Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 17.04.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 ÞJOÐLEIKHUSIÐ: EUGENE O’NEILL: Húmar hægt að kveldi Tyrone-hjónin (Arndís og Valur). Á föstudagskvöldið var frumsýndi ÞjóSleikhúsið þennan fræga leik, sem höfundurinn ánafnaSi Dramatiska Teatern í Stokkhólmi ásamt nokkrum fleiri leikritum, og leyfði aS sýndur væri aS sér látnum. En hann dó áriS 1953 og nokkru síSar vitnaSist þaS, að liann hefði látið þennan ókunna arf eftir sig. Vitanlega varð það til að auka forvitni leikhúsgesta að leik- ritið, sem á ensku heitir „Long Days Journey into Night“, skyldi koma i leitirnar á þennan óvenjulega hátt. Og þá var það ekki síður vel fallið til að vekja athygli, að leikurinn er þáttur úr ævisögu hans sjálfs og lýsir uppeldi hans og bróður hans og for- eldrum hans. Sú lýsing er ekki fegr- uð — hún er ljót. Faðir hans var leik- ari, þótti í fyrstu efnilegur en vann það fyrir peningana að gerast þræll auglýsinganna og leika hlutverk i ó- merkilegu leikriti, sem þótti vel til þess fallið að fylla leikhúsin. Þannig liðu uppvaxtarár O’Neills á þeytingi milli borganna. Heimili átti hann ekkert, foreldrar hans fluttu úr einu gistihúsinu i annaS og Eugene varð „rótlaust þang“. Hann leggst ungur í óreglu og svall og er að farast þegar skáldið i honum sigrar. Þetta er raunalegt leikrit, ef til vill of svart til þess aS það fái almenn- ingshylli liér. Það er nokkuð lang- dregið á köflum, allmikið af endur- tekningum og jagi. En það er lika svo fullt af geðbrigðum að unun er að lilýða og horfa á það i túlkun góðra leikenda. Segja má að meöferðin á leiknum hér hafi orSið leikhúsinu til mikils sóma. Hlutverkin eru aðeins fimm og 'leikurinn gerist allur á einum degi i sömu stofunni. Þyngstu byrðina bera þau Tyrone-hjónin (Valur Gíslason og Arndis Björnsdóttir) og yngri sonur þeirra (Erlingur Gislason), sem er tæringarveikur og ekki eins spilltur og eldri bróðir lians (Róbert Arn- finnsson). Fimmta hlutverkið er Kat- hleen vinnukona (Kristhjörg Kjeld), sem er eini fulltrúi „fírugheitanna" i leiknum, og notar sér það kannske fullmikið á köflum. Samleikurinn er góður, en hraðinn ef til vill ekki næg- ur í fyrri liluta leiksins, cða réttara sagt: það hefði líklega verið réttara að sleppa einhverju af endurtekning- unum, svo sem ýmsir leikstjórar hafa gert meira að en Einar Pálsson gerir i þessari sýningu. Frú Tyroria, konan sem í sínum ei- lífa kvíða hefir hneigst til eiturlyfja- notkunar, er sú persóna, sem hugstæð- ust verður þeim sem leikinn sjá. Arn- dís Björnsdóttir fer með þetta hlut- verk af mikilli kunnáttu og samvisku- samlega eins og hennar er vandi. Hún kærir sig ekkert um, þarna fremur en endranær, að „eiga sviðið“. En hún átti sannarlega hug áhorfenda allan. Enda var hún frumsýningar- kvöldið að halda upp á 40 ára leik- afmæli sitt, og það var auðfundið hve mikliim vinsældum þessi ágæta leik- kona á að fagna af hálfu reykviskra leikhúsgesta. Að sýningunni lokinni ávarpaði þjóðleikhússtjórinn Arndísi og þakk- aði henni starf hennar með nokkrum vel völdum orðum. Og síðan komu þeir Valur Gislason og Brynjólfur Jó- hannesson af hálfu leikara og Leik- félags Reykjavíkur með sínar blóma- körfur. Og loks hlóðust blómvendirnir að Arndísi frá fjölda ónefndra vina, en hún hafði siðast orðið og þakkaði látlaus og broshýr fyrir sómann og vináttuna. Ný herrabúð, P. & O. í Austurstræti S. 1. föstudag var opnuð ný karl- mannafataverslun i Reykjavik. Er það Herradeild P & Ó i Austurstræti 14. Mun hún versla með hvers kona herra- vörur; tilbúinn fatnað, skyrtur, bindi, snyrtivörur karlmanna og yfirleitt allar herravörur aðrar en skófatnað. Verslunin er til húsa á fyrslu hæð í Austurstræti 14, en í kjallara er deild fyrir tilbúinn fatnað karlmanna og hefir verslunin söluumboð á tilbúnum Framhald á bls. 15. Arndís Björnsdóttir sem frú Tyrone. Eigendur hinnar nýju herraverslunar, Pétur og Ólafur í hinni nýju og smekklegu verslun sinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.