Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 24.04.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN Þessi játnihg hans var meir spenn- andi en nokkur lögreglusaga. Linde- mans hafði gerst landráðamaður ár- ið 1943, er vegur hans sem foringja andspyrnuhreyfingarinnar var sem niestur. Hann hafði alltaf verið drabbari og mesti sóunarseggur. Þeg- ar hann skorti fé til að gefa vinstúlk- um sínum gjafir fann hann ráð til að verSa sér úti um peningana. Hann fékk ríkar konur, sem sumar voru ástfangnar af honnm til að gefa sér dýra skartgripi, sem hann kvaðst ætla að nota til að hjálpa fólki sem var i hættu statt, til að flýja til Portúgal. Lindemans hafði selt mikið af grip- um, sem hann fékk á þennan hátt, en andstöðuhreyfingin fékk ekkert af peningunum. Hann eyddi þeim i á- fengi og kvenfólk. Þá gripina sem hann ekki seldi eyddi hann í gjafir til ástmeyja sinna og þóttist hafa tek- ið þá herfangi af Þjóðverjum! Þannig var Lindemans orðinn fé- glæframaður, en hann var ekki enn farinn að svíkja ættjörðina. En nú var hann koniinn i hættulega aðstöðu. Einhvern tima varð hann að gera grein fyrir gripunum, sem hann hafði logið út. Sumir sem honum voru kunn- ugir voru farnir að undrast hvar hann fengi peningana. í febrúar gerðist dálítið, sem flýtti fyrir vandræðunum. Yngsti bróðir hans og frönsk dansmær, Veronica, voru handtekin af Gestpo er þau reyndu að flýja. En Veronica var ein af mörgum frillum Lindemans. Nú bauðst hann til að gerast þýsk- ur njósnari en setti tvö skilyrði: í fyrsta lagi að Veronica og bróðir hans yrðu látin laus, og i öðru lagi að hann fengi gott kaup. Verloop var sendur með þessi skilaboð til Giskes ofursta, yfirmanns Abwehr — þýsku njósna- stöðvarinnar. Urðu samningar um þetta og Þ.jóð- verjar fullnægðu hinum settu skilyrð- um þegar daginn eftir. Veronica og bróðir Lindemans urðu að undir- skrifa yfirlýsingu um, að þau hefðu sætt góðri meðferð i fangelsinu, og að svo búnu voru þau látin laus. Eins og ég hafði búist við hafði Abwehr ekki látið Gestapo vita að Lindemans væri þýskur njósnari, og ekki heldur SD. Einn daginn gerði SD aðsúg að andstöðuhreiðri í Rotter dam en þar var Lindemahs þá stadd- ur. Nú voru góð ráð dýr. Annað hvort varð hann að afhjúpa sig sem land- ráðamann i viðurvist félaga sinna, eða eiga á hættu að SD stútaði hon- um. Hann kaus úrræði lyddunnar. Með hendinni gaf hann SD merki, sem sýndi að hann væri Þjóðverja mað- ur, en einn viðstaddur misskildi þetta. Hann hélt að King Kong væri að þrífa til skammbyssunnar. Hann skaut og hitti King Kong i brjóstið. Kúlan fór gegnum annað lungað. Hann var fluttur á spítala i skyndi þvi að nú sáu hinir þýsku að þetta var ekki venjulegur andstöðuhreyf- ingarmaður. Sárið hefði orðið bani flestra, en King Kong stóðst það og eftir þrjár vikur var hann á góðum batavegi. Foringi Abwehr heimsótti hann á spitalanum og þeir báru sam- an ráð sín um að lata King Kong flýja' af sjúkrahúsinu. Þessi „flótti" mátti ekki vekja neinn grun. Lindemans stakk upp á að hans eigin andstöðu- hreyfingarmenn skyldu gera árás til að bjarga honum. En Þjóðverjar gera þeim fyrirsát og lata Lindemans sleppa. Þetta var framkvæmt og tókst — þvi miður. Við þetta tækifæri misstu 47 af samherjunum úr and- stöðuhreyfingunni lífið! JOHN FOSTER DULLES fyrrv. utanrikisráðherra hafði það sér til dundurs að teikna myndir af við- stöddum, þegar hann situr á fundum. Fleygir hann þessum teikningum jafnóðum i bréfakörfuna, en þær eru hirtar af öðrum og seldar fyrir hátt verð. MAÐIJRIUílV SEM - oldrel vnr til 46. 1) Þegar frönsku byltingarforingjarnir kvöddu 300.000 manns undir vopn og dæmdu alla presta „seka skógarmenn" árið 1793, varð mikil ólga i Vendée i Frakklandi þvi að þar var konung- hollt fólk i miklum meirihluta. Þingið — eða „konventið" — i Paris sendi þegar fulltrúa sinn á vettvang þangað til að skakka leikinn. Þegar fulltrúinn, sem hét Carra, kom í þorpið Ligneron i Vendée sá hann mikla mannþyrpingu kringtim prestinn á staðn- um. Fólkið vildi auðsjáanlega verja hann. Carra fór að kynna sér ástandið og fékk margar ósamkynja skýrslur um það. Svo sauð hann saman skýrslu til þingsins og sagði þar að mikil ólga væri í Vendée og hættulegur maður, Gaston að nafni væri þar i fylkingarbroddi. Þannig varð hin imyndaða hetja Gaston til. 2) Þegar fréttin um hinn hættulega uppreisnarmann Gaston barst til landflótta franskra aðalsmanna vakti hún mikla athygli og barst svo um alla Evrópu. Sumir töldu víst að hann væri aðalsmaður og kölluðu hann því „Monsieur de Gaston", aðrir töldu liann afkomanda Gastons de Foix, sem árið 1358 hafði kæft bændauppreisnina „La Jacquerie" í blóðbaði. Enginn var i vafa um að þessi Gaston væri sannsöguleg persóna, eftir að kunnur læknir, Ehrard, kom úr ferðalagi til Vendée og sagði að nú væri „generalissimus Gaston" á leið til París með 500.000 manna her til þess að endurreisa konungdæmið og kirkjuvaldið. 3) Þótt enginn hefði séð svo mikið sem skuggann af Gaston gerðu bæði Englendingar og Hollendingar trúnaðarmenn út til Frakklands til þess að ná tali af hetjunni og bjóða honum banda- lag við sig. Einn þessara sendimanna komst á aðalstöðvar kon- ungssinna í Rennes, en þar þekkti enginn neitt til Gastons. Hinir konunghollu uppreisnarmenn voru hálfmóðgaðir yfir því að öll Evrópa talaði um þennan Gaston, sem þeir höfðu aldrei séð. 4) Löngu siðar komst upp hvernig sagan um hinn fræga Gast on hershöfðingja hafði komist á kreik. í byrjun uppreisnarinnar í Vendée höfðu blástakkar byltingahersins dreift hóp af óróa- seggjum, en i hópnum var rakari einn, sem flýði og rcyndi að fela sig i skurði. Rlástakkarnir skutu hann til þess að vinna til 6000 franka verðlauna, sem þingið hafði heitið fyrir að drepa upprcisnarforingja. „Þelta er Gaston rakarasveinn!" hrópuðu nokkrir bændur, sem sáu er Gaston flýði. Og svo var Carra þing- fulltrúa sagt margt um Gaston, og hann sauð upp úr öllu saman skýrslu um hættulegan uppreisnarmann, sem varð frægur um alla Evrópu þótt ekkert væri til af honum nema nafn á rakarasvein- inum, sem var drepinn í skurðinum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.