Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1959, Síða 7

Fálkinn - 24.04.1959, Síða 7
FÁLKINN 7 Þessi gerð, E 196 er nýjasta gerð Fordbílanna og kemur ekki á mark- aðinn fyrr en eftir nokkur ár. Hún hefir ekki enn verið smíðuð nema í % réttrar stærðar. Á myndinni eru William og Henry II. hafði fengiS skopteiknara til aS gera þær eftir ljósmyndum. í Grosse Pointe Shores umgengst Ford nágrannana og einu sinni í viku býður hann fólki á kvikmyndasýn- ingar. Einstöku sinnum heldur hann stór samkvæmi eSa grímudansleik. Skattamálunum er þannig komiS í U.S.A. núna, aS fólk hefir ekki jaín frjáls umraS yfir eignum sinum og áSur var. Skemmtisnekkja Edsels Ford var yfir 125 fet og 270 lestir, og meS 12 manna áhöfn og rúm fyrir 8 far- þega. En snekkja Bensons er 58 fet og áhöfnin aSeins einn skipstjóri. Eftir að Henry liafSi í noklcur ár átt hús, sem ekki stakk í stúf við önn- ur hús i nágrenninu keypti hann sér stærra hús, af Richard Barthelmess, kvikmyndaleikaranum. En þaS er smásmiSi í samanburSi viS höllina, sem Edsel faSir hans lét byggja. SÍÐUSTU ÁR GAMLA FORDS. Henry Ford I. hefir nú legið í gröf- inni í nær tólf ár. SíSasta daginn sem hann lifSi virtist hann hressari en hann hafSi verið lengi. Robert Rank- in, síSasti hílstjórinn lians ók meS hann um verksmiðjuhverfin í River Rouge og um gömlu slóSirnar í Dear- born, sem geymdu margar minningar Fords frá gamalli tíS. Þegar þeir óku til baka lét Ford hann nema staðar við rafstöð heim- ilisins. Hann vildi sjá hve iangt vél- virkinn væri kominn meS viSgerS- ina á túrbinunni þar. Ford hafði allt- af verið hreykinn af þessari stöð. Hanij vildi ekki vera öðrum háður og ekki þurfa að kaupa rafmagn Iijá rafveitunni. Hann framleiddi sjálfur það rafmagn sem hann þurfti, og aflið kom frá Rauðá. Fyrr um daginn hafði túrbínan skemmst í vatnavexti. En vara-véla- samstæðan var í gangi þegar Ford kom, og Ijósið kom meðan Ford stóð við. Hann leit á vélvirkjann og sagði: — Ég vona að þér takið það ekki illa upp þótt ég segi konunni minni að það hafi verið ég sem kom stöðinni í lag? En álagið á varavélinni varð of mikið. Hún stöðvaðist fyrstu nóttina og Fair Lane var í myrkri. Þannig at- vikaðist það að Henry Ford, iðju- höldurinn mikli kvaddi heiminn við oliulampaljós, eins og hann hafði komið i heiminn. Nú hefir fjölskyldan gefið háskól- anum í Michigan Fair Lane. Skammt frá gnæfir aðalskrifstofubygging Ford — táknmynd Thunderbird-tíma- bilsins. Þar hafa aðalstöðvar Fords verið síðan 1956. E N D I R . „MÁ ÉG BIÐJA UM ELD?“ — Páfa- gaukurinn Charlie er ein vinsælasta skepnan í dýragarðinum í London. Gestir safnast kringum hann og gefa lionum gjafir. Hér hefir Charlie feng- ið vindling, og er alveg hissa á hvers vegna enginn gefur honum tíldspýtu. Bifreiðaaðstoð breska bifreiðeigenda- félagsins hefir hingað til notast við mótorhjól til að hjálpa bílum á veg- um úti. Nú er farið að nota Izetta- bíla í stað mótorhjólanna. Þeir eru léttir og litlir. Úr annáltiiti DRAUMUR OG KYNJASÝNIR. Kjósarannáll segir þennan draum Finns Sigurðssonar lögréttumanns á Ökrum, árið 1682: Hann þóttist staddur undir háum björgum og upp á þeim sömu sá hann mikinn mann sitjandi á stóli. Til þess mikla manns sá liann koma marga presta, og hélt á sinni bók hver þeirra. Sumir héldu á opnum bókum, en nokkrir héldu umhverfum, svo blöðin horfðu niður. Undir þeim niðurhorf- andi blöðum sá hann standa margar krúsir og leirkatla. Hann þóttist hugsa, hvort öl eður vin mundi vera i ilátunum. SiSan hugsaðist honum, að mundi öl í vera heldur óhóf. SiSan þótti honum maðurinn á stólnum mæla þetta: Vil eg að sálin vaki: í væmu ei gleymi sér dauðann ber á baki blind náttúran hér, í einu andartaki æfin og lifið þver. Sami Finnur SigurSsson, viðstaddur Kolbeinsstaðakirkju vestur, aS lion- um vakandi um prédikunina sýndist honum kaleikurinn á altarinu verða að hænu, en corporalsdúkurinn lá svo ofan yfir hennar baki; Iionum sý ndist og svo örn á altarinu, sem var að höggva hænuna. Þá gekk maður um kórgólfið, svo milli bar hans og altarisins, og þá hvarf honum sjónin. Sama ár sá einn maður í Stafholts tungum glanzandi kaupskip, þrimastr- að, og óteljandi fólk uppá, meS húf- um á höfði. Hann kallaði annan mann til sín, og sá hann það sama; þetta var uni kveldtíma eptir dagsetur. HJÁTRÚ OG HALASTJARNA. í Iíjósarannál 1680 og 1683 er þessi fróðleikur um halastjörnuna sem þá var sýnileg: Um fyrirfarandi árs cometu 1682, 10. Aigusti, sem fyr er um skrifaS hefir Bagge Vendel skrifað, sem fylgir, seinast í sínu almanaki, segj- andi: Eptir þvi þetta prognosticon höndlar að mesti um pláneturnar og þeirra eiginleika, þá má lientug- lega nokkra framandi Astrologorum meining um þá cometu, sem í ár sést hefir, hér með innfærast. Af Englandi og Hollandi skrifast, að þeirra Astro- logi ávísi og framsetji, að fyrirsögð cometa skuli vera ein undirvisan og aðvörun um allra plánetanna conjunc tionem og samkomueining, sem aS enn þá á þessu ári ske skuli, hvað þó ekki liefir tilborið, utan 4 sinnum, síðan veröldin var sköpuð, sem er sú fyrsta fyrir syndaflóðið, önnur fyrir Babylons niðurbrot, hin þriðja fyrir Christi fæðing, og sú fjórða fyrir .Terúsalems eyðilegging. En árið 1680 segir svo í Kjósar- annál, og mun vera átt við sömu hala- st'jörnuna: Um haustið sást vígabrandur. — 12. Decembris að áliðnum degi, undir dagsetur, sást teikn á liimninum i út- suðri, gult að lit; að neðanverðu var það bjartara en ofantil, og stundum meira en stundum minna. ÞaS hækk- aði alltaf á himninum um 4 drader á hverju kveldi; og um siðir sáu menn, að stjarna var við það að neðanverðu, og að þetta teikn var ein cometa, þó með annarlegum gangi við aðrar stjörnur; lengd halans meintist 42 gráður, elevatio 48 gr.; sást syðra til 30. Januarii. Fyrir austan var sagt, einn aldraður maður séð hefði á loft- inu þvílíkt sem mannshönd, haldandi á vendi, og víðar um landið sáust teikn og furSanlegar veifanir á lopt- inu. BLÁSIÐ ÞIÐ MEÐ! — Einu sinni á ári koma enskar lúðrasveitir saman til þess að keppa um meistaratitil. Þessi blásari er úr lúðrasveit í Suður- Wales, og gerir sér vonir um að fara af mótinu í Royal Albert Hall scm sigurvegari. EITRAÐIR YINDLINGAR. Arsenik-magnið i amerískum vindl- ingum hefir aukist frá 200 til 600% á síðustu 25 árum, segir í tímariti ame- rísku krabbameinsvarnafélaganna. — Hafa efnafræðingar fundið 45 mikro- grömm að meðaltali i finun algeng- ustu vindlingategundunum, sem Bandarikjamenn reykja. Sumt af arseníkinu fer með reyknum, nokkuð lendir i öskunni en mikið verður eft- it í vindlingastúfnum. En 4.95 mikró- gramm kemst ofan í lungun. En ef vindlingurinn er með „filter“ tekur það í sig 1.5 mikrogr. en samt kemst meira en hættulaust þykir ofan i lungun. Það er talið hættulaust að 3 mikrogrönnn komist inn í likamann.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.