Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1959, Blaðsíða 7

Fálkinn - 27.03.1959, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Thomas Alva Edison í sumarfríi moð Ford. Edison er í bílnum. Jartein Þorláks helga. — 5. af Nóregi Norðmenn til Vœringja- ætlaði hann að sýna Dow þakklæti sitt með því að bjóða honum nokkur hlutabréf í hinu nýstofnaða Ford Motor Company, en Dow afþakkaði það. — Ég hefði bara átt að vita, sagði Dow síðar, — að hann ætti eftir að græða milljónir á þessari hugmynd sinni. En hvern gat dreymt um það? HVEIÍ MAÐUR SINN BÍL! Ýmsir halda að það hafi verið I'ord, sem fann bílinn. Það er rangt. Ýmsir hugvitsmenn í Evrópu og Ameríku unnu, hver öðrum óháðir, að tilraun- um með bcnsínknúða bila á árunum eftir 1890. Nöfnin Daimel, Benz, Olds, Haynes og Dureya koma öll við bernskusögu og þróun bílanna. Þrem- ur mánuðum áður en Ford reyndi fyrsta bílinn sinn hafði Charles B. King gert svipaða tilraun, og Minn- ingardaginn, þá um haustið var kapp- akstur þriggja Dureyabila og eins Benz milli City Hall i New York og Ardsley-on-Hudson, fram og aftur. En þó að Ford væri ekki fyrsti bílasmiðurinn varð hann þó fyrstur tit að sjá, að bíllinn gat gerbreytt lífsvenjum Bandaríkjámanna. Ford hafði í luiga farartæki, sem gæti skussað bóndanum á torgið og gert verkamanninum í iðnfyrirtækinu fært að eiga heima i heilnæmu lofti, langt frá vinnustaðnum. Hann vildi smíða bíl sem miðlungsstéttin hefði efni á að kaupa, og gæti notað til að komas|t á fjarlæga staði, sem fólk þekkti aðcins af frásögn. Ford hugs- aði um bílinn, sem lið í efnaliags- málum og félagsmálum. Bíllinn hans varð að vera sterkur, — með einfaldri vél og ekki dýr. Hann svaraði þessum kröfum með hinni einföldu T-gerð, sem siðar varð lcunn um öll Bandaríkin og víðar um heim undir nafninu Tin Lizzie, The Flivver eða blátt áfram T-Fordinn; og með færibandinu, sem flutti bílinn núlli smiðanna stað úr stað, tókst honum að gera hílinn miklu ódýrari en ella. í fyrstu hafði það tekið 14 tíma að smiða grindina i bíl. Á færi- bandinu tók þða 1 tima 33 min., og T-gerðin varð fullgerð á færiband- inu þannig að ekki leið nema 1.6 mín- útur á milli bílanna. Á 19 árum smið- aði Ford 15 milljón bíla. Frá 1917 til 1927 kom helmingltir alira bila sem smiðaðir voru i Bandarikjunum frá Ford, og samtímis því sem pen- ingaflóðið óx hjá lionum gat hann lækkað verðið. Ford T Touring Car, sem kostaði 850 dollara árið 1908, kostaði ekki nema 290 doilara árið 1925. BÍLL MEÐ SÁL. Nu á dögum hefir fólk gleymt hvi- likir ágætis vagnar þessir T-Fordar voru. Lögunin á þeim þekktist ekki á neinum bíl nú. Þeir voru „háfætt- ir“ og í rauninni ekki ósvipaðir Ford sjálfum, grannir og hreyknir en gátu líka verið staðir og óútreiknanlegir. Það var eitthvað persónulegt við þá. Sagan segir að í fyrri heimsstyrjöld- inni liafi fólk i frönsku þorpi afráðið að eyðileggja alla bilana sina, til þess að þeir féllu ekki í hendur Þjóðverja. Þeim var ekið fram á háan hamar og látnir renna fram og ofan í á. En einn billinn var gamall T-Ford. Eftir tvo kollhnýsa í loftinu kom Iiann niður á hjólin og hélt svo áfram upp úr ánni þangað til hann rakst á tré og stansaði. Eitt af þvi sem gerði Tin Lizzie vmsæla voru „plánetudrifin". Gír- kassarnir á fyrstu bílunum voru ó- neitanlega mestu gallagripir. Margt kvenfólk gat yfirleitt ekki skipt um gir og sumir karlmenn jafnvel ekki heldur. Á T-Fordinum var enginn gír né gírstöng. Þrír pedalar voru i gólf- inu lijá bilstjóranum, einn fyrir hæga ferð áfram, annar fyrir „reverse“ og þriðji til að hemla. Kveiking og bensingjöf voru á stýrisstönginni og bensíngeymirinn var undir bílstjóra- VÆRINGJAR HEITA Á ÞORLÁK. Eigi miklu síðar en upp kom helgi ins sæla Þorláks byskups, var Filip- pus af Flæmingjalandi valdur til kon- rngs i Miklagarði. Þá drifu þangat sætinu. Til þess að athuga hvort bensin væri i geyminum varð l)íl- stjórinn að fara út, taka upp sætið sitt og stinga spýtu ofan í geyminn. í skemmtilegri bók, sem heitir „Farewell to Model T“ segir Lee Strout White, að bíllinn hefði haft það til að aka áfram yfir liúsbónda sinn, sem var að ræsa hann með sveifinni, ef hann gleymdi að stilla neyðarhemilinn alveg aftur áður en hann fór út til að setja hreyfilinn i gang. — En annars gat maður haldið lionum aftur með höndunum einum, segir hann, — ég finn ennþá hvernig gamli Fordinn minn þrýsti sér að mér á vegarbrúninni, eins og hann væri að leita að sykurmola i vasa minum. Það var þessi bíll, sem réð hinum glæsilega uppgangi Fords í amerísku viðskiptalífi. Hinn ótrúlegi gróði fé- lagsins sést best af sögunni um Ros- ettu Hauss og 100 dollarana hennar — en sú saga er jafn kunn í Detroit og sagan af Ali Baba hefir verið í Bagdad á sínum tíma. Og þó er hún ekkert ævintýr. Rosetta var systir James Couzens, fyrsta skrifstofustjóra Ford-félagsins og eins af tólf fyrstu hiuthöfunum í þvi. Hann reyndi að selja henni hlutabréf fyrir 200 doll- ara, en liún var efins og hafnaði kaup- unum fyrst í stað. Loks lét liún til- leiðast að kaupa bréf fyrir 100 doll- ara. Á næstu 16 árum fékk hún greidda 95.000 dollara i ágóðahlut, og árið 1919, þegar gamli Ford keypti siðustu hluthafana utan fjölskyld- unnar út úr félaginu, fékk lnin 260.000 dollara fyrir lilutabréfið, sem bróðir hennar hafði forðurn prangað upp á hana! Tveir lögfræðingar, Horace Raek- ham og John Anderson lögðu fram 10.000 dollara og fengu 12.500.000 dollara hvor í ágóða næstu árin! Sum- arið 1913 fór Anderson til Evrópu með konunni sinni. Ágóðahlutinn kom til útborgunar meðan hann var i ferð- inni og hann hafði talað svo um við ritara sinn, að ef ágóðinn yrði 25.000 dollarar átti hann að síma „25“. Yrði ágóðinn 40.000 dollarar átti liann að sima „40“ o. s. frv. í Geneve fékk Anderson skeytið frá Wilcox ritara sinum — „500“. Honum fannst það litið og simaði og bað um endurtekn- ingu á skeytinu. Þá fékk hann svarið: „Fimm hundruð þúsund do!larar“! Framhald í næsta blaði. setu, ok kunnu þeir at segja þessi fagnaðartíðendi þeim, er þar váru fyrir, um heilagleik og jarteiknakraft ins heilaga Þorláks byskups, ok siðan fóru þeir til kirkju ok gerðu þakkir guði fyrir sína dýrð. Ok er menn urðu varir við þessa nýlundu, þá sögðu þeir konunginum, en hann sendi eftir Væringjúm nokkurum ok spurði, hvat þat væri, er honum var sagt. Sá sagði it ljósasta af, er kunn- ast var um, af æfi ok liáttum ins sæla Þorláks byskups ok hvar hann var fæddr ok hver forlög hans hefði ver- il ok hversu helgi hans hafði upp kom- it ok jarteiknir þær, er hann vissi satt af at segja. Konungr tók því öllu vel og líkliga, ok litlu síðar skyldu Væringjar ráðast á mót heiðingjum, er á ríkit gengu. Ok er liðinu laust saman, þá var mikit mannfall ok miklu meir af Væringjaliði, ok þar kom um síðir, at þeir flýðu í kastala einn, ok var þat lítit skjól, en hinir settu herbúðir sínar umhverfis ok ætluðu ])egar at þeim at ganga um morguninn. Vár Væringjar með mik- illi áhyggju þá nótt, þóttust við hana búast eiga með skömmu tómi. Þá n ælti einn af Væringjum: „Vér meg- um enn fagran sigur vega i trausti ins sæla Þorláks byskups, þó at liðs- inunur sé ofvægur, ef hann vill oss styrkja og fylgja. Heitum vér á hann af öllum huga, ok mun nökkut um batna vár efni.“ Þeir hétu að láta gera kirkju inum sæla Þorláki bysk- upi, ef þeim yrði auðið aftr at koma. Ok þegar er þeir höfðu heitit, þá tók allan ótta ór hug þeirra, og langaði til móts við heiðingja. Ok þá traust var vígljóst, bjuggust þeir til ofan- göngu ok báðust fyrir rækilega áðr ok signdu sig vandliga. Hlaupa þeir þá á hendur þeim mcð þeyttum lúðr- um ok háreysti miklu ok mæltu svá: Göngum nú fram þrekmannliga i trausti ins sæla Þorláks byskups ok sigrumst snarpliga eða deyjum allir drengiliga!" Ok er heiðingjar heyra nefndan inn sæla Þorlák byskup, þá sló á þá hræðslu, ok vissi eigi, livat þeir gerðu, hjuggust sjálfir, en flýðu flestir, en margir urðu handteknir ok bundnar hendr á bak aftr ok öll vápn ])eira ok klæði, ok fóru með herfangi heim til Miklagarðs ok sögðu sjálfir þenna atburð konunginum ok hans mönnum, en bandingjarnir sögðu þat, er til þeira kom. Konungrinn varð feginn ok tók sjálfr inn fyrsta stein ok bar til þeirar kirkju, er Þorláki byskupi var ger, ok fekk sjálfur smiði ok öll efni ok lét síðan vigja inum sæla Þorláki hyskupi kirkjuna, ])á er ger var, ok segja þeir, er þaðan koma, at þar verði fjöldi jarteikna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.