Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 24.04.1959, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Þann 21. sept. 1945 varð Henry Ford II. yfirforstjóri Fordsmiðjanna, aðeins 28 ára gamall. Nœstti fimrn árin eyddi hann 500 milljón dollurum í alls konar breyt- ingar og stækkanir og betri vélar, og framleiðslan óx svo aS nú varS Ford annar stærsti bilaframléiSandinn, næst eftir General Motors. En breytingarnar sem hann gerSi á samvinnunni viS starfsfólk fyrir- tækisins voru kannske enn meira virði. Skömmu eftir aS hann var orS- inn aSalforstjóri tókst lionum aS af- stýra með friðsamlegu móti háska- legri vinnudeilu,'með svo mikilli lip- urS, aS fulltrúar starfsmannanna köliuðu hann „diplomat iðnmálanna". Hann var enn að leita að nýjum leiðum í félagsmálum og það vakti fyrir honum að komast að því marki, sem margir félagsmálafræðingar hafa sett sér: að efla friðinn i heiminum. Henry Ford II. fékk gott tækifæri til að koma hugsjónum sínum i fram- kvæmd, ekki aðeins í skipulagningu i'nnan Fordsmiðjanna heldur líka með stofnun „Ford Foundation“, sem í dag er mesta „hjálparhönd i heimi“. Ford Foundation var stofnsett 1936, en hafði lengst af verið ofurlítill fjöl- skyldusjóður, sem veitti milljón doll- ara í styrki á ári. Henry Ford I. og F'.dsel Ford höfðu í erfaskrám sínum tekið frá gífurlegar fjáruppliæSir, sem renna skyldu til þess að „auka velferð mannkynsins". Þarna var verkefni, sem var Henry Ford II. að skapi og hann gekk aS því með mikilli rögg- semi. Hann skipaði nefnd til að rann- saka hvað það væri sem mannkynið fyrst og fremst þyrfti til að geta lifað mannsæmandi lífi. Og nefndin skilaði þvi áliti, að undirstaða þess væri sú, að halda frið i veröldinni. Margir höfðu lialdið því fram áður aS erfið- léikar vorra tíma stöfuðu af því að véltæknin hefði ekki verið samræmd við þarfir mannkynsins. En nefndar- álitið hélt því fram að vandamálin slöfuðu af úlfúð mannanna millum. Lykillinn að þvi, sem Ford Founda- tion reynir að gera felst í þessari setningu: Að efla alþjóðlega sáttfýsi og frið, styrkja lýðræðislegar stofnanir og bæta starfsaöferðir þeirra, efla efna- hag almennings, auka og bæta alþýðu- menntun og efla þau vísindi, sem geta aukið kynnin af mönnunum. Þetta starf skyldi liafið með 500 milljón dollara stofnfé, og 1. sept. 1950 gat hin nýja, aukna Ford Foundation tekið til starfa. Henry Ford I. varð forseti Ford Foundation árið 1953. Árið 1956 var hann kjörinn „viðskiptakóngur árs- ins“ af „The Saturday Revie\v“. Það var fyrsta skiptið sem þetta kunna blaö sæmdi nokkurn þessu heiti, og liað var tvennt, sem Henry II. hafði gert, sem blaðið lagði áherslu á: að hann hefði breytt Frodsmiðjunum í félag, sem almenningur átti. Þetta var gert með því móti að mestur hluti hlutabréfanna var hafður til sölu á frjálsum markaði. — Hitt var gjöfin mikla 1955, er Fordsmiðjurnar gáfu 500 milljón dollara til skóla og sjúkra- lnisa. Það var stærsta gjöfin, sem gef- in hafði verið í heiminum. Henry Ford II. — þessi sex feta, kringluleiti og vinalegi maður, er að- éins fertugur. Hann er mjög amerísk- ur í útliti, vill helst ganga í vaðmáls- fötum, en konan lians er talin ein af tíu smekklegast klæddum konum í U.S.A. — Þau lifa rólegu heimilislifi Kartmennirnir í Fordfjölskyldunni. Efst t. h. mynd af stofnandanum, Henry Ford I. og til vinstri af Edsel Ford. Henry Ford II. stendur bak við bræður sína Benson (t. v.) og William (t. h.). 4. G R E I N . FORD — konnngsfftt bílasmiðooim í Detroit og eiga þrjú börn. Dæturnar, Charlotte og Anne eru kringum ferm- ingu, en sonurinn, Edsel er niu ára. HIN SYSTKININ. Henry II. finnur til ábyrgðar sinn- ar, sem höfuð fjölskyldunnar og forstjóri Fordsmiðjanna. Hann er hlé drægari i framkomu en bræður hans, og hefir tamið sér að athuga fólk ítar- lega áður en hann kynnist þvi nánar. Benson bróðir lians, sem er 38 ára þykir hins vegar grallaralegur við alla, enda er hann talinn vinsælastur bræðranna. Konan hans, Edith, er ljóshærð og blátt áfram og ekki formföst fremur en Benson. Faðir hennar var sölu- stjóri fyrir Cadillac-bilanna, og áður en hann flutti til Grosse Pointe Slior- es voru Benson og Edith grannar í Indian Village í Detroit og voru á sama leikvellinum. Henry II. og Anne umgangast fólk eins og hertogahjónin af Windsor, Gary Cooper, Winston Guest og Peter Lawford, en Benson og Edith eru ekki nærri eins mikið fyrir ,,háheitin“ og sjást sjaldan nefnd í fjölskyldulífsdálkum blaðanna. Þau skreppa stundum til New York til þess að hitta Elbu og Jerry McGold- rich. Jerry er sölustjóri Lincoln og Mercury-bílanna í New York City og þeir Benson eru kunningjar síðan þeir unnu saman í flugliernum. Henry II. spilar oft golf og það gerir William líka — eða Billy, sem hann er oftast kallaður. Þegar þeir sýna sig á golfvöllunum í Southamp- ton eða Maidstone i East Hampton, er Benson oftast nær norður við Vötnin miklu. Þar hvilir hann sig um borð i 58 fcta skemmtisnekkju, sem heitir Onika, eftir húsbát föður síns, en það var um borð í honum, sem hann bað konunnar sinnar. Gert er ráð fyrir þriggja manna áböfn á bátn- um, en Benson ræSur vanalega aðeins einn inann, en vinnur sjálfur sjó- mannsstörfin ásamt konu sinni. Oft- ast bjóðum við tveimur sálum með okkur, segir Benson. — Það er ekki rúm fyrir fleiri. Eins og flestir báta- eigendur í Detroit, siglir hann bát sinum suður Erieskurð til Florida á haustin. Benson og Edith eiga tvö börn, Benson 7 ára og Lynn, 5 ára. Josepliine er eina dóttir Edsels Ford, kölluð Dodie. Hún er minnst kunn allra af Fordsættinni. Það eru yfirleitt eklci margir utan Grosse Pointe Shores sem vita, að Ford- bræðurnir eiga systur. Þó hún hefir sig ekki frammi á almannafæri er þvi ekki til að dreifa innan fjölskyldunn- ar, segja bræður liennar. — Hún er bráðfjörug, segir Benson og hefir allt- af eilthvað fyrir stafni. Hún er mjög falleg, 33 ára og þó hún sé gift og eigi fjögur börn hefir hún ekki breytt nafni en heitir ennþá Ford. Hún er nefnilega gift iðnmálaráðunaut, sem lieitir Walter Bugl Ford, en er þó ó- skyldur Fordunum. Josephina og Billy umgangast mest, vegna þess að kona Billys, Martha dóttir Harvey Firestone, er besta vin- kona liennar. Þegar Firestoneauður- inn er meðtalinn eru þau Billy og Martha sennilega ríkust allra í Ford ættinni. Harvey Firsestone eldri- afi Mörthu, var einn af fáum vinum gamla Fords. Þeir voru oft saman í útilegum ásamt Edison og John Burroughs náttúrufræðingi. Þá var Ford alltaf að hrekkja þá. Til dæmis lét hann tréspæni í stað brauðs í tómatsúpu Harveys. Billy er ósveigjanlegastur og bjart- sýnastur allra bræðranna. Ilann læt- ur sig miklu skipta útlit bíltegunda, sem sendar eru á markaðinn. Hann er kunnur íþróttamaður, einkum fyrir golf og tennis. Þegar Billy var 14 ára lét faðir lians setja ökuliraðahemil á litla bíl inn lians, svo að Iiann kæmist ekki hraðar en 60 km. Hemillinn var ræki lega festur, en samt hafði Billy tekist að ná honum af daginn eftir. En öku- gikkurinn er bólcabéus lika. Ilann safnar sögum og minjum frá borgara- styrjöldinni og alls konar skot- vopnum. Síðustu ]irjú árin hefir Billy átt í rifrildi við Henry bróður sinn um útlitið á hinni nýju, dýru Continental- gerð. Henry vildi liafa vagninn í fútúristastíl, en Billy vildi láta liann líkjast vönduðum bílum í Evrópustíl. Billy vann og liann var sá fyrsti sem fékk að reyna bílinn. Hann settist inn og ræsti, en bíllinn stóð kyrr. Bafgeymirinn hafði óvart tæmst. Allir bræðurnir jirír eru iengstum i skrifstofum sinum í Detroit. Henry II. kemur kl. 9 og fer sjaldan heim fyrr en kl. 18. Honum er ekið til skrifstofunnar í Lincolnbíl, sem er með sams konar lestrarlampa og i fiugvélum, og hann les oft póstinn sinn á heimleið eða að heiman. Á morgnana ekur hann Edsel II. syni sinum i skólann í Grosse Pointe. Hann raðar skjölunum í þrennt, segir bílstjórinn hans. — Því sem skiptir litln máli fleygir hann i aftur- sætið. ÞaS sem liann þarf að hugsa um lætur liann í hurðarvasann. En því sem mest er áríðandi stingur liann í vasa sína. En annars tölum við um basa-ball á leiðinni. Hann kann allar reglur og þekkir fjölda af leikmönn- um. Hann hefir líka áhuga á hockey og oft horfir hann á knattspyrnuleiki — ef hann fer þá ekki i golf. Hjónaskilnaður hefir aldrei komið fyrir í Fordfjölskyldunni, segir gam- all húsvinur, — og ég skal veðja um að enginn þaðan hefir nokkurn tima spurt sálsýkisfræðing ráða. Svo að ég á bágt með að skilja allt þetta rugl um óhamingjusama auðkýfinga! Ungi Ford umgengst sjaldan hina forstjórana i Ford Motor Company. Vinir hans, sem hafa séð hann livíla sig segja, að þá sé hann annar mað- ur en í skrifstofunni. — Þar er liann kuldalegur og hlédrægur, og á kvöld- in þegar liann er kominn heim til sín lætur hann eins og órabelgur, segir einn vinur hans. í samkvæmi heima hjá honum urðu gestirnir liissa er þeir sáu á veggjunum skrípa- myndir af sjálfum sér. Henry II.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.