Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 27.03.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN -— ----------—~———— >£A*>£A#>íA#ÍÍ£A* framhaldssaga m>£A#>£A*>£A*>£A ÁSTIR í feluleib 18. >£A*>£A#>£A*>£A# FRAMHALDSSAGA r—~—----------------------—— -----------—-—~~ Elisabeth í land kom starfsmaður niður á bryggjuna og sagði: — Við höfðum allt til reiðu til að gera leit að ykkur. Sir Henry og umboðsmaðurinn voru orðnir hræddir um ykkur. Kom eitthvað alvarlegt fyrir? — Báturinn steytti á rifi og við urðum að bíða eftir að gert yrði við hann, svaraði Elisabeth um hæl. Henni þótti vænt að maðurinn skyldi ekki sjá hve aumleg þau voru útlits. Peter mundi sleppa betur við spurningar en hún, því að hann hafði sérinngang í landstjórahúsinu, en hún varð að fara gegnum upplýsta forstof- una. — Það er eins gott að segja frá þessu eins og það er, sagði Peter er þau voru sest í bíl- inn. — Mér þykir afar leitt að ég skyldi flækja þér út í þetta, Elisabeth, sagði hann. — Það er óþarfi að gefa langar skýringar á því. Við urðum ekki mjög sein heim. Við skulum bíða og sjá hvernig fer þegar við komum. Nú mundi hún allt í einu eftir svörtu perl- unni. Hún leitaði í vasanum en hann var tóm- ur. Nú féll henni allur ketill í eld, Henni hafði verið falið að skila svartri perlu til Julians, og hafði stungið henni í vasann því að hún hélt að hún væri betur geymd þar en í tösk- unni. Taskan hafði legið í bátnum meðan þau voru á rifinu, en litla böggulinn hlaut hún að hafa misst þegar þau voru að ýta bátnum út ... Svarta perlan var horfin þangað sem hún kom frá, í sjóinn. Hún gat ekki um annað hugsað alla leið- ina til Kalaba Hill. Peter var að tala við hana, en hún heyrði ekki hvað hann sagði. Þegar þau óku uþp að húsinu mundi hún að minna hann á að fara inn um sérinnganginn. — Ef við komum tvö saman hefir það kannske verri áhrif en ef ég er ein, sagði hún. — En’ ef tekið verður eftir þér skaltu ekki reyna að afsaka mig. TVlRÆTT SVAR. Aðaldyrnar voru ólæstar. og hún gekk hljóðlega gegnum forstofuna. Mjóa ljósrák lagði gegnum gættina innan úr stóru stofunni. Líklega sat sir Henry þar inni og var að lesa í stólnum undir gólflampanum. Amy hlaut að vera úti. Hún gekk varlega upp stigann. Hún varð að flýta sér að hafa fataskipti og svo ráða við sig hvað hún ætti að gera viðvíkjandi perlunni. Hana verkjaði líka sárt í handlegg- inn, en hún hefði heldur viljað vera með flís í hverjum lim en hafa misst perluna. Hvern- ig átti hún að gera grein fyrir þessu? Hún kom upp á stigapallinn og sá Peter bregða fyrir við dyrnar í endanum á gang- inum. Hann veifaði til hennar og hvarf inn um dyrnar. Hún leit til hliðar um leið og hún ætlaði inn í herbergið sitt og sá þá Julian koma inn af svölunum undir turninum. Hann lokaði dyrunum eftir sér og fór til hennar. Hann hlaut að hafa séð þau þegar þau komu. Hann stóð og horfði á hana án þess að segja orð. Svo benti hann á handlegginn á henni. — Hefir eitthvað komið fyrir yður? spurði hann hvasst. — Ekki neitt alvarlegt, sagði hún erfið- lega. — Ég ... vissi ekki að þér voruð hérna . . . — Sir Henry bauð mér í miðdegisverð. Hann laut fram og horfði lengi á hana. — Ég hefi aldrei séð yður svona föla. Hvað hefir komið fyrir yður? Hún vætti varirnar með tungubroddinum. — Julian, hvíslaði hún hás. — Mér hefir orð- ið hræðilegt slys á. Verkstjórinn í perlustöð- inni afhenti mér stóra svarta perlu, sem ég átti að færa yður, og ég ... ég hefi misst hana! — Var það ekki annað? Hún starði á hann. — Er það ekki nóg? Ef hún hefir verið jafnstór hinum perlunum yðar hlýtur hún að hafa verið mjög verð- mæt og sjaldgæf. Ég get ekki fyrirgefið mér að hafa misst hana. — Má ég líta dálítið betur á handlegginn á yður? — Já, en ... perlan. Hvernig á ég að fara að þessu? — Þér getið ekki gert neitt í því nema þér vitið hvar þér hafið misst hana, sagði hann óþolinn. — Ég kann ekki við að þér gangið með þessa óhreinu rýju um handlegginn. Hafið þér sáraumbúðir í herberginu yðar? — Ég held að plástur sé til í baðherberg- inu. Ég skal ná í hann. En perlan, Julian ... ég er hrædd um að ég hafi misst hana í sjó- inn. — Jæja, þá er ekki meira að tala um það. Hann ýtti henni hægt inn um baðherbergis- dyrnar og kom sjálfur á eftir. — Þegar ég sé yður betur, verð ég að segja að þér lítið út eins og þér hafið legið í bleyti mestan hluta dagsins. Það er þanglykt úr hárinu á yður líka. Setjist þér nú og lofið mér að líta á handlegginn á yður. Hann tók af henni bráðabirgðaumbúð- irnar og hrökk við er hann sá bólguhnútinn á handleggnum og sárið á honum miðjum. — Hvað er þetta? Hvað er þarna í sárinu? — Það er tréflís. — Hve marga tíma hafið þér gengið með þetta í handleggnum? Hún svaraði ekki. Julian hafði rennt vatni í skál og hellt nokkrum dropum af sótthreins- unarlyfi í. Hann þvoði sárið og náði í smá- töng. Svo tók hann fast í handlegginn á henni. — Þetta verður sárt, sagði hann. — En þér megið ekki hreyfa yður, því að þá gæti brot af flísinni orðið eftir í sárinu. Heyrið þér það? Elisabeth kinkaði kolli. Hana svimaði nú þegar af sársauka og svitinn rann niður and- litið meðan hann var að ná flísinni úr sárinu. Þegar því var lokið sagði hann allt í einu: — Þér skuluð ekki hafa áhyggjur af perlunni. Þessar svörtu eru ekki sérlega fallegar og ekki verðmætar heldur. Það var aðallega vegna þess að þær eru skrítnar, sem ég er að sælast eftir þeim. Þeir senda mér áreið anlega aðra seinna, ef ég bið um það. Hann sýndi henni flísina, sem var meir en þumlungur á lengd og táin í annan endann. — Ég hefði helst löngun til að senda Gilmering aftur til Singapore, sagði hann og beit á jaxlinn, meðan hann var að binda um sárið. — Maður sem fer með stúlku í skemmtiferð og skilar henni svona heim ætti skilið flengingu. Hann er að minnsta kosti óhæfur til að vera aðjútant landstjórans. Þó að hún væri þreytt og örmagna var hún strax reiðubúin til að taka svari Peters. — Þetta var ekki honum að kenna og hann hafði ekki hugmynd um að sárið var svona slæmt. Ég minntist ekkert á það við hann. — Hvernig atvikaðist þetta? spurði Julian. — Við vorum úti við rifið. Ég var að dingla árinni og hún skrikaði og rakst í hand- legginn á mér. — Já, ég skil — og svo duttuð þér útbyrðis. Það er þess vegna sem þér eruð svona aum- ingjaleg. Hann kreysti varirnar saman svo að þær urðu eins og strik. — Það er laglegt að tarna! Þið leikið ykkur að því að busla í Manai-lóninu án þess að hugsa um hvað klukkunni líður. Yður datt ekki í hug að við kynnum að verða óróleg út af ykkur þegar ykkur seinkaði svona. — Þetta var eins og hvert annað óhapp, sagði hún skjálfandi. — Ég held að svarta perlan yðar hafi seiðmagnað okkur einhvern- veginn. LJr því að þér eruð svona reiður, ætt- uð þér helst ekki að tala við mig. Hann varp öndinni. — Ég er alls ekki reið- ur við yður, en mér gremst að Gilmering hagi sér þannig að sir Henry reiðist. — Já, einmitt. Hún dró að sér höndina og horfði á umbúðirnar. — Þér eruð mjög nær- gætinn þegar sir Henry á í hlut, en þá ættuð þér ekki að láta hann bíða með miðdegis- verðinn. Hann þvoði sér um hendurnar og þurrkaði sér. Ekkert varð lesið úr augnaráði hans er hann leit til hennar. — Látið þér mig um það. Það er best að þér háttið. Ég skal biðja um að láta senda yður mat. — Haldið þér að sir Henry verði ekki í enn verra skapi þá? spurði hún neyðarlega. Hann svaraði ekki. Þau fóru fram í gang- inn og þar var enn kyrrt og hljótt. Gamlir landstjórar horfðu á þau úr myndarömmun- um á veggjunum. Hún fór allt í einu að velta fyrir sér hvernig mundi hafa verið hérna í gamla daga. Hafði aldrei verið hiti í fólkinu hérna í ganginum þá? Hafði einhver barna- leg dama í krínólínu aldrei vonast eftir merki frá manni, sem var jafn kaldur og ó- truflanlegur og Julian var? Svo hló hún að þessu. Hann hlýtur að hafa séð brosið á vörum hennar. Hann leit gagnrýnandi á hana augna- blik, og sagði svo: — Þér voruð miklu sælli manneskja meðan þér þóttust vera Amy. En þá var aðstaða yðar líka sterkari, var það ekki? En það hefði ekki átt að skipta neinu máli hjá Peter. Hann vissi alltaf hver þér voruð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.