Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 27.03.1959, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Brúðhjónin Clara Bryant og Henry Ford giftast 11. apríl 1888. FORD — konangswtt bílnsmiðnnno Fyrir rúmurn 65 árum — aðfangadagskvöldiö 1893 — reyndi Henry Ford fyrsta bensínhreyfilinn sinn i eldhúsinu heima hjá sér í Bagley Street í Detroit. Og 1/1 ári síðar reyndi hann aftur, á sýningunni í Chicago. Á þessu tímabili hafði Juxnn stofnað nýja iðngrein, orðið einn af ríkustu mönnum í heimi og gert nafnið Ford að tákni stóriðjunnar. Þegar Henry Ford — maðurinn sem gerði bílinn að almenningseign í Bandaríkjunum — var dáinn, fannst undir bekknum í tilraunastofunni hans gönml skóaskja, með ýmsu smá- vegis, sem hann hafði talið ómaksins vert að geyma. Þar var m. a. símskeyti frá Calvin Coolidge með þakklæti fyr- ir að Ford hefði ekki greitt atkvæði á móti honum við kosningarnar 1924, og einnig vandlega innsiglað reagens- glas, sem skrifað var utan á: „Siðasti andardráttur Edisons“. Thomas Alva Edison var hetja Fords. Þeir voru lika góðir vinir, og í mörg ár fóru þeir í útilegur saman, með Harvey Firestone og John Burr- oughs náttúrufræðingi. í þessum ferðum, sem jafnan var talað um i blöðunum, lágu þeir í tjaldi og hirtu sig sjálfir að öllu leyti og töluðu við bændurna, sem þeir rákust á. Þeir hættu þessu ekki fyrr en svo var komið að alls staðar eltu blaðamenn þá á röndum og létu þá ekki i friði. Það skipti lika máli, að þeir voru orðnir gamlir, þótt enginn þeirra vildi viðurkenna það. Einkum var Burroughs farinn að lirörna og Edison hafði það til að sofna þegar minnst varði. Hann hafði verið frægur fyrir að geta komist af með 2—3 tíma svefn á sólarhring, en samt er það stað- reynd að úr þessum útilegum eru til yfir 100 myndir, sem sýna Edison ýmist sofandi eða að sofna. Árið 1929 hélt Ford stórveislu fyrir Edison í tilefni af því að þá voru liðin 50 ár síðan liann hafði búið til glóð- arlampann. Er sagt að veislan hafi kostað meira en milljón dollara, enda var það Ford sem borgaði ferða- og dvalarkostnað fyrir þá 500 frægu menn, sem boðnir voru víðs vegar úr heiminum með Hoover forseta i broddi, til að heiðra hinn aldna snill- ing. Lét Ford Irving R. Bacon „hirð- málara“ sinn mála mynd af þessari veislu, og varð hún skiljanlega að vera stór. Yfir tveir metrar á liæð og fimm á breidd, og ])ar var hægt að þekkja 206 af gestunum. Bacon var mörg ár að mála myndina. Stundum kom Ford inn til málar- ans til þess að láta hann gera breyt- ingar og viðauka á myndinni. Til dæmis hafði Edsel Ford og fjölskylda lians ekki verið í veislunni, vegna þess að næmur sjúkdómur var á heim- ili þeirra, en Ford vikli eigi að síður láta liann sjást á myndinni. „Takið til dæmis þessa burt,“ sagði hann og benti á frú einhvers forstjórans í fyrirtækinu, „hún fer i taugarnir á konunni minni.“ Alltaf hafði liann einhverja gesti með sér til málarans og benti þá hreykinn á konuna sína og sagði: „Þarna sjáið þér fallegustu konuna á allri myndinni. Geta má þess, að ýmsir sem höfðu verið i veisl- unni féllu í ónáð lijá Ford á eftir, og skipaði hann þ.á. Bacon að mála yfir þá. Loks var svo komið, að sá sem gat skoðað myndina með viku millibili gat séð hverjir voru i ónáð hjá Ford þá stundina. LPPHAF ÆVINTÝRSINS. Ástæðan til þess að Henry Ford leit jafnan upp til Edisons var sú, að Edison hafði árið 1896 hvatt Ford til að lialda áfram tilraununum til að smiða hreyfilvagninn, sem hann var ailtaf að bjástra við. í þá daga trúði sem sé nær enginn á, að það gæti tek- ist. En Ford hafði gengið með þessa hugmynd frá þvi að hann var 13 ára. Þá upplifði hann nefnilega atvik, sem h.afði rik áhrif á hann. Hann og faðir hans voru á ferð i gömlum hestvagni og mætti þá vagni, sem gekk fyrir gufuorku. Ford liafði oft séð gufu- vélar, sem notaðar voru til að reka þreskivélar og sagir, en hann hafði aldrei séð gufuvél aka um þjóðveginn, fyrir eigin afli Eimvagninn nam stað- ar til að hleypa kerrunni framhjá og Henry gat ekki haft augun af honum. Upp frá þeim degi missti hann all- an áhuga fyrir búskapnum. Áður en hann varð tvítugur fór liann úr föð- urgarði i Dearborn — en þar endur- byggði liann síðar Fordsmiðjurnar Itiver Rouge og byggði sér höllina Fair Lane. Fyrst fór liann til Detroit og stundaði vélsmíði og hvarf svo heim til átthaganna aftur og fór að gera við landbúnaðarvélar. Hann gift- ist Clöru Bryant, stúlku frá Green- field i næstu sókn og byggði sér hús i Dearborn og tók að sér að stjórna sögunarmyllu. En hugmyndinni um „hestlausa vagninn" gat hann ekki gleymt, og árið 1891, er hann var orðinn 28 ára og flestir töldu hann vaxinn upp úr þessháttar dagdr.aumum, sagði liann konunni sinni að liann hefði sagt upp starfinu við sögunarmylluna og ætl- aði að byrja sem vélvirki i rafstöðinni Edison Illuminating Company i Detroit. Hann þyrfti að kynnast raf- magninu betur, svo að bann gæti hald- ið áfram tilraunum sínum til að smiða hreyfil. Konunni geðjaðist alls ekki að til- liugsuninni um að flytja úr nýja hús- inu í Dearborn, en mælti þó ekki mót. Nokkrum mánuðuin áður liafði hann sagt henni frá áformum sínum og sýnt lienni teikningu, sem hann liafði gert aítan á nótnablað, og lnin trúði á teikninguna ekki síður en liann sjálfur. Samkvæmt minnisgreinum Fords sjálfs var hann svo niðursokkinn í hreyfilsmiðina næstu tvö árin, að liann gleynidi jafnvel að liirða kaupið sitt hjá Edison Illuminating Co. Á aðfangadagskvöldið 1893, þegar Edsel sonur hans var 7 vikna, var hreyfill- inn loks fullsmíðaður. Clara var að undirbúa jólamatinn þegar bann kom nieð hreyfilinn i fanginu frani í elri- húsið í Bagley Street 58, en þar át.ti liann heima þá. Hann kom hreyflinum fyrir i vask- inum og bað Clöru um að lijálpa sér til að koma honum í gang. Hann sýndi henni hvernig liún ætti að hella bensíni úr bolla ofan i málmhólkinn, sem notaður var sem blöndungur og hvernig hún ætti að stilla ventilinn, sem réði rennsli eldsneytisins inn í kólfhylkið. Sjálfur sneri liann kast- hjólinu og setti um leið hið ófull- komna „kerti“ í samband við raf- strauminn í húsinu. Hreyfillinn hóst- aði og hristist og logarnir blossuðu út úr útblástursrörinu, en brestir og brak heyrðist í eldhúsborðinu, en til- raunin heppnaðist tvímælalaust vel. Hann lét hreyfilinn ganga í fáeinar mínútur. Svo ýtti hann konunni sinni frá og stöðvaði hreyfilinn. Þessi fyrsi hreyfill var ein-sylindra, og sylindrinn var gerður úr þuml- ungs víðu gasröri. En hann gekk, og það var það sem Ford var fyrir niestu. Nú fór hann þegar að smíða tveggja sylindra hreyfil, en eldri hreyfilinn snerti liann ekki fyrr en 1934. Þá lét hann hann ganga á heims sýningunni í Chicago. íbúðin, sem Ford leigði í Bagley Street var helmingurinn af tveggja mann.a íbúð, og bak við húsið var dá- lítill skúr, ætlaður fyrir eldivið. Ford notaði sinn helniing af skúrn- um sem vinnustofu, og andbýlingur- inn, Felix Julien fékk svo niikinn á- liuga fyrir tilraun hans til að smíða vagn sem gengi sjálfkrafa, að liann léði honum sinn helming af skúrnum. Þessi skúr varð í raun réttri fyrsta smiðja Fords, og það var í þessu bak- liýsi, sem hann smíðaði fyrsta bílinn sinn. Þann 4. júlí 1896, klukkan 4 að morgni fór hann fyrstu reynslu- ferðina í honum niður Grand Rover Avenue og að Washington Boulevard. Þar stöðvaðist bíllinn, vegna þess að kveikjan bilaði. Tveim mánuðum síðar fékk liann að fara með Alex Dow, forstjóra Edi- son-stöðvarinnar í Detroit á fund ým- issa fulltrúa Edison-fyrirtækjanna í New York, og þangað var von á Edi- son sjálfum. Ford var kynntur hon- um, og Dow sagði honum að þessi maður væri að smíða hreyfilknúinn vagn. — Þarna kemur það! sagði Edison hrifinn. — Vagn sem gengur af sjálfu sér og flytur eldsneytið með sér! Haldið þér áfram með það! Það er ekki ofsagt að Ford óð í rósrauðum skýjum þegar hann kom út úr fundarsalnum, og hann var Dow innilega þakklátur fyrir að hafa fcngið að fara ferðina. Sjö árum síðar „Mjór er mikils vísir“. Þetta var fyrsta verkstæði Henry Fords. Þarna í eldiviðargeymslunni í Bagley Street smíðaði Ford fyrsta bílinn sinn, ár- ið 1896.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.