Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1959, Page 4

Fálkinn - 24.04.1959, Page 4
4 FÁLKINN Njósmtriifn frn Arnhem Christian Lindcmans öðru nafni King Kong var einn skaðlegasti njósnari síðari heimsstyrjaldar- innar. Síðasta afrek hans var að ljóstra upp áformi Montgomerys er hann sendi fallhlífarsveitir til Arnhem í Holiandi. King Kong lét Þjóðverja vita um þetta og þeir strádrápu hersveitina og lengdi þetta stríðið um hálft ár. I þessari grein og annarri í nssta blaði segir gagnnjósnarinn Or- este Pinto frá viðureign sinni við hinn hættulega landráða- mann. Ég hafði grun um, að Christian Lindemans eða „King Ivong“, hinn frægi hollenski andspyrnumaður væri þýskur njósnari. En áður en ég gat aflað sannana fyrir þessu og aðvarað bandamenn, var King Kong sendur á laun til andspyrnumanna í Arnhern til að láta þá vita, að Montgomery hefði í liyggju að senda fallhlífalið til þeirra til að ná fótfestu austan Rínar og hefja innrás i Þýskaland. Þessa fregn flutti King Kong Þjóð- verjum og þess vegna mistókst ráða- gerðin. Ég hélt áfram að leita að sönnun- um fyrir sekt Iíing Kongs. Eftir ófarirnar við Arnliem hafði herinn orðið að berjast áfram fet fyr- ir fet. Ég var í Eindhoven, sem þá var nýtekin, og var að enda við þriggja tíma langa yfirheyrslu. Fang- inn var ungur Hollendingur, sem hét Cornelius Verloop. Mér hafði tekist að láta liann játa að hann væri njósn- ari og hann nötraði af angist. „Ætlið ])ið að skjóta mig?“ livíslaði hann. Honum var örðugt um mál. Ég yppti öxlum en svaraði engu. Auðvitað yrði liann skotinn, hann var njósnari! „Ég á unga konu i Amsterdam, góða liotlenska konu. Ég sver að hún er saklaus.“ „Jæja? Við höfum ekki hugsað okk- ur að skjóta konuna þina, við erum ekki eins og þýsku húsbændurnir ]>inir.“ Nú reyndi hann nýtt ráð. ,,Ég skal segja yður mjög áríðandi frétt ef þér þyrmið Jífi mínu.“ „Þú ert flón,“ svaraði ég. „Við get- um látið þig segja okkur allt sem við viljum áður en þú verður skot- iun. Það er ofur einfalt mál.“ Hann brosti vandræðalega: „Þið getið látið mig segja ykkur allt, sem þið haldið að ég viti, en ekki það, sem þið liafið enga hugmynd um að ég veit.“ ,,Jæja, spekingur, hvað veistu þá?“ spurði ég með fyrirlitningarhreim. Verloop laut fram í sætinu og fór oð þylja nöfn og lýsingar á öllum aðstoðarmönnum mínum í leyniþjón- ustunni. Ýmsir foringjar mínir þekktu ekki ýms nöfnin, sem Verloop kunni. „Og aðalumboðsmaður yðar í Briissel er Paul Leuven og i Amster- dam hafið þér mann, sem heitir Dampreny, og . . .“. Hann kunni allt þjónustuliðið okkar i Hollandi og Belgíu utan að. „SKJÓTIÐ MIG EKKI — ÉG SKAL SEGJA ÞAÐ1“ Mér varð órótt út af mönnunum okkar, sem enn voru Þjóðverja megin við víglínuna. Úr því að þessi land- ráðamaður vissi svona mikið hlutu yfirmenn hans að vita enn meira. En ég spurði og lést vera hinn rólegasti: „Hver gat sagt þér allt þetta?" Hann Jiresstist við — kannske var einhver von um lif. ,,Kiesewetter of- ursti i njósnaliðinu. En ég segi yður ekki hver sagði honum það. Eigum við að semja, sir?“ Ég var þreyttur og fullur fyrirlitn- ingar á þessu hrakmenni. Þess vegna gat ég ekki farið að gera hrossakaup við mannskepnuna. Ég hafði hvorki aðstoð né varðmenn svo að ég varð að fara með Verloop í lierfangelsið sjálfur. Þetta var urn miðnætti og ég vildi ekki gefa tionum færi á að flýja. Þess vegna tyfti ég skammbyssunni, leit hvasst á liann og sagði: „Komdu, Verloop, ég hefi fengið fullsaddan á þér. Vinir þinir ,nasistar, liafa samið reglurna um þennan leik, en ekki ég. Við sltulum nota þær regl- ur. Hver gaf Kiesewetter upplýsing- arnar?“ Nú hvarf vonarsvipurinn af honum. „Ég skal segja yður það ef þér þyrmið lífi mínu.“ Ég lyfti skannnbyssunni. „Stattu upp!“ Ætli lionum snúist ekki hugur eftir eina nótt í fangelsinu, hugsaði ég með mér. En hann miskildi mig. Hélt að ég ætlaði að skjóta sig. „Bíðið þér. Skjótið mig ekki!“ stundi liann. „Ég skal segja yður það. Það var Chris Lindemans — King Kong! Hann sagði Kiesewetter ofursta þetta.“ Ég rak byssuhlaupið í hann. Hann fölnaði af liræðslu. „Sagði King Ivong Þjóðverjum frá áætluninni um fallhlifasveitina i Arn- hem?“ spurði ég. Verloop kinkaði kolli. Hann kom ekki upp orði fyrr en hann liafði vætt þurrar varirnar með tungunni en svo gusaðist út úr honum: „Hann sagði Iíiesewetter þetta 15. september þegar liann kom til Abwelir-skrifstofunnar. Hann sagði að enskir og amerískir fallhlifahermenn yrðu sendir.“ „Nefndi hann hvert?“ „Hann sagði að bresk flugsveit yrði látin koma niður í Eindhoven sunnu- dagsmorgun." Ég lét byssuna síga og horfði liugs- andi á Verloop. Þessi ræfill hafði ráð- ið fyrir mig gátuna, sem ég liafði glímt svo lengi við. Hann -misskildi þögn mína og féll á kné: „Þér ætlið þá ekki að skjóta mig. Ég hefi sagt yður allt sem ég veit.“ „Ég skýt yður ekki, en ég veit ekki Iivað herrétturinn gerir. Komdu. Nú förum við.“ Þegar ég kom aftur til félaga minna fékk ég æðiskast, sem bæði ég og þeir urðu hissa á. „Farið þið til fjandans!“ öskraði ég. „Það er timi til kominn að þið skiljið að þegar ég segi að einhver sé grun- samlegur ])á meina ég það. En livað gerið þið? Þið sendið hann til óvin- anna með mest áríðandi skilaboð, sem gerð hafa verið í öllu stríðinu.“ „Hvað áttu við?“ spurði einhver. „Lindemans! King Kong! Tveir ykkar verða þegar í stað að fara til Castle Wittourk og handtaka hann.“ „Handtaka Lindemans! Ertu geng- inn af göflunum? Einn af æðri foringjunum sagði: „Þú verður að minnsta kosti að gera okk- ur grein fyrir, Pinto, livers vegna þú vilt láta liandtaka Lindemans. Skil- urðu ekki hvílíkt reginhneyksli það væri?“ Ég flýtti mér að gera grein fyrir ástæðum mínum og þeim mun hafa skilist að ég þóttist viss í minni sök. F.n svo var eftir að vita hvernig ætti að handtaka manninn án þess að stofna tífi handtökumannanna í voða. Allt í einu datt mér ráð í hug. „Nú veit ég það!“ sagði ég. „Tveir ykkar akið til Castle Wittousk og talið við Lindemans. Segið honum að liann eigi að fá afreksmerki fyrir lireysti. Það kittar liégómagirndina i honum. Fáið hann til að leggja af sér vopnin og fara í hreina skyrtu. Farið svo með honum inn í mannlausa stofu. En á meðan skal ég koma boðum til SHAEF og fá tíu manna hcrlögregtu og senda í kastalann. Þeir liandtaka Lindemans. Skiljið þið mig? Mennirnir tveir sem ég liafði nefnt stóðu upp og glottu. Annar þeirra sagði: „Ég vona að tíu menn nægi. En segðu SHAEF að senda sterkustu mennina, sem völ er á.“ TÍU LÖGREGLUMENN MEÐ STÁLVÍR. Þetta tókst. Undir eins og King Kong frétti að hann ætti von á af- reksmerki varð liann ljúfur eins og lamb. Hann vaggaði blíður og brosandi fram fyrir „heiðursvörðinn“ til að taka á móti afreksmerkinu. En heið- ursvörðurinn voru lögreglumennirnir tiu, sem báru hann fljótlega ofurliði og bundu liann. í öllu Holtandi voru ekki til handjárn, sem voru nógu stór á liann, og þess vegna var hann liand- járnaður með stálvír. Þegar við kom- um á flugvöllinn í Antwerpen lét ég binda á lionum lappirnar lika. Það gat hugsast að hann sparkaði gat á þunna flugvélina og fleygði sér út. Undir eins og flugvélin kom til Englands var King Kong komið fyrir úti i sveit, skammt frá London. Þar var bækistöð gagnnjósnanna, dugleg- ustu menn sem völ var á til að ná fullri játningu án þess að beita pynt- ingum. Þeir yfirheyrðu Lindemans i tvær vikur. Þegar hann var fluttur til Hol- lands á ný og settur í Breda-fangelsið fylgdi ég honum inn í klefann. Ég virti hann vandlega fyrir mér. Nu var af lionum drembitætið, en hvergi sást marblettur á skrokknum á hon- um og hvergi merki eftir sprautur. En saint hafði liann gert ítarlega játn- ingu. Greinargerðin var 24 þéttskrif- aðar btaðsíður.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.