Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1959, Side 8

Fálkinn - 24.04.1959, Side 8
8 FÁLKINN Hamingju-haust Enn einu sinni varð andvökunótt hjá mér. Ég kveikti á lampanum, klukkan var ekki nema 5.30 — ennþá margir klukkutímar þangað til ég átti að vera í skrifstofunni. Ég leit til Ingiriðar, hún svaf svo vært. Eftir þrjá mán. átti það að ske — þá mund- um við verða pabbi og mamma. Ég óskaði að Ingiriði liefði ekki langað til að eignast barn. Barnið mundi gera allt erfiðara viðfangs fyrir mér. Ingiríður vissi ekkert, bún gat ekki skilið að ég ætti svona bágt með að sofa. Það hafði komið fyrir mörgum sinnum, að hún hafði vaknað við að hún var þyrst. Og þegar hún fór fram til að fá sér að drekka fann hún mig sitjandi inni í stofu, reykjandi. Og þá sagði hún alltaf: ■—• Ekki skil ég hvers vegna þú getur ekki sofið, Þór. Þú hefir aldrei átt bágt með svefn áður. Nei, ég hafði það ekki, það var ekki fyrr en upp á síðkastið að sam- viskan var farin að kvelja rriig eftir að ég var háttaður. Það var sjálfum mér að kenna, ég liafði eitrað lífið fyrir sjálfum mér. Ekkert er verra til en vond samviska. Ég heyrði radd- ir fyrir eyrum mér, ég heyrði raddir úr fjölskyldum Ingiríðar: — Var það ckki það sem ég sagði, þú hefðir aldrei átt að giftast lionum Þór. Ég lieyrði lika: — Ef þú hefðir farið að minum ráðum, Ingiríður, þá værir þú gift honum Heiðari Berg núna, og þá hefðir þú aldrei lent í þessu öngþveiti. Ég tók ekki eftir að Ingiríður opn- aði augun. Ég sat uppi í rúminu og hélt hendinni um höfuðið því að mig verkjaði, en hrökk við þegar ég heyrði röddina í lienni: — Ég hefi horft á þig dálitla stund, Þór, — maður sem er svona á svipinn hlýtur að vera að hugsa um eitthvað alvarlegt. Ilvaða hugsanir eru það sem kvelja þig? Þú ert skyldugur að segja mér það — og bráðum verðum við þrjú, manstu. — Það eru engar hugsanir sem kvelja mig, sagði ég, — en ég get blátt áfram ekki sofið. Ég lét höndina siga. Ég vildi helst ekki horfa á hana, en hallaði mér út af og lokaði aug- unum. — Heyrðu, sagði hún — ef ég væri í þínum sporum mundi ég fara til læknisins og segja honum hvernig mér liði, og fá einhverja bót á þessu hjá honum. — Já, ég ætti kannske að gera það, sagði ég. Hún vissi ekki að ég tók svefnskammta á hverju kvöldi. En þeir voru hættir að hrífa, ég hafði notað þá of lengi. — Það getur margt illt leitt af svefnleysinu, hélt hún áfram. — Margir taugasjúkdómar byrja með svefnleysi — þú mátt ekki láta drag- ast að fara til læknis. Mundu að bráð- um fellur meiri ábyrgð á herðar þín- ar en hingað til. Ef eittlivað skyldi koma fyrir þig höfum við ekkert að bakhjarli, ekki svo mikið sem hundrað krónur. Orð hennar skáru mig í eyrun. Já, bara að við hefðum eitthvað upp á að hlaupa. Það hvíidi mikil ábyrgð á mér, og það var ekki glæsileg fram- tíð sem barnið okkar átti. Það þurfti kraftaverk til að bjarga okkur. Mér fannst ég vera svo lítilmótlegur, fannst ég minnka með hverjum degi, og vera óverðugur þess að Ingiriður elskaði mig. Ég fann hlýja hönd hennar strjúka höfuðið á mér, hún strauk mjúklega hárið á mér og sagði: — Þú ert orðinn svo breyttur upp á síðkastið, þú ert orðinn svo magur og svo fálátur. Hér áður hafðirðu alltaf eitthvað til að segja mér frá, eitthvað til að tala um, en nú þegir þú alltaf. Ég er viss um að þú býrð yfir einhverjum vanda, sem við gætum ráðið fram úr i sameiningu. Aldrei gætum við ráðið fram úr þeim vanda i sameiningu! Ég gat ekki sagt henni það lieldur, en var eiginlega nokkuð unnið við að það kæmi yfir hana eins og þruma úr heiðskiru lofti? Nei, því fór fjarri, en mér var ómögulegt að segja henni það samt. hún mundi verða svo hræðilega sorgbitin, og ef til vill gæti það gengið út yfir barnið ef hún fengi að heyra það núna. Ég vonaði innilega að ekk- ert mundi gerast í málinu fyrr en eftir að barnið væri fætt, ég mundi reyna að þrauka þangað til, þessa mánuði sem eftir voru. Það var um að gera að Ingiríður eignaðist barnið áður en hún fengi að vita hve hörmulega ég hafði brugðist henni. Aðalatriðið var í bili að fæðingin gengi vel. Ég sá í huganum sjálfan mig gang- andi inn til forstjórans, sá mig stand- andi við dyrnar og segja stamandi frá hvers konar maður ég væri. Þegar ég svaraði Ingiríði engu sofn- aði lnin aftur. Ég lá nálægt klukku- tima áfram, svo fór ég á fætur. Setti ketilinn yfir eldinn og náði í blaðið, sem lá fyrir utan dyrnar. Fór að lesa í blaðinu meðan ég beið eftir að syði á katlinum. Á framsíðunni var þriggja dálka fyrirsögn. Óskemtileg fyrirsögn fyrir þá, sem i hlut áttu. — Næst verður það ég, husgaði ég með mér. — Þetta verður ljótt hneyksli — aum- ingja Tngiríður og barnið, livað þau verða að líða. Hvers vegna gerði ég jiað? Aðeins vegna þess að ég stóðst ekki freist- inguna. Fyrir tveimur árum hjugg- um við Ingiriður sitt í hvoru jiak- herberginu. Og joá fékk ég tækifæri til að ná í snotra jiriggja herbergja ibúð, en livar átti ég að taka pening- ana? Það var i rauninni einfalt mál að ná í uppliæðina sem þurfti, ég vann hjá fyrirtæki sem hafði sambönd við alls konar kunna menn, — ekki ann- að en skrifa falsað nafn á ávisun og taka við peningunum. Og það gerði ég. Þegar ég afhenti ávísunina í bankanum leit enginn grunsemdaraugum á mig, jietta gekk svo liðugt. Auðvitað mundi Ingiríður vilja fá að vita hvar ég liefði fengið þessa peninga, og án þess að depla augun- um taldi ég henni trú um að ég hefði unnið þá í getraunum. Hún trúði liví eins og nýju neti, en svo er ég hrædd- ur um að hún hafi farið að hugsa l>etta betur og farið að gruna hvort þetta væri ósatt. Ég var lafhræddur um að hún mundi fara að spyrja nán- ar um þetta, þess vegna var það að ég forðaðist liana sem mest. Ég vann aðallega yfirvinnu vegna þess að ég vildi ekki koma fyrr en sem siðast heim. Ingiriður hélt að ég væri svona kappsamur vegna þess að við mundum þurfa á meiri peningum að halda eftir að fjölgaði hjá okkur. í skrifstofunni var ég síhræddur. Þegar einhver kom inn úr dyrunum hrökk ég við, ég tókst hátt á loft í stólnum, alltaf hélt ég að forstjórinn væri kominn til að segja: — Viljið þér koma inn í skrif- stofuna mína, ég þarf að tala við yð- ur um ákveðið mál. Ýmsir starfs- bræður minir tóku eftir, að taugarnar í mér voru farnar að bila. — Þú ert orðinn svo viðbrigðinn, það þarf ekki annað en tekið sé í hurð, l>á hrekk- urðu við, sögðu þeir. Mér hafði talist til að Ingiríður mundi eignast barnið i byrjun des- ember. Henni fannst mikið til þess koma, að við yrðum þrjú uin jólin. En ég þóttist viss um að jólin yrðu engin gleðihátíð. Sennilegast var að þá mundi ég sitja i svartholinu, og að Ingiríður og barnið mundu verða komin að Sandi, Ingiríður átti gifta systur þar, og hjá lienni var nóg rúm. Ég hugsaði fram í timann — Ingiriði mundi veitast auðvelt að fá skilnað. Mér fannst óbærilegt að hugsa til þess, að ég gæti misst hana þá og þegar. Ég vonaði og vonaði að ávísunarfals- ið mundi ekki komast upp fyrr en fjölgað væri hjá Ingiriði. Það yrði enn þungBærara ef lienni hlekktist á vegna misgerða minna. Meðan ég drakk kaffið var ég að liugsa um hvernig mundi fara ef ég færi inn til forstjórans í dag og segði honum hvernig komið væri. Það er lítill vandi að geta sér til um fram- haldið. Hann mundi síma til lögregl- unnar, ég mundi verða settur inn og Ingiríður látin vita. Og þá gat allt illt skeð — ég vissi vel hve hættulegt gat verið þegar vanfærar konur fengu taugalost. Ég færði Ingiriði kaffi og sniurt brauð i rúmið. Eg liafði gert það upp á síðkastið, eftir að ég fór að fara snennna á fætur. Henni þótti mjög vænt um þá hugulsemi. Reyndar var ég farinn að reyna að vera hugulsam- ur í fleiru, oft kom ég með eitthvað heim handa barninu, sem við áttum von á, eða ég færði henni blóm. Ég hafði aldrei verið vanur að gefa henni blóm áður. Ég reyndi að gleðja hana vegna þess að ég hafði vonda sam- visku, og vegna þess að ég vissi að hún átti ömurlega ævi í vændum. Mig langaði til að hún hefði góðar endur- minningar um mig þegar þruman riði yfir. Hún var vakandi þegar ég kom inn með kaffið og blaðið, og settist strax upp í rúininu. En ég þoldi illa hvern- ig liún liorfði á mig. Svo rannsakandi. — Sestu snöggvast á rúmstokkinn, sagði hún. Og ég gat ekki færst und- an þvi. Hún tók í höndina á mér undir eins og ég var sestur og sagði: — Mér finnst þú ekki eins glaðlegur og þú ættir að vera, Þór — ég get ekki séð að þú hlakkir til jólagjafar- innar, sem við eigum von á. Það þótti mér allra verst þegar hún var að tala um jólin, því að á jólunum er það fyrst og fremst, að fólk á að gleðjast og eiga ánægjulega daga sam- an. En hvernig mundu jólin okkar verða? — Jú, víst hlakka ég til jólagjaf- arinnar, sagði ég en það var enginn ánægjuhreimur í röddinni, — en ég get ekki sí og æ verið að tala um hve mikið ég hlakki til. — Ef ég hefði átt mikla peninga, sagði Ingiriður, — mundi ég viljað hafa borgað tíu þúsund krónur fyrir hugrenningarnar þínar. Ég leit snöggt á hana. Var það ein- ber tilviljun að hún nefndi þessa upp- hæð? Ég fann að ég náfölnaði. — Þú ert orðinn svo viðbrigðinn, Þór, sagði hún, — hvers vegna hrökkstu til dæmis við núna? Segðu mér það.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.