Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 17.04.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN LITLA SAGAN. Vltið þér...? RUZICKA: Hirello I simrför „Undir eins og við komum heim hittumst við í Milano,“ sagði Carletto, er þau gengu síðasta skiptið breið- strætið meðfram fjörunni. En Mirella horfði raunalega á hann. „í Milano hefi ég ekkert frjálsræði. Foreldrar minir, skilurðu, eru svo gamaldags og ströng. Þau leyfa niér aldrei að fara út ein.“ Carletto þrýsti að handleggnum á henni og sagði: „Ég neita að láta mér detta í hug, að okkur ungu ástum sé lokið núna, þegar þær eru nýbyrjaðar.“ Mirella svaraði ekki. Þau gengu meðfram ströndinni, hlustuðu á nið- inn frá öldunum og liorfðu upp i al- stirndan himininn. Svo sagði liún allt í einu: „Nú fann ég það. Ég hefi fundið leið úr ógöngunum!“ Carletto horfði aðdáunaraugum á hana. „Flýttu þér að segja það.“ Mirella opnaði töskuna sína, tók fallega buddu með silfurverki upp úr henni og rétti Carletto hana. „Hérna,“ sagði hún, „taktu hana. í lienni er spjald með lieimilisfangi mínu í Milano. Hálfum mánuði eftir að við komum til Milano, getur þú kom- ið og heimsótt okkur til að skila buddunni. Þú getur spurt eftir mér. En í stað mín kemur móðir mín, lnin vill þakka þér sjálf. Og þá verður mér kannske leyft að koma niður líka og tala við þig. Mamma býður þér vafalaust að drekka te ,og ef henni líkar vel við þig þá getur vel verið að hún bjóði þér að borða miðdegis- verð með okkur. Allt er undir því komið hvernig henni líst á þig. Ef allt gengur að óskum verður þú tíður gestur heima hjá okkur, og ])á máttu bjóða niér á kvikmynd, eða við getum gengið út saman.“ Carletto var mállaus af fögnuði. Hann faðmaði Milerru að sér og sáldr- aði þúsund kossum á rauðar varirnar á henni. Allt fór eftir áætlun. Móðir Mir- ellu tók mjög vinsamlega á móti Carletto, þakkaði lionum fyrir að hafa fundið budduna, spurði hann ötarlega um alla hans hagi, um áhugamál hans, starf og framtíðarhorfur. Honum var boðið te og síðan að borða miðdegis- verð. Og ekki liðu nema þrír dagar ])ang aði til jMirellu var leyft að fara út méð honum stutta stund. Og síðan fór hún með honum í Nýja Bíó í Milano. Ungu hjónaleysin sigldu hraðbyri inn í framtíðina. Þau voru á sundi i hamingjunnar hafi. Eftir tvo máríiiði lentu þau heilu og höldnu í höfn hjónabandsins. Brúðkaupsdagurinn rann upp. Brúð- guminn beið óþolinmóður tvístígandi eftir sinni ungu brúður. En það var talsverð bið á að hún kæmi. Hún móð- ir hennar var að laga á henni brúðar- kjólinn, greiddi úr slæðunni og sagði með móðurlegri rödd: „Líttu nú á, telpa min góð. Útheldni og þolinmæði er það, sem mest er um vert i lífinu. Þegar ég hugsa til baka: Ungi maðurinn sem kom með tösk- una þína, var hégómlegur spjátrungur og auk þess atvinnulaus. Sá sem kom með leðurtöskuna þína liafði ekki nema 45.000 líra tekjur á mánuði — hugsaðu þér hvernig sú tilvera hefði orðið. Sá þriðji ,sem kom með regn- hlífina þína, hafði flekkótta fortíð. Sá fjórði, með vindlingaliylkið, var letingi og lieimskingi. En svo kom loksins gullið hann Carletto. Mikið einstakt ljós getur hann verið! Og nú vinnur hann fyrir 150.000 lirum á mánuði og á þar að auki talsvert í sparisjóði. Hánn er af góðum ættum og hleypur aldrei á sig. Og hugsaðu þér — svo giftist hann án þess að heimta nokkurn eyri i heimanmund! að líkurnar fyrir að geta orðið 100 ára fara sívaxandi? Þar eð ekki hafa verið færðar sönn- ur á að fólk deyi á vissum aldri vegna hrörnunar á líffærunum, draga menn þá ályktun að belri læknishjálp og aukin þrifnaður geti lengt ævi gamal- menna að miklum mun. Hitt er ann- að mál hvort það er nokkuð keppi- kefli fyrir gamalt fólk að lifa eftir að þvi er farið að hrörna að mun. GÓÐUR VETRARKLÆÐNAÐUR. — Sléttur tvískiptur kjóll með % erm- um. Frakki með stórum kraga og víðum ermum fóðraður með tófuskinni eða öðru álíka mjúku. Fóðrið er laust, það má hneppa því af og er þá frakkinn einnig góður aðra tíma ársins. PELSHATTUR. — Hatturinn er úr panterskinni og cr frá tískuhúsi Ilior. Stólan er fóðruð með sama skinni og er efri brúnin beigð niður svo allir geti séð íburðinn. að „veðurskipin“ bjarga fjölda mannslífa? í Norður-Atlantsliafi liggja að stað- aldri níu „veðurskip“ eða fljótandi veðurstofur, sem flugmálastjórnirnar kosta til þess að halda uppi sem bestri veðurþjónustu á þessu svæði. — Auk þess sem þessi skip senda veðurskeyti og leiðbeina flugvélum taka þau þátt í leitum að skipum i sjávarháska og flugvélum. Á siðasta ári björguðu þessi skip 34 mönnum frá drukknun. Enginn þeirra var þó farþegi áætl- unarflugvélanna milli Evrópu og Ameríku. að amerískir læknar og tann- læknar hafa fengið leyfi til að nota dáleiðslu við læknisaðgerðir? Margra ára tilraunir hafa sannað að dáleiðsla getur oft komið í stað svæfingar með lyfjum. Þó eru ekki allir þannig, að liægt sé að dáleiða þá. Um tíunda hvern mann er alls ekki hægt að dáleiða og 16 aðeins að nokkru leyti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.