Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 17.04.1959, Blaðsíða 5
/ FÁLKINN 5 manns i þjónustu sinni. Árið 1685 róðst liann á bæinn Leon i Nigaragua og hafði þaðan með sér mörg full- fermd skip. Skip hans sjálfs hét „Bai helors Deliglit" og óttuðust Spánverj- ar það mjög. Hann fór með ránsfeng sinn til Ghathamvíkur á norðanverðri Cocos- ey, og sagan segir að þegar gullinu hafi verið skipt hafi því verið auðsið i krukkum, þvi að of seinlegt þótti að telja peningana. Líklegt er að það liafi ekki verið skipstjórinn einn, sem gróf peningana sína á eyjunni, heldur skipverjar hans lika. Og líklegt er að mest af þessum fjársjóðum sé þar enn. Það hefir kannske verið einn af þessum fjársjóðum, sem hásetinn Bob Flower fann þegar hann hrapaði í skriðu og brunaði beint ofan á pen- ingasjóð i djúpri gjá. Hann tók með sér eins mikið og hann gat borið, en hefir líklega ekki fengið tækifæri til að koma á staðinn aftur. Hvar aðal- fjársjóðurinn er vita menn ekki. En vist er um það að Davis skipstjóri lifði síðustu ár sín i auði og allsnægt- um á Jamaica. Benito Bonito hét maður, sem rek- inn var úr portúgalska sjóhernum og varð einn ódælasti sjóræningi sinnar tiðar. Fyrst rændi hann í Vestur- Indium, síðan á vesturströnd Ame- ríku, milli Perú og Mexico. Fjársjóðir hans voru taldir nema mörgum mill- jónum dollara, og þá gróf liann norð- an við Wafer-vik á Cocosey. Þar ganga þverhnípt björg í sjó fram, en fyrir ofan þau er skógi vaxin fjallslilíð. MORÐ OG SAMSÆRI. En stærsti fjársjóðurinn er sá, sem nánust vitneskja er til um. Árið 1821 hélt Bolivar hershöfðingi til Lima með mikið lið. Landstjórinn þar sá sitt óvænna og lét safna öllum dýr- um málmum hjá einstakiingum og i kirkjunum og senda um borð í skip, sem lá á höfninni í Cailao. Það var enska vöruskipið „Mary Read“, skip- stjórinn hét Thompson. Landstjórinn í Lima treysti Thomp- son. En hann stóðst ekki freisting- una. Varðmennirnir sem fylgdu fjár- sjóðnum voru drepnir og Thompson sigldi á burt að næturþeli — til Cocoseyjar. Það voru ógrynni fjár sem liann lét grafa í Wafer-vík, meðai þeirra Mariu-likneski úr gulli, í fullri stærð. Skömmu síðar náðist skipið og var öll áhöfnin hálshöggvin — nema skip- stjóri og einn háseti, sem átti að sýna hvar fjársjóðurinn væri grafinn. En þeim tókst háðum að flýja. Svo dó há- setinn. Thompson hitti mann sem Keating hét, og er sagt að liann liafi hafst við í liúsi hans á New Found- land til dauðadags. Til Cocoseyjar kom liann aldrei framar. Hann var dulur og fálátur og kom aldrei út fyr- ir liússins dyr í björtu. Á banasæng- inni trúði hann Keating Nrir leynd- armáli sínu og afhenti honum upp- drátt sem hann hafði gert af staðn- um. Ríkur kaupmaður gerði út leið- angur og fjársjóðurinn fannst, en svo varð sá endirinn að leiðangursmenn myrtu hverir aðra. Keating komst undan með nokkurn slatta, og lifði síðar á því fé. Þessar sögur heyrði gamall maður í hafnarkrá í San Francisco. Hann hét Robert Louis Stevensen og notaði þær sem uppistöðu i liina frægu sögu sína, „Treasure Island". Ýmsar teikningar eru til, sem eiga að sýna hvar Bonito-fjársjóðurinn og Lima-fjársjóðurinn séu fólgnir, og margir hafa orðið til að leita þeirra, þ. á. m. ökugikkurinn frægi sir Malcolm Compbell. Aðalvandkvæðin á leitinni eru þau, að eyjan er alsett gjám og hellum, og yfirborðið vaxið frumskógi. Það styttir varla aldrci upp þarna, og þegar kernur inn i skóginn er allt morandi i smá-maur. Líklegt er að skriður hafi hrunið yfir suma felu staðina. Og hver veit nema þessir felustaðir séu fundir fyrir löngu, en finnend- urnir liafi haft vit á að þegja yfir því. Þó er það tæplega líklegt. Því að til þess að komast til Cocoseyjar þarf skip og áhöfn, og vart hugsanlegt að allir geti þagað yfir því að þeir hafi fundið fjársjóði. PARADÍS HÁKARLANNA. Þarna voru kynstur af hákarli og Framhald á bls. 15. KONAN, SEM Imig út dýrdsto hdlsmen vernldor 45. 1) Eitt suiiiarkvöld árið 1784, er hin unga, fagra Nicole le Guet sat í Tuilleri-garðinum gerði maður að nafni de la Motte kaptein henni einkennilegt tilboð. Hann bauð henni 15.00 franka ef hún vildi koma fram sem Marie Antoinette drottning i nokkrar mínútur. Nicole tók tilboðinu án þess að hugsa um liver tilgang- urinn með því væri, og á þann hátt varð hún þátttakandi í læ- víslegu áformi, sem de la Motte og Jeanne Valois kona hans höfðu afráðið að framkvæma. 2) Frú dc la Motte vissi að það var heitasta ósk liins forrika kardínála Rohans að fá að kynnast Marie Antoinctte. Hún sagði kardinálanum að hún væri besta vinkona drottningarinnar og lofaði honum að sjá um að þau hittust i görðunum i Versailles. Á tilsettum tíma kom Nicole le Guet þangað, húin sem drottning, en í sönm svifum sem hún liafði rétt kardínálanum rós, kom de la Molte aðvífandi til þess að aðvara þau. Eitthvað hirðfólk væri þarna á næstu grösum, sagði hann. Falska drottningin hljóp burt, 3) Hinn frægi hirð-skartgripasali Boelimer hafði árum saman liaft á boðstólum dýrasta hálsmen í heimi. í þvi voru 579 dem- antar og djásnið var virt á hálfa aðra milljón franka. Hann hafði margsinnis boðið Lúðvík XVI. það, en konungi þótti það of dýrt. — Nú laug frú de la Motte því að kardínálanum, að drottningin ætti enga ósk heitari en að eignast þetta djásn. Hún hefði lengi verið að hugsa unl að kaupa það,en gæti ekki borgað það nema smátt og smátt, af sínúm eigin vasapeningum. Ef kardínálinn vildi verða ábyrgðarmaður fyrir andvirðinu, sagðist frú de la Motte vilja taka að sér að verða milligöngumaður og sjá um að drottningin fengi ósk sína uppfyllta. Kardínálinn, sem fyrir hvern mun vildi ná hylli drottningarinnar, tók að sér að verða ábyrgðar- maður, og siðan afhenti skartgripasalinn frú de la Motte djásnið. 4) Þegar Boehmer fekk ekki fyrstu afborgunina greidda á til- settum tima sneri liann sér til konungsins, sem þegar i stað komst að hvernig í öllu lá og lét setja prakkarana í Bastillefangelsið. Rohan kardináli og Nicole voru þó sýknuð, en frú de la Motte hýdd á almannafæri og brennimerkt sem þjófur. Síðar var luin sett í vitfirringahælið í Bicetre. Tókst henni að flýja þaðan skömmu síðar. Hún náði sér í falskt vegabréf og komst til London, lenti þar í skuldabasli og ævi hennar lauk þannig, að hún fleygði sér út um glugga, árið 1791. •03-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.