik- ur. Ég hefi aldrei haft neina stefnu. Eg hefi aðeins reynt að gera það sem virtist best hvern dag.“ Það voru margir blaðrarar og rit- snápar uppi á dögum Lincolns. Þeir slepptu sér nú alveg, skemmtu sér konunglega og gáfu ástríðu sinni og hatri lausan tauminn. í dag finnst okkur orð þeirra átakanleg eða fárán leg. Ef við lesum þingtiðindi frá því kringum 1860, furðar okkur sennilega á því, live mikill meirihluti þing- manna þekkti lítið til þeirrar sögu, sem var að gerast fyrir framan augun á þeim. Við hörmum, að þeir voru svo lausniálgir og hirtu svo litið um, hvernig orð þeirra myndu líta út í framtíðinni. Lincoln var einn af þeim fáu, sem hafði nákvæma og rika tilfinningu fyrir því, sem hann sagði eða ritaði. Orð hans gátu verið liljómmikil, en stundum kemur það fyrir, að hann lileður upp þvílíkum ósköpum af skýringum og afmarkar það sem liann segir, þannig að það verður óljóst og klunnalegt. Hvað er hann að gera? Hann er að afmarka það svæði, sem hann segir, að hann þekki til lilítar. Hann er að gæta þess að leiða ekki neinn i villu. Því var það, að fólk um allt land treysti honum, þó að öldungadeildin og fulltrúadeildin og blöðin „The New York Herald" og „The New York Tribune“ og „Times“ i Lundúnum gerðu það ekki. Hann var fyrirboði einhvers. Fólkið leit á hann sem boðbera nýrrar framtíðar- vonar. Þessi von fól í sér aukið frelsi, sljórnmálalegt og efnaliagslegt, til handa alþýðumanninum. Ilún mundi kannske ekki koma á svipstundu. En Lincoln var ljósberi hennar og kyudilberi. íbúar þessa lands og margra ann- arra lita á Lincoln sem einn af sin- um mönnum. Hann heyrir þeim til. Mörgum reynist erfitt að átta sig á orðunum „frelsi“ eða „lýðræði". Og stjórnarskráin — við erum auðvitað samþykk stjórnarskránni, þó að við séum ekki viss um, hvað hún merkir og höfum jafnvel heyrt getið um lög- fræðinga, sem vita ekki, hvað hún merkir, og þeir sanna það með því að deila um það og rökræða. En Lincoln — jú — hann er dreng- Framhald á bls. 14. Carl Sandburg ræðir við Edw. Steichen seni skóp ljósmyndasýninguna „The Family of Man“. Steichen er 79 ára ,en Sandburg 81 árs.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.