Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 24.04.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN Nýjasta mynd af Karlakór Reykjavíkur. Söngstjórinn í miðju í fremstu röð. Karlakór Reykjavíkur syngur Sem næst á bverju kvöldi alla sið- ustu viku lét Karlakór Reykjavikur til sin heyra í Reykjavík. Aðdáenda- og vinahópur þessa ágæta kórs er nú orðinn svo stór, að hann fyllir húsið kvöld eftir kvöld. Er þetta eftirtektar- vert, því að ágætis kórar i rhargfált stærri borgum mundu tæplega geta haldið meir en 2—3 hljómleika. Ber þetta vitni bæði hæfni kórsins og sönglistaráhuga Reykvíkinga. Það hefir stundum verið orðtak u'rh Karlakór Reykjavíkur, er hann lætur til sín heyra eftir nokkurt hlé, að hann hafi „aldrei sungið betur en nú". Þetta sannast og á þessum síð- ustu hljómleikum. Sjaldan eða aldrei hefir heyrst fágaðri og skemmtilegri söngur né jafn fjölbreytt söngskrá. Þar voru sex islensk lög og jafnmörg útlend og tvær erlendar aríur að auki (úr „Cavalleria Rusticana" Mascagnis og „Don Carlo" Verdis), sem hin unga söngkona Sigurveig Hjaltested söng. Söngskráin hófst auðvitað með Söng- heilsan Björgvins Guðmundssonar, þá kom Heiðlóarkvæði Emils Thorodd- sens, í harmanna helgilundum eftir dr. Pál ísólfsson (eins. Guðm. Jóns- son), Rímnadanslög eftir Jón Leifs, Sólarlag eftir Kaldalóns og Formanns- vísur söngstjórans Sigurðar Þórðar- sonar. Sumt af þessu er nýjung á hljómleikum hér, en öruggt um vin- sældir. Útlendi flokkurinn hófst meS sænskum þjóðdans cftir Alvén, þá kom „Ævi hallar" eftir Danks (ein- söngvari Guðm. Guðjónsson), Vorljóð eftir Dvorák, Hljómurinn eftir Sulli- van (eins. Guðmundur Jónsson), Vögguvísa eftir Gjerström og loks klykkti kórinn út með hinum dillandi völsum úr „Wein, Weib und Gesang eftir Johan Strauss. Og vitanlega heimtaði fólkið meira. Hjá Karlakór Reykjavíkur fer sam- an gott raddval hinna 37 söngmanna og umfram allt mikil vandvirkni, smekkvísi og elja hins ágæta söng- stjóra Sigurðar tónskálds. Hefir hann nú stjórnað kórnum i hálfan fjórða áratug og aldrei linað sóknina í þá átt, að „aðeins það besta sé nógu gott". Hann er ótrúlega samhentur söngvurum sinum, sem sumir hverjir hafa fetað ævibraut K.R. með honum, og um leið svo nærgætinn við sitt mikla „hljóSfæri" aS allir tónarnir elska hann og virða. Og slaghörpunnar gætir Weisshappel aRtaf með sama snilldarbrag. Sá sem þessar línur skrifar hefir átt kost á þvi að heyra erlenda aheyr- endur dá Karlakór Reykjavíkur, en hann er sá, sem víðast hefir farið um lönd, bæSi austan hafs og vestan. Á NbrSurlöndum er almenn ósk um þaS, aS Karlakór Reykjavikur komi sern fyrst í heimsókn á ný, og gagnrýnend- ur hafa fest þaS á prent aS margir góðkórar Norðurlanda hafi ótal margt af honum að læra. Nú mun förinni lieitiö til Vestur- heims á næsta ári, og verSur það löng ferð og ströng. En vel sé þeim, sem leggja á sig erfið ferðalög, ókeypis starf og stundum bein peningaútlát til þess að sýna umheiminum aS söng- menning sé til á íslandi. Nýjung við þurrkun saltfisks FramleiSsla okkar Islendinga ar einhæf, sem best sést á þvi aS yfir 90 prósent útflutningsafurSanna er fiskur eða fiskafurðir. Þessu verður trúlega ekki breytt svo neinu nemi og þvi eru nýjungar og framfarir er snerta*- sjávarútveginn okkur mikil- vægar og vekja verðskuldaða athygli. Á þetta er minnst hér nú vegna þess að nýlega var tekin hér í notkun ný aðferð við saltfiskþurrkun. Hér er um að ræða íslenska uppfinningu, sem Benedikt Gröndal verkfræSingur, framkvæmdastjóri Hamars h.f., á hug- myndina að. Fer þurrkunin fram í sérstökum klefum, og hafa þeir fyrstu þeirra verið útbúnir í Sænsk-íslenska frystihúsinu við Skúlagötu. Eftir að fiskurinn hefir verið sett- ur i klefann til þurrkunar þarf ekki nærri honum að koma fyrr en hann er fullverkaður, hvort sem um er að ræða fullþurrkaðan fisk fyrir Brasilíu- markað, hálfþurran fisk fyrir Spán- armarkaS eSa aSrar verkunaraSferS- ir. Vegna þess að þurrkunin er sjálf- Benedikt Gröndal verkfræðingur skoðar saltfisk ásamt einum af verkstjór- um Sænsk-íslenska frystihússins. Starfsstúlkurnar leggja fisk í skúffurnar, sem síðan er rennt inn í skáp. virk sparast mjög mikil vinna við umstöflun. Þá er fiskurinn fullþurrk- aSur á tveimur og hálfum sólarhring, sem er miklu skemmri tími til þurrk- unar en hér hefir áður þekkst. Benedikt Gröndal skýrir svo frá, að hann hafi í febrúar 1958 fengið rannsóknarstofu Fiskifélags íslands til þess að gera nokrar tilraunir með þurrkun á saltfiski og voru þær fram- kvæmdar undir umsjá dr. Þórðar Þor- bjarnarsonar og Björns Bergþórsson- ar, efnaverkfræðings. Þessar tilraunir leiddu i ljós, að hér var þurrkunar- aSferS, sem var margfalt fljótvirkari en aðrar þær aðferðir, sem hingaS til hafa verið notaðar. Sótti Gröndal þá um fjárveitingu úr Fiskimálasjóði til þess að láta smíða lítið reynslutæki, sem ynni með sama hætti og stórt tæki, er ætlað væri til fullra afkasta. Fiskimálasjóður varð við þeirri beiðni og tækið var síðan smíðað og reynt í einum af þurrkklefum Bæjarútgerðar Reykjavikur. Árangurinn varð mjög áþekkur þvi, sem fram kom viS til- raunir Fiskifélagsins. VarS það til þess aS Sænsk-islenska frystihúsiS ákvaS aS láta smíða eitt þurrktæki, sem afkastaði um einni lest af fiski á sólarhring. Fiskimálasjóður veitti 200 þús. kr. lán til þeirra fram- kvæmda. Áætlunin um afköst virðist Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.