Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 27.03.1959, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN En þann tímann sem Gian Carlo var ekki að mála, gat Ria verið með honum ... Loforð í sólskini Ameríkumennirnir sungu niðri á stéttinni við gistihúsið. Þeir sungu allir fjórir, lágt og raulandi, og einn þeirra lék á gítar. Og oft ráku þeir upp hláturrokur í miðjum söngnum. Riu fannst danslögin og gömlu ljóðin leiðinleg og raunaleg, öll til hópa. Hún hlustaði á þau af svölunum fyrir utan lierbergisgluggann sinn, og stóð á hnjánum á kodda fyrir innan grindurnar, því íið hún vildi ekki láta söngmennina sjá sig. Hún var dálítið skömmustuleg því að hún var á nátt- kjólnum, en sumarkvöldin voru lieit i Ítalíu. Það hlaut að vera komið undir mið- nætti, því að þjónarnir höfðu borið borðin inn af stéttinni undir olívu- trjánum fyrir löngu. Og það hafði verið slökkt á mislitu lömpunum. Ennþá lagði birtuna út um húsglugg- ana, en mennirnir þarna niðri sneru andlitinu út að sjónum og sungu út i myrkrið. Fyrir handan opið náttsvart hafið þar sem Napoli var, sáust ijós. Tindr- andi ljós á sífelldri hreyfingu. Stund- um var ijóshafið eins og ábreiða úr gulli, stundum eins og röð af gim- steinum þarna við liafsbrúnina. Ameríkumennirnir hættu að syngja. Þeir kveiktu sér hver i sinum vindl- ingnuin, og eftir nokkrar mínútur röltu þeir inn í gistihúsið. Hvaða menn skyldu þetta vera? hugsaði Ria með sér. Fyrstu dagana í þessu fyrsta sumarleyfi hennar er- lendis hafði hún glápt á útlenda fólk- ið og furðað sig á því. Og ég fæ aldrei að vita það, hugsaði hún áfram og horfði niður á tóma stéttina. Það verður ekki timi til þess; og engin leið til að komast að því. Fólkið held- ur áfram að ganga framhjá mér, og ég kynnist þvi aldrei ... Ria var átján ára og lífiÖ var að byrja að opnast lienni. — Hvar ertu, Ria? Hún spratt upp er hún heyrði rödd systur sinnar. Helen stóð i svefnher- breginu í hvítum morgunkjól. — Hvað varstu að gera þarna úti? spurði hún. — Óklædd! — Ég er í náttkjól, svaraði Ria. — Ameríkumennirnir fjórir, sem sátu við hliðina á okkur í miðdegisverðin- um, voru að syngja og leika á gítar, og ég var að hlusta á þá. Helen brosti. — Ertu viss um að italski Rómeóinn þinn liafi ekki verið þarna niðri líka? — Uss. Ekkert bull! Ria fann hvernig roðinn færðist í andlitið. Helen var kaldranaleg og ertandi, og það jók á gremjuna hjá Riu. — En ]m. Hvað ert þú að gera? — Ég þurfti einhvern til að tala við. Bara ekki elsku manninn minn. — Hafið þið nú verið að rífast, rétt einu sinni? — Vitanlega ekki. Þú talar um Niek og mig eins og við værum skóla- krakkar. En ég var blátt áfram orðin þreytt á að reyna að Iialdi uppi sam- tali og fæ ekkert svar nema rymjanda. Ria settist á rúmstokkinn og setti upp inniskóna. Herbergið var litið og ilangt, en Riu fannst það Ijómandi skemmtilegt og skrítið. Hátt undir loft og myndir af flögrandi englum mál- aðar á loftið. Húsgögnin máluð grá blá og veggirnir Ijósir. Gluggatjöld voru engin, en þykkir gluggahlerar. En Ria hafði gluggana galopna bæði dag og nótt. — Þetta er leiðinlegt sumarfrí, sagði Helen og geispaði. — Maöur getur ekkert haft fyrir stafni hérna, nema að synda og liggja í leti þess á' milli'. Ég mundi eklci hafa sagt neitt við þvi, ef Nick hefði verið dálítiö við- ráðanlegri — ef liann hefði viljað skemmta sér. En þú veist hvernig hann er. Hún fór að stara á sig i speglinum. — Og líttu á hvernig sólin hefir farið með bjórinn á mér. Helen þuklaði með gómunum á hör- undinu á fríða, þóttalega andlitinu á sér. — Ég varð margar vikur að komast i samt lag aftur, sagði hún. — Og ekkert er Ijótara en þessi sólbökun- arlitur þegar hann fer að fölna. Hún sneri sér og leit fokvond á Riu. — Og þú bara hlærð. Þú skihir ekk- ert. Ég er módel og lifi af útjitinu mínu. Ef ég ynni elcki hefðum við Nick enga peninga. Þessi bölvuð bóka'verslun hans gefur ekkert af sér. Við hefðum ekki getað farið þessa skemmtiferð eða liaft þig með okkur, ef ég hefði ekki útvegað pening^na til þess. Ég verð að fara gætilega með útlitið á mér. Ef ég missi fegurðina ])á er úti um mig. Ria vissi, að það sem Helen sagði var ekki nema hálfur sannleikur. En sannleikurinn var sá að það var á- stríða hjá Helen að láta nota sig sem fyrirmynd — að sýna sig i skartkjól- um stóru tískuverslananna. setja sig í stellingar frammi fyrir Ijósmynd- aranum og sjá sjálfa sig á prenti — a!lt þetta var það eina, sem gat full- inægt hégómagirnd hennar. — Ef ekki væri svona heitt hefðum við getað farið til Róm. hélt Helen áfram. Ég elska Róm — nærri því eins mikið og París. Kannt þú vel við þig hérna í Sorrento? — Ég vildi óska að ég gæti verið hérna alla mína ævi. Ria starði út í myrkrið og hugsaði til morgundags- ins. — Ég skil þig ekki, sagði Helen óþolin og stóð upp og bjóst til að fara. — Á þínum aldri ættir þú að hafa meira gaman af að skemmta þér. Nei, hugsaði Ria með sér þegar systir hennar var farin. Eg vil fá að vera i friði og njóta fegurðarinnar hérna, alltaf. Og synda daglegá með Gian-Carlo i sólskininu ... Morguninn eftir sat Ria ein á stétt- inni og var að borða morgunverðinn. Helen og Nick fóru alltaf svo seint á fætur. Tveir ítalskir þjónar með bros um munninn en raunaleg augu færðu henni nýbakaðar hveitibollur, smjör og sætumauk, og kaffi og mjólk í litlum silfurkönnum. Ria sá ekki annað en brattan króka- stíg þaðan sem hún sat. Og nú kom kerra, hlaðin klakastykkjum. Maður um og lét svipuna ríða á asnanum sem dró. Hann söng gamla sveitavísu, veiðigól — en söngur var það nú samt. — Ég lield að þú gleymir aldrei ísvagninum, meðan þú lifir, sagði Gian-Carlo. — Yndislega, indæla Vic- toria. Sæl, elskan mín. Gian Carlo var í bláum, hólkvíð- um brókum og skyrtu, skórnir voru gúmmísólaðir svo að fótatak hans heyrðist ekki á stéttinni. Hann var brúnn á hörund, svo dökkur að enginn vetrarkuldi gat skafið litinn út. Hann var ekki hár, grannur en þó kraftalegur, nærri því of kraftaleg- ur til að geta verið draumhetja Riu. Teskeiðin hennar datt niður á disk- inn; glamrið í henni var jafn vina- leg og hreyfing Riu er hún hallaði sér fram. Hún var ólm, glöð, albúin til að hlaupa á móti honum ... en þá mundi hún sem hetur fór að hann var sonur gistihúseigandans. Rauna- legu augun í þjónunum litu ekki af henni, svo að hún varð að sýna fulla liáttvísi. — Hæ, Gian-Carlo, sagði hún. — Mikið er veðrið dásamlegt í dag. En liún sá hvorki bláan himininn. blik- andi hafið eða ísvagninn. Hún sá ekki annað en brosandi andlitið andspæn- is sér, — Ég verð að fá svolítið af árbitn- um þínum, sagði hann og hlammaði sér niður á stól og braut mola af liveitiboilunni hennar og bað um kaffi. —- Ég á ýms erindi í bæinn, sagði hann. —■ Og síðan syndum við og þar á eftir kemur kennslustund í ítölsku. — Æ-nei. Ég man ekki eitt orð af l»essu sem i gær. — En hvað varstu að gera í gær- kvöldi? Þú sagðist ætla að fara að hátta og æfa þig á orðunum aftur og aftur þangað til þú sofnaðir. Alveg eins og þegar maður tekur töflur til að sofna. — Einhverjir voru að syngja og spila niðri á stéttinni. Ég hlustaði á þá af svölunum. Og svo kom Helen og vildi tala við mig. — En hvenær heldurðu að þú getir lært eitthvað? hrópaði Gian-Carlo. — Ég fór í liáskóla til að læra málið þitt. Ég las, ég grúfði mig yfir bæk- urnar, í herbergi, sem var eins og kjallari. En þegar ég sit lijá þér i sólskininu og kenni þér sex einföld orð, þá reynir þú ekki að muna þau. Ilvernig áttu þá að geta skilið? Hvernig getur þú skilið það sem ég segi við big? Og svo þuldi Gian-Carlo langa setningu á ítölsku. — Hvað sagði ég núna? spurði hann svo á ensku. Hún brosti og hristi höfuðið. — Það er mér ómögulegt að segja. En ég ætla að láta sem það sé það, sem mig langar mest til að þú segir við mig. Gian-Carlo snerti við hendinni á henni. — Þú lærir það samt, væna niín. Það var einmitt ])að sem ég sagði. Eg sagði að ég elskaði þig. Nokkru síðar, er Ria stóð fyrir ut- an viðtækjaverslun meðan Gian-Carlo var þar inni að versla, fannst henni bærinn likastur málverki — sterkir litir, settir á léreftið af listamanni með söng í hjartanu. Það var auðvelt að þekkja útlend- ingana úr, hverrar þjóðar sem þeir voru. Kaupmennirnir konni út i dyrn- ar og reyndu að ginna þá inn. ítal- arnir einir voru eins og hluti af Sorrento. Þeir gengu hægt og hljóð- lega, héngu í dyrunum. Þeir höfðu sól í andlitinu og dreymandi augu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.