Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1959, Blaðsíða 15

Fálkinn - 17.04.1959, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 HERRABÚÐ P. & Ó. Frh. af bls. 3. fatnaði frá fyrirtækinu H.f. Föt, og einnig hefir verslnnin fengið umboð fyrir hina þekktu ensku hatta — Lee’s. Herradeild P & Ó mun leggja á- herslu á að hafa mikið vöruval-"t>g vandaðar herravörur á boðstóhnn. Eigendur hinnar nýju verslunar eru þeir Ólafur Mariusson og Pétur Sig- urðsson. Eru þeir báðir mjög reyndir verslunarmenn og iiafa mikla sér- þekkingu á herravörum. Hafa háðir starfað í hartnær þrjátíu ár hjá hinni kunnu verslun Haraldarbúð. Á COCOS. Framhald af bls. 5. við veiddum marga. Sem agn notuðum við eitthvað sem glitraði, — þá beit hann strax á. Það má eins vel kalla Cocoseyjuna Hákarlsey eins og Fjár- sjóðaey. Við Jimmy Hodges fórum á hverjum morgni út úr Wafervíkinni til að at- huga hvort enn væri brim við Nuez- ey. Þar var miðstöð hákarlanna, og þar gerðum við okkur von um að rekast á tígrishákarl, sem ýmsir ferðamenn segja frá. Sá sem árum sainan hefir kafað í sjó fær maður eins konar fi. skilning- arvit gagnvart hákarlinum. Með þvi að líta á uppdrátt eða mynd úr lofti get ég oftast bent á staðina, sem lik- legasl er að finna hákarl á. Við höfðum tvær myndavélar í bátnum er við rérum upp að bröttu klettunum í Nuezey og störðum ofan i dimmblátt djúpið. Cocosey er svo lítil að hún gefur lítið skjól fyrir undiröldinni i Kyrrahafi. Maður verð- ur hennar lítið var úti á rúmsjó. En þar sem hún rekst á grynningar eða strönd eru sogin og brimið feikna- mikið. Það var ekki að sjá að liægt væri að kafa þarna, en við vorum á háð- um áttum. Brimið var svo mikið að við gátum ekki legið nærri landi. Og myndavélarnar voru þungar i með- förunum. í venjulegum öldugangi get- ur maður synt á móti straum. En sog- ið í 40—60 metra langri öldu getur þeytt manni upp í kletta. Við urðum að hverfa frá i þetta sinn, en nokkru siðar fórum við þrír og þá gekk betur. Við fengum ágætar myndir af tigrishákörlum, — bestu myndirnar í allri ferðinni. Sama kvöldið fór að rigna og svo rigndi næstu daga. Vatnið i Wafervik varð mórautt. Við fylltum bát með kókoshnetum og sigldum síðar til Perlueyja í Panamaflóa. En þar var gruggugur sjór og ekki hægt að taka myndir á hafsbotni, svo að við fórum skurðinn, austur fyrir Panamaeiði og vorum heila viku að taka myndir hjá Indíánunum á San Blaseyjum í Caraibahafi, sem eru besta fólk. Okkur vantaði enn nokkra þætti i kvikmyndina okkar og sigldum til Bonaire. En við voruin óheppin með veður. Stundum vorum við klukku- tímunum saman i sjó, skjálfandi af kulda,' að bíða eftir að sólin kæmi. Við vildum ekki gefast upp, en það kostaði Jimmy félaga minn lífið. Hann kafnaði er við vorum að ljós- mynda fiska á hafsbotni, skannnt frá Bonaire. * * Drekklð Egils-öl Brennarinn Vandið val kynditækja fyrir hús yðar. Reynslan í undangengnu kuldakasti hefir sannað að REXOIL reynist best. kulda, sem nota REXOIL OLIUVERZLUN ISLANDS SÍMAR 24220 — 24236

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.