Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 17.04.1959, Blaðsíða 8
8 F Á L IC IN N taugapillurnar Gamli lœknirinn trúði varla sínum eigin augum þegar skógarpúkinn kom vaggandi inn í skrifstofuna hans. Gamli lækiíirinn þekkti skógarpúk- ann. Það var liann Andrés á Haugs- velli, en hann iiafði aldrei heimsótt læknirinn í skrifstofunni áður. Það hafði komið fyrir að hún Mattea gamla, kerlingin hans, hafði verið lasin. Henni hætti við að fá svima- köst, og þegar þau urðu langvinn sím- aði Andrés frá næsta hæ við sig, að ný yrði læknirinn að koma strax, því að lnin Mattea væri að deyja frá sér. Andrés var alitaf skjálfraddaður þeg- ar hann símaði i þessum erindum, þvi að honum þótti verulega vænt unt Matteu sína. En læknirinn vissi nú, að það hafði ekki alitaf verið hægðar- leikur að tjónka við hana Matteu. Að- svifin sem hún fékk voru móðursýk- isköst, það áleit ganili læknirinn. Þau voru hámarkspunktur í rifrildi, sem stundum keniur fyrir á bestu heim ilurn. Ekki beinlínis uppgerð, til að gera Andrés hræddan (reyndar hafði það kannske verið svo i fyrstu, með- an þau voru ung og hún hafði upp- götvað áhrifin), en nú voru aðsvifin komin upp í vana, og siðan liún komst yfir sextugt var vaninn orðinn svo rikur að þessi aðsvif voru i rauninni ekta. En þó af móðursýkisuppruna, eins konar sjálfssefjun. Jæja, þetta var nú Itin vísindalega skýring gamla læknisins, en hún var of flókin til þess að hann gæti skýrt hana fyrir Andrési. Og auk þess var það ónær- gætni að fara að gefa i skyn að aðsvif- in kæmu sem framliald á svarra milli hjónanna. Andrés minntist sjálfur aldrei á það, sem gerðist innanhúss á laglega heimilinu á Haugsvelli, sem þau lijónin höfðu sjálf gert að mesta fyrirmyndarbýli. Læknirinn lét allt- af duga að lífga Matteu við aftur, tala Stóru nokkur hughreystingarorð yfir lienni, og einu sinni hafði hann skrifað seðil upp á róandi meðal handa henni, brómkalíum með valeriana, sem Matt- ea átti að taka þegar lnin fann að taugarnar fóru að ókyrrast. En þessi valeriana var svo vond á bragðið að Mattea fékkst ekki til að nota mixtúr- una sér til daglegrar heilsubótar. Og þegar taugalirollurinn kom i hana kom hann alltaf svo snögglega, að hún hafði engan tima til að gleypa i sig eina matskeið af mixtúrunni. Og svo verður líka að iiða dálítil stund áður en þetta verkar. Mixtúran verkar ekki samstundis, cins og olía á ólgandi haf. Svo að þess vegna var aðeins um eitt að ræða: að ólmast — og fá aðsvif. Lyfjabúðin liafði aldrei þurft að fá nýja áteiknun á lyfseðilinn. Fyrsta meðaiaglasið stóð enn uppi í skáp á Haugsveili, fullt upp undir axlir. — Og nú sat Andrés þarna fyrir framan læknirinn i sjálfum sjúklinga- stólnum, og var að ieita læknis fyrir sjálfan sig, í fyrsta skipti á ævinni. Það var ekki mikið af andliti þessa sextíu og átta ára risa, sem læknir- inn gat séð, því að silfurgrátt hárið var mikið og skeggstæðið náði yfir mestan hlutann af. ásjónunni, svo að ekki sást annað en augun og nefið, ennið og ofurlitið af útiteknum kinn- unum. Eina sjúkdómsmerkið, sem læknirinn gat séð, var raunasvipur- inn á augunum. — Hvað gengur að þér, Andrés? — Ég er svo aumur, iæknir, ég er sáraumur. Eg afber þetta ekki öllu lengur. — Hvar er þér illt? Hefurðu verki eða tak? Þolir þú ckki matinn? Verð- ur þér ilit skömmu eftir að þú hefir borðað? — Sei-sei nei — ég þoli matinn vel — og mig kennir hvergi til — að minnsta kosti ekki i líkamanum. —- Er ekki andardrátturinn i góðu lagi — ertu orðinn mæðinn. Verðurðu að stansa oft þegar þú gengur upp bæjarbrekkuna hjá þér? — Ónei, lungun eru furðanlega góð í mér ennþá. Læknirinn hugsaði sig um. Það var erfitt að toga nokkuð upp úr Andrési gamla. Og svo minntist liann þess að hann var orðinn 68 ára. — Hvernig er það með þvagið, áttu erfitt með að kasta af þér vatni? — Æ, sussunei, svaraði Andrés og þjáningarbros kom á varirnar. — Hvað er það þá, sem þú iieldur að ég geti gert fyrir þig? — Ef ég á að segja eins og satt er, þá eru það vist þessar taugar, sem þeir kalla, sem eru í ólagi. Ég er svo afieitur í taugunum að ég afber það varla lengur! Nú hefi ég sopið upp úr glasinu, sem þér létuð Matteu fá fyrir þrjátíu árum, og það gerði mér gott — svolitla stund i hvert skipti — en ég vil ekki fá meira af þessu samt, þvi að þáð var svo déskoti vont á bragðið! Mig furðar ekki þó hún Mattea hætti við þetta meðalagums þegar hún hafði tekið tvær skeiðar af þvi . . . — Já, vel á minnst — hvernig Jíð- ur henni Malteu þinni? — Jú, henni liður fullvel — síðan hann Kalli kom heim. Nú þóttist læknirinn hafa fundið ráðninguna á taugakvölum Andrésár gamla. Hann hafði heyrt eitthvað n\innst á þennan Karl, sem var kom- inn heim aftur. Karl var yngstur af börnunum, og eini sonurinn. Hann var örverpið, Mattea var komin um ferlugt þegar hún eignaðist hann. Dæturnar voru allar mesta myndar- fólk, þær voru allar giftar og áttu fjölda af krökkum. Þær höfðu ekki beinlínis dottið í neinn lukkupott, en þeim leið vel og voru búsettar á við og dreif um iandið en bárust iitið á. Og eiginiega var ekki mikið um Karl að segja heldur, augasteinninn hcnnar Matteu, sem var tuttugu árum yngri en elsta systirin. Hann hafði ekki slegið sér út, lagst í fylliri og farið i hundana. En það var ekki nerna þetta eina út á hann að setja, að hann liafði verið of lengi heima og vanist við dekur — svo að þegar iiann átti að fara að iifa upp á eigin spýtur reyndust litlar töggur vera i honum, liann var of iaus í rásinni og ekkert úthald í lionum til neins. Hann hafði farið til sjós þvi að honum fannst of fábreytilegt heima á Haugs- veili, en brátt leiddist honum sjórinn, því að honum fannst of fábreytilegt um borð. Svo fékk hann atvinnu í verksmiðju, en hann hélst ekki við þar. Kaupið var of lágt — hann hafði ekkert aflögu til að skemmta sér með stelpum fyrir. Svo komst hann í þriðju verksmiðjuna og þar var gott kaup. En þar var verkstjórinn svo geðvondur. Og einn daginn hafði verkstjórinn verið i svo slæmu skapi, að liann sagði eitthvað við Karl, sem hann gat ekki jjolað — hvað sem jiað nú hefir verið — kannske hefir hann haft orð á þvi að Kalli væri svo hysk- inn og slóraði hvenær sem liann sæi sér færi á. Það var einhver samstarfs- maður hans úr byggðinni, sem hafði haft orð á þessu ])egar hann kom heim. Ög Kalli, sem var skapríkur eins og hún móðir hans, og krafta- maður eins og faðir hans, hafði gert sér lítið fyrir og lumbrað á verk- stjóranum og slegið hann niður. Verk- stjórinn náði sér von bráðar aftur og Kalli slapp við að lögr.eglan skærist í málið, en vitanlega var hann rek- inn úr vinnunni undir eins. Og nú reyndist erfitt að fá nýtt starf. Svo að hann fór heim að Haugsvelii. Þar var nóg að gera fyrir þann, sem vildi láta hendur standa fram úr ermum. Þarna var þriggja hektara tún, sem Andrés liafði ræktað sjálfur — og þetta var orðið full umfangsmikið fyrir gömul hjón. Ekki svo að skilja sem þau væru orðin örvasa, Andrés 68 ára og Mattea 62 — en annirnar fóru sívaxandi. Að sumrinu til unnu þau slitlaust frá klukkan sex á morgnana til niu á kvöldin. Var það nokkur furða þó það reyndi á taugarnar í jafn mikilli skapmanneskju eins og henni Matteu? Gamli læknirinn var vitur maður og þóttist þegar sjá hvað væri að taug- unum í Andrési gamla. Hann liafði iíka gott lag á sveitafólki. Honum tókst að toga sannleikann út úr Andrési, alveg eins og tannlæknir tennur úr sjúklingi. Og sannleikurinn var i stuttu máli sá, að þegar ofsaköstin komu yfir Matteu tók Kalli alltaf svari liennar. Svo að þarna á Haugsvelli voru nú tveir orðnir á móti einum. Mamma og augasteinninn hennar héldu saman gegnum þykkt og þunnt. Gjallandinn í Matteu glumdi í húsinu langt fram á nótt, af þvi að sonnr hennar ól á henni og espaði hana gegn Andrési gamla. Og þegar það kom fyrir að Andrés þraut þolinmæðina og öskraði eins og þrumur'dd frá Sinai og leyfði ekki af orkunni í lungunum, kom það fyrir að hann lét þau heyra eitt vel úti látið sannleikskorn. Og þá fór Kalli að vingsa bífunum. Hann hafði lært linefaleik — og þess vegna sigr- aði hann alltaf, án þess að til orr- ustu kæmi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.